Morgunblaðið - 09.03.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 09.03.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 19 náð inntökuprófi inn í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands sem reglulegir nemendur dag- deilda, og segir það nokkuð um gæði skólans. Næsta haust mun Myndlista- skólinn á Akureyri hefja starf- rækslu dagskóla (forskóla myndlistar), að mestu sniðinn eftir því, sem tíðkast við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og í samráði við þann skóla, þannig að sömu kröfur verða gerðar varðandi inntökupróf og námsmat. Hér er sem sagt stefnt að hærra marki með framtíðarsjónarmið í huga, — sem hafa ótvírætt uppeldislegt gildi að leiðarljósi. Það er einlæg von mín, að ríkisvaldið styðji þennan skóla, svo sem hann á skilið og skeri ekki við nögl sér, meðan á þýðingarmikilli uppbyggingu stendur, og að samin verði lög um stuðning við myndlistar- skóla í dreifbýlinu á sama hátt og um tónlistarskóla. Það ætti að vera markmiðið, að hver landsfjórðungur eignist sinn myndlistarskóla og ætti það að vera í samræmi við yfirlýst markmið um dreifingu mennt- unar um landsbyggðina. Davíðshús Eftir langar og ánægjulegar samræður við Helga Vilberg, skólastjóra, er stóðu allan seinni hluta laugardags og lungann úr sunnudeginum ásamt með heimsókn á fagurt heimili Úlfs Ragnarssonar, er á fágætt safn Kjarvalsmynda, m.a. fjölda rissmynda meistarans, — var haldið í Davíðshús. Það hafði lengi verið draumur minn að skoða hús þjóðskáldsihs, en einhvern veginn hafði það alltaf farist fyrir vegna lítils tíma, — ferðir mínar til Akureyrar hafa undantekningalaust verið skot- ferðir, en mér hafði þó tekist að heimsækja Nonnahús og Sigur- hæðir Matthíasar. Nú var röðin komin að Davíðshúsi, og ég hlakkaði mikið til. Því miður er húsið einungis opið yfir sumar- tímann, og hófst nú mikil leit til að ná sambandi við manninn, er hefur lyklavöldin að húsinu. Tókst að lokum, og hann var boðinn og búinn til að taka á móti mér. Kristján Rögnvalds- son, garðyrkjumaður, er nafn þess manns, er getur gengið út og inn í þetta hús þjóðskáldsins, og myndu margir vilja vera í sporum hans, því að húsið er líkast safni þjóðlegra minja. Hér er fagurlega mótað skrif- borð, er skáldið smíðaði sjálft, — kistill, er Bólu Hjálmar smíðaði og skar út. Ævagamlir útskornir skápar. Myndlist á veggjum. Fágætt safn bóka og fræðirita, m.a.- markaskrár, hvers konar smáprent, guðsorða- bækur, fornritaútgáfur, sagn- fræðirit, ferðabækur, skáldrit. Guðsorðabækurnar voru t.d. frá 18. öld og í hinum fegursta búningi. Þá skal geta fjölda listrænna lausamuna á borðum, og hér skal áréttuð nauðsyn þess, að glerkassi verði settur yfir suma þessara hluta sökum verðgildis þeirra. Hvergi, þar sem ég hefi komið á söfn, liggur þetta á víð og dreif án þess þá að vera fest og varið. Hér tel ég því gáleysislega farið að, mikil verðmæti eru í húfi, og of seint verður að hrökkva við, er eitt- hvað hverfur, sem getur alltaf gerst. Minna má á, að við lifum á tímum þjófnaðarfaralds á söfnum víða um heim, og flest söfn