Morgunblaðið - 06.03.1980, Side 45

Morgunblaðið - 06.03.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 45 véLvakandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS vilji segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin og hvorki heyra né sjá útvarp né sjónvarp úr þeirri átt. Ég er viss um að allir íslendingar vilja vera lausir við erlendan her hér á landi. En við verðum að horfast í augu við staðreyndir, og eins og ástandið er nú í heiminum er mjög varhuga- vert að láta herinn fara. Okkur óar við hvað þá gæti gerst. Það er athyglisvert, hvernig „bjargvættirnir“ ota fram nokkr- um unglingum, þegar þeir sjá sér þóknanlegt að mótmæla ein- hverju, en standa sjálfir álengdar og horfa á hvernig gengur. Mér er spurn, myndu þeir sjálfir standa í fylkyningarbrjósti, ef til raun- verulegra frelsisbaráttu kæmi og fórna þyrfti lífi fyrir föðurland sitt? Ég efast um það. Ég hygg að þeir myndu fyrstir manna renna af hólmi og láta aðra um barátt- una.“ • Mannslífum bjargað Og Tryggve heldur áfram: „Þessir „bjargvættir" hafa fá orð um það, að Bandaríkjamenn- irnir hafa oft og tíðum bjargað lífi manna hér, þegar slys hafa borið að höndum. Þá hafa þeir tíðum lagt sig í hættu. Þetta eigum við að þakka þó að ég viti að þakklæt- is sé ékki vænst. Fyrir þetta hjálparstarf bera margir hlýjan hug til þeirra. Og svo geta „bjargvættirnir" hóað í hæðirnar mín vegna. Tryggve Thorstensen“ • Eins og þú ávarpar aðra, ávarpa aðrir þig Kristín Tómasdóttir hringdi: „Vegna ummæla Sigrúnar Stef- ánsdóttur í sjónvarpinu s.l. þriðju- dagskvöld og umfjöllunar á því að íslendingar noti enska tungu í stað norrænnar, er þeir ræða við norræna frændur sína, vil ég segja frá minni reynslu, sem starfs- maður Sundlaugar Vesturbæjar. Margir útlendingar af norrænu bergi sækja sundlaugina. Ekki einn einasti þeirra hefur ávarpað mig þar á norrænu, — þeir nota fremur merkjamál, ef þeir eru ekki talandi á enska tungu. Og er ekki eðlilegt að eins og þú ávarpar aðra, ávarpi þeir þig?- • Leiðrétting á ummælum Ásgeir M. hringdi. Út af símhringingu minni, sem Velvakandi birti fyrir mig þriðju- daginn 4. marz og fjallaði um efni EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU sjónarpsþáttar, þar sem lýst var æfingu björgunarsveitar, vil ég fá að koma með leiðréttingu á um- mælum mínum. Stjórnandi björgunarsveitar- innar hefur upplýst mig um það sem þarna fór fram og að í förinni hafi allt gengið að óskum, sem sneri að mannskapnum, það sem fundið var að í sjónvarpsþættin- um var að allur tækjabúnaður sveitarinnar, sem þeir eiga sjálfir, er orðinn meira en 40 ára gamall og þess vegna úr sér genginn. Gagnvart búningum sveitarinnar er það að segja, að þeir eiga þá góða.en geta ekki notað þá þegar þeir eru á gönguæfingum. Sjónvarpsþátturinn var það takmarkaður vegna þess hversu knappur tíminn var, að þar kom aðeins að mínu áliti fram skugga- hliðin á þessu máli og vil ég því leiðrétta ummæli mín hér með og ádeilu á sveitina. Ásgeir M. CHLOR1DE S3.6 [3Ú3 BORRIS 9 wam 8 '57 3 CENTRA 66.51 SOCJtU Ct koma LYAC PAXKAÍ^VTm.a AXWJ SALAMA TL'DOR LORiDE .4 62 9? soatu ' P M.1 _ f .. .i 70 49.71 L 1 soatu 55,4 "r__46.6 -T* [54,4Ú scali^__________‘ U4 149,4! Í52 6f scahj 6? 5. SQQ fió 'W.2Í t?4 ..I Skýringin á þessari velgengni CHLORIDE er án efa 350 manna rannsóknarstofa sem rekin er í Englandi. Enda ekki af neinu aö CHLORIDE raf- geymirinn er sá mest seldi í heiminum ár eftir ár. Rafgeymaverksmiðjan Pólar h/f fram- leiöir CHLORIDE á mjög hagstæöu veröi og CHLORIDE er til sölu í flestum kaupfélögum og bifreiöaverzlunum lands- ins. Pólar h.i. Einholti 6. Sími 18401. Finnska ríkistæknistofnunin framkvæmdi neðangreinda kaldræsis prófun fyrir stuttu. 24 rafgeymar (3 af hverri tegund) voru álagamældir í -í-180 C og í h-28° C frosti. HVERJIR ERU BEZTIR?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.