Morgunblaðið - 09.03.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980
15
„Það er of seint að breyta
ástandinu fyrir mig en ef ein-
hverjir skildu hve hræðilegt það
er, hjálpa þeir ef til vill ein-
hverjum öðrum börnum."
Þannig mælir Peter eitt úr 115
barna rannsóknarhópi sem
Margaret Cork byggir bók sína,
Börn alkóhólista — hin gleymdu
börn, á.
A síðustu áratugum hafa all-
víðtækar rannsóknir á orsökum
drykkjusýki farið fram. Tiltölu-
lega skammt er síðan athyglin
fór að beinst að makanum og
fjölskyldunni í heild sinni og enn
eru börnin útundan miðað við
hinn drykkjusjúka og maka
hans.
Afvötnunar- og endurhæfing-
arstöðvar eru til hér á Islandi
fyrir þann sem drekkur, mögu-
leikar fullorðinna aðstandenda á
ráðgjöf og fjölskyldunámskeið-
um eru nokkrir en tækifæri
barna og unglinga eru takmörk-
uð.
Cork, félagsráðgjafi í Toronto
í Kanada, hefur 15 ára reynslu í
meðferð drykkjusjúkra og fjöl-
skyldna þeirra. Með því að tála
við börnin vonaðist hún til að fá
nýja innsýn í líf drykkjufjöl-
skyldunnar. Hún kannaði hvern-
ig heimilishættir koma börnun-
um fyrir sjónir og hver áhrif
þeirra á börnin eru.
Jerome, pasturslítill greindar-
legur 12 ára drengur sagði Cork
um heimili sitt:
„Það er alitaf eins. Pabbi fer í
vinnuna og kemur heim fullur
eða hann kemur með brennivín
heim og verður fullur þar. Mér
væri sama þó að hann drykki, ef
hann væri rólegur og léti okkur í
friði, en það er eins og hann
langi alltaf til að þrasa. Ef
mamma fer upp á loft til þess að
hafa frið, þá byrjar hann á
okkur krökkunum."
„Stundum verður pabbi mjög
tilfinninganæmur. Hann fer að
gráta. Eg eða mamma reynum
að tala við hann, en hann grætur
þá bara ennþá meira. Þá byrjar
hún að gráta og ég líka. Stund-
um kemur hann inn í mitt
herbergi og situr eða liggur á
rúminu mínu, þegar ég er hátt-
aður. Hann segir að mamma
elski sig ekki og enginn geri það
eða hann segist vera slæmur
faðir. Ég verð svo ruglaður að ég
veit ekki hvað ég á að segja. Ég
bara bræt og græt, þar til
mamma kemur heim. Eg reyni
aðýta honum af rúminu en hann
er bara kyrr og heldur áfram að
tala svona.“
„Hvar er mamma þín þegar
þetta gerist?“
„Hún er hjúkrunarkona. Hún
vinnur á næturvakt."
„Hvað gerist þegar hún kemur
heim ?“
„Hún vill ekki sofa hjá pabba
og þá fara þau að rífast. Hann
rífst út af öllu sem mamma
segir. Sumar nætur galar hann á
hana þar til hún kemur til hans
inn í tómstundaherbergið og
þetta heldur áfram þangað til
hún fær hann til að hætta.“
„Hvernig fer hún að því?“
„Þau fara að slást. Ég heyri
stundum til þeirra, ég fer niður
úr herberginu mínu og fer líka
að slást við pabba. En það
hjálpar ekkert. Hann heldur
áfram að berja hana. Hún lætur
sig bara hafa það og segir mér
að fara aftur í rúmið en ég get
ekki sofnað. Manni finnst allt
svo vonlaust.“
Aldrei talað
„Hvernig er faðir þinn þegar
hann er allsgáður?“-
„Oftast þegar hann er ekki
fullur er hann í burtu í vinnu eða
hann sefur eða finnur að öllu.
Hann talar mikið en hann man
aldrei hvað hann segir. Hann
lætur eins og ekkert hafi skeð.
Það er eins og að hann missi
minnið. “
„Hvað segir hann ?“
„Til dæmis segir hann að hann
hefði átt að losa sig við mömmu
fyrir átta eða níu árum.“
„Getur þú talað við hann,
þegar hann er allsgáður?"
