Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 12

Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 Stefán Finnbogason: Um nytsemi flúors Marteinn M. Skaftfells skorar á mig að rökstyðja þá staðhæfinu að fullyrðingin um samband milli flúors og krabbameins sé byggð á falskri rannsókn. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra frá því, sem ég veit um það mál. Rannsókn sú, sem vísað er til, var gerð af tveimur amerískum lífefnafræðingum, Dean Burk og John Yiamouyiannis. Þeir báru saman dauðsföll af völdum krabbameins og flúorinni- hald í drykkjarvatni í borgum í Bandaríkjum N-Ameríku og fengu mjög hrollvekjandi niðurstöðu, sem orðuð var á þá leið að flúorbæting drykkjarvatns væri opinbert fjöldamorð. Rannsókn þessi var vandlega endurskoðuð hjá vísindastonunum og kom þá í ljós að félagarnir höfðu ekki tekið með þætti sem vitað var að hefðu áhrif á dánar- tölu af völdum krabbameins. Þættir eins og aldur, kyn, kyn- þáttur, þjóðfélagsstaða, atvinn? komu hvergi fyrir í þeirra rann- sókn. Þegar tillit hafði verið tekið til þessara þátta, varð niðurstaða rannsóknarinnar allt önnur, eða sú að ekkert samband var milli koma á markað óprófuðum lyfjum undir yfirskini valfrelsis á heilsu- farssviði. Og í skjóli þess hafa þrifist ýmiss konar skottulæknar. Aðstandendur þessa félagsskap- ar hafa oftar en einu sinni orðið uppvísir að því að selja gagnslaus „undralyf" og „lækningatæki" og hlotið dóma fyrir. Eitt undralyfið (Lactrile) átti að lækna og koma í veg fyrir krabba- mein og var það auglýst þegar Burk og Yiamouyiannis — skýrsl- an var birt. Það er því ástæða til þess að vara fólk við þeim boðskap og varningi sem kemur frá National Health Federation (NHF) og að- standendum þess. Marteinn Skaftfells birtir með grein sinni línurit, sem á að vera tekið úr heilbrigðisskýrslum Birminghamborgar 1973. Línurit þetta á væntanlega að styrkja þá skoðun, að samband sé milli dauðsfalla af völdum krabbameins og flúromagns í drykkjarvatnik en er skýrt dæmi um lélega tölfræði og gæti verið tekið úr skýrslum félaganna Burks og Yiamouyiannis. Hlutfallstöflur yfir andlát af völdum krabbameins miðað við íbúafjölda eru einangraðar og fer Svar við grein Marteins M. Skaftíells línurit þeirra ört hækkandi eftir 1964 þegar flúorblöndun drykkj- arvatns hófst. Þarna vantar upplýsingar, sem miklu máli skipta. Ekkert kemur fram um dánaraldur. Ef dánarald- ur hefir hækkað eftir 1964 er eðlilegt að fleiri hafi dáið af völdum krabbameins, vegna þess að með hækkandi aldri vex krabbameinshættan. Hærri dán- araldur getur verið merki um bætt heilsufar. Þannig gætu umræddar tölur því allt eins gefið til kynna að almennt heilsufar hafi farið batnandi í Birmingham eftir að farið var að flúorbæta drykkjar- vatnið. Það ei' vitað um miklu fleiri þætti, sem hafa áhrif á tölur yfir dauðsföll af völdum krabbameins og taka verður tillit til við töl- fræðirannsóknir á þessu sviði. Marteinn Skaftfells minnist á svissneskan efnafræðing, Dann- egger að nafni. Hann gerði til- raunir með flúrotöflur á börnum sínum fjórum. Tvö þeirra fengu flúor þegar á fósturskeiði, eitt þeirra frá fæðingu en eitt barnið, það yngsta, fékk aldrei flúor, en kalk frá fæðingu. öll fengu börnin tannátu 4—5 ára gömul, nema það yngsta. Tilraunir fá þaffyrst eitthvert vísindalegt gildi, þegar hægt er að dánartölu af völdum krabbameins og flúroinnihalds drykkjarvatns. Þessi „víðkunnu vísindamenn" urðu þannig uppvísir að því að velja tölur í sína rannsókn eftir því hvernig þær hentuðu þeirra fyrirfram ákveðnu niðurstöðu. Nú mætti ætla að þar með hefði verið bundinn endi á „vísinda- afrek" þeirra Burk og Yiam- ouyinnis, en sú varð ekki raunin á. Með miklum auglýsingum og ósvífnum málflutningi hefir þeim tekist að hræða fólk til fylgis við þá. M.a. fengu þeir því framgengt að frumvarp um flúorbætingu drykkjarvatns í Hollandi var stöðvað í þinginu