Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 48

Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 48
Síminná OOflQQ afgreiðslunni er OOUOO Lækkar hitakostnadinn FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980 Engin afstaða hefur verið tekin til tilboðs Saudi-Araba um oliu „ÞAÐ sem hefur íferst í því efni er það að ég hef kynnt mér þessi mál eins og ég hef xetað. einkum hvað Danir og aðrir Norðurlandamcnn hafa gert i þessum málum," sagði Tómas' Árnason i samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gær. Ráðherrann var að því spurður hvort einhver afstaða hefði verið tekin af hálfu rikisstjórnarinnar til tilboðs Saudi-Araba um olíusölu til fslands. Tómas kvaðst hafa rætt við Paul Nielsen orkumálaráðherra Dana í fyrradag ásamt Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneyt- isins. Þær viðræður hefðu verið til að íslenskum aðilum gæfist tækifæri til að kynnast hvað Danir hefðu aðhafst í þessum efnum, og hvort 'vænlegar horfur væru framundan í þessum málum. Samkomulag hefði orðið um að íslendingar fengju að ÁTVRhætt að panta .esnuff' „Við höfum ekki endurnýjað pantanir á neftóbak frá Bret- landi, sem hefur verið kallað „snuff". Ég mun á næstunni taka ákvörðun i samráði við f jármála- ráðuneytið hvort alveg verður hætt að selja þetta brezka neftó- bak hér á landi." sagði Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunar rikisins, í samtali við Mbl. í gær en undan- farið hefur verið erfitt að fá „snuff" keypt í vcrzlunum. „Ég hætti pöntunum á þessu brezka neftóbaki eftir að mér bárust tilmæli frá fræðsluyfir- völdum um að taka fyrir sölu, þar sem í ljós kom, að unglingar neyttu þessa í stórum stíl. Ástæða þess að við hófum að selja þetta voru fjölmörg tilmæli frá fólki víðs vegar að,“ sagði Jón Kjart- ansson ennfremur. fylgjast með hvað gerðist hjá Dön- um á þessu sviði, og yrði tekið mið að því þegar farið yrði að athuga áfram hugsanleg viðskipti við Saudi-Araba. Varðandi samninga við Breta um olíukaup þaðan sagði ráðherrann, að þau mál væru öll á samningastigi enn sem komið væri, og engin undirritun væri búin vegna þeirra samninga. Tómas kvaðst myndu leggja skýrslu olíuviðskiptanefndar fyrir ríkisstjórnina á fundi í dag, og fyrr væri ekki hægt að segja hvort hún yrði afhent fjölmiðlum. í skýrslunni væru ýmis atriði sem væru viðskiptatrúnaðarmál, sem við- kvæmt yrði hugsanlega að birta sagði ráðherrann er hann var spurð- ur hvort skýrslan geymdi ríkisleynd- armál. Hilmir SU 171 írá Fáskrúðsfirði, eitt stærsta fiskiskip flotans, tók niðri í mynni Vestmannaeyjahafnar í gærdag með fullfermi. Ljósmynd Mbi. Sigurgeir. Fjárlagafrumvarpið lagt fram á mánudaginn: Sérstakur orkuskattur utan vísitölu, rýrnun kaupmáttar u m 3 til 4%, skattar framlengdir FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ er nú tilbúið frá hendi ríkisstjórnarinnar, og mun Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra stefna að því að frumvarpið verði á borðum þingmanna er Alþingi kemur saman að nýju eftir leyfi á mánudaginn, hinn tíunda mars, að þvi er Morgunblaðið hefur fregnað eftir Gert mun vera ráð fyrir greiðsluafgangi upp á tvo millj- arða króna samkvæmt frumvarp- inu, en líklegt er þó að sá greiðsluafgangur verði ekki fyrir hendi eftir að fjárveitinganefnd og Alþingi hafa fjallað um frum- varpið. Niðurstöðutölur fjárlaga í fyrra voru 208 milljarðar króna, það er heildarútgjöld, en þær tölur hækkuðu allmikið er árið hafði endanlega verið gert upp um síðustu áramót. Til grundvallar þessu fjárlaga- frumvarpi Ragnars Arnalds er lagt fjárlagafrumvarp Tómasar Árnasonar, en frumvarp það sem Sighvatur Björgvinsson lagði áreiðanlegum heimildum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru heildartekjur rikissjóðs á þessu ári um 340 milljarðar króna, en það er tíu milljarða króna hækkun frá fjárlagafrumvarpi Tómasar Árnasonar er hann lagði fram í haust. fram er sett til hliðar. Meðal breytinga á þessu fjár- lagafrumvarpi má nefna, að aukin