Morgunblaðið - 06.03.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.03.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 Fyrirspurn Alberts Guðmundssonar í borgarráði: Forseti íslands fær staf frá Norðurkollulöndimum Ragnar Lassimatti, landshöfðingi i Norbotten i Sviþjóð, gekk i gær á fund forseta íslands og færði honum staf að gjöf frá Norðurkollulöndunum. Að sögn Ragnars er stafurinn, sem er úr viði og hreindýrahorni, tákn styrks, einhugs og fegurðarþrár sálarinnar. Áður hafa aðrir þjóðhöfðingjar á Norðurlöndum fengið samskonar staf. Þá fékk forsetafrúin hálsmen og nælu sem unnið er úr rótum. Félag fískyinnslustöðva á Vestfjörðum: Skapaður verði eðlileg- ur rekstrargrundvöllur FÉLAG fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum hélt fund um stöðu fiskvinnslunnar í gærdag og að sögn Kon- ráðs Jakobssonar for- manns félagsins var á fundinum samþykkt á- skorun til ríkisstjórnar- innar, þess efnis að gripið yrði til aðgerða til að skapa eðlilegan rekstr- argrundvöll fyrir hrað- frystiiðnaðinn. „Þessi iðnaður hefur ver- ið rekinn að undanförnu með miklu tapi, jafnvel allt frá því í haust og ekki bætir úr skák að kaup- hækkanir komu til fram- kvæmda 1. marz sl. og fiskverðshækkun í augsýn," sagði Konráð. Hver varð mðurstaða Ung- verjalandsfararinnar? Albert Guómundsson borgar- ingu hlýtur að vera kominn tími fulltrúi hefur lagt fram bókun í borgarráði, þar sem hann óskar þess að upplýst verði um ferð starfsmanna borgarinnar til Ungverjalands nú nýlega. í bók- un AJberts segir svo: „Þar sem nú er iiðinn nokkur timi síðan full- trúar Reykjavíkurborgar skoð- uðu nýja gerð af ódýrum strætis- vögnum í Ungverjalandi, óska ég formlega eftir því, að fulltrúar Reykjavíkurborgar í umræddri skoðunarferð leggi fyrir næsta fund borgarráðs skýrslu sína um strætisvagna þá, er boðnir vofu til afgreiðslu á góðu verði og eru sagðir fullnægja útboðslýsingu S.V.R. og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Þá óska ég upplýst: 1. Hvaða aðilar fóru í þessa skoðunarferð? 2. Hvert var farið? 3. Hver er niðurstaða trúnaðar- manna borgarinnar í þessari skoðunarferð? Mæla þeir með kaupum á þessum ungversku strætisvögnum eða ekki? Albert sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að ástæða þess að hann gerði fyrrnefnda bókun væri sú, að meirihluti borgarráðs hefði séð ástæðu til að senda menn til Ungverjalands til að skoða þar strætisvagna sem Ungverjar höfðu boðið SVR á mjög lágu verði. En fyrir hefðu legið ófullnægjandi upplýsingar um vagnana sjálfa. „Nú eru tíu dagat liðnir síðan sendinefnd þessi kom hingað heim,“ sagði Albert, „og við höfum enn ekki heyrt neitt um niðurstöður þessa ferðalags, og sá frestur sem tilboð annarra aðila eru háð er ekki óendanlegur. Þar sem hér er um að ræða gífurlega mikla fjárfest- Spurt og svarað uin skattamál: Síðasti til að mennirnir geri grein fyrir ferðinni og leggi fram niðurstöður sínar. Mæla þeir með að þessir vagnar verði keyptir, sem eru allt að 20 milljón krónum ódýrari en þeir næstódýrustu, eða eru vagn- arnir þannig úr garði gerðir að betur borgar sig að kaupa dýrari vagna sem við höfum þegar reynslu af? Ég tel að fá verði það upplýst hvort þessir vagnar stand- ast þær kröfur sem við gerum til strætisvagna, og að síðan verði niðurstaðan sú að hagkvæmasta tilboði verði tekið að þessu öllu athuguðu," sagði Albert að lokum. Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að málið yrði tekið fyrir á fundi borgarráðs á þriðju- daginn. Tómas um niður- færslu verðlags: — A sér fulla lagastoð „Ég leitaði umsagnar verð- lagsráðs um þetta mál eins og verðlagslögin gera ráð fyrir, og hefur ráðið frest þar til á mánudag til að fjalla um málið og gefa sér sína um- sögn um það,“ sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í gær er Morgunblaðið spurði hann hvað liði setningu reglugerðar um niðurfærslu verðlags. Tómas kvaðst vera þeirrar skoðunar að setning reglu- gerðar af þessu tagi ætti sér stoð í lögum, og það frekar á tveimur stöðum en einum. En ágreiningur hefur verið uppi um það, hvort slík lagastoð væri fyrir hendi. dagur í dag er síðasti dagur, sem tekið er á móti spurningum um skattamál á vegum les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins, þar sem ekki er unnt að birta svör við spurningum, sem berast síðar fyrir lok framtalsfrests á mánudag. Lcsendum er bent á að hringja í síma 10100 kl. 2—3 í dag. Sjá: Spurt og svarað um skattamál á bls. 21. ö INNLENT Námsmenn krefjast hækkunar námslána útifundur á Arnarhóli í dag SAMTÖK námsmanna hafa boð- að til útifundar á Arnarhóli i dag þar sem þeir munu afhenda fulltrúum á Norðurlandaráðs- þingi og fulltrúum ráðuneyta fjármála og menntamála kröfur námsmanna í Iánamálum. For- svarsmenn Stúdentaráðs, Sam- bands ísl. námsmanna erlendis (SÍNE) og Bandalags islenzkra sérskólanemenda (BÍSN) kynntu kröfugerð námsmanna í þessum aðgerðum á blaðamannafundi í gær. Vilja þeir knýja á um að námslán nemi 90% af fjárþörf námsmanns í stað 85% eins og nú er, og að tekjur námsmanns verði ekki dregnar frá námsláni nema að hluta. Ennfremur er það krafa þeirra að fleiri sérskólanemend- ur fái lán úr Lánasjóðnum. Fulltrúar Vöku, Félags lýðræð- issinnaðra stúdenta, hafa krafist þess að mega taka þátt í þessum aðgerðum og taka þátt í að móta kröfugerð námsmanna á fundin- um. Að sögn þeirra Vökumanna hefur þeim verið neitað um að eiga nokkurn þátt í að móta kröfugerð námsmanna á fundinum. Að sögn þeirra hefur þeim verið neitað um að eiga þátt í þessum aðgerðum, af fulltrúum SHÍ, SÍNE og BÍSN, Missir fjöldi ellilífeyr- isþega tekjutrygginguna? „ÞAÐ er rétt að verði lögunum framfylgt út f ystu æsar er hætt við því að einhverjir ellilífeyris- þegar missi sína tekjutrygg- ingu,“ sagði Eggert G. Þor- steinsson forstjóri Trygginga- stofnunar rikisins er Mbl. ræddi við hann i tilefni of því, að samkvæmt núgildandi skattalög- um eru sparistjósinnstæður og vextir af þeim skattskyldir og ber að færa inn á sérstök vottorð Skattstofunnar, sem eru forsenda fyrir þvi að ellilifeyrisþegar fái greidda tekjutrygginguna. „Við höfum hins vegar fyrir skömmu sent ríkisskattstjóra at- hugasemdir okkar við lögin þar sem m.a. þetta atriði er tekið til umfjöllunar. Ríkisskattstjóri hef- ur lýst þeirri skoðun sinni við okkur að hann sé þessum ábend- ingum þakklátur þannig að við vonumst ennþá eftir því að breyt- ingar verði gerðar í sambandi við ellilífeyrisþegana," sagði Eggert ennfremur. þrátt fyrir að þeir eigi aðild að svonefndri Kjarabaráttunefnd námsmanna. Fulltrúar Vöku lýstu í lok blaðamannafundarins þeirri kröfu félagsins, að námslán yrðu nú þegar hækkuð upp í 100% af framfærslu námsmanns, og að laun námsmanns yrðu ekki dregin frá láni hans, eins og þeir sögðu nú vera. Sögðu þeir að engin samþykkt væri frá Stúdentaráði og Kjarabaráttunefnd um að farið skyldi út í þessar aðgerðir og hvaða kröfur yrðu þar lagðar fram. Þótti fulltrúum Vöku þversögn felast í því, að farið væri út í slíkar aðgerðir og vitnað til sam- stöðu stúdenta, en um leið væri fulltrúum um helmings kjósenda innan H.I. meinað að hafa þar nokkur áhrif á gang mála. Lýstu þeir einnig þeirri skoðun sinni, að með þessu væri verið að útiloka Vökumenn, sem vildu ganga lengra í kröfugerð á hendur stjórnvöldum. Töluðu þeir um, að þarna væri „hagsmunum stúdenta fórnað á altari pólitískra hags- muna róttæklinga og Ragnars Arnalds," eins og þeir orðuðu það. Útifundurinn hefst kl! 13.15 á Arnarhóli í dag. Safnast verður saman við Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut upp úr kl. 12.00, og haldið þaðan kl. 12.45 og gengið að Arnarhóli. Þar verða flutt bar- áttuávörp og bornar upp ályktan- „Sem dæmi um þá ó- heillaþróun sem verið hef- ur á síðasta ári get ég nefnt, að hráefnishækkun- in var mjög mikil, vinnu- launin hækkuðu um 60%, en verð afurðanna hækkaði ekki nema um 30%,“ sagði Konráð ennfremur. íshætta við Norðurland virðist lítil HAFÍSHÆTTA við Norðurland í vor virðist lítil og vorkomunni í sjónum norðanlands virðist nú ekki hætta búin af pólsjó. í frétt frá Ilafrannsúknastofnun kemur fram að samkvæmt venju hafi í vetur verið fylgst með ástandi sjávar við landið og verði gert áfram fram á vor. Meginályktanir sjórannsókn- anna í vetur fram að þessu eru þær, að hlýsjávar gætti fyrir öllu Norðurlandi austur að Langanesi. Hitastig í kalda sjónum djúpt úti af Norðurlandi var vel fyrir ofan frostmark sjávar, en Austur- íslandsstraumur gæti áfram haft áhrif t.d. á kolmunnagöngur aust- ur í hafi í sumar. Framansagt ber ekki að túlka sem spá heldur sem ábendingu um hugsanlegt orsaka- samband miðað við niðurstöður í febrúar í vetur, segir í fréttinni frá' Sjórannsóknadeild Hafrann- sóknastofnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.