Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
* *
Alyktun aðalfundar Verzlunarráðs Islands:
Nýting aukinnar tækniþekkingar
forsenda efnahagslegra framfara
og raunverulegra kjarabóta hér
ÍSLENZKT eínahagslíí er í
miðjum vítahring verðbólgu-
vandans. Ör verðbólga torveld-
ar aukna framleiðni, en án
aukinnar framleiðni verða
kauphækkanir að verðbólgu i
stað kjarabóta. Til þess, að hér
á landi takist að skapa efna-
hagslegar framfarir og raun-
verulegar kjarabætur þarí að
gera atvinnulífinu kleift að
nýta tækniþekkingu í þágu
aukinnar framleiðni og bættr-
ar stjórnunar á komandi ára-
tug. Forsenda þess, að svo
verði, er breytt stefna í efna-
hags- og atvinnumálum. Þetta
segir meðal annars í ályktun,
sem samþykkt var á aðalfundi
Verzlunarráðs íslands s.l.
fimmtudag.
Þá segir, að Verzlunarráðið
telji aldrei nægilega varað við
þeirri hættu, sem efnahagsleg-
um framförum stafi af verð-
bólgunni, slæglegri stjórn efna-
hagsmála og óviðunandi starfs-
skilyrðum atvinnuveganna.
í þessu sambandi ítrekar að-
alfundur Verzlunarráðs Islands
stefnu ráðsins í efnahags- og
atvinnumálum og bendir sér-
staklega á eftirfarandi atriði,
sem telja verður forsendur þess,
að atvinnufyrirtækjum takist að
nýta tækniframfarir komandi
áratugar:
• Brotizt verði út úr vítahring
verðbólguvandans með sam-
ræmdri og markvissri efna-
hagsstefnu.
• Stuðlað verði að lækkun
vöruverðs með því að verð-
myndun verði gefin frjáls og
samkeppni örvuð.
• Frjáls sparnaður í þjóðfélag-
inu, sem er forsenda arðbærs
rekstrar og heilbrigðra fjár-
festinga, verði örvaður.
• Stefnan í utanríkisviðskipt-
um verði fríverzlun og frjáls
gjaldeyrisviðskipti.
• Dregið verði úr heildarskatt-
heimtu samhliða því, sem
tekið verði upp nýtt skatt-
kerfi, sem hvetur til framfara
í atvinnulífinu.
• Efnahagslegt sjálfstæði at-
vinnulífsins verði aukið, því
veitt nauðsynlegt frjálsræði
til athafna og margs konar
dýrt og ónauðsynlegt eftirlit
með eðlilegri starfsemi fyrir-
tækja afnumið.
• Loks þarf að takmarka og
endurskipuleggja útgjöld og
umsvif hins opinbera sam-
hliða endurbótum á hag-
stjórn þess og fjármálum.
Grundvallarstefnan í efna-
hagsmálum þarf að fela í sér
skilyrði fyrir frjálst framtak
einstaklinga og samtaka þeirra í
atvinnulífinu. Slík stefna byggir
á frjálsu markaðskerfi, sem
grundvallarskipulagi efna-
hagslífsins. Aðalfundur Verzl-
unarráðs íslands telur, að efna-
hagsstefna níunda áratugarins
verði að byggjast á slíkum
grunni til þess að afkastaauk-
andi tækninýjungar verði inn-
leiddar í atvinnulífinu í sama
mæli og hjá keppinautum okkar
erlendis. Markvissar aðgerðir
gegn verðbólgunni og nýtt
frjálsræði til athafna er nauð-
synleg forsenda fyrir örum
framförum og öflugri sókn þjóð-
arinnar til bættra lífskjara,
segir að síðustu í ályktun aðal-
fundarins.
+
Bróðir minn,
HAUKUR VIGFUSSON,
Auðbrekku 29,
varð bráökvaddur að heimili sínu 4. marz.
Siguröur Vigfússon.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ARNFRÍOUR LÁRA ÁLFSDÓTTIR
frá Flateyri,
sem andaöist að Hrafnistu 27. febrúar, veröur jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 7. marz kl. 10.30 f.h.
Álfheiður Guðjónsdóttir,
Arngrímur Guðjónsson,
Sigríöur Jónsdóttir,
Stefén Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Oddur Friöriksson,
Rannveig Jónasdóttir,
Guðni Guðjónsson,
Anne Karen Jónsson,
Jón Rafnsson
— Minningarorð
+
Konan mín, móðir okkar og tengdamóöir,
PÁLÍNA KRISTIN JÓNSDÓTTIR,
Háa-Rima,Þykkvabæ,
verður jarðsungin frá Hábæjarkirkju, laugardaginn 8. marz kl. 13.