eru útgjöld til mennta- og menn- ingarmála, það er þeirra mála- flokka er Ragnar Arnalds fór með í síðustu ríkisstjórn. Þó er gert ráð fyrir því að lánasjóður íslenskra námsmanna fái áfram fjármagn Spilafikn landans og Rauði krossinn: 2.1 milljarður króna í gegn- um spilakassa á síðasta ári ÞAÐ ER ekki lítið fé, sem á hverjum degi fer í gegnum spilavélar Rauða kross íslands. Ef litið er á uppgjör fyrir síðasta ár kemur í Ijós, að í gegnum þessar vélar fóru á að gizka 2.137.500.000 krónur eða með öðrum orðum liðlega 2.1 milljarður króna. Á hverjum degi síðasta árs hefur því 58.5 milljónum króna verið ýtt í spilakassana, en þær krónur komu þó ekki nema að hluta í sjóði Rauða krossins. Rauði krossinn er nú með í rekstri 110 50-króna kassa, en 68 10-krónu kassa. Af því fé, sem fer inn í stærri kassana, skila þeir aftur til spilaranna 80%, en 20% halda þeir eftir og fer sú upphæð í kostnað og starf Rauða krossins. Erfiðara er að gera sér grein fyrir hlutfalli þess fjár, sem 10-króna kassarnir halda eftir, en það byggist á hæfni hvers og eins sem fæst við þessi tæki. í fyrra voru taldar liðlega 427 milljónir króna út úr þessum kössum og miðað við að aðeins komi 20% í hlut Rauða krossins er talan 2.1 milljarður fundin. Nettó-hagnaður Rauða krossins af þessu spilverki nam 284.5 milljónum króna á síðasta ári. Með síminnkandi krónu hefur áhugi fólks á 10-króna kössunum minnkað og þeim fer fækkandi. Árið 1978 skiluðu spilakassarnir 66 milljón króna nettó-hagnaði, en þá voru 50-króna kassarnir ekki líkt því eins margir og þeir eru nú orðnir. Stærri kassarnir kosta nú yfir 1 'k milljón króna. Nokkrir staðir skera sig úr hvað notkun snertir og eru vin- sælustu kassarnir í Kaffivagnin- um á Grandagarði og Umferð- armiðstöðinni í Reykjavík, spila- kassar í Grindavík og Njarðvík njóta einnig mikilla vinsælda. Ekki er óalgengt að eftir mánuð- inn séu taldar 500 þúsund krónur út úr stærri kössunum víða um land. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Rauða krossinum í gær, að alls konar fólk spilaði í þessum tækj- um. Spilamennskan er þó bundin við 16 ára aldurinn og hefur það valdið nokkrum erfiðleikum hversu mjög hefur verið sótt í kassana af börnum og unglingum yngri en 16 ára. Hefur Rauði krossinn af þessum ástæðum þurft að fjarlægja nokkra spila- kassa. til að brúa 85% af áætlaðri umframfjárþörf nemenda, en upp- hæðin verði ekki hækkuð í 90% á þessu ári eins og Ragnar hafði áður krafist. í stað olíustyrksins er gert ráð fyrir því að fjár til niðurgreiðslu á olíu til húshitunar verði aflað með sérstökum orkuskatti, sem nú er unnið við að semja í iðnaðarráðu- neytinu eftir því sem Morgunblað- ið hefur fregnað. Hinn nýi orku- skattur verður ekki inni í vísitöl- unni, og er það gert á grundvelli svonefndra Ólafslaga. En í 50. grein þeirra laga, sem sett voru af vinstri stjórninni í fyrra, var ákvæði um að skattar og gjöld sem lögð yrðu á til að draga úr áhrifum olíuhækkana á kostnað við húsahitun, verði ekki inni í vísitölu verðbóta á laun. í spá sem Þjóðhagsstofnun hef- ur gert fyrir ríkisstjórnina vegna samningar fjárlagafrumvarpsins, er gert ráð fyrir því að kaupmátt- ur tímakaups á þessu ári rýrni um 3 til 4%, en í útreikningum Þjóðhagsstofnunar er alfarið stuðst við þær forsendur sem gefnar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsens. Breytist þær forsendur til hins verra á árinu munu því launakjör versna sem því nemur. Af öðru sem Morgunblaðið hef- ur fregnað að verði í fjárlaga- frumvarpinu er að skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem rann út um áramót verði framlengdur í eitt ár. Einnig verði sjúkratryggingagjald framlengt í sama tíma. Enn er gert ráð fyrir að innflutningsgjald af bensíni muni hækka með byggingavísitöl- unni í janúar 1980 og í júlí 1980. Hækkunin frá janúar muni þá koma í mars, og hlutfall hækkun- arinnar þannig virka aftur fyrir sig, en næsta hækkun komi síðan hinn 1. júlí í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.