Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 45

Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI *fr nv ujAmitK''att'u if því, að sá búnaður, sem hér er rætt um er skattlagður eins og hátollavara. Um þetta er sýnt glöggt dæmi í grein yfirlæknisins. Við segjumst búa í velferðar- þjóðfélagi og er nokkuð til í því, en sé svo þá eigum við ekki að líða það, að fólk, sem þarf að leita hjálpar t.d. á sjúkrahúsum, fái ekki vegna skorts á tækjum og öðrum búnaði þá beztu þjónustu, sem tök eru á að veita. Ég sem þetta rita, hef vegna starfs míns haft góða aðstöðu til að fylgjast með því frábæra starfi, sem læknar og hjúkrunarfólk sjúkrahúsanna hér í borg vinna. Sérstaklega þekki ég starf Slysa- deildar Borgarspítalans og nú seinni árin starfið á gjörgæzlu- deild og Grensásdeild. Eg fullyrði að læknar og hjúkrunarfólk vinn- ur störf sín af svo mikilli sam- vizkusemi og alúð að ekki verður á betra kosið. Hitt er svo annað mál, að aðstaða þessa fólks gæti verið betri og úr því þarf að bæta, en það er meðal annars það, sem yfirlæknirinn er að fara fram á. Látum það koma okkur við, er samvizkusamir og virtir menn leita aðstoðar stjórnvalda í þeim tilgangi einum að þeir fái betri tæki og aðstöðu til að geta hjálpað öðrum, en þessir aðrir það erum við. Þau þrekvirki, sem unnin eru á sjúkrahúsunum daglega verða aldrei metin til fulls, en það eitt, að hægt sé að gera betur með bættri aðstöðu, er svo sjálfsögð beiðni, að ekki má láta neitt ógert, sem í mannlegu valdi stendur til úrbóta og gera það strax. Það dugar ekkert minna. Óskar Ólason.“ • Um græðgi og streitu „Að vinna til að geta eignast sem mest er sýnilega æðsta tak- mark nútímamannsins. Hann ætl- ar að með því að raða í kringum sig eigum og því, sem í dag kallast nauðsynleg þægindi geti hann öðlast algert sældarlíf. En dæmin sýna aðra útkomu. í stað þess að alls konar munaður beri hamingjuna í skauti sínu er hann illgresi á þeim akri lífsins, þar sem bæði illt og gott getur þrifizt. Hér í Svíþjóð þar sem þetta bréf er skrifað, er velferðarþjóðfélag mikið á efnis- lega sviðinu, en þó er hér fimmta hæsta sjálfsmorðshlutfallið í ver- öldinni. Það segir okkur mikið. Kringum efnislegar eigur vaxa upp áhyggjur og streita, sem í.of miklum mæli getur yfirbugað hvern mann. Því meir, sem mað- urinn á, því meir þarf hann að borga, því meira þarf hann að vinna og má aldrei stoppa ef hann á ekki að missa allt. Þessi græðgi er sem andlegt krabbamein nú- tímamannsins og þeir sem falla inn í þessa hringiðu neysluþjóðfé- lagsins mega sannarlega eiga á hættu að bíða alvarlegt tjón á heilsu sinni. Hví í ósköpunum erum við að keppast við að eignast alla þá hluti, sem spila á strengi græðg- innar ? Líf okkar endist ekki til að eignast 1/1000 af þeim öllum. Hvernig er hægt að segja að maðurinn eigi eitthvað? Maðurinn á ekki neitt. Jafnvel sínar nánustu eignir hefur hann aðeins að láni. Þær eru gjörðar af efnum náttúr- unnar og þangað fara þær aftur. Maðurinn er gerður af efnum náttúrunnar og þangað fer hann aftur. Hví þetta kapphlaup? Menn lifa í 70—80 ár að meðaltali og deyja frá eignum sínum hvort sem þær eru metnar á 100 þúsund eða 100 milljónir. Einar Ingvi Magnússon.“ Skipholt 35. — Sími: 37033 TUDOR rafgeymar fá hæstu einkunn tæknitímaritanna. Komiö og fáiö ókeypis eintak af niöurstööum óháöra rannsóknarstofnana. Rafgeymar eru ekki allir eins. ★ Tudor — já þessir með 9 líf. ★ Tudor rafgeymar í allar gerðir farartækja. ★ Tudor rafgeymar eru á hagkvæmu verði. ★ ísetning á staðnum. • Skreytt með stolnu blómi? íbúi við Kleppsveg í Reykjavík, 6373—9332, hafði eftir- farandi sögu að segja er hún kvað hafa gerzt nú um helgina. Aðfararnótt laugardagsins um kl. hálf tvö kom maður nokkur inn í stigaganginn hjá okkur og hvarf á braut með stórt blóm sem var í ganginum. Kona nokkur sá til ferða hans þar sem hann snarað- ist út úr ganginum með þetta stóra blóm í höndunum. Varð hann var við hana og lét sig ekki muna um að kveðja hana með flauti um leið og bíllinn rann frá húsinu. Okkur finnst þetta takmarka- laus ósvífni að taka blómið ófrjálsri hendi og ætlað sér að skreyta eigin híbýli með því, það getur vart verið gaman að skreyta með stolnu blómi. Við skiljum reyndar ekki í því hvernig hann komst inn í ganginn, en við verðum bara að vona að maðurinn átti sig og skili blóminu. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á millisvæðamóti kvenna í Ali- cante á Spáni í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Lemachko, Búlgaríu, sem hafði hvítt og átti leik, og Prokopovics, Júgóslavíu. 19. Rd4!! (Eftir 19. dxc6 - Hf6 væri svartur enn í fullu fjöri) ... Hf6, 20. Hg3+ - Kf7, 21. Dh5+ og svartur gafst upp, enda stutt í mátið. HÖGNI HREKKVtSI (rompton Porkinson RAFM0T0RAR Eigum ávallt fyrirliggjandi 1400—2800 sn/mín. rafmótora. 1ns fasa —4 hö 3ja fasa 1/z—25 hö Útvegum allar fáanlegar gerðir og stæröir. VALD. POULSENf SUÐURLANDSBRAUT10 SÍMAR: 38520 — 31142. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU D112M to D315LY Frames D160M to D200L Frames D80 to D132M Frames D71 Frames

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.