Guðni Sigurösson,
börn og tengdabörn.
+
Maðurinn minn og faöir okkar,
EDILON KRISTÓFERSSON,
Asparfelli 6
veröur jarösunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 8. mars kl. 2.
Bílferö veröur frá B.S.Í. kl. 7.30 og til baka um kvöldiö. Blóm og
kransar vinsamlega afþakkaöir, en bent á Björgunarsveit
Slysavarnafélagsins, Ólafsvík.
Lilja Ágústadóttir og börn
+
Eiginmaður minn og faöir minn,
STEFÁN STURLA STEFÁNSSON,
veröur jarðsunginn frá Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti,
föstudaginn 7. marz kl.15.
Blóm eru afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans, er
vinsamlega bent á Styrktarfélag vangefinna eöa aörar líknarstofn-
anir.
Katrín Thors, Sofía Erla Stefánsdóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og útför,
ÁGÚSTS BENT BJARNASONAR,
Ferjubakka 2.
Gunnhildur Guöjónsdóttir,
Bjarni Ágústsson, Sigríður Einarsdóttir,
Jóhann Bjarnason, Gunnjóna Guðmundsdóttir,
Birna Ágústsdóttir, Sigbert Hannesson,
Sigríður Ágústsdóttir, Óli Halldórsson,
Selma Ágústsdóttir, Bryndís Ágústsdóttir,
Linda Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir
Guöjón Jónsson, Sigrún Jónsdóttir.
Fæddur 6. marz 1899.
Dáinn 20. febrúar 1980.
Einn af stofnendum S.Í.B.S. og í
fyrstu stjórn sambandsins, Jón
Rafnsson, sem orðið hefði 81 árs í
dag, er fallinn frá.
Fáir eru nú eftir af þessum
brautryðjendum, sem hófu merkið
fyrir rúmum fjörutíu árum og
stofnuðu samtök til baráttu fyrir
bættri félagslegri aðstöðu fár-
sjúkra sjúklinga, sem bjuggu á
yfirfullum berklahælum með væg-
ast sagt vafasamar batahorfur,
eða atvinnumöguleika, er þeir
losnuðu af hælunum, þar sem
atvinnuleysið eða harðræðið beið
þeirra.
Þessu vildu sjúklingarnir sjálfir
breyta og bæta, enda þekktu þeir
best hvar skórinn kreppti að í
þeim efnum.
I hópi frumherjanna, sem hófu
undirbúning að stofnun samtaka
berklasjúklinga, var Jón Rafns-
son, sem þá var sjúklingur á
Reykjahæli í Ölfusi.
Var hann einn af þrem í undir-
búningsnefnd Reykjahælis sem
eftir frumkvæði Kristneshælis hóf
bréfaskriftir til sjúklinga á hæl-
unum, Vífilsstöðum og Kópavogi.
Sambandið var svo stofnað í
október 1938 á Vífilsstöðum og var
Jón Rafnsson kosinn í fyrstu
stjórn Sambands ísl. berklasjúkl-
inga.
Var það fyrsta gæfuspor þess-
arra nýstofnuðu samtaka, bjarg-
arlausra og vonlítilla sjúklinga, að
til forystu völdust hinir mætustu
foringjar, sem höfðu bjartsýnina
og kjarkinn að leiðarljósi.
Jón Rafnsson var í forystusveit
fyrstu starfsára S.Í.B.S. en óskaði
eindregið eftir að fara úr stjórn
sambandsins vegna síns pólitíska
litarháttar, sem kynni að skaða
stuðning þjóðarinnar við málaleit-
an sambandsins ef áberandi ein-
staklingar í hinni pólitísku bar-
áttu væru einnig stjórnarmenn
þessarra samtaka sjúklinganna,
sem þyrftu á óskiptum stuðningi
þjóðarinnar að halda ef markið að
styðja sjúka til sjálfsbjargar ætti
að verða að veruleika.
Þótt Jón færi úr stjórn sam-
bandsins var hann ávallt á þing-
um þess, og tel ég víst að hann sé
eini maðurinn sem setið hefur öll
þing S.Í.B.S. sl. 40 ár, jafnvel var
hann við setningu síðasta þings
1978, þótt hann væri þá farinn að
kröftum.
En hugurinn var sá sami sem
fyrr að styðja eftir sinni getu og
fylgjast með óskum skjólstæðinga
sambandsins.