búa nú við fullkomið ör- yggiskerfi auk strangrar gæslu. — Mér hefur verið tjáð, að einungis lítill hluti Akureyr- inga hafi heimsótt þetta hús, og það séu aðallega aðkomumenn, er láta sjá sig þar, — en menn geta verið alveg rólegir, því að þeir tímar eiga eftir að koma, er stöðugur straumur áleitinna gesta innborinna sækir húsið heim, — það er alveg víst. Mér leið vel, er ég kom út úr þessu húsi, sólin sindraði á snævi þakta Vaðlaheiði, — mér var sagt, að síðustu ár skáldsins hafi hann verið mjög virðu- legur, roskinn maður með grátt hár, — líkast silfri. Þjóðleikhúsið tekur til starfa á ný ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ tekur aftur til starfa að afloknu þingi Norð- urlandaráðs sunnudaginn 9. mars og verða tvær sýningar þann dag. Barnaleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verð- ur sýnt klukkan 15.00. en klukk- an 20.00 verður þriðja sýningin á dansskemmtun íslenska dans- flokksins. Sýningin á Óvitum verður 30. sýningin og lætur nærri að um 17 þúsund manns hafi séð uppfærsl- una. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir, lýsingu annast Krist- inn Daníelsson en leikmyndin er eftir Gylfa Gíslason. Á sýningu íslenska dansflokks- ins er syrpa úr ballettum Tsjaíkovskís, söguballettinn Kerr- an eftir ballettmeistara Þjóðleik- hússins, Kennerth Tillson, og loks nútímadanssyrpa sem Sveinbjörg Alexanders samdi fyrir flokkinn. Eins og áður segir verður sýningin á sunnudaginn þriðja sýningin hjá flokknum að þessu sinni og er fyrirhugað að sýningarnar verði fimm. MYNDAMÓT HF. AÐALSTRÆTI 6 - SÍMAR: 17152*17355 Tilkynning til félaga Félags íslenskra bifreiðaeigenda Samkvæmt 9. gr. laga F.Í.B. er hér meö auglýst eftir uppástungum um fulltrúa og varafulltrúa til fulltrúa- ráösþings. Uppástungur skulu hafa borist félagsstjórninni eöa aöalumboösmanni í viökomandi umdæmi, í ábyrgö- arbréfi, fyrir 15. mars 1980. Hér á eftir eru taldir upp aöalumboösmenn og fulltrúafjöldi hvers umdæmis: Umdaemi Aðalumboösmaöur Fjöldi fulltrúa 1. Höfuðborgarsvæöið Framkvæmdastjóri F.Í.B., Skúlagötu 51, Rvík. 10 2. Borgarfjaröarsvæöiö Ingvar Sigmundsson, Akranesi. 3 3. Breiöafjaröarsvæöiö Bernt H. Sigurösson, Patreksfirði. 2 4. Vestfjarðasvæðið Jón Sverrir Garöarsson, Patreksfiröi. 3 5. Húnaflóasvæöiö Jón Jónsson, Skagaströnd. 2 6. Skagafjaröarsvæöiö Jón Sigurösson, Siglufiröi 2 7. Eyjafjaröarsvæöiö Siguröur Sigurösson, Akureyri. 4 8. Skjálfandasvæöiö Hermann Larsen, Húsavík. 2 9. Noröaustursvæöiö Friðrik A. Jónsson, Kópaskeri. 2 10. Austfjaröasvæöiö Jóhann Grétar Einarsson, Seyöisfiröi. 3 11. Suöaustursvæðiö Sigþór Hermannsson, Höfn, Hornafiröi. 2 12. Mýrdalssvæðíö Kristþór Breiöfjörö, Hellu. 2 13. Vestm .eyjasvæöið Bjarni Jónasson, Vestmannaeyjum. 2 14. Árnessvæöiö Guðmundur Sigurösson, Þorlákshöfn. 3 15. Reykjanessvæöiö Guömundur Ólafsson Keflavík. 4 Frekari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins Skúlagötu 51, §ími 29999. ♦einkaumboðá ÍSLANDIfyrirdönsku gólfteppin frá ege GRENSÁSVEG111 ¥ 83500&83539

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.