Morgunblaðið - 06.03.1980, Side 3

Morgunblaðið - 06.03.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 3 Aðgerðaleysi í skipulagsmálum stefn- ir byggingaiðnaðinum í stórhættu Rætt við Birgi Isleif Gunnarsson en hann á sæti i skipulagsnefnd í borgarstjórn Reykjavíkur kemur í dag til umræðu og afgreiðslu tillaga vinstri meirihlutans í skipulagsnefnd um að fresta þvi að staðfesta aðalskipulag Reykjavíkur en mál þetta hefur verið mikið deiluefni i skipulagsnefnd og í borgarráði að undanförnu. Af þessu tilefni sneri Mbl. sér til Birgis ísieifs Gunnarssonar en hann á sæti i skipulagsnefnd: „Við sjálfstæðismenn höfum brugðist mjög hart gegn tilraun- um vinstri meirihlutans í skipu- lagsnefnd og borgarstjórn til að drepa á dreif og fresta enn staðfestingu og framkvæmd að- alskipulagsins, sem samþykkt var 1977. Við teljum að allur frekari dráttur stefni byggingar- iðnaðinum í Reykjavík í stór- hættu, enda er lóðaskortur nú þegar farinn að gera alvarlega vart við sig. Nefna má, að tæplega 1000 umsóknir bárust um lóðir, sem nú stendur til að úthluta en þær eru 236 svo engan veginn tekst að fullnægja eftir- spurn. Á fundi borgarstjórnar þann 25. apríl 1977 voru samþykktar í borgarstjórn tillögur um endur- skoðun aðalskipulagsins frá 1965. Að lokinni afgreiðslu þeirra tillagna var samþykkt með 12 atkvæðum að vísa álykt- un borgarstjórnar til skipulags- stjórnar ríkisins með staðfest- ingu fyrir augum. Þróunarstofn- un Reykjavíkur var síðan falið að undirbúa málið fyrir skipu- lagsstjórn ríkisins, en þegar vinstri meirihlutinn tók við völdum vorið 1978 var sú vinna stöðvuð. Ástæður þess voru greinilega þær, að alþýðubanda- lagsmenn höfðu greitt atkvæði gegn einstökum þáttum skipu- lagsins en eftir kosningarnar tóku þeir forystu í skipulagsmál- um af hálfu meirihlutans og virtust ekki geta hugsað sér að halda áfram á grundvelli fyrri samþykktar. Við sjálfstæðismenn höfum á þessu kjörtímabili reynt að knýja fram að gengið verði frá aðalskipulaginu en án árangurs. Það alvarlegasta í þessu er, að ekkert hefur verið aðhafst í langan tíma fyrr en nú þegar í óefni er komið. Tillögur vinstri meirihlutans í skipulagsnefnd sem lagðar verða fram í borgar- stjórn í dag, ganga út á það að fresta enn staðfestingu skipu- lagsins og taka til endur- skoðunar vissa þætti þess með' það fyrir augum að ljúka því verkefni í maí. Við teljum hins vegar óraunhæft að nokkur end- urskoðun, sem gagn er að, geti farið fram á svo stuttum tíma. Við viðurkennum að slíkt skipu- lag þarf að vera í stöðugri endurskoðun, þar sem ýmsar forsendur eru ávallt að breytast, en sú endurskoðun tekur lengri tíma ef takast á að leysa þann skipulagsvanda, sem borgin stendur nú frammi fyrir í dag eftir aðgerðaleysi vinstri meiri- hlutans. Rétt er að benda á, að Borgar- skipulag Reykjavíkur (Þróunar- stofnun Reykjavíkur) lét frá sér fara í janúar síðastliðnum um- sögn um staðfestingu á aðalskipulagi Reykjavíkur Birgir ísleifur Gunnarsson 1975—95 og hefur sú umsögn verið mjög umdeild. Borgarverk- fræðingurinn í Reykjavík sá sérstaka ástæðu til þess aö mótmæla þessari greinargerð með ítarlegri umsögn og við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsnefnd höfum skrifað ítarlega greinargerð um þetta mál. I þessari greinargerð kemur fram, að við teljum þær fullyrð- ingar rangar, að minni byggð rúmist á svonefndum Úlfarsfellssvæðum en aðalskipu- lag gerir ráð fyrir. . Við höfum einnig talið ólíklegt að hægt sé að taka fljótlega til bygginga svæði, sem hafa verið undir vatnsvernd, þar sem rann- sóknir á heildarvatnsmagni í Reykjavík séu ekki það langt á veg komnar að verjandi sé að taka Bullaugu úr notkun. Allt tal vinstri meirihlutans um mistök við endurskoðun aðalskipulagsins frá 1977 er út í hött. Við þá vinnu lögðu hönd á plóginn hinir færustu fagmenn og í skipulagsnefnd sátu menn sem gjörþekktu skipulagsmál. Má þar nefna Garðar Halldórss- on núverandi húsameistara ríkisins, Helga Hjálmarsson arkitekt og Sigurð Harðarson núverandi formann skipulags- nefndar. Hann ýar á móti ýms- um efnisþáttum skipulagsins og hefði því vafalaust verið fljótur að finna að, ef eitthvað hefði skort á hin faglegu vinnubrögð. Það er því í hæsta máta lítilm- annlegt nú hjá vinstri meirihlut- anum i skipulagsnefnd að ætla að skjóta sér á bak við einhver mistök. Mistökin í þessu máli liggja í aðgerðaleysi vinstri mei- rihlutans og því einu.“ Guðlax meðal um 40 sjávarrétta á kútmagakvöldi ÞÆR ERU margar kynlegar skepnurnar, sem synda í hafinu í kringum landið, og aðeins hluti þeirra, sem við íslendingar nýtum okkur. Guðlaxinn er ein þessara tegunda, en þó mjög sjaldgæf og ekki á hverjum degi á borðum. Hann verður þó að finna meðal 40 annarra sjávarrétta á árlegu kútmagakvöldi Lionsklúbbsins Ægis á Hótel Sögu i kvöld. Sérfróðir segja okkur að þessi heldur ófrýnilega skepna sé herramannsmatur og standist fyllilega samanburð við laxinn. Sigurvin Gunnarsson yfir- matsveinn á Hótel Sögu sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að þetta væri góður matur og Guðlaxinn er litrik skepna sam- kvæmt Fiskabók AB, sporður og uggar rauðir, bleikur á kvið og blár á bak. minnti bæði í lit og bragði á lax. Þeir á Sögu hefðu bragðað á þessari fisktegund í fyrsta skipti í gær og þyrðu svo sannarlega að mæla með fiskinum, sem þeir skæru í sneiðar og grilluðu á pönnu. Ekki sagðist Sigurvin áður hafa matreitt þennan fisk, enda væri hann sjaldgæfur í afla íslenzkra sjómanna. Þann guð- lax, sem upp á verður boðið á Sögu í kvöld í fyrsta skipti á íslenzku veitingahúsi, fékkst á handfæri í mynni Eyjafjarðar í sumar. Tveir menn voru þar á handfærum og þeim varð heldur hverft við er þeir sáu tvo guð- óli Harðarson matsveinn og Sigurvin Gunnarsson yfirmatsveinn á Hótel Sögu með guðlaxinn, sem Lionsfélagar hyggjast snæða í kvöld. (Ljósm. Emilía). laxa birtast. Þeim tókst að ná öðrum þeirra inn fyrir og síðan hefur hann verið vandlega geymdur í frysti. I Fiskabók AB fundum við eftirfarandi upplýsingar um guðlax: „Auðþekktur á vaxtarlaginu, bolurinn er mjög hár, en þó allþykkur. Munnur lítill, tann- laus og framskjótanlegur. Hreistrið er smátt og mjög laust. Lengdin 1.5—1.8 m. Þyngdin allt að 100 kg. Miðsævis djúpfiskur, aðallega á 100—400 metra dýpi. Fæða er aðallega kolkrabbi. Hér við land er hann ekki sjaldséður, en aðallega verður hans vart á sumrin og haustin og er útbreiðsla hans í nokkru samræmi við göngur beitu- smokksins. Ágætur matfiskur, minnir á lax.“ SCANDINAVIAN FASHION WEEK Kaupmannah. 13/3—19/3. Gisting: Hotel Hebron Grand Hotel Páskaferð — Benidorm 15 dagar Brottför 3. apríl Verð frá kr. 267.000- LONDON Páskaferð Brottför 29/3 og 1/4 Gisting: Cumberland Hotel Regent Palace Hotel Londoner Hotel Ferðamiðstöðin hf. seljum farseðla um allan Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940 HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.