„Nei, venjulega er ég háttaður
þegar hann kemur heim," Jer-
ome þagði um stund. „Stundum
þegar hann er ófullur er hann
eins ogpabbar eiga að vera.“
„Hvernig er það?“
„Þegar hann er ekki fullur er
hann svo góður að ég óska að
hann væri alltaf fullur."
„Hvers vegna?"
„Stundum vildi ég að hann
væri annað hvort aldrei fullur
eða alltaf fullur. Eiginlega þekki
ég hann ekki. Feður ættu ekki að
drekka. “
„Talar þú við móður þína?“
„Nei, ég tala við hvorugt
þeirra. Oftast rífumst við öll eða
erum vond út í hvert annað. “
Það er vafamál hvort það er
drykkjan sjálf eða samskipta-
hættirnir í fjölskyldunni sem
skaða börnin meira. Makinn er
iðulega svo upptekinn af vand-
ræðum þess sem drekkur að
hann lætur börnin og sjálfan sig
sitja á hakanum. Sjálfsmat
hans, eins og raunar fjölskyld-
unnar allrar, er lágt, hann er
vonlaus, þreyttur. Óhófleg
drykkja eyðileggur fjárhaginn
og ánægjuna af velgengni við
uppbyggingu fjölskyldunnar sem
aftur veldur því að það er til
lítils að standa sig vel í hlutverk-
um eiginkonu og eiginmanns.
Ásakanir og hroki
Aðstæður innan fjölskyldu þar
sem drykkja er verulegt vanda-
mál gefa takmarkaða möguleika
til uppbyggjandi samskipta og
samveru og viljinn til þess að
nýta þau tækifæri sem gefast
kafnar þannig við þau skilyrði.
Þegar um er að ræða „túra“-
drykkju gætu hlé nýtzt til eðli-
legra hlýrra samskipta en sær-
indin frá síðasta túr eru sjaldan
rædd svo gagn sé að. Þar sem
hinn drykkjusjúki kann engar
raunverulegar skýringar á hegð-
un sinni finnst honum spurn-
ingar og umræða af hálfu mak-
ans aðeins vera (og stundum*
með réttu) ásakanir og skammir.
Oft er eina vörn drykkjusjúkl-
ingsins hroki og hortugheit.
Lausnin er iðulega sú að reynt er
að fyrirgefa og gleyma gegn
loforði um „að standa sig“.
Ef marka má börnin í könnun
Cork líða þau fyrir hina tak-
mörkuðu hæfni foreldranna til
þess að finna raunverulegar
lausnir á vandræðunum:
„Mig furðar alltaf á því hvern-
ig þau haga sér. Hvað gerir þau
svona illkvittin og óhamingju-
söm? Af hverju voru þau nokk-
urn tímann að eignast börn ef
þau langaði ekki til þess að verða
foreldrar?"
Ef ástandið á heimilunum er
eins og fram hefur komið hér að
ofan læra börnin ekki í uppvexti
sínum uppbyggjandi samskipta-
hætti og eru illa undir stofnun
eigin heimilis búin þegar þar að
kemur. En víkjum að foreldrum
barnanna í könnuninni. Cork
segir:
Það virðist ólíklegt að foreldr-
ar þeirra hafi viljandi gert þeim
mein. ÖIIu heldur virtist miklu
líklegra að þetta fólk eins og
flest annað fólk hafi haft löngun
til þess að vera betri foreldrar
heldur en þeirra eigin foreldrar
höfðu verið.
Rifust oft og
óskaplega
Þegar ég tók saman athugun
mína var það fljótt augljóst að
mikill hluti af drykkjusjúkling-
unum í könnuninni hefðu sjálfir
átt foreldra sem eins og þeir
sögðu sjálfir „voru óhæfir“ eða
„rifust oft og óskaplega". Þó að
fáeinir hefðu tilhneigingu til að
bregða Ijóma yfir foreldra sína
sögðu þeir þó flestir að þeim hafi
ekki fundist þeir hafa haft nein
tengsl milli sín og móður sinnar,
milli sín og föður síns eða milli
sín og foreldra sinna. Oftlega
var skírskotað til strangs og
ráðríks föður og til föður sem
iðulega var að heiman. Nokkrir
hinna drykkjusjúku mundu vel
líkamlegt ofbeldi sem bitnaði á
þeim og mæðrum þeirra.
Margir töluðu um að feður
þeirra hefðu ekki séð nógu vel
fyrir þeim. Aðrir lýstu því að
þeir hefðu þurft á unga aldri að
bera ábyrgð á uppvexti yngri
systkina sinna eða að hjálpa til
við að standa undir fjárhagsleg-
um þörfum fjölskyldunnar. Oft
sögðu þeir að móðir þeirra hefði
verið taugaspennt, áhyggjufull
og að hún hefði unnið mikið og
hefði lítinn tíma haft til að sinna
þeim einslega eða að hún hefði
verið alveg upptekin af eigin-
manninum og drykkjuvandamál-
um hans. Margir skýrðu frá því
að þeim hefði verið komið fyrir á
fósturheimilum eða hjá ættingj-
um þegar þau voru ung.
Forsaga makanna
Drykkjusýki var mjög algeng
hjá foreldrum hinna drykkju-
sjúku í könnun minni. Tveir
þriðju feðranna og um 10 pró-
sent mæðranna voru álitin
drykkjusjúklingar og í um það
bil 15 prósent tilfellum virtust
báðir foreldrar hafa verið
drykkjusjúkir. (I annarri könn-
un sem náði til 4000 drykkju-
sjúkra höfðu 52 prósent átt
drykkjusjúka feður eða mæður).
I forsögu þess foreldris sem
ekki var drykkjusjúkt var einnig
töluvert mikið um drykkjusýki.
Meðal foreldra sem ekki voru
drykkjusjúkir sögðust meira en
helmingur eiga drykkjusjúka
feður og að um 7 prósent mæðra
þeirra væru drykkjusjúkar.
Tveir þriðju hluta foreldra sem
ekki voru drykkjusjúkir sögðust
hafa haft lítilfjörlegt samband
við sína eigin foreldra á upp-
vaxtarárum sínum og nærri
þriðjungur varð fyrir því á unga
aldri að missa foreldri, annað
hvort af því að það hafi dáið eða
vegna skilnaðar.
í stuttu máli sagt virðist það
augljóst af könnun minni að
forsaga makanna sem ekki voru
drykkjusjúkir var venjulega eins
aum og forsaga hinna drykkju-
sjúku. Þeir sem ekki voru
drykkjusjúkir töluðu einnig oft
um að foreldrar þeirra hefðu
verið mjög óhamingjusamir,
hefðu rifist mikið og hafnað sér.
Hinir drykkjusjúku skýrðu frá
neikvæðum tengslum við for-
eldra en makar þeirra sögðu
fyrst og fremst frá neikvæðum
tengslum við föðurinn og of
mikilli samsömun við móður
sína. Manni dettur í hug hvort
þetta hefur áhrif á val þeirra á
drykkjusjúkum manni eða
manni sem líklegur er til þess að
verða drykkjusjúkur sem eigin-
manni.
Alla vega má geta sér þess til
að án utanaðkomandi hjálpar
séu bæði hinir drykkjusjúku og
makar þeirra illa undir það
búnir að stofna til og vera í
fullnægjandi hjónabandi og
verða hæfir foreldrar.
Fyrirbyggjandi
aðgerðir
Þessi stutta lýsing á forsögu
foreldranna er mjög lík lýsing-
um barnanna sem ég talaði við.
Að baki er drykkjusýki, fjár-
hagslegir erfiðleikar, of snemma
fara unglingarnir að bera
ábyrgð, höfnun foreldra og
ósamkomulag foreldra.
Margir þessara foreldra hljóta
líka, þegar þau voru börn, að
hafa verið hrædd, vonlaus og
ráðvillt. Þeim hlýtur líka að hafa
fundist þau fara á mis við að
eiga vini á þeirra aldri og
skilningsgóða foreldra eða ann-
að skilningsríkt fullorðið fólk að
sem hefði getað hjálpað þeim í
vanda þeirra. Það virðist því
vera að margir foreldrar
gleymdu barnanna nú hafi verið
hin gleymdu börn sinnar eigin
kynslóðar. Mjög líklega hefur
þetta átt sinn þátt í því að þeir
urðu áfengissjúkir og höfnuðu í
óhamingjusömu hjónabandi með
þeim afleiðingum að þeir hafi
ekki getað skapa börnum sínum
viðunandi fjölskyldu.
Lýsingar barnanna á lífsskil-
yrðum sínum bæta ljóðlínu í
harmakvæði áfengissýkinnar en
umræða Cork um fyrirbyggjandi
aðgerðir er hið áríðandi erindi
bókarinnar.