Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 34

Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 Einar Jónsson fiskifræðingur endaskeiðinu Laugardaginn 2. febrúar sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ásgeir nokkurn Jakobsson. í greininni kennir maður þessi sig óbeint við gamalfé, en hvorki starf né stað og verða því ekki sögð á honum frekari deili með vissu. Hann hefur þó áður sézt birta efni í fjölmiðlum og mun kenndur við skriftir, þótt aðrir, er við þá iðju fást, telji sér vart mikinn sóma af slíkri viðkenningu, enda mannin- um sýnu tamara að munda þyngra verkfæri en penna. Samsetningur mannsins nefnist „Enn einn á kviðpokaskeiðinu" og mun þar átt við undirritaðan, en fleiri fá þar einnig sínar sneiðar. Aðaltilefni þessa rætna pistils eru tvær grein- ar sem ég skrifaði í Sjómanna- blaðið Víking sl. sumar, er fjölluðu um sjó- og fiskikort. Það verður að teljast nokkuð óeðlilegt að hlaupa með gagnrýni á tímaritsgrein í dagblað, en maðurinn kann auð- sjáanlega engar leikreglur. Hér er og ekki um gagnrýni að ræða í þess orðs venjulegu merkingu, heldur mætti frekar kenna skrifin við fjölmæli. Greinar mínar eru hvatning um að vinna betur að sjókortagerð hér á landi en í þeim efnum virðist lengi hafa verið pottur brotinn. Þetta erindi er brýnt og óþolandi að einhver reyni að fela umræðu um slíkt þjóð- þrifamál eða drepa á dreif í skjóli meintrar persónulegrar móðgunar eða atyrðingar. Því er þessum ádeiluskrifum svarað, þótt stóryrt séu og vanhugsuð í meira lagi. Kurteisi og ritstjórar í skrifum þessum er mér ekki sýnd sú lágmarkskurteisi að nefna nafn mitt beinum orðum. Er slíkt auðsæilega gert mér til lítilsvirð- ingar, því í greininni eru sögð á mér glögg deili, en forðazt að nefna nafnið. í stað þess velur höfundur mér nöfn eins og „fram- hleypinn háskólaunglingur", „tröllheimskur sérfræðingur", og í tilefni meintrar æsku minnar er mjög tönglazt á nöfnum eins og unglingur, „piltur", „stráksi", og öðru í þeim dúr. Eftir að hafa nefnt umræddan höfund á nafn í upphafi geri ég það því af stráks- hætti mínum að vitna til hans á svipaðan hátt og hann til mín. Þarf maðurinn ekki illa við að una þar sem hann hefur valið vopnin. Skríbent þessi segist furða sig á að nokkur ritstjóri hafi tekið við áðurnefndum greinum mínum. Þar kastar sá steini sem býr í glerhúsi, því maðurinn nýtur þess auðsæilega að til eru frjálslyndir ritstjórar, er taka jafnvel við hroða, settum saman í vanstill- ingu hugans, og setja upp í viðhafnarramma. Reyndar finnst mér umgjörðin sú arna eins og sorgarrammi og vantar ekkert annað en krossinn yfir til minn- ingar um liðinn ritferil. Sérfræðingafárið Áður en undirritaður er tekinn í karphúsið hjá skrifaranum upp- hefur hann reiðilestur í heims- ádeilustíl (heldur sig þó við hólm- ann) með bölvi og ragni um alla þá er sérfræðingar nefnast. Þegar haft er í huga, að hann lýsir stóryrðalausri umfjöllun minni sem „bölsóti" verður ljóst, að íslenzk tunga á vart orð yfir þær bölbænir, sem hann þylur yfir háskóiamenntuðu fólki þessa lands svo sem hinum „tröll- heimska" „nútímasérfræðingi", er gengur hálfblindur „svo hið eina augað horfir og heldur þeirri stefnu, þar til gröfin opnast fyrir honum og bindur endi á ferðalag- ið“. Þegar dómarinn blæs úr nös milli tarnanna fjúka bituryrði, sem ljóstra því upp, hvers vegna hann hamast svo mjög með sleggj- unni. Jú, þessir andsk... lamb- hrútar eru að hrekja „gamalféð", hann