Morgunblaðið - 06.03.1980, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
KAttlNÖ
k>
Það verður að hafa það að
konan fór að heiman, en hún
tók tékkaheftið og sparisjóðs-
bækurnar með sér!
Hann fór i þessa áttina!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Spilið í gær var frá hraðsveita-
keppni Bridgeféiags Vestmanna-
eyja og aftur er hér spil úr sama
leik frá þessum pennalipra Eyja-
búa. Hvorki er getið um gjafara
né hættur en gera má ráð fyrir,
að austur hafi gefið, þar sem
hann hafði sagt tígla.
Norður
S. KDxx
H. KlOxx
T. xxxx
L. x
Vestur
S. Gxx
H. xxx
T. -
L. KDlOxxxx
Austur
S x
H. Gxx
T. ÁKGlOxx
L. ÁGx
COSPER
Þetta var hún Skrugga — fyrri konan mín!
Aíneitun Kennara-
háskólanema
Menn hljóta að fyllast lotn-
ingu gagnvart þeirri sjálfsafneit-
un, sem þið, nemendur Kennara-
háskólans, sýnið, \ viðleitni ykkar
til að bæta heiminn, að þið ætlið
að neita ykkur um að drekka Kóka
Kóla í skólanum.
Þetta sjáið þið ykkur tilneydda
að gera vegna þess að orðrómur
hefur borist frá Svíþjóð um að
maður hafi drepið mann í Suður-
Ameríku.
Það sem kemur mér, ómenntuð-
um manninum, til að senda ykkur
áminningu, er ekki umhyggja
fyrir Kóka Kóla, heldur sú ánæg-
julega staðreynd, að skattgreiðsl-
ur okkar, sem verðum að þræla
alla daga til þess m.a. að standa
undir kostnaði við nám ykkar, eru
allt í einu orðnar óþarflega mikl-
ar. Því nú getið þið borgað starfs-
fólki stórfyrirtækis laun með af-
gangsvasapeningum, ef þeir vilja
stöðva framleiðslu þess.
Auðséð er að fyrrverandi
menntamálaráðherra hefur getað
pínt út úr okkur óþarflega miklar
greiðslur handa ykkur svo núver-
andi fjármálaráðherra er óhætt
að spara við ykkur, enda veitir
honum ekki af ef þið stoppið
kókið, því skattpeningar frá því
hafa áreiðanlega átt sinn þátt í
greiðslu á menntun ykkar.
Ef þið í raun viljið mótmæla
ofbeldi og glæpum gagnvart sak-
lausu fólki í heiminum, ættuð þið
t.d. að neita að ferðast með
farartækjum sem ganga fyrir
rússnesku bensíni og olíum.
Þá þyrftuð þið ekki að styðjast
við sögusagnir einar saman, auk
þess væruð þið í stöðugri þjálfun
ef sálufélagar ykkar skyldu ein-
hvern tíma nenna að fara í
Keflavíkurgöngu.
Ég efast um einlæga samúð
ykkar með verkafólki, þótt ekki sé
nema vegna þess, að þegar þið
útskrifist úr Kennaraháskólanum
og takið til við að innprenta
komandi kynslóðum lífsskoðanir
ykkar munuð þið ekki telja ykkur
skulda þjóðfélaginu neitt fyrir
margra ára menntun ykkar, held-
ur verðið þið „háþrýstihópur“ inn-
an hins volduga þrýstihóps opin-
berra starfsmanna, sem kallast
Bandalag háskólamenntaðra
manna.
Ég bið Velvakanda að birta
ykkur þessa orðsendingu í þeirri
von að hún vekji athygli fólks á
sauðargærunni.
Skattborgari
• „Hernáms-
andstæðingar —
Hvað er það?“
Svo nefnir Tryggve Thor-
stensen eftirfarandi pistil:
„Mér skilst að þeir séu að eigin
mati föðurlandsbjargvættir, þeir
Suður
S. ÁlOxxx
H. ÁDx
T. Dxx
L. xx
Og hér fær Eyjabúinn orðið.
Eftir að austur hafði tvímeldað
tígul varð suður sagnhafi í 4
spöðum. Útspil vesturs laufkóng-
ur. Eftir nokkurt hik gaf austur og
þar með var úti um vörnina. I
örvæntingu spilaði vestur hæst
hjarta, sem tekið var heima.
Tromp tekið þrisvar og ein lauf-
stunga í borði. Austur fékk sína
tvo tígulslagi í lokin. Unnið spil.
