Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 Barist um ritstjóra- sætið á Le Monde Eftir að kosið hafði verið þrisvar voru tveir eftir með flest atkvæði Jacques Amalric (t.v.) og Calude Julien en hvorugur hlaut tilskilinn meirihluta. ÞEGAR nefnd eru þau dagblöð, sem talin eru best í heiminum, er aldrei látið hjá líða að geta franska blaðsins Le Monde. Blaðið hefur síðustu vikur komist í frétt- irnar vegna ritstjóraskipta, sem fyrirhuguð eru. Starfsmenn blaðs- ins eru meirihlutaeigendur þess og kjósa blaðamennirnir einn úr sínum hópi til starfans. Skilyrði er, að sá fái 60% atkvæða eða meira. Þegar hefur verið kosið einu sinni og hlaut þá enginn tilskilinn meirihluta og verður kosið að nýju eftir tæpa þrjá mánuði. Bráðabirgðaríkisstjórn de Gaulle hershöfðingja fól 11. des- ember Hubert Geuve-Méry, sem fjallaði um alþjóðamál við blaðið Le Temps, en ekki þótt hafa staðið sig nógu vel undir hernáminu, að stofna nýtt virðulegt blað. Síðan hefur vegur og virðing Le Monde vaxið stöðugt. Beuve-Méry, sem var 42 ára, þegar hann stofnaði blaðið stjórnaði þvi með styrkri hendi þar til 1969, þegar hann fól Jacques Fauvet ritstjórnina án þess að spyrja kóng eða prest. í augum blaðamannanna við Le Monde var Fauvet talinn réttmæt- ur erfingi ritstjórastólsins en jafnframt hefur verið litið á hann sem einskonar tákn þess dvínandi veldis, sem vegið var að í stúenta- óeirðunum 1968. Hvort vilt þú eða krónu Dodge Aspen og Volaré Premier '80 PLYMOUTH VOLARÉ PREMIER og DODGE ASPEN 1980 eru hlutfallslega einhverjir ódýrustu lúxusbílar, sem hér eru á boðstólum. Mundu aö þegar þú velur þér bíl þá segir verðið ekki alla söguna. T.d. er ódýr bíll ódýr af því að framleiðandinn sparar allt efni sem í smíðina fer — stálið er þunnt, lakkið ódýrt og endingarlítið, vélin endist ekki lengi og verðbólgan skilar sér ekki í endursöluverðinu. Vandlátir velja sér þess vegna bílinn sem endist vel og heldur endursöluverðmætum í ólgusjó verðbólgunnar. Viðhald á ódýrum bíl byrjar oftast á fyrsta ári, en amerískur bíll hefur nánast ekkert viðhald a.m.k. fyrstu 3 árin. Amerískar vélar endast a.m.k. í 500 þús. km akstur, þ.e.a.s. ef eigandinn er ekki trassi. Sömu sögu er að segja um sjálfskiptinguna, vökvastýrið og aflhemlana — allt endist þetta og endist, enda er upphafs- kostnaðurinn ekki sparaður til að halda niðri verði. Ekki má gleyma því að 6 cyl. 3,7 lítra vélin eyðir í blönduðum akstri aðeins 13.9 I. pr. 100 km samkvæmt upplýsingum verksmiðjanna. Ef þú ætlar að fá þér nýjan bíl í ár, þá skaltu athuga hvort þú sért ekki betur settur með gullkrónu heldur en krónu. Verð á Volaré Premier og Aspen S/E deluxe með sjálfskiptingu, vökvastýri, afhemlum, 3,7 lítra vél og öðrum lúxusbúnaði er sem hér segir: 2 dr. kr. 8.511.965.-. 4. dr. kr. 8.823.089.-ogstation kr. 9.073.838 miðað við gengi pr. 1.3/80. Gerðu verðsamanburð við kunna evrópska og japanska bíla og þú kemst að raun um að bestu kaupin eru Plymouth Volaré Premier og Dodge Aspen S/E 1980. CHRYSLER ö ^ökull hff. SUOURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 Ármúla 16 - H4366 nnr Luiil Blaðamennirnir við Le Monde stofnuðu með sér félag 1951 um eignaraðild að blaðinu og smátt og smátt hefur það eignast 40% hlutafjárins. Þeir hafa þannig neitunarvald um helstu meirihátt- ar ákvarðanir. Engin ákvörðun er jafn mikilvæg í rekstri blaðs og ráðning ritstjóra þess og við Le Monde er ritstjórinn ekki aðeins ráðamestur um efni blaðsins held- ur fer hann einnig með mikið vald við rekstrarstjórn þess. Aðrir lyk- ilhluthafar í blaðinu — starfs- menn á öðrum deildum þess en ritstjórninni — samþykktu, að blaðamennirnir einir gætu valið ritstjórann. En jafnframt var það sett sem skilyrði, að ekki dygði einfaldur meirihluti heldur 6% atkvæða. I hópi blaðamannanna var eng- inn sjálfkjörinn til að taka við af Jacques Fauvet. Síðan í október 1978, þegar hann fór fram á að fá að starfa í 3 ár enn áður en hann léti af störfum fyrir aldurs sakir, en Fauvet er fæddur 1914, skiptust menn í tvo hópa um þau tilmæli. Fauvet fékk aðeins stuðning 56% atkvæða til að halda áfram til ársins 1982. Síðan hefur hörð valdabarátta verið háð meðal blaðamanna Le Monde um rit- stjórasætið. Fimm menn voru útnefndir Jacques Amaric, 41 árs, erlendur fréttastjóri, André Fon- taine, 59 ára, yfirmaður ritstjórn- arskrifstofunnar, Jacques Decor- noy, 42 ára aðstoðarmaður Font- aines, Claude Julien, aðalritstjóri Le Monde diplomatique, sem er sérútgáfa um alþjóðamál, er kem- ur út einu sinni í mánuði, og Jeanmarie Dupont, 41 árs, sem dró sig strax í hlé. Útbreiðsla Le Monde er mikil, tæplega 440 þúsund eintök og það er þriðja útbreiddasta blað Frakklands á eftir Quest-France og France-Soir. Blaðið er mjög þungt aflestrar, sem er óvenjulegt um síðdegisblöð. Fréttirnar eru fremur eins og greinar, þar sem áhrif atburðanna eru vegin og metin af miklum lærdómi. Engar fréttamyndir birtast í blaðinu, aðeins örfáar teiknimyndir tengd- ar fréttum. Það er mjög skipulega umbrotið og unnt að ganga að hverjum hlut á vísum stað undir aðalfyrirsögnum, sem skipta síðunum milli heimsálfa og efn- isþátta. Menn lesa ekki Le Monde til að fylgjast með dægurmálum heldur til að sjá framvindu heims- málanna og sjá ítarlegar frásagn- ir af öllum mikilvægustu pólitísku og menningarlegu atburðum í Frakklandi. Til dæmis eru allir sjónvarpsþættir, þar sem forseti Frakklands birtist, prentaðir orðréttir í blaðinu næsta dag. Eins og eðlilegt er um jafn. áhrifamikinn fjölmiðil eru menn ekki á einu máli um efnistök hans. Telja margir, að blaðið hafi færst til vinstri undir stjórn Jacques Fauvet, sem hefur til dæmis stutt Francob Mitterand frambjóðenda sósíalista í forsetakosningum gegn Valery Giscard d’Estaing. En alla tíð hefur Le Monde höfðað mjög til vinstri sinnaðra mennta- manna í Frakklandi. I nýlegri grein í franska vikuritinu L’Ex- press segir Raymound Aron, að helsti vandi Le Monde nú um stundir sé sá sami og vinstri menntamanna, það er að móta sér stöðu eftir að franski kommún- istaflokkurinn hefur aftur horfið í faðm Moskvuvaldsins og Sovét- menn hernámu Afganistan. Gengið var til ritstjórnarkosn- inganna 24. febrúar síðastliðinn og í þriðju umferð þeirra varð niðurstaðan sú að Claude Julien hlaut 51% atkvæða en Jacques Amalric 44%. Hvorugur þeirra náði sem sé 60% markinu, sem var skilyrði fyrir ráðningunni. í kosn- ingunni skiptust menn að nokkru í fylkingar eftir pólitískum línum. Julien er vinstri sinnaður og hafa verið tíunduð dæmi úr le Monde diplomatique undir ritstjórn hans, sem talin eru sína, að ekki sé gætt þar óhlutdrægni í fréttavali. Am- alric, sem í fjögur ár var fréttarit- ari blaðsins í Moskvu, hefur verið ómyrkur í máli um Sovétríkin: Líkur eru taldar á, að hvorugur þessara tveggja manna geti náð meira fylgi en þeir hafa nú fengið og því verði leitað nýrra nafna til framboðs. Kosningabaráttan mun því geysa áfram á ritstjórnar- skrifstofum Le Monde næstu vik- urnar en blaðamennirnir hafa lýst því yfir, að þeir ætli ekki að afsala sér réttinum til að kjósa sjálfir yfirmann sinn. Formaður sam- taka þeirra hefur sagt, að hann muni segja af sér, ef brugðið verði út af þeim leikreglum, sem settar hafa verið. Bj. Bj. Dagur Ekkna- sjóðsins er í dag SÍÐAN 1944 hefur Ekknasjóður íslands haft fjársöfnun á öðrum sunnudegi í mars. Þessi fjáröflun- ardagur er því í dag. Verður leitað eftir fjárframlögum við guðsþjón- ustur í dagsins í kirkjum landsins í dag. Sjóðinn stofnuðu sjómanns- hjón árið 1944. Gáfu þau sem stofnfé áhættuþóknun mannsins, sem þá var í siglingum. Síðan hefur sjóðurinn árlega styrkt bágstaddar ekkjur. Þrátt fyrir félagslega forsjá eru margar ekkjur til sem þurfa á hjálp að halda og hefur Ekknasjóður íslands getað veitt mörgum þeirra iið í tímabundnum erfið- leikum. Gjöfum til sjóðsins skal vin- samlega koma til presta landsins eða Biskupsstofu, Klapparstíg 27, Reykjavík. Sömu aðilar taka á móti styrkbeiðnum. í stjórn sjóðsins eru: María Pétursdóttir, form. Kvenfélaga- sambands Islands, biskup, dr. Sigurbjörn Einarsson, Björn Ön- undarson, tryggingaryfirlæknir, Margrét Hróbjartsdóttir, safnað- arsystir, Guðný Gilsdóttir, frú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.