Þegar berklasjúklingum á
Reykjalundi fækkaði var Jón
Rafnsson mjög á verði fyrir hönd
berklasjúklinganna um að þeirra
forgangur til dvalar þar skertist
ekki, þótt staðurinn væri opnaður
fyrir öðrum þurfandi sjúklingum.
Voru ræður Jóns á þingum
S.Í.B.S. um þessi hugðarefni sín
öllum minnisstæðar sem á hlýddu,
því hann var með mælskustu
mönnum og sæknustu ef því var
að skipta, og gamansamur gat
hann éinnig verið og hagmæltur
vel og greip þá gjarnan til þeirrar
náðargáfu sinnar til að létta
þingfulltrúum skapið frá hefð-
bundnum þingstörfum.
Þegar háhýsi Öryrkjabandalags
íslands að Hátúni 10, Reykjavík
tók til starfa flutti Jón Rafnsson í
litla íbúð þar og undi glaður við
sitt í hópi gamalla félaga og í
snertingu við samtök öryrkja er
honum höfðu alltaf verið svo kær
Sjávarútvegs-
sýning í
Kaupmannahöfn
í byrjun júnímánaðar í sumar
verður haldin mikil sjávarút-
vegssýning í Bella Center í Kaup-
mannahöfn.
Kallast sýningin „Heimssýning
fiskveiða og sjávarútvegs", en slík
sýning var síðast haldin í Halifax
í Kanada og sóttu hana 25 þúsund
gestir frá 41 landi, en 187 aðilar
frá 41 landi tóku þátt í sýning-
unni. Búist er við, að mun meiri
fjöldi taki þátt í og heimsæki
sýninguna í Kaupmannahöfn 2. —
9. júní í sumar.
Leiðréttíng
Rangt var farið með nafn í frétt
Morgunblaðsins í gær, er sagt var
að Baldur Berndsen væri að taka
við skrifstofu Iscargo í New York.
Hann heitir Baldvin Berndsen, og
eru viðkomandi beðnir velvirð-
ingar á þessu ranghermi.
og þau notið góðs af hans góðu
gáfum og forystustörfum, sér-
staklega á erfiðustu bernskudög-
um sínum.
Á 40 ára afmæli S.Í.B.S. átti
vinur Jóns, Jóhann Kúld, sem
einnig var einn af frumkvöðlum
samtaka berklasjúklinga viðtal
við hann um stofnunina fyrir rit
sambandsins Reykjalund, þar sem
Jón talar um þá „aðkallandi nauð-
syn á því að stofnað væri svo fljótt
sem hægt væri fullkomið vinnu-
hæli fyrir berklasjúklinga, sem
yrði einskonar brú milli hælanna
og hins daglega lífs í landinu." Á
þessum árum var það sorgleg
staðreynd að ýmsir sem útskrifuð-
ust af hælunum með sæmilega
heilsu komu þangað aftur og aftur
að stuttum tíma liðnum vegna
þess að nauðsynleg skilyrði vant-
aði er út af hælunum var komið.“
Þetta var Jóns brennandi
áhugamál og þeirra félaga allra
enda þekktu þeir best þörfina á
bættri aðstöðu fyrir sjúka og að
byggja brúna frá hælunum til
lífsins sem varð Reykjalundur en
sú stofnun hefur verið í fylkingar-
brjósti um alla endurhæfingu í
landinu og þótt víðar væri leitað.
S.Í.B.S. hefur sæmt Jón Rafns-
son heiðursmerki sambandsins og
sýnt honum allan þann sóma, sem
unnt hefur verið að sæma slíkan
stuðningsmann og frumherja
samtaka okkar fyrir öll hans
ómetanlegu störf.
I desember sl. heilsaði ég uppá
félaga minn Jón Rafnsson þá
sjúkan á Vífilsstaðaspítala, en
samt hressan í anda spyrjandi um
gang mála hjá S.Í.B.S. því allar
götur frá stofnun sambandsins
hefur hann verið brennandi í
áhuganum og að fylgjast með
gangi mála.
Hjá Jóni var þá einnig stödd
Helga systir hans en með þeim
systkinum voru ávallt miklir
kærleikar.
Jón Rafnsson eignaðist son
Valdimar, sem nú er skólastjóri á
Isafirði.
Þegar að kveðjustundinni kem-
ur er S.Í.B.S. efst í huga þakklæti
til vinar og brautryðjanda, sem
var í fylkingarbrjósti á bernskuár-
um samtaka okkar fyrir hans
farsælu leiðsögn yfir erfiðasta
hjalla bernskuára samtakanna og
sendum við syni og ættingjum
öllum fyllstu samúðarkveðjur.
Kjartan Guðnason,
formaður S.Í.B.S.