og hans líka, af jötunni. Um hennan heiftarinnar íestur skulu ki höfð mörg orð, en ljóst er, að ...anninum er mjög þungt í sefa, enda ekki furða, þar sem hann hefur her manns á heilanum. Kviðpokaseiðið og stórlaxarnir Eftir að hafa lesið sérfræðing- um pistilinn tekur brjóstvitring- urinn til við að sanna mál sitt og sönnunin („Sýnishornið") er und- irrituð. Að dómi hans er ég kviðpokaseiði, sem auðvelt er að fást við og þjarma að. Maðurinn fær þó ekki dulið löngun sína til þess að fást við stórlaxa. Ónefnd- an doktor, segir skrifarinn, að gaman væri að fást við. Ekki treystir hinn kokhrausti vitringur sér þó til þess, þótt blóðlangi. Hann gefur aðeins nokkrum slík- um fræðingum einkunnina „bján- ar“, en passar að brenna sig ekki á nöfnum. Þegar skrifarinn hefur þannig æst sig heitan í stríðsdans- inn fer hann að leggja að smáseið- inu. Þar ber hann sig furðulega að og sízt að siðaðra manna hætti. í fyrstu er hinn framhleypni strák- ur sagður máske ekki svo vitlaus. Þetta tvíræða skjail er haft innan sviga. Síðan hefst hroðaaustur þar sem snúið er og skælt, skáldað og búið til, og mér valin niðrandi nöfn á stundum. Að loknu skít- verkinu tekur skrifarinn af sér vinnuvettlingana og réttir mér hendina með afsökunarorð á vör. Kurteis maður skrifarinn. Kannanir og fræðimennska En lítum á ritvöllinn þar sem pálvanari maður en penna- geysist fram. Sjálft meginefni greina minna, þ.e. meintur ólestur í málefnum sjókorta, afgreiðir skrifarinn í upphafi máls síns með einu orði („della“) og er síðan aldrei meira á málið minnzt. Síðan bendir maðúrinn á, að ég hafi nefnt hann sjálfan á nafn í greinunum og segir vera aðal- ástæðu þess að hann tekur sér skrifvopn í hönd. í þetta atriði, og önnur aukaatriði tengd, (mikilli eða lítili), opinberri umfjöllun um sjókort, hengir hann síðan megin- bálk efnislegrar gagnrýni sinnar. Skrifarinn leggur fyrsta lagið að mér með því að gera mér upp orð, og síðan er nær öll efnisádeila byggð á grunni þessa uppspuna. Skríbentinn býr til eftirfarandi setningar og gerir að minni: „Fiskifræðingurinn segist hafa rannsakað sögu sjókorta hérlendis gaumgæfilega ...“ Á þessum til- búningi kjamsar skrifarinn síðan stöðugt og hrín hátt um að „gaumgæfileg könnun" mín sé götótt og ekki fræðimannleg. Inn í umfjöllun mína um málið, sem er að sjálfsögðu umfjöllun leik- manns, blandar skríbentinn síðan sí og æ fræðimennsku minni sem fiskifræðingur, en slíka fræðinga virðist hann hafa sérstaklega á hornum sér. I greinum mínum er hvergi að finna orð um rannsókn, hvað þá gaumgæfilega, heldur er talað um þessar greinar sem hugleiðingar um nefnt efni og fáeinar heimildir nefndar á nafn. Eins og getið var um að ofan fjallar þema greina minna um, að of lítið sé veitt til sjómælinga að mínu mati, og varpa ég fram þeirri spurningu í því sambandi, hvort orsakanna sé ekki að leita i almennu áhugaleysi eða deyfð á málefninu, því orð eru jú til alls fyrst. Til þess að kanna hvort þessi tilgáta eigi við rök að styðjast fletti ég gegnum efnisyf- irlit síðustu 20 árganga Sjó- mannablaðsins Víkings og Ægis auk þess sem út hefur komið af Sjávarfréttum. Þessi athugun var hvorki vísindaleg né íturgrönn enda vantaði eitthvað upp á, að hvert einasta tölublað fyndist. Athugun minni lýsi ég og með orðum eins og „blaðaði í gegnum", „lausleg athugun", og fyrirvarar hafðir á öllum niðurstöðum svo sem „mér sýnist", „að því er virðist". í ljósi þess að hér er um sérrit