Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
Sigmar Þ. Sveinbjörnsson
stýrimaður, Vestmannaeyjum:
Auðvelda má að-
gang að gúnuní-
björgunarbátum
Enn hafa hörmuleg sjóslys dun-
ið yfir. 6 sjómenn fórust fyrir
skömmu með þremur bátum í
fárviðrinu sem gekk yfir Vestfirði,
allt ungir menn í blóma lífsins.
Einnig fórst sjöundi sjómaðurinn
í þessu sama veðri þegar skip hans
fékk á sig brotsjó. Það má víst
teljast Guðs mildi að ekki urðu
meiri slys á mönnum er tveir aðrir
bátar fengu á sig brotsjó í þessu
óskapleg veðri og margir bátar
voru hætt komnir.
í skýrslu sjóslysanefndar frá
1978 kemur fram, að 321 sjómaður
varð fyrir slysi á árinu og er frá
vinnu í 10 daga eða meira. Þar af
eru 15 dauðaslys og af þessum 15
mönnum drukknuðu 7 sjómenn.
Þetta eru háar tölur þegar haft er
í huga að sjómenn ''ecu aðeins
5000—6000 talsins.
í könnun sem Tómas Helgason
próf. dr. med. gerði um heilbrigði
sjómanna kemur fram, að um það
bil 4.5% af sjómönnum sem
Sigmar b. Sveinbjörnsson
stunda fiskveiðar verða árlega
fyrir slyslum. Nærri 20% af öllum
vinnuslysum sem skráð voru hjá
Tryggingastofnun ríkisins 1978
voru slys á sjómönnum, þrátt fyrir
það pö þeir voru ekki nema 8% af
þeim sem eru starfandi í atvinnu-
lífinu. Nálægt 10% af öllum slys-
um sem verða á sjó eru banaslys.
Þegar þessar tölur um slys á
sjómönnum eru athugaðar vekja
þær til alvarlegrar umhugsunar
um hvort nóg sé gert í slysavörn-
um á sjó. Sjóslysanefndin vinnur
ómetanlegt starf með því að rann-
saka öll meiriháttar slys sem
verða til þess að reyna að komast
að orsökum þeirra svo að unnt sé
að fyrirbyggja þau. Niðurstöður af
þessum rannsóknum gefur nefnd-
in síðan út og dreifir til allra
sjómanna. Getum við margt af
þeim lært. Erindreki frá Slysa-
varnafélagi íslands hefur ferðast
um landið og kynnt björgunar-
tæki. Þetta hafa verið fróðlegir og
gagnlegir fundir, sem allt of fáir
sjómenn sækja. Ég vil nota tæki-
færið og þakka þessum aðilum
fyrir þessi nauðsynlegu störf
þeirra.
Á síðustu árum hafa margar
nýjungar komið fram í slysavörn-
um á skipum. Skal þar fyrst nefna
öryggisloka á línuspilum, sem
eflaust hefur fækkað mjög slysum
við spil. Öryggisbelti með línu
þegar menn eru að vinna við
skutrennu á skuttogurum og síð-
ast en ekki sízt sjálfvirkan sleppi-
búnað á björgunarbáta sem virkar
þannig í stuttu máli: Björgunar-
báturinn losnar á 8—12 feta dýpi
ef hann sekkur með skipinu.
Þessi fáu dæmi sýna að alltaf er
hægt að bæta útbúnaðinn. Ég er
þeirrar skoðunar að hægt væri að
bæta til muna staðsetningu og
sjósetningu gúmmíbjörgunarbát-
anna. í Morgunblaðinu 10. júní
1979 vakti ég athygli á hugmynd
um skotpall fyrir björgunarbáta á
stýrishúsi. Hugmyndina átti Sig-
urður Óskarsson og kom hún fyrst
fram 1970. Hún var í því fólgin að
hægt yrði að sjósetja björgunar-
bátinn án þess að fara upp í
stýrishúsið. Gert er ráð fyrir að
með handfangi inni í stýrishúsinu
sé unnt að skjóta bátum út af
stýrishúsinu. Eftir að þessi grein
birtist í Morgunblaðinu komu
margir sjómenn að máli við mig
og voru þeir mér sammála um að
þetta væri spor í rétta átt. Þegar
farið var að ræða þessa hugmynd
nánar manna á milli kom fram að
ekki voru allir á einu máli um að
hagkvæmast væri að skjóta bátn-
um út, heldur ætti að koma fyrir
sleðum eða rennu sem báturinn
gæti runnið á út í sjó. Yrði hún
þannig útbúin að möguleikarnir
væru á bæði borð, eða eftir því á
hvort borðið báturinn hallaði. Að
sjálfsögðu þarf að þróa og gera
tilraunir með þennan útbúnað og
finna með því beztu lausnina.
