Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Glundroðakenn- ing í framkvæmd Miklar og harðar umræður urðu í borgarstjórn s.l. fimmtu- dag um skipulagsmál. Tilefnið var tillaga vinstri meirihlutans í borgarstjórn um að fresta enn staðfestingu og framkvæmd að- alskipulags Reykjavíkur frá 1977. Allar þær umræður og meðferð þessa máls af hálfu vinstri flokkanna ber glöggt vitni um þann glundroða, sem ríkir í stjórn borgarmálefna nú og er smám saman að koma upp á yfirborðið. Vinstri flokkarnir ósammála Fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar héldum við Sjálf- stæðismenn því fram, að glundr- oði myndi halda innreið sína í stjórn borgarinnar, ef hinir ósamstæðu vinstri flokkar næðu þar völdum. Nefndum við sér- staklega skipulagsmálin sem dæmi, en við endurskoðun aðal- skipulagsins 1977 voru vinstri flokkarnir mjög ósammála. Alþýðubandalagið var á móti gatnakerfi aðalskipulagsins svo og kafla þess um endurnýjun eldri hverfa, en sat hinsvegar hjá varðandi nýju byggðasvæð- in. Framsóknarflokkurinn greiddi alfarið atkvæði með skipulaginu og Alþýðuflokkur sömuleiðis að undanteknum kaflanum um endurnýjun eldri hverfa. Þar sat Alþýðuflokkur- inn hjá á þeirri forsendu, að hann teldi ekki nóg að gert. Við afgreiðslu málsins i borgar- stjórn var sem sagt hver höndin uppi á móti annarri hjá vinstri flokkunum. Málsmeðferð athuguð Nú er komið í ljös að skipu- lagsmálin eru orðin leiksoppur óeiningar og sundurlyndis meiri- hlutans. Við skulum kanna, hvernig meðferð þessa máls hef- ur verið eftir að vinstri meiri- hlutinn tók við völdum. Skipulagsnefnd hélt fyrsta fund sinn 10. júlí 1978 og var þá aðalskipulagið tekið til meðferð- ar, en ákvörðun frestað. Næst var málið tekið fyrir tveimur mánuðum síðar og ákvörðun enn frestað. Enn var málið tekið fyrir þremur mánuðum síðar eða 18. des. 1978. Þá var samþykkt gegn atkvæðum okkar Sjálf- stæðismanna að fresta prentun korta, sem Skipulagsnefnd ríkis- ins hafði óskað eftir að fá prentuð. Þessari ákvörðun reyndum við Sjálfstæðismenn að fá hnekkt og fluttum tillögu í borgarstjórn þess efnis að flýta staðfestingu aðalskipulagsins og að hefja prentun þessara korta. Þessari tillögu var drepið á dreif af vinstri flokkunum. Heilt ár leið í aðgerðarleysi Nú leið rúmlega heilt ár og ekkert gerðist í aðalskipulags- málum. Þann 28. janúar s.l. voru þessi mál fyrst tekin fyrir og þá lögð fram umsögn Borgarskipu- lags Reykjavíkur (Þróunarstofn- unar). Þessi greinargerð hafði verið samin í október, en legið í fjóra mánuði án þess að skipu- lagsnefnd væri gerð grein fyrir henni. Niðurstaða þessarar um- sagnar var sú, að ekki væri rétt að staðfesta aðalskipulagið. Borgarverkfræðingurinn í Reykavík, en hann hefur mikla reynslu í framkvæmd og gerð aðalskipulags sem yfirmaður þeirra mála í langan tíma, lagði af sinni hálfu fram ítarlega greinargerð, þar sem hann gerði mjög alvarlegar athugasemdir við efni greinargerðar Þróun- arstofnunar. Sama gerðum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsnefnd. Enn á að fresta Niðurstaða ítarlegra umræðna í skipulagsnefnd varð sú, að vinstri meirihlutinn samþykkti að fresta málinu fram í maí og sú varð niðurstaðan í borgar- stjórn gegn atkvæðum okkar Sjálfstæðismanna. Hafa ekki enn fótað sig á málinu Ljóst var af umræðum í borg- arstjórn, að með þessari frestun er vinstri meirihlutinn enn að vinna sér tíma til að fóta sig á málinu og reyna að ná sam- komulagi um einhverja leið. Um- ræðurnar leiddu m.a. í ljós þann skoðanaágreining, sem er á milli Alþýðubandalagsins annars veg- ar og Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks hins vegar. Þannig taldi Kristján Bene- diktsson, að hugmyndir for- manns skipulagsnefndar um þróun byggðar óraunhæfar og rómantík, sem væri víðsfjarri því að hafa nokkurt jarðsam- band. Þá taldi Kristján einnig að það væri þegar farið að skaða borgina og væri henni fjötur um fót, að gatnakerfi aðalskipulags- ins hefði ekki verið staðfest. Þá gagnrýndi Kristján og hug- myndirnar um flutning Reykja- víkurflugvallar, sem hann taldi óraunhæfar með öllu. Lóðaskortur yfirvofandi Þetta stutta yfirlit yfir málsmeðferð sýnir, hvernig þetta kjörtímabíl hefur verið látið líða án þess að tekið sé á þessu máli af þeirri festu, sem nauðsynlegt er. Skipulagsmálin er sá málaflokkur, sem er hvað viðkvæmastur fyrir glundroða. Deilur vinstri flokkanna um Höfðabakkabrúna eru grein á sama meiði og sýna þann grundvallarmun, sem er á skoð- unum þessara flokka í skipu- lagsmálum. Á meðan vinstri flokkarnir þæfa skipulagsmálin á milli sín, hrekur Reykjavík hratt í átt til lóðaskorts, bæði fyrir iðnaðar- lóðir og íbúðarlóðir. ir af skattayfirvöldum, sem eitt- hvað leggja af mörkum til fram- leiðsluaukningar eða atvinnuupp- byggingar? Og til hvers leiðir sú stefna til frambúðar, ef gengis- skráning og skattheimta á öll við það að miðast, að atvinnurekstur- inn sem slíkur standi ekki undir sér, — ef í þjóðmálaumræðunni er það talið glæpi næst að vel rekið fyrirtæki skili góðum hagnaði? Þegar rætt er um leiðir til að auka kaupmáttinn og bæta þannig lífskjörin þykir það góð latína að tala um aukna framleiðni til þess að ná því marki. En framleiðnin verður ekki sjálfkrafa, heldur er unnt að ná henni með meiri verktækni, sem eingöngu verður nýtt með nýrri fjárfestingu. Og þá verður að halda eftir fjármagni til þess að standa undir henni og svo koll af kolli. Öll framþróun er ávöxtur þess, að til hennar hefur verið kostað fé og vinnu í von um afrakstur síðar. — Þetta á ekki aðeins við í verksmiðjum og í frystihúsum. Við verðum líka vör við það, að kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn, ef tónverk er flutt eftir hana í útvarpi eða leikrit, sem hún hefur leikið í, er endurflutt. Sömuleiðis ef bók hennar er fengin að láni úr bókasafni. Og námsmenn gengu í kröfugöngu til Norðurlandaráðs til þess að kynna frændþjóðum okkar að námslán væru hér verri en handan við pollinn, — og hafa væntanlega getið þess í leiðinni, að rekstrarlán atvinnuveganna eru verri hér en þar. Sumir segja, að það lýsi „frjáls- lyndi" eða sé merki um að vera „umbótasinnaður" ellegar „fram- farasinnaður" að hafa ávallt uppi kröfur um eitthvað, sem er ógert í þjóðfélaginu og kostar fé. — Sem betur fer verður það aldrei, að unnt sé að koma því öllu í verk, sem mönnum finnst til skammar, að ekki sé gert. Fyrir því má meira að segja færa sterk rök, að þvi meiri séu kröfurnar sem meira hefur verið fyrir menn gert. Hungraður maður biðji ekki um annað en brauð, — sá sem sé fullsaddur kunni engan enda á sínum óskum. Þó geta báðir verið jafnfrjálslyndir inn við beinið, þegar þeir eru hæfilega mettir. Það yrði mikið „frjálslyndi“ af ríkisstjórninni, ef hún mæti stöðu þjóðarbúsins svo, að nú riði á að bæta stöðu atvinnuveganna. Síðasta áratug hefðum við eytt um efni fram. Nú skyldi ríkið ganga sjálft á undan og minnka við sig, til þess að lífskjörin þyrftu ekki að versna áfram og atvinnuvegirnir gætu búið sig undir að standa undir bættum lífskjörum í fram- tíðