Morgunblaðið - 06.03.1980, Page 5

Morgunblaðið - 06.03.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 5 Manuela Wiesler með Sinfóníuhljómsveitinni VERKEFNI á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands i Háskóla- Manuela Wiesler. bíói í kvöld verður Leynibrúð- kaupið eftir Cimarosa. Evredis eftir Þorkel Sigurjónsson og Sin- fónía nr. 1 eftir Lutoslavsky, en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Höfundur flautukonsertsins Evredís segir svo um verk sitt: „Þessi konsert varð til fyrir áeggjan Manuelu Wiesler og upp- örvun Páls Pálssonar. Heitið bendir til þess, að hér sé á ferðinni enn ein „Musica rappresentativa" um alþekktu goðsögnina og að þessu sinni frá sjónarhóli Evrídís- ar. Ekki þarf að rekja hér kunnan söguþráðinn. Reynt er að fylgja honum. Þar sem heimildum slepp- ir, er Manuela eiginlega ein til frásagnar — og það gerir hún orðalaust." Hvers vegna kristilegir stjórnmálaflokkar? í KVÖLD klukkan 20.30 gengst menntamálanefnd þjóðkirkjunn- ar fyrir fundi í Hallgrímskirkju í Reykjavik með fulltrúum þeirra kristilegu stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Norðurlanda- ráðsþinginu í Reykjavík. Kristilegir stjórnmálaflokkar eru starfandi á öllum Norðurlönd- unum nema Islandi, og eiga þrír þeirra fulltrúa á þingi Norður- landaráðs hér þessa dagana. Flokkar þessir eru tiltölulega lítt þekktir hérlendis, og hafa staðið deilur um réttmæti kristilegra stjórnmálaflokka. Þeir sem kynna flokka sína og svara fyrirspurnum fundarmanna á fundinum í kvöld eru eftirtaldir: Frá Noregi, Kristelig Folkeparti, Lars Korvald, Asbjörn Haugst- vedt, Kjell Magne Bondevik. Frá Danmörku, Kristeligt Folke- parti, Christian Christensen, og frá Finnlandi, Suomen Kristillin- Max Linder og Buster Keaton í Fjalaketti FJALAKÖTTURINN sýnir í Tjarnabíói í kvöld, laugardag, og á sunnudag fimm stuttar myndir eftir Max Linder og tvær stuttar myndir eftir Buster Keaton. Myndirnar eftir Max Linder heita „Max and the Quinquina,“ „Max og hundurinn hans,“ „Max lærir að skauta," „Max og styttan" og „Fyrsti vindlingurinn." Myndirnar eftir Buster Keaton heita „Ditto“ og „The Chemist." Myndasýningin í kvöld hefst klukkan 21.00, klukkan 17.00 á laugardag og 17.00, 19.30 og 22 á sunnudag. en Liitto (Finlands Kristliga för- bund) Asser Stenbáck. Fundurinn hefst sem fyrr segir klukkan 20.30 í kvöld, í Hall- grímskirkju, og er hann öllum opinn sem áhuga hafa á málefn- inu, en heiti fundarins er Hvers vegna kristilegir stjórnmála- flokkar? Sara Lidman í Noræna húsinu SARA Lidman verður gestur Rit- höfundasambands íslands á al- mennum félagsfundi í Norræna húsinu klukkan 21.00 í kvöld Hún mun lesa úr verkum sínum, segja frá þeim og spjalla við fundarmenn. 633 Roykvík- ingar fengu kvef í janúar ALLS leituðu sex hundruð þrjá- tíu og þrír til fimmtán lækna i Reykjavík vegna kvefs, kverka- bólgu eða lungnakvefs í janúar- mánuði siðastliðnum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær hjá skrifstofu borgar- Iæknis. Samkvæmt skýrslum 15 lækna voru farsóttir í janúar 1980 ann- ars þessar: innflúensa 19 manns, lungnabólga 24, kvef, kverkabólga, lungnakvef o.fl. 633, hálsbólga og skarlatssótt 7, einkirningasótt 1, kíghósti 2, hlaupabóla 23, hettu- sótt 23, iðrakvef 114 og kláði 2. Markaður hjá Hvöt Næstkomandi sunnudag efnir Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavik til markaðshalds í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fjáröflunarnefnd Hvatar gengst fyrir markaði — flóamark- aði með alls konar muni og fatnað á sunnudaginn kemur kl. 14.00— 18.00 í Sjálfstæðishúsinu. For- maður nefndarinnar, Anna Ás- geirsdóttir tjáði blaðinu að þar yrði á boðstólum margt ágætra muna og góður fatnaður á hag- stæðu verði. Á staðnum verður framborið molakaffi og getur fólk tekið sér góðan tíma að íhuga kjarakaupin, á meðan það nýtur veitinga, sagði Anna. Hún hvatti einnig félagsmenn til að koma þeim munum, sem eiga að fara á markaðinn í tæka tíð, en móttaka verður laugardaginn 8. mars frá kl. 14.00 Þú hefur DÆMI Herraföt frá ......... 39.900 Stakir herraullarjakkar frá ................. 23.900 Stakir Blazer jakkar frá .................. 17.900 Skyrturfrá ........... 3.900 Buxur allskonar frá .................. 6.900 Smekkbuxur frá ....... 8.900 a aö missa af útsölumarkaöi okkar á bókamarkaðnum Sýningahöllinni, Ártúnshöföa. Barnaúlpur frá ....... 4.900 Dömukápur frá ........ 9.900 Dömudragtir frá ...... 6.900 Pils frá ............. 4.900 Kjólar frá ........... 7.900 Úlpur frá .......... 14.900 Blússur frá .......... 3.900 Vesti frá ............ 3.900 og margt fleira. Þú mátt prútta líjnjl KARNABÆR *ÚTSÖLUMARKAÐUR — SÝNINGARHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFDA. I 2 ág FAE Kúlu- og rúllulegur Hjöruliðir TIMKEN Keilulegur Viftureimar . Einnig eru tímareimar og tímakeöjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum urr^ land allt. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.