Á hinu borðinu varð lokasögnin
hin sama eftir tígulmeldingu frá
austri. Útspil það sama og á hinu
borðinu, laufkóngur. En austur
hugsaði sig ekki um eitt andartak,
lagði ásinn á og lét síðan út
tígulás. Þar með var ekki hægt að
hindra, að A-V tækju fjóra fyrstu
slagina. Það verður að teljast
mjög rökrétt spilamennska að
leggja á útspilið. í fyrsta lagi þar
sem einspil er í borði og í öðru lagi
þegar ekki kemur tígull frá makk-
er og aðeins þrír tíglar, sem ekki
sjást. Hann getur varla átt
andsk... marga tígla fyrst hann
spilar ekki litnum.
Maigret og vínkaupmaóurinn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdótlir
sneri á islensku
63
uppteknum hætti með feluleik-
inn?
Sjálfsagt liðu tíu mínútur —
eins og með ikornann — Maig-
ret stóð við gluggann. Svo gekk
hann að skápnum og valdi sér
pípu.
— Var það hann?
- Já.
— Ileldurðu að hann langi
að tala við þig?
— Hann iangar sennilega til
þess, en ég býst við hann sé
hræddur um að verða fyrir
vonbrigðum. Hann er án efa
mjög viðkvæmur. Hann þarfn-
ast sárlega að ræða við ein-
hvern sem hann telur skilja sig,
en jafnframt segir hann við
sjálfan sig. að hann geti ekki
búizt við slíkum skilningi.
— Hvað heldurðu að hann
geri nú?
— Kannski fer hann eitt-
hvað og bræðir málið og talar
við sjálfan sig.
Hann hafði rétt komið sér
fyrir í hægindastólnum þegar
síminn hringdi og hann tók
tólið.
- Halló...
— Maigret...
- Já.
Hann þekkti rödd Lapointes.
— Það er ekkert að frétta.
húsbóndi. Það er búið að fara
yfir allt. En hann finnst hvergi.
En ég hef þó eitt að segja. Þar
til fyrir hálfum mánuði bjó
Pigou á herbergi sem rís þó
varla undir nafni, í Rude de la
Grande Truadnerie.
Maigret vissi hvar gatan var,
þar voru hús komin að hruni og
fólkið sem var þar á ferli dró
dám af umhverfi sínu.
— Hann bjó á Iíotel Cygne,
þar sem hann borgaði jjrjá
franka á sólarhring fyrir að
liggja í hálfónýtu rimlarúmi.
Ekkert vatn. einhvers konar
klósett í garðinum.
— Ég veit hvar þetta er.
— Á nóttunni vann hann
víst við að ílytja grænmeti og
ávexti i HaJIerne. Hann kom
heim í dögun og svaf svo fram
eftir degi.
— Hvenær fór hann af staðn-
um?
— Vertinn kveðst ekki hafa
séð hann í tvær vikur. Ilerbergi
hans var þcgar leigt öðrum.
— Er enn verið að leita?
- Já.
— Þú hefur ekki heyrt frá
honum?
— Nei.
— Fyrir fáeinum minútum
var Pigou hér handan við göt-
una.
— Sáuð þér hann?
— Úr glugganum, já. Hann
var beint á móti húsinu, stóð
þar á gangstéttinni.
— Rcynduð þér ekki að
handsama hann?
— Nei.
— Fór hann síðan aftur?
— Já. Kannski kemur hann
aftur. En það getur verið að
honum snúist hugur á siðustu
stundu og fari sina leið.
— Eruð þér með eitthvað
sérstakt í huga scm ég ætti að
gera?
— Nei, góða nótt, drengur
minn.
— Góða nótt.
Maigret skenkti sér líkjörs-
slatta í glas.
— Heldurðu ekki þér hitni
um of af því?
— Maður drekkur toddí við
inflúensu, þó svo að Pardon
læknir sé ekki tiltakanlega
hrifinn af því.
— Það er kominn tími til að
bjóða honum í mat. Við höfum
ekki séð hann i meira cn
mánuð.
— Við skuium nú sjá til. Ég
verð að minnsta kosti að ljúka
þessu máli. Lapointe hafði eitt
nýtt að segja. Við vitum nú
hvar Pigou hefur verið í marg-
ar vikur, kannski mánuði. í
sóðaholu á hóteli í grennd við
Hallerne.
— Er hann farinn þaðan?
— Já, fyrir tveimur vikum.
Maigret neitaði að fara í
rúmið fyrr en klukkan var
orðin tiu. Ilann reyndi öðru
hverju að glugga í blöðin, en
þegar hann hafði lesið nokkrar