Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
Bragi Óskarsson:
SUNDRUNG
í ljósi þeirra atburða, sem
nýlega hafa gerst í stjórnmála-
sögu þjóðarinnar, verður mörgum
fyrir að endurskoða afstöðu sína
til íslenska flokkakerfisins eða
jafnvel stjórnmála yfirleitt. Þau
óvæntu tíðindi hafa orðið að
vinstri öflunum hefur tekist að
kljúfa utanúr stæsta stjórnmála-
flokki landsins, um sinn að
minnsta kosti.
Um tildrög myndunar núver-
andi ríkisstjórnar er í raun lítið
vitað — annað en það að unnið
hefur verið af miklum dugnaði á
bak við tjöldin, áður en nokkuð
var látið uppi opinberlega. Af
þessu baktjaldamakki fara ýmsar
sögur, misljótar, — en hér skal
ekki fjölyrða um það mál. Ætlun
mín í þessari grein er hins vegar
,sú að benda á og vara við þeim
óheillavænlegu afleiðingum, sem
þessi refskák gæti leitt af sér fyrir
íslensku þjóðina.
Ljóst er að nú hefur kommún-
istum vaxið fiskur um hrygg og að
þeir hagnast fyrst og fremst á
þeirri sundrung sem gerði þessa
stjórnarmyndun mögulega. Þessu
gera þeir sér grein fyrir sjálfir
enda voru forystumenn Alþýðu-
bandalagsins beinlínis slefandi af
ákafa þegar þeim varð ljóst að
möguleiki væri til að koma saman
þessari stjórn. Með því tókst þeim
að slá tvær flugur í einu höggi, —
áratuga gamall draumur þeirra
um að kljúfa utan úr Sjálfstæðis-
flokknum hefur ræzt og nú eru
kommúnistar í sterkari valdaað-
stöðu en nokkru sinni fyrr hér á
landi. Núverandi ríkisstjórn er í
stuttu máli það bækluð, — vegna
stefnuleysis Framsóknarflokksins
og einangrunar Gunnar Thorodd-
sen og stuðningsmanna hans, að
Alþýðubandalagið hefur undirtök-
in í stjórnarsamstarfinu.
Þetta er engan veginn í fyrsta
skipti sem koihmúnistar hagnast
á sundrungu. Sundrung og átök er
einmitt það sem veitir þeim hvað
mest brautargengi. Dæmin eru
deginum ljósari. Ég kann þess
hins vegar ekkert dæmi að komm-
únistar hafi komist til valda án
þess að sundrung og þjóðfélagsleg
átök hafi farið þar á undan —
enda gera þeir jafnan allt sem í
þeirra valdi stendur til að auka á
óánægju og etja saman hinum
ýmsu þjóðfélagshópum. Kommún-
istar reyna þannig ávallt að leggja
Undanfari að
sósíalísku
þjóðskipulagi
alla áherzlu á félagslega átaká-
þætti en láta hins vegar sam-
stöðuþætti liggja milli hbita.
Þannig reyna kommúnistarað
æsa launafólk gegn atvinnurek-
endum, konur gegn körlum og
koma af stað sundrungu innan
fjöiskyldunnar.
Ekki alls fyrir löngu varð sú
breyting á að alþýðubandalags-
broddarnir hættu að boða Sovét-
ríkin sem fyrirmynd þess er koma
skyldi ef þjóðin veitti þeim braut-
argengi, — enda víst orðið lélegt
áróðursbragð undir lokin. Þó fer
því víðs fjarri að alþýðubanda-
lagsmenn sé hætt að dreyma um
ágæti sósialísks þjóðskipulags og
þeirra lífshátta sem það leiðir af
sér.
Alþýðubandalagið hefur hins
vegar ekki látið bera mikið á
þessum draumi sínum, um að
umbylta íslenska þjóðfélaginu og
koma hér á sósialiskum lifnaðar-
háttum. Trúnni á Sovétríkin sem
„fyrirmyndarríkið" hefur, að
minnsta kosti í orði kveðnu, verið
varpað fyrir róða og ýmislegt
verið gert til að gera stefnu
flokksins aðlaðandi á yfirborðinu.
Alþýðubandalaginu hefur þannig
tekist að draga til sín verulegt
magn atkvæða á alröngum for-
sendum, — t.d. hefur Alþýðu-
bandalagið jafnan þóttst bera kjör
launafólks mjög fyrir brjósti, —
fyrir kosningar, en þegar Alþýðu-
bandalagið er komið í stjórn er
þessi sýndaráhugi óðar rokinn út í
veður og vind, eins og nýlega hefur
sýnt sig.
Áhugamál Alþýðubandalagsins
eru önnur. í fyrstu grein stefnu-
skrár Alþýðubandalagsins stend-
ur eftirfarandi: „Markmið flokks-
ins er að koma á sósíalisku
þjóðskipuiagi á íslandi“. — Gerir
hinn almenni kjósandi sér fulla
grein fyrir hvað í þessum orðum
felst. Ég vil benda öllum sem þetta
lesa á að hugleiða þessa setningu
—• ekki sízt vegna þess stjórn-
málaástands sem skapast hefur
hér á landi nú.
Alþýðubandalagið lætur að
jafnaði sem minnst á þessum
boðskap bera í kosningaáróðri
sínum enda munu fæstir íslend-
ingar ginkeyptir fyrir sósíalísku
þjóðskipulagi og þeim vesaldómi
sem því fylgir. En í stefnuskrá
Alþýðubandalagsins kemur skýrt
fram að þetta er höfuðmarkmið
flokksins, sem róið skal að öllum
árum bak við tjöldin, þó önnur
mál skuli höfð á oddinum meðan
verið sé að steypa þjóðinni út í
þann glundroða og menningar-
leysi, sem nauðsynlegt er til að
komið verði fram þeim breyting-
um á STJÓRNARSKRÁNNI sem
gera öfgahópnum fært að koma
hér á sósíalísku þjóðskipulagi.
Að undanförnu hefur kommum
unnist vel að þessu áhúgamáli
sínu og að nokkru tekist að sundra
eða drepa á dreif því pólitíska afli
sem vænlegast er lýðræði til halds
og trausts hér á landi, — því það
hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið
um árabil.
Vonandi er öllum ljóst að lýð-
ræðislegir stjórnarhættir og „sós-
íalískt þjóðskipulag" er tvennt
sem ekki getur farið saman, — og
gerir það hvergi. Það er eingin
tilviljun að lýðræðislegir stjórn-
arhættir fyrirfinnast ekki í þeim
ríkjum, þar sem sósíalískt þjóð-
skipulag hefur náð að skjóta
rótum. Lýðræðið sem slíkt er
náteingt hinu frjálsa hagkerfi og
þeirri dreifingu efnahagsvaldsins
sem í því felst, — en getur hins
vegar með engu móti þrifist við
þau skilyrði sem hagkerfi sósíal-
ismans leiðir af sér.
í séreignaskipulaginu felst að
yfirráð yfir framleiðslutækjunum
dreifist á marga óháða einstakl-
inga, þannig að hvorki einn aðili
né fáeinir geta öðlast alræðisvald
yfir afkomu allra þegnanna.
Sósíalískt þjóðskipulag felur
hins vegar í sér þjóðnýtingu allra
atvinnufyrirtækja og þar með
einokun ríkisins á öllum atvinnu-
rekstri. Slíkt fyrirkomulag leiðir
augljóslega af sér að stjórnvölti
hafa algert vald yfir efnahagslegri
afkomu þegnanna, — til annarra
er einfaldlega ekki að leita ef
menn vilja lifa á annað borð.
Það gefur auga leið að andstað;
gegn háttalagi slíkra yfirvalda
yrði til þess eins að viðkomandi
einstakling yrði refsað eða hann
tekinn úr umferð — eins og líka
sýnir sig að gert er í stórum stíl í
öllum kommúnistaríkjum.
Pólitískt einræði er ein grund-
vallarforsenda þess að sósíaliskt
þjóðskipulag geti viðhaldist. Þar
er frjálst hagkerfi að sjálfsögðu
ekki til staðar en þess í stað eru
áætlanir um framleiðslu viðkom-
andi þjóðar aðal hagstjórnartækið
og þar með grundvöllur hagkerfis-
ins.
Til að slíkur áætlanabúskapur
geti gengið verða þessar áætlanir
að standast í öllum atriðum, en
þar sem útilokað er að slík heild-
aráætlun verði sett þannig saman
að alger samstaða verði um hana,
— en slík samstaða er augljóslega
skilyrði þess að áætlunin nái fram
að ganga, verður að banna alla
gagnrýni og mótmæli sem fólk
kynni að vilja lát í ljós. Þetta er
einmitt meginástæðan til þess að
sósíalistisk ríki hafa svipt verka-
lýðsfélög verkfallsrétti og afnum-
ið rétt þeirra til að semja um kaup
og kjör.
I hinu sósíalíska þjóðskipulagi
kemur það af sjálfu sér að yfir-
völdin hafa einokun á allri fjöl-
miðlun, hvaða nafni sem hún
nefnist. Þau hafa einnig nær
ótakmarkaða möguleika til að afla
sér upplýsinga um þegnana og eru
gjarnan ofaní hvers manns koppi.
Fólki, sem býr við slíkt þjóðskipu-
lag, nýtist því ekki nema brot af
þeim réttindum sem látið er í
veðri vaka að það hafi.