Aðalatriðið er að unnt sé að losa
bátinn á sem skemmstum tíma.
Hugsum okkur bát sem er á
keyrslu, fær á sig brot og fer á
hliðina. Oft hefur það komið fyrir
að menn sem eru í stýrishúsi
komast ekkitút um hurð, heldur
verða þeir að troða sér út um
glugga og beint í sjóinn. Þá eiga
þeir eftir að klöngrast upp á
stýrishús jafnvel í aftakaveðri og
losa gúmmíbjörgunarbátinn,
henda honum út og blása hann
upp.
Við skulum gera okkur grein
fyrir því að menn, sem koma upp
úr lúkar á bát sem er á hliðinni,
lenda beint út í sjó. Það hlýtur því
að vera erfitt fyrir mennina hvar
sem þeir eru í skipinu að nálgast
björgunarbátinn á stýrishúsinu
þegar báturinri er á hliðinni.
Jafnvel þótt þeir sem eru í stýr-
ishúsinu geti notað hurð á, hvort
borð sem hentar, en þess ber að
geta að á mörgum smærri bátum
er aðeins ein hurð á stýrishúsinu.
Gerum ráð fyrir að þessi útbún-
aður sem ég hef fjallað um sé til
staðar. Þá getur maður sem er í
stýrishúsi losað gúmmíbjörgunar-
bátinn með einu handtaki og
skotið honum fyrir borð þegar
hann sér hvað er að gerast. Þegar
menn koma síðan út úr stýrishús-
inu eða lúkar liggur björgunarbát-
urinn laus og jafnvel uppblásinn
við skipshlið. Ég er sannfærður
um að þessi aðferð er til bóta og
gæti bjargað mörgum mannslíf-
um. Því skora ég á viðkomandi
aðila að taka upp og kanna það til
hlítar, ekkert er eins dýrt eins og
mannslíf. Ég vil að endingu hvetja
sjómenn til þess að hugsa um
þessi mál og vona að aðilar sem
hafa forgöngu um slysavarnir á
sjó taki umrædda hugmynd til
framkvæmda. Hún er áreiðanlega
þess virði.
Athugasemd við skrif Ásgeirs
Jakobssonar og Jóns úr Vör.
í Lesbók Morgunblaðsins 23.2.
sl. skrifar Ásgeir Jakobsson
Rabb-þátt, „Þeir vilja frið, en
valda stríði", en í Morgunbl. 28.
s.m. gerir Jón úr Vör síðan
athugasemd, sem hann nefnir
„Viðkvæm deilumál". Jón tekur
mjög óstinnt upp lýsingu Ásgeirs
á friðarsinnum og formælendum
hlutleysisstefnu sem nytsömum
sakleysingjum. Grein Ásgeirs er
hvasst skrifuð, og undirritaður
hefur engan sérstakan áhuga á því
að taka upp eftir honum orð, sem
virðast særa Jón sérstaklega. Það
er hins vegar álit undirritaðs, að
efnislega sé grein Ásgeirs fyllilega
réttmæt. Það er söguleg stað-
reynd, að bæði í Bretlandi og
Frakklandi var lengi vanmetin sú
hætta, sem stafaði af Hitler og
uppgangi nazista. Smærri ríki
þ.á m. Danmörk, Noregur, Hol-
land og Belgía skákuðu í skjóli
hlutleysis, sem reyndist haldlaust,
þegar til kastanna kom. Útþenslu-
stefna Sovétríkjanna eftir stríð er
ekki síður söguleg staðreynd, ljós
öllum mönnum, sem hafa skiln-
ingarvitin opin og siðferðilegt
þrek til að horfast í augu við
uggvænlegan veruleika.