þar í landi. Burk og Yiamouyinnis starfa í nánum tengslum við félagsskap í Bandaríkjunum sem nefnir sig „National Health Federation". Stefna þessa félagsskapar er að Stefán Finnbogason endurtaka þær og fá sömu niður- stöðu. Ég hef ekki heyrt, eða séð um, að tekist hafi að endurtaka þessa tilraun með sömu niðurstöðu. Hins vegar eru til margar skýrsi- ur um rannsóknir sem hafa sýnt fram á ótvírætt gagn flúors gegn tannskemmdum. Þá er vitað að flúortöflur hafa lítil áhrif á barnatennur, þar sem krónur þeirra kalkast mikið til á fósturskeiði og fyrstu 6 mánuði ævinnar, og fæða móðurinnar virðist hafa lítil sem engin áhrif á tennur fóstursins. Flúoráhrif á barnatennur eru því fyrst og fremst utan frá, eða meðan flúrotaflan er í munninum. Aftur á móti myndast krónur fullorðinstannanna á aldrinum 0—14 ára og flúor sem tekið er á þessu tímabili stuðlar að því að byggja upp traustan og heilbrigð- an glerung fullorðinstanna. Dannegger hætti að gefa börn- um flúor þegar næstelsta barnið var 2% árs, og elsta barnið þá væntanlega 3lÁt — 4 ára. Enda þótt flúrotöflugjöf hafi verið hætt of snemnia, ætti áhrifa hennar að gæta á fullorðins- tönnum elsta barnsins. Á 5. ári eru krónur 6 — ára jaxla og miðframtanna fullmyndaðar og ef flúortöflur hafa verið teknar reglulega fram að þeim tíma ætti glerungur þessara tanna að vera sléttur og sterkur. Ég hefi ekki séð neinar skýrslur um ástand fullorðinstanna á börn- um Danniggers. Það kemur fram í grein Mar- teins Skaftfells, að hann telur að kalk og fosfór geti að einhverju leyti komið í staðinn fyrir flúor. Hér er mikill misskilningur á ferðinni. Kalk og fosfór eru bráð- nauðsynleg byggingarefni í bein- vefi líkamans. Skortur á öðru hvoru leiðir til galla í beinabygg- ingunni. En beinin eru talsvert ólík og mismunándi að gerð. Kalk og fosfór geta bundist á ýmsan hátt. Ýmiss konar hvatar og snefilefni ráða hvernig það efna- samband verður. Eitt þessara snefilefna er flúor. Áhrifa flúors gætir mest á harð- asta vef líkamans, sem er tann- glerungurinn. Tannglerungurinn er byggður upp af fíngerðum kristöllum sem hægt er að skoða í rafeindasmá- sjá. Við slíka skoðun hefir komið í ljós að glerungurinn er líka mis- jafn að gerð. Stundum eru krist- allarnir jafnir og falla vel hver að öðrum eins og listræn múrsteina- bygging gerð af meistara höndum. Stundum eru glerungskristall- arnir ólíkir innbyrðis að stærð og gerð og falla illa hver öðrum og glufur á milli. Slíkur glerungur er veikur og eyðist fljótt. Tennur þær, sem hafa fengið réttan flúorskammt á sínu mynd- unarskeiði, hafa jafna og slétta glerungskristalla, sem falla vel hver að öðrum og mynda órofa heild. Kalk, fosfór og flúor geta aldrei bætt hvert annað upp. Þau eru öll nauðsynlegir þættir í lífrænni heild. Kalk og fosfór sem byggingarefni, en flúor sem snefilefni, er stuðlar að því að eiginleikar kalks og fosfórs nýtist sem best. Það eru margar fleiri spurn- ingar í grein Marteins Skaftfells og verður reynt að svara þeim á næstunni. Við tannlæknar höfum til þessa ekki staðið okkur nógu vel í upplýsingastarfsemi um varnir gegn tannskemmdum og gildi flúors í því sambandi og stendur það væntanlega til bóta. Til þess að útrýma þessum menningarkvilla, sem tann- skemmdirnar eru, þarf bæði að tryggja að í fæðunni séu þau efni, sem nauðsynleg eru til að upp- bygging tannanna verði eðlileg og traust og einnig að forðast þau efni sem vitað er að skaða tenn- urnar. Við væntum þess að allt áhuga- fólk um heilsurækt styðji okkar baráttu í þessu þjóðþrifamáli. Steíán Finnbogason yfirskólatannlæknir. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum: Af hverju er orð- ið víkingur dregið? í Morgunblaðinu þ. 19. febr. birtist grein með yfirskriftinni Víkingarnir fá uppreisn, eftir Ian Cotton, þar sem saga víkinganna er rakin og skýrð með tilliti til merkrar sýningar, sem nú stendur yfir í British Museum. Greinarhöf. kemst að þeirri niðurstöðu að mjög sé ofsagt í námsbókum um grimmd og hátterni hinna fornu víkinga og sýning þessi leiði í ljós að þeir „hafi verið hrapallega misskildir öldum saman". Grein þessi rifjaði upp fyrir mér samtal sem ég átti fyrir mörgum, líklega einum tíu árum við Atla Þormar, skrifstofumann, gamlan sveitunga minn. Þannig var, að við Atli vorum eitt sinn staddir á fundi í Mann- fræðifélaginu vestur í Háskóla. Umræðuefnið var, að mig minnir, þjóðflutningur til Noregs og var frummælandi séra Björn 0. Björnsson. Þegar fundi var lokið og halda skyldi heim, bauð Atli mér far í bíl sínum sem ég þáði. Á leiðinni héldum við áfram að tala um fundarefnið og þar á meðal um hina fornu víkinga. í þessum samræðum okkar setti Atli fram nýstárlegar skoðanir, bæði á víkingsnafninu og atferli hinna fornu víkinga, og það voru þessar skoðanir hans sem rifjuð- ust upp fyrir mér við lestur fyrrnefndrar greinar. í eftirfar- andi orðum freista ég þess að setja fram skoðanir Atla, að sjálfsögðu eftir minni. Orðið — víkingur — sagði hann, ætti ekkert skylt við landslag (en eins og kunnugt er telja fræði- menn að orðið víkingur standi í sambandi við það hátterni þessara fornu sjófarenda og þeir hafi legið inni á víkum með skipum sínum og ráðist þaðan á skip er framhjá fóru eða inn í víkurnar leituðu. Eins og sjá má í uppflettibókum er þetta hin viðtekna skýring. Það sem tilfært er hér innan sviganna er innskot mitt, Þ.Þ.) Orðið víkingur, sagði Atli, er dregið af sögninni að víkja í merkingunni að hreyfa sig, sbr. að víkja á burt, víkja til hliðar, að ógleymdri vísu Jóns Arasonar: „Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur." Víkingar voru nöfn á mönnum sem voru á sífelldri hreyfingu, farandkaup- mönnum sem fluttu varning sinn um á skipum, lögðust að þar sem kaupenda var von og reyndu svo þar að afla sér söluvarnings í skip sín. Að sjálfsögðu er það rétt hermt í fornum sögunum, að oft snerust þessar ferðir upp í ráns- ferðir eða yfirgang við önnur skip, er voru í svipuðum erindagjörðum, í von um að hremma þar söluvarn- ing. Aðspurður sagðist Atli hafa lesið mikið um þetta tímabil í enskum bókum og að sjálfsögðu í Landnámu og man ég að hann sagði, að saga Hrafna-Flóka væri gott dæmi um þennan skilning sinn á vikingaferðunum og víkingsnafninu og rakti sögu Flóka í því sambandi. Eftirtekt- arvert er að í Landnámu er hann kallaður „mikill víkingur" án þess þó að nokkurs staðar sjáist í fornum bókum að Flóki hafi verið nein stríðshetja. Eftir þeim fáorðu frásögnum að dæma sem til eru um Flóka Vilgerðarson, virðist hann vera gæddur skapi sem lítil styrjöld fylgdi, líkt og Rögnvaldur Mærajarl sagði um Hrollaug son sinn, þegar hann réð honum að fara til Islands og nema land þar. Þá virðist Flóki ekki hafa beitt teljandi „víkings" -yfirgangi við landnám sitt þar sem hann lætur sér nægja landlitla harðbýlisjörð í dal sem við hann er kenndur inn af Fljótum norður. í Landnámu er sagt nokkuð frá fyrstu ferð flóka til íslands, Sturlubók segir hann hafa farið að leita Garðarshólma, en Hauksbók Snjólands, báðum ber sanian um hrafnana, sem bendir til að Flóki hafi verið vitmaður og vanur sjóferðum þar sem ekki sá til lands. Haustbók segir öllu nákvæmar frá ferðum Flóka og verður því lögð til grundvallar því sem hér verður sagt. Minnist ég þess, að Atli nefndi Hauksbók í samræðum okkar. Stiklað er á stóru um ferðir bórarinn Þórarinsson Flóka og verðum við því að kveðja ímyndunaraflið til hjálpar þeim líkum sem draga má af hinni fáorðu frásögn Hauksbókar. Flóki siglir frá Rogalandi og virðist hafa haft fjölskyldu sína með sér eins og sést af því sem enn verður sagt: „Hann fór fyrst til Hjaltlands ok lá í Flókavági; Þá týndist Geirhildur dóttir hans í Geirhildarvatni." Þannig kemst Hauksbók að orði um dvöl Flóka á Hjaltlandi. Dvöl þessi getur ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.