sjó- og fiskimanna að ræða eins og ég kem inn á, finnst mér eftirtekjan fremur rýr. Skríbentn- um tekst að misskilja þetta allt eða snúa út úr því og kemst þannig að ásteytingarsteininum mikla: ég fann ekkert eftir hann sjálfan um sjókort. Ég get hans sem atvinnumanns í skrifum, sem hafi látið margt frá sér fara um málefni sjómanna, en hann komi „aldrei inn á þessi mál að því er mér sýnist". Hér er að sjálfsögðu átt við þau blöð og það tímabil er áður var getið. En þessi orð hefðu betur legið ósögð. Þar leyndist nefnilega ein grein eftir skrifar- ann innan þess ramma sem leitað var í, er fjallar um fiskikort. Ekki verður það mér að skálkaskjóli, þótt ég hafi bætt vafaliðnum aftan við fullyrðinguna þannig að úr verður einskonar spurnarsetn- ing, því nú gýs skríbent. Fiski- fræðingnum hefur skotizt yfir grein eftir sjálfan hann, slík er nú fræðimennskan, segir hann óbein- um orðum, og leiðist svo út í þráhyggjuhugleiðingar um fiski- fræðinga og fundvísi þeirra á síðasta þorskinn. Síðan tekur skrifarinn aftur upp þráðinn um meinta gaum- gæfilega könnun mína. Hún á að hafa verið altæk og fræðileg, segir hann enn óbeinum orðum og hunzar staðhæfingar mínar um að ég hafi einungis flett í gegnum visst efni. Síðan telur meistari misskilningsins upp sitthvað sem sézt hafi um sjókort í dagblöðum, Alþingistíðindum og sjónvarpi, og verið drepið á í útvarpi og víðar. Sumt af því efni eru hans eigin verk. Síðan er býsnazt yfir því, að allt þetta efni hafi farið fram hjá undirrituðum í ítarlegri könnun hans. Að sjálfsögðu hefur farið fram nokkur umræða um málefni sjó- korta. Undirritaður hefur aldrei haldið því fram að hún hafi engin verið, en fannst hún lítil á vett- vangi sjómannablaðanna, sem hljóta að draga nokkuð dám af hinni almennu umræðu í þjóðfé- laginu. Það er því mikil kokhreysti hjá skrifaranum þegar hann segir: „Það er ekkert smáræði sem búið er að ræða og rita almennt um sjókort á íslandi...“ óskandi að satt væri. Annars eru orð eins og lítill eða mikill æði afstæð og má endalaust deila um hvað sé nóg í þessum efnum. Hitt er þó fyrir öllu að umræðan beri einhvern áþreifanlegan ávöxt. I umræddri lauslegri könnun minni á sjómannablöðunum fór ég í gegnum ályktanir Fiskiþings, sem árlega birtast í Ægi, til þess að forvitnast um hve mikið hnigi þar í þessa veru. Sé litið til þess, eins og ég kemst að orði, að á þessum samkomum er ár hvert ályktað um alla hugsanlega hluti er varða sjó og sjómennsku, set ég fram, eftir athugun mína, þá stílfærðu brýningu, að á þessum þingum hafi málefni sjókorta „nánast verið bannorð“. Þetta ber náttúrlega ekki að taka bókstaf- lega, enda í greinum mínum síðar vitnað í ályktun Fiskiþings sem fékk farsælan endi. Á nokkrum stöðum í greinum mínum er hnykkt á með álíka hætti og þessum í anda ensks málsháttar sem segir, að menn verði að ýkja dálítið svo eftir þeim sé tekið. Yfir þessum framsetningarmáta mín- um býsnast skrifarinn mjög og segir mál sjókorta „oft“ hafa verið til umræðu á nefndum vettvangi. Hafi svo verið í raun, eru skrár Ægis um samþykktir Fiskiþings sl. 20 ár léleg heimild um hvað fram hefur farið á þessum sam- kundum, um það geta menn geng- ið úr skugga sjálfir. Eftir að skríbent hefur enn hringlað saman fiskifræðilegu starfi mínu og meintri lélegri fræðimennsku í greinum mínum, skýtur hann að vanda nokkrum eiturörvum að fiskifræðingum al- mennt og lætur svo að mestu útrætt um efnislega gagnrýni á skrif mín. Sparðatíning- urinn aumi Ekki hefur maðurinn þó enn fengið útrás og grípur enn til sleggjunnar. Subbar hann nú sam- an pistli um meinta lélega texta- meðferð undirritaðs. Er sá sam- setningur allur með eindæmum. Hann hefur leitað með logandi ljósi um textann en fundið fátt bitastætt. Til þess að gera eitt- hvað efni úr því sem ekkert er, seilist hann til furðulegs útúr- snúnings, orðhengilsháttar og tittlingaskíts, og verður nú ljóst að manninum er í meira lagi illt. Greinar mínar eru svo sem engin fyrirmynd hvað málfar varðar, enda annarri hent inn í prent- smiðju í flýti, en þegar sparða- tínslumaðurinn hellir hróðugur úr poka sínum út á síður Morgun- blaðsins, verður ljóst, að hér býr annað að baki en umhyggjan ein fyrir tungunni. Undirritaður hefur reyndar ekki fengið það framan í sig fyrr að hann kynni ekki að fara með íslenzkt mál. Hitt skal viðurkennt, að ég er oft nokkuð sérvizkur í orðavali og hef ekki látið af slíku, þótt að væri fundið. Þau fáu haldreipi sem verndari tungunnar tínir til eru og flest af þessu tági, þ.e. spurning um stíl. Listinn um meintar ávirðingar mínar í máli er nokkuð iengri en efni standa til af því sem skríbentinn hefur í ákveðnu hugarástandi geta þótzt fundið og fram fært. Það kemur sem sé í ljós, að í þessum bálki málræktarmannsins um meintar ambögur mínar, eru feitletruð orð og setningahlutar, sem þegar til kemur, er ekki verið að finna að málfarslega heldur efnislega. Síðan eru nokkrir meintir hnökrar hentir á lofti aftur og aftur með feitu letri eins og hér skrifi maður í vímu þeirrar illu gleði sem sleppt skal að nefna. Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að telja upp ásteytingar- atriði skrifarans. En af því að ég hef orðið var við, að þeir er ekki hafa lesið greinar mínar, hafa sumir látið glepjast af blekk- ingarkúnst skrifarans — þegar hann slítur úr samhengi og snýr út úr — og talið texta minn slappann, verður ekki undan vik- izt. Listinn langi Lítum á vefinn: Það er hent á lofti í málvilludálknum, að ég rak mig á það, að lesning í sjókortum „var oftast dönsk eða ensk, sem gaf upprunan ótvírætt til kynna“. Þessi síðustu orð finnst skrifaranum óalandi. Ekki vegna málfarsins heldur hins, að hann heldur að ég sé að andskotazt út í þær þjóðir, er vísað er til, og gerir mér upp þjóðernishroka og út- lendingahatur. Það er ef til vill eðlilegt að skríbent, sem er svo ánægður með okkar hlut í marg- nefndu máli, geti ekki skilið að hér er verið að brýna landsmenn til dáða, með því að vitna til afreka erlendra manna í „íslenzkri" sjó- kortagerð. Skilningur skríbents er bundinn á klafa þótt síðar í greinum mínum þakki ég útlend- ingum óbeint fyrir framlag þeirra til þessara mála hér við land. í sama farið hjakkar skríbent þegar hann atyrðir mig fyrir að segja: „Brezkir einkaaðilar tengdir tog- araútgerðinni létu gera fiskikort af ýmsum miðum hér við land ...“ Þetta á að vera „brezkir útgerð- armenn" segir skríbent. Enn ein efnisgagnrýni, sem út af fyrir sig kann að vera réttmæt. Það stendur í skrifaranum þeg- ar ég tala um, að framan af sjómennskuferli mínum hafi „starfi minn að mestu verið bund- inn við dekkið." „Mér skilst á frásögninni að hann hafi verið háseti og hefði því getað sparað sér heila setningu og hana ekki fallega", segir skríbent hróðugur. Skilningurinn er víst ekki lengur skýr hjá honum eða helgaður meðalinu, þ.e. leitinni að hnökr-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.