Morgunblaðið - 06.03.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
23
Úr bœjarlífinu é tygnum dagí.
Guömundur á SóMMum. Eins og ajé mé ar þakið
jérnlaust sftir óvsöriö.
Hvirfilvindur tartti þatta
varfc til og fré.
Skúrinn viö húsiö og gémurinn
fuku langar laiöir (férviörinu og
skúrinn lenti m.a. é Volvobifrsiö-
inni og stórskammdi hana.
Guömundur é Sólstöðum
Kofinn fauk um an húsiö sjéift hristist svo og nötraöi
aö vatnslsiöslur hrukku (sundur.
Upprsnnandi Súgfiröingar.
væri að fara á loft“
Sigga é Sólstööum hellir é könnuna
eigendatryggingu hjá Brunabóta-
félaginu og hjá honum varð tjón af
smærri stærðargráðu, rúða brotn-
aði, hurð inni og þakskegg, en
tjónið er metið á tæplega hálfa
milljón króna. Ég hef skráð liðlega
60 skemmdartilfelli alls, á húsum
og bátum aðallega. Bátar sem voru
í uppsátri urðu fyrir skemmdum og
m.a. skemmdist radar á einum
bátnum. Þá er ljóst að endurnýja
þarf mörg þök bæði hér í þorpinu
og til sveita. Tvær hlöður fuku á
Galtarvita, hesthús á Bæ fauk í
heilu lagi og það má segja að menn
hér í þorpinu sem voru úti við hafi
hangið í föstum hlutum eins og
pappír í roki á gaddavír.
Engin slys urðu, en hins vegar
fauk bárujárnið þannig um þorpið
að það hefði getað höggvið menn í
herðar niður eins og segir í forn-
sögunum. í einni hviðunni stóð ég
skammt frá barnaleikvellinum og
sá hvernig stórt grindverk gekk
skyndilega inn á völlinn án þess að
nokkur hlutur fyki í það. Líkast var
sem handsprengju hefði verið
varpað á það og það splundraðist
inn, en í sömu andrá var sem það
væri slegið til baka og síðan hrundi
það niður götumegin. Bíllinn hjá
mér tókst á loft einu sinni en skall
rétt niður og það var furðulegt að
sjá sjóinn skrúfast upp í stróka og
tætast síðan í bullandi sjóroki yfir
bæinn. Þetta var rosahvellur í eina
fjóra klukkutíma og slíkar voru
sviptingarnar að það bar við að
menn fuku fyrir horn, og síðan
aftur til baka.“
„Jörðin gekk í bylgj-
um og gólfið titraði“
Guðmundur og Sigríður á Sól-
stöðum undir Spilli hafa búið þar í
um það bil 40 ár og byggðu sjálf
húsið. Hann er níutíu og tveggja
ára, en hún er sjötíu og þriggja.
Þau hafa ekki rafmagn og engan
síma, en 50 kindur hafa þau liðlega,
tvær kýr og hest að ógleymdum
traktor sem Sigga ekur. Þau urðu
fyrir tilfinnanlegu tjóni í fárviðr-
inu því helmingurinn af þakjárn-
inu og pappanum fauk og húsið er
ekki vatnshelt eins og stendur og
tjónið a.m.k. milljón kr. Við hittum
Guðmund í þorpinu þar sem hann
var að hitta sveitarstjórann og
nýja kaupfélagsstjórann til þess að
reyna að kanna möguleika á
bráðabirgðaviðgerð að minnsta
kosti, en þau Sigga hyggjast gera
fullnaðarviðgerð í sumar. Guð-
mundur hafði komið gangandi í
þorpið, hálftíma labb, og er þó
enginn hægagangur á kempunni
þótt árin að baki séu 92, fæddur
1888. Við brugðum okkur með
Guðmundi að Sólstöðum og röbb-
uðum við þau hjón. Sigga var í
hlöðu að bjástra þegar okkur bar
að garði, en það var gengið til
eldhúss.
„Jörðin gekk í bylgjum," sagði
Guðmundur og tyllti Sér niður á
eldhúskoll.
„Það titraði gólfið hérna hjá
okkur og ég var dauðhrædd hér
inni,“ sagði Sigga um leið og hún
mældi kaffi í pokann, “ég hef aldrei
vitað veðrið svona sterkt. En það er
verst með skemmdirnar, því þótt
það takist að ná í efnið verður
líklega erfiðara að fá smiðina. Það
fuku tvær hliðar af fjórum á
þakinu og nú rignir niður á loft-
panilinn á efri hæðinni.“
„Það er mikill kraftur í þessum
sterku veðrum," hélt Guðmundur
áfram og sötraði kaffið úr gljá-
fægðum kaffibollanum, „ég man
ekki eftir svona vondu veðri í minni
tíð og eru árin þó orðin 92.“
„Þetta var ofsarok,“ sagði Sigga,
„stormurinn óskaplegur og
hvítfreyðandi sjór.“
„Sjórinn var eins og gufa,“ hélt
Guðmundur áfrarn," stormurinn
reif upp jörðina, grjótið rifnaði upp
úr freðinni jörð og gekk á glugg-
ana. Þetta veður tók út yfir allt.
Hann þorri var mildur en þetta
kom með góunni. Þorri skilaði
jörðu blóðrauðri, það var ekkert
annað, en svo fennti með góunni."
„Það hefði engin lifandi maður
getað staðið úti í þessu veðri, hann
hefði kastast til og marist sundur.
Þetta lék allt á reiðiskjálfi."
„Ég var uppi þegar rúða fór hér
niðri og hún hvarf alveg. Sigga lét
mig vita af þessu. Það var rösklega
tekið til verka í þessum veðraham,
engin máttleysishandtök. Öll laus-
leg áhöld við bæinn sópuðust á haf
út.“
„Ég var svo hrædd um að húsið
myndi fjúka og verst þótti mér að
vera ekki klár á því hvar við ættum
að vera á meðan, því ekki vildi ég
velta með húsinu."
Talið bai-st úr einu í annað,
sólbrot læddist inn um eldhús-
gluggann og þau veltu því'fyrir sér
hvort það væri að hlýna úti, hvort
þau gætu komist af með minni
kyndingu. Þau fara með 1000 lítra
af olíu á 6 vikum, 140 þús. kr. takk.
En allt er nýtt til fulls. Þau prjóna
klæðin sjálf og Sigga var meira að
segja búin að sauma sér samfesting
úr nælonpokum til útiverka. Fyrir
ofan eldavélina hékk kippa af
heimaprjónuðum belgvettlingum.
„Sólin kom 6. febrúar á Sólstöð-
um, fór í endaðan október. Þeir eru
márgir sólarlausu mánuðirnir hér,“
sagði Sigga.
„Þá er að hafa sól í sinni,“ skaut
ég inn í.
„Sólin í okkur eyðist, það eru
búin að vera svo mörg rigningar-
sumur hér og þau eyða sólarsinn-
inu í manni. Það eru líklega 20 ár
síðan gott sólár hefur komið hér,
þetta hefur aðallega verið bleyta,
nema í ágúst í fyrra, hann var
dásamlegur. Það er því aðeins farið
að dvína sólarsinnið, en hitt er að
sé maður fæddur léttlyndur, og það
erum við, þá helzt það nú nokkuð
frameftir."
Grein: Arni Johnsen Myndir: Kristjón Einarsson