Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
7
Pólitískt trú-
boö. Aöstaöa
misnotuð
Dagblaðiö Tíminn segir
í leiöara í g»r:
„Talsveröar umræður
hafa að undan förnu orð-
ið um Háskóla íslands
vegna þeirrar afgreiðslu
sem umsóknir um kenn-
araembætti í sagnfræði
hlutu af hálfu Heimspeki-
deildar skólans. Nú um
sl. helgi bættist það við
þessar umræður, að
nemandi í dönsku við
HAskólann sagði í Morg-
unblaðinu farir sínar ekki
sléttar af samskiptunum
við kennara í námsgrein-
inni.
í báðum þessum mál-
um er því haldið fram að
innan háskólans sé rekið
pólitískt trúboð af mikilli
harðfengi. Annars vegar
er því haldið fram að
menn njóti ekki sann-
mælis við embættaveit-
ingar og umsagnir um
umsækjendur, en hins
vegar að nemendur nái
ekki rétti sínum í skiptum
við kennara.
i báðum atvikunum er
pólitískri einstefnu og
öfgum um kennt.
I þessum umræðum
hefur það hvergi komið
fram að Háskóli islands
eigi ekki aö njóta þess
sjálfstæðis sem stofnun-
inni hefur verið fengiö,
enda helgast það af aug-
Ijósum ástæðum. Því er
aftur á móti haldið fram
að forráðamenn skólans,
í þessum málum báðum
forráðamenn Heimspeki-
deildar, misnoti aðstöðu
sfna til misbeitingar á
þessu sjálfstæði."
Háskólinn
og þjóöin
Og enn segir Tíminn,
er hann fjallar um stöðu
Háskólans í hugum al-
mennings í landinu:
„Nú er það að vísu svo,
að þaö sem sagt er af
kennarastólum háskól-
ans er ekki allt heilagt
orö, og ber nú nýrra við
ef námsmenn eru farnir
aö trúa hverju einasta
orði sem út gengur af
munni lærifeðra. Þjóöin
getur svo sem lifað góöu
lífi, þótt einhverjir há-
skólakennarar beri á
móti því. Og skíptír ekki
allt miklu sem þar er
sagt.
Þrátt fyrir þetta, og
þrátt fyrir sjálfstæði há-
skólans, hlýtur stofnun-
inni að vera það ótvírætt
hagsmunamál að starfs-
aðferðir þar verði ekki
tortryggðar meðal al-
mennings, um fram
venjulega fordóma sumra
í garð allrar menntunar
og fræða, en um það
tjóar aldrei aö fást að
nokkru marki.
Sé það til dæmis rétt,
aö umsagnir um fræði-
lega hæfni umsækjenda
um kennarastöður fari að
einhverju leyti eftir póli-
tískri afstöðu, er oröið
örvænt um að almenn-
ingur skilji við hvað er átt
með því að háskólinn eigi
að vera sjálfstæður and-
spænis pólitískum yfir-
völdum."
Könnun
tímabær
Loks segir í leiðara
Tímans um þörf könnun-
ar á pólitískri misbeit-
ingu og nauðsyn þess að
eyða efasemdum ( garð
æöstu menntastofnunar
þjóðarinnar:
„Og ef einhver hæfa er
í því að kennsla og náms-
efni í einstökum náms-
greinum lúti svo mjög
pólitískum öfgum og ein-
stefnu að nemendur
haldist ekki við og nái
ekki réttlæti í meðferð
úrlausna á prófum, þá er
orðið tímabært að kanna
hvað snýr upp og hvað
niður f andlegu frelsi í
Háskóla íslands.
Það er vitað að alls
kyns tískustefnur ganga
yfir í háskólafræöum, rétt
eins og í klæðaburöi.
Enginn fer að krefja for-
ráðamenn Heimspeki-
deildar um skýringar á
tískustefnum, enda er
hverjum og einum frjálst
— vonandi — að fara sína
leið í þeim efnum.
— Og þó virðist það
vera spurningin: Er
mönnum frjálst að fara
sínar leiðir ( fræðilegum
efnum, eða er einhver
hæfa ( því aö pólitísk
einstefna sé orðin alls
ráðandi í æðstu mennta-
stofnun þjóðarinnar?
Hér skal engu haldið
fram um rétt svar við
þessari spurningu. Hins
vegar hlýtur það að vera
hagsmunamál Háskóla
íslands sjálfs að eyða
efasemdum um þessi
efni — og það sem allra
fyrst."
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRETI • SÍMAR: 17152-1735S |=
Knattspyrnudeild Vals
óskar eftir 2ja—5 herb. íbúð
í Reykjavík fyrir reglusama unga fjölskyldu sem fyrst og til
1. október.
Vinsamlega leggið nöfn og símanúmer inn á augld. Mbl.
fyrir 11. marz merkt: „íbúð — 6165“.
Jektorar
*
* Suction^
D»livry
I^L
1 SöyoHmogjíuicr rJMis
5®0T1 & ©®
TELEPHONES 1 4610 81 1 )210
| ESTABLISH ED 1 925 - TELEXi 2057 STURLA-1S
NÁMSKEIÐ
Hvernig má
verjast streitu?
Á liönu ári hélt Stjórnunarfélagið fjögur nám-
skeiö þar sem kenndar voru aöferöir sem nota
má til aö draga úr áhrifum streitu og innri
spennu á daglega líöan manna. Námskeiö
þessi þóttu afar fróöleg, og sóttu þau um 170
þátttakendur.
Leiðbeinandi á námskeiðunum
er Dr. Pétur Guðjónsson félags-
sálfræðingur en hann hefur á
undanförnum árum haldið þessi
námskeið í Bandaríkjunum, þar
sem hann er búsettur. Stjórnun-
arfélagið mun nú í marz efna til
tveggja námskeiða undir leið-
sögn Dr. Péturs þar sem hann
kennir tækni til varnar streitu.
Fyrra námskeiðið verður haldið
á Hótel Esju dagana 10. og 11.
marz’kl. 13.30—18.30 en hið
síðara 12. og 13. marz á sama
tíma.
Nánari uppl. og skráning þátttakenda hjá
Stjórnunarfélagi íslands, Síöumúla 23, sími
82930.
Sími 82930
Leiöbeinandi:
Dr. Pétur Guöjónsson
félagssálfræöingur
WWWKWWK**WWWW*æKW*#W*SS**æ***8BI8K********#******i«****