Dr. Sigurður H. Friðjónsson:
Um íriðarsiima
og styrjaldir
Gamall kunningi minn, Ásgeir
Jakobsson fri Bolungarvík, hef-
ur ritað óvenju ósmekklegan
Rabbþátt i síöustu Lesbók Morg-
unblaösins og fylgir mynd af
hernámsandstaeðingum. Hann
fjallar þar um eitt viökvæmasta
deilumál okkar kynslóöar, friö-
arstefnu vinstri manna og and-
stööu þeirra við hernaðarþátt-
töku Islendinga. Inn i þetta
blandar hann veraldarsögu milli
stríðsáranna með furöulega
ósvífnum hætti.
Málflutningur Ásgeirs og
myndbirtingin snertir mig sér-
staklega illa, vegna þess að ég
hef tekið þátt í ritun þessara
Rabbpistla í þeirri trú, að þeir
ættu ekki að fjalla um pólitík.
Ég hélt líka að þeir ættu að vera
á hærra plani en þessi ritsmíö.
tvo einstaklinga í þessu sam-
bandi: Matthías Jóhannessen
skáld og ritstjóra og undirritað-
an. Við eru eiginlega fæddir til
þess aö vera andstæöingar í
pólitík. En það er skylda okkar
að reyna aö skilja hvor annan og
virða, á meðan við berjumst
heiðarlega, eða látum vera að
berjast.
Þegar tveir deila hafa báðir
oft á röngu að standa. Þegar um
stórþjóðir eða stórveldi er að
ræða, er áreiðanlega öruggast
fyrir venjulegt fólk smáþjóðar,
að ganga út frá því sem vísum
hlut, að úr því fáist aldrei skorið
hvors glæpaferill sé og verði
stórkostlegri. Þess vegna geta
þær, smáþjóðirnar, átt líf og
velferð sína í nútíð og framtíð
undir því komna, að halda vöku
Jón úr Vör
Jón úr Vör:
Viðkvæm deilumá!
Ég vísa lesendum til hennar.
Hún er gott dæmi þess, hvernig
ekki * að taka til orða um
alvarleg málefni. Hvert svívirð-
ingarorð, sem hann varpar að
herandstæðingum og friðarsinn-
um, sem hann að hætti trúustu
Morgunblaðsmanna kallar nyt-
sama sakleysingja, hlýtur að
snerta mig persónulega eins og
aðra skoðanabræður mína og
systur.
Vissulega er það fleira en
gáfur og andleg skarpskyggni,
sem skipta mönnum í pólitíska
hópa og trúarsöfnuði. Sá maður,
sem nú er biskup yfir íslandi
mun fyrstur manna hérlendis
hafa notið þess heiðurs að vera
titlaður nytsamur sakleysingi,
sinni, verða ekki múgæsingum
að bráð. Sérstaklega eru smá-
þjóðir í mikilli hættu á okkar
tímum. Nú eru æsingatækin svo
stórtæk og máttug.
Oft hefur maður heyrt stjóm-
málaspekinga fullyrða: Hlut-
leysisstefna íslendinga, sem
annarra þjóða, sýndi best hald-
leysi sitt í síðari heimsstyrjöld-
inni. Síðan er talað um okkur,
sem ekki erum á sama máli, eins
og við séum auðtrúa börn, bján-
ar eða þjónustumenn erlendra
ofstækiskenninga. Hið sanna er
náttúrlega, að hlutleysisstefna í
utanríkismálum er fræðileg
kenning, sem studd er margs-
konar gáfulegum rökum. Auðvit-
nA ar hcp<rt nð nnHmnpln hanni an
hervernd og veita því afnot af
landi sínu. Slíkt væri neyðarúr-
ræði. Síðan mætti hverfa aftur
til hlutleysis, þegar friður væri
kominn á.
Við hernámsandstæðingar
höfum sérstaka áherslu lagt á
þetta: Herstöð kallar á hernað-
arárásir væntanlegs óvinaríkis.
Meginhluti þjóðarinnar, byggð
og mannvirki eru á mesta hættu-
svæðinu. Við getum ekki vitað
nema hér séu geymd kjarnorku-
vopn og vetnissprengjur sem
gætu sprungið vegna mistaka.
Við erum í stöðugri menningar-
legri hættu vegna sjónvarps og
útvarps erlends stórveldis í eigin
landi. Nú þessa dagana er á
daírskrá harátlo firrír
Undirrituðum er ekki kunnugt,
hvort Jón úr Vör hefur kynnt sér
sérstaklega herfræðileg mál, en
eftir athugasemdum hans að
dæma virðist ekki líklegt, að svo
sé. Hann útskýrir stuttlega þá
afstöðu sína, að hlutleysi sé fyrst
og fremst friðarstefna, en viður-
kennir, að það sé í sjálfu sér engin
vörn gegn innrás og ofbeldi
sterkari þjóðar. Eftir að styrjöld
væri skollin á, gæti að hans áliti
hlutlaust ríki í neyð beðið annað
ríki um hervernd og veitt því
aðstöðu í landi sínu.
Það er álit undirritaðs, að þessi
afstaða Jóns úr Vör sé afar
óraunsæ. Einhliða afvopnun ríkis
eða ríkjabandalags eykur ekki
friðarlíkur. Þvert á móti er það
ótvíræður dómur sögunnar, að
hernaðarlegt misvægi, raunveru-
legt eða ímyndað, sé vísasti vegur
til styrjaldar. Ein af forsendunum
fyrir „Barbarossa", innrás Þjóð-
verja í Sovétríkin 1941, var van-
mat þeirra á hernaðarmætti Sov-
étríkjanna. Þetta mat Þjóðverja
var m.a. byggt á hrakförum Sovét-
manna fyrir Finnum 1940 og mati
á búnaði sovézku hersveitanna í
Austur-Póllandi. Enn má nefna
sem annað dæmi, að ein af ástæð-
unum fyrir heimsstyrjöldinni
fyrri voru þau veikleikamerki, •
sem Bretar sýndu í Búastríðinu.
Friður verður ekki tryggður með
einhliða aðgerðum. Ef annar aðil-
inn lætur ófriðlega á hinn einskis
annars úrkosti en grípa til nauð-
synlegra gagnráðstafana.
Vígbúnaðarkapphlaup Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna er sú
grundvallarstaðreynd, sem mótað
hefur sögu eftirstríðsáranna öðru
fremur. Hin mikla uppbygging
sovézka flotans er einn þáttur
þessa kapphlaups, er valdið hefur
Vesturveldunum verulegum
áhyggjum. Þar sem þessi þróun
snertir beint stöðu íslands og
öryggi, er ekki úr vegi að fara um
hana nokkrum orðum.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
voru Bandaríkjamenn og Bretar
hin sterku flotaveldi. Það er mik-
ilvægt að undirstrika, að Vestur-
veldin eru flotaveldi af efnahags-
legri nauðsyn. Viðskipti og flutn-
ingar lífsnauðsynlegra hráefna
þ.á m. olíu fara sjóleiðis, og þessar
efnahagslegu slagæðar verða
Vesturveldin að geta tryggt fyrir
truflunum utanaðkomandi aðila.
Sovétríkin og fylgiríki þeirra
mynda hins vegar samfelldan
landmassa, eru sjálfum sér nóg
um nær öll hráefni og ekki háð
siglingum á sama hátt og Vestur-
veldin. Þar við bætist að land-
fræðilegar aðstæður gera Sovét-
ríkjunum afar erfitt um vik að
verða öflugt flotaveldi. Þrátt fyrir
allt þetta hafa Sovétríkin á árun-
um frá 1965 byggt upp öflugan
flota. í ljósi ofangreindra kring-
umstæðna hlýtur slík flotastefna
að vera áhyggjuefni og er til þess
fallin að auka viðsjár í milli-
ríkjaviðskiptum.
