Morgunblaðið - 09.03.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 09.03.1980, Síða 1
64 SÍÐUR 58. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunbiaðsins. Neita að láta gíslana í hendur Ghotbzadeh Tcheran, 8. marz. AP. NÁMSMENNIRNIR, sem halda bandarisku gíslunum í sendiráðinu í Teheran, neituðu í dag að afhenda Sadegh Ghotbzadeh, utanríkisráð- herra, gíslana. Ghotbzadeh var skipaður af byltingarráðinu til að taka við gíslunum. Náms- mennirnir sökuðu Ghotbzadeh um að hafa logið þegar hann sagði, að Khomeini, trúarleið- togi, hefði skipað að gíslarnir yrðu afhentir byltingarráðinu. Þeir kröfðust þess, að bylt- ingarráðið skipaði annan mann til að taka við gíslunum fyrir hönd ráðsins en gíslana átti að afhenda í dag klukkan 13.30 að íslenzkum tíma. Teheranútvarpið hafði eftir Bani-Sadr, forseta landsins, að námsmennirnir hefðu í fyrstu lagt til, að ónafngreindur maður í byltingarráðinu og sonur Khomeinis tækju við gíslunum fyrir hönd ráðsins. í yfirlýsingu frá skrifstofu Khomeinis sagði, að „Imam Khomeini hefur falið íslamska þinginu að bera ábyrgð á gíslunum". Þessari yfirlýsingu frá trúarleiðtoganum var tekið með miklum fögnuði af stuðn- ingsmönnum námsmannanna fyrir utan sendiráðið. Togaraeigendur í Hull gjaldþrota IIull. 8. marz — AP. SAMTÖK togaraeigenda í Hull lýstu sig í gær gjald- þrota en samtökin skulda nú um 450 milljónir króna. Ótt- ast er að gjaldþrot samtak- anna bindi enda á Hull sem einn helsta fiskibæ Bretlands. Talsmaður samtakanna sagði í gær, að fulltrúar togaraeig- enda mundu ræða við Marga- ret Thatcher, forsætisráð- herra, í næstu viku til að ræða stöðu Hull og útgerðar- innar. Togaraeigendur vilja, að stjórn- in veiti aðstoð. Þeir segjast ekki geta staðið undir hinum háu löndunargjöldum í Hull og hafa hótað að landa annars staðar ef löndunargjöld lækki ekki. Sam- tökin kenndu einnig um aðild Breta að EBE. Brezk útgerð hefur orðið að sæta harðri samkeppni eftir að Bretland gekk í Efnahags- bandalagið og auk þess hefur fiskiskipum annarra EBE-þjóða verið hleypt inn í brezka land- helgi. Afganistan: Vorsóknin að hefjast — gífur- legir herflutningar frá Sovét Kabúl — 8. marz — AP. HAFNIR eru gífurlegir birgða- flutningar Sovétmanna til Af- ganistans og bendir allt til þess að nú sé um það bil að hefjast vorsóknin mikla, sem búizt hefur verið við. Birgðaflutningaþotur hafa lent á Kabúlflugvelli á hálftíma fresti síðustu tvo daga og á meðan þær eru affermdar hvína Mig-þotur í lágflugi yfir flugvellinum. Talið er að Sovétmenn séu orðnir áhyggjufullir mjög yfir ástandinu í landinu og telji ekki óhætt að hafa þar lengur óbreytta borgara, því að hafinn er brott- flutningur fjölskyldna sovézkra hernaðarráðgjafa. Birgðaflutn- ingarnir fara ekki einungis fram loftleiðina, því að helzti þjóðvegur frá Sovétríkjunum til Afganistans er undirlagður skriðdrekum og brynvögnum. Ný skoðanakönnun: 60% vilja að drottning víki fyrir syni sínum BREZKA tímaritið NOW hefur birt niðurstöður skoðanakönnun- ar þar sem m.a. var spurt um vinsældir einstakra meðlima konungsfjölskyldunnar, hvort Elisabet drottning ætti að fara að dæmi Júliönu frænku sinnar i Hollandi og segja af sér, og hvort fjölmiðlar fjalli um kóngafólkið af sanngirni eða ekki. Niðurstöðurnar gefa til kynna að Karl Krónprins eigi langmestrar lýðhylli að fagna og að nær 60% þegnanna séu þeirrar skoðunar að drottningin eigi að taka ákvörðun um að segja af sér þegar hún nær tilteknum aldri, t.d. er hún verður sextug. 90% vilja viðhalda konung- dæminu. Elísabet drottning er nú 53 ára. Aðeins 46%, sem þátt tóku í skoðanakönnun NOW, höfðu mest dálæti á henni af öllum meðlimum konungsfjölskyldunnar, en 70% settu Karl prins í fyrsta sætið. Sú sem næst virðist ganga drottningu að vinsældum er Elísabet drottn- ingarmóðir. Þá kemur Filipus prins, síðan Andrés prins, þá Alexandra prinsessa, Anna prins- essa, Margrét drottningarsystir, Mark Phillips, tengdasonur drottn- ingar, og loks Játvarður, yngsti sonur hennar. Það vekur athygli að 54% þeirra sem spurðir voru telja að Margrét prinsessa hljóti illa meðferð í fjölmiðlum, en yfirgnæfandi meiri- hluti telur að öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar sé sýndur fullur sómi í blaðaskrifum. Innan afganska hersins virðist ástandið stöðugt verða bágborn- ara. Talið er að nú séu aðeins um 40 þúsund hermenn í liðinu, en skammt er síðan herinn taldi um 100 þúsund manns. Samkvæmt Kabúl-útvarpinu hefur Karmal forseti gefið skipun um nýja herkvaðningu, auk þess sem skýrt hefur verið frá ákvörðun um að þeir, sem fyrir eru í hernum, verði ekki leystir frá herþjónustu á næstunni. Fréttir um það hvort vorsóknin sé raunverulega hafin eða ekki stangast á, en fréttaskýrendur eru sammála um að þess sé nú skammt að bíða að Sovétmenn láti til skarar skríða gegn uppreisnar- mönnum í fjallahéruðum Afgan- istans. Þar eru mestu vetrarhörk- urnar afstaðnar, en búizt er við því að á næstunni muni Sovét- menn fjölga liði sínu í allt að 150 þúsund manns. Eftir því sem næst verður komizt eru sovézkir her- menn í landinu nú um 80 þúsund að tölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.