Ef Alþýðubandalagið kæmi
fram meginstefnumáli sínu, — að
koma á sósíalísku þjóðskipulagi
hér á íslandi yrði stutt í að þetta
ástand skapaðist hér. Byrjað yrði
á að þjóðnýta öll fyrirtæki og ríkið
fengi einokun á öllum atvinnu-
rekstri. Þetta myndi augljóslega
leiða af sér að ríkið (kommúnista-
stjórnin) öðlaðist einokun á allri
fjölmiðlun, — aðrir en þeir sem
drægju taum stjórnvalda fengju
ekki að koma þar fram með
gagnrýni, hvers konar óstjórn sem
annars væri um að ræða. Þar með
væri lýðræðið úr sögunni. Þegar
stjórnvöld hafa skoðanamyndun,
og reyndar öll ráð þegnanna í
hendi sér er ekki hægt að tala um
lýðræði, — þó að kommúnistaríki
láti gjarnan líta svo út á yfirborð-
inu að þar sé einhvers konar
lýðræðisskipulag.
Alþýðubandalagið er eini
stjórnmálaflokkurinn á þingi, sem
reynir, leynt og ljóst, að koma
þvílíku ófremdarástandi á hér-
lendis og rífa niður þá lýðræðis-
legu stjórnarháttu sem tíðkast
hafa hér á landi. Þessi stjórn-
málaflokkur er í mjög sterkri
valdaaðstöðu innan þeirrar ríkis-
stjórnar sem nú fer með völd. Því
reynir mikið á stjórnarandstöð-
una að hún veiti stjórninni það
aðhald sem nauðsynlegt er og
fylgist vel með öllum gerðum
hennar.
Nýlega spurðust þau tíðindi að
Sovétríkin hefðu ráðist inn í
Afganistan og lagt landið undir
sig á mettíma. Þó fréttir af
innrásinni séu nokkuð óljósar er
Ijóst að beitt hefur verið geisi-
legum herstyrk og öll mótspyrna
bæld niður af mikilli hörku. Sovét-
menn hafa líka sjálfsagt verið
búnir að koma leppum sínum fyrir
Sigurður Óskarsson á Hellu:
Um atvinnumál
á Suðurlandi
irtækja bændasamtaka tekist að
færa burt meginhluta úrvinnslu
landbúnaðarafurða.
Úrvinnsla
sláturafurða
Varðandi þá ákvörðun Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga að láta
sig atvinnumál héraðsins nokkru
skipta þá er eðlilegt að málefni
Sláturfélags Suðurlands skuli tek-
in fyrir sérstaklega og gagnrýnt
að félagið hefur á prjónunum
niðurneglingu úrvinnslustarfsemi
sinnar á Kirkjusandi í Reykjavík.
Óeðlileg verða þessi áform að
Gamall beiskur
sannleikur fær
loks viður-
kenningu
Flestir munu sammála um, að
þegar ráða skal bót á ófremdar-
ástandi þá sé óhjákvæmilegt að
þeir sem hlut eiga að máli séu ekki
haldnir þeirri trú að allt sé i
stakasta lagi. Sunnlendingar
hljóta því að fagna þeim fréttum
sem nú hafa nýlega birst í fjöl-
miðlum, að sveitastjórnir á suður-
landi hafa opinberlega viðurkennt
að um stórkostlegt vandamál sé að
ræða í atvinnumálum sunnlend-
inga og svo hafi verið um nokkurt
skeið. Hér er um svo stórfellda og
tímabæra stefnubreytingu að
ræða að verðskuldaða athygli
hlýtur að vekja.
Allt of lengi hafa allt of margir
áhrifamenn í sunnlenskum sveita-
stjórnum og samtökum bænda á
Suðurlandi litið framhjá og jafn-
vel neitað að viðurkenna vanþróun
atvinnulífsins í i þessum lands-
hluta. Fólksflóttanum hefur verið
neitað, orkuokur hefur verið liðið
og er liðið, illfærir troðningar um
sunnlensk héruð ranglega kallaðir
færir vegir og nokkrum misvitrum
stjórnarmönnum afurðasölufyr-
kallast vegna þess að þeir stjórn-
armenn félagsins sem þetta hljóta
að hafa samþykkt gera það í
andstöðu við meginhluta eigenda
þessa mikla fyrirtækis. Ég hef oft
rætt þessi mál við sunnlenska
bændur og ég hef oft gagnrýnt þá
stefnu að flytja úrvinnslu land-
búnaðarafurða burt frá fram-
„Þaó ar mU tU komiö að Sunnland-
ingar rbi upp úr öakuató atvinnumála
ainna og krofjiat adlilagrar hlutdaildar í
þeim möguleikum æm þetta veró-
mætaríka en atvinnulega van-
þróaóa hóreó hetur aó bjóóa"