Hin mikla uppbygging sovézka
flotans fylgdi í kjölfar Kúbudeil-
unnar í október 1962, en þar hafði
bandaríski flotinn gegnt lykilhlut-
verkf. Hin öfluga flotastefna Sov-
étríkjanna síðan miðar væntan-
lega að því að rjúfa þá einokunar-
aðstöðu, sem Vesturveldin áður
nutu á heimshöfunum. Önnur
ástæða er mikilvægi kjarnorku-
knúinna kafbáta, sem eru búnir
kjarnayddum ' eldflaugum gegn
skotmörkum á landi. Eldflaugun-
um má skjóta úr kafi, og eru slíkir
kafbátar tiltölulega óhultir fyrir
árásum á núverandi stigi hernað-
artækni.
En hin sovézka flotauppbygging
gengur miklu lengra. Auk mikils
fjölda kafbáta af eldri og ófull-
komnari gerðum hafa Sovétríkin
teflt fram öflugum flota kjarn-
orkuknúinna árásarkafbáta, sem
eru vopnaðir gegn skipum. Þar er
um að ræða bæði langdræg tund-
urskeyti og eldflaugar, en sumum
þeirra er unnt að skjóta úr kafi.
Floti Vesturveldanna er byggð-
ur upp á verulega annan veg en
sovézki flotinn, og endurspeglar
það mismunandi verkefni. Banda-
ríski flotinn hefur treyst mjög á
flugvélaskip sem meginvopnakerfi
og byggir þar á reynslu úr heims-
styrjöldinni síðari, einkum Kyrra-
hafsstríðinu við Japani. Hvort
nútímaeldflaugar hafa gert flug-
vélaskip jafnúrelt og lofthernaður
í heimsstyrjöldinni síðari hafði
gert orrustuskip þá, er umdeilt
meðal sérfræðinga í sjóhernaði.
Hitt er hins vegar ekki umdeilt, að
alvarlegasti veikleiki sovézka flot-
ans er hin erfiða landfræðilega
staða hans. Sovézki flotinn er
klofinn í Svartahafs-, Eystra-
salts-, Hvítahafs- og Kyrrahafs-
flota. Svartahafs- og Eystrasalts-
flotarnir eru nær algerlega inni-
lokaðir og verða að fara um þröng
sund til að ná opnu hafi, en
veðráttan á Barentshafi truflar
hins vegar siglingar Hvítahafs-
flotans.
Þótt flestir telji, að Bandríkin
séu enn öflugasta flotaveldið, hafa
þau nú eignazt skæðan keppinaut.
I ljósi hins mikla misræmis milli
flotaþarfa Vesturveldanna annars
vegar og Sovétríkjanna hins veg-
ar, er rætt var stuttlega hér að
ofan, hlýtur hin mikla flotaupp-
bygging hinna síðarnefndu óhjá-
kvæmilega að vekja tortryggni og
gæti auðveldlega leitt til árekstra.
Flotaþarfir Sovétríkjanna eru
fyrst og fremst hernaðarlegar og
stjórnmálalegar, en ekki efna-
hagslegar eins og flotaþarfir Vest-
urveldanna eru. Hin hraða upp-
bygging sovézka flotans verður
aðeins skilin sem liður í útþenslu-
stefnu og er ógnun við öryggi
Vestur-Evrópu. (Um herskipastól
í heiminum sjá t.d.: World Árma-
ments and Disarmament. SIPRI
Yearbook 1975 (Stockholm Inter-
national Peace Research Insti-
tute). Sjá ennfremur: J.M. Collins
# A.H. Cordesman. Imbalance of
Power. Presidio Pr. 1978.)
Sovétríkin hafa byggt upp öfl-
ugan flota, sem á stríðstímum
hlyti að verða alvarleg ógnun við
samgönguleiðir Vesturveldanna. í
slíkum átökum yrði bæði ísland og
Norður-Noregur í víglínu. Þeir
menn, sem trúa því í alvöru, að við
þessar aðstæður sé öryggi og
hagsmunum Islands bezt borgið
með hlutleysi eða að minnsta kosti
varnarleysi, gera sig seka um
mikið óraunsæi, að ekki sé sagt
einfeldni. Hin landfræðilega erf-
iða staða sovézka flotans táknar,
að flotaaðstaða annaðhvort í
Norður-Noregi eða á Islandi
mundi stórefla hernaðargetu hans
og að sama skapi veikja stöðu
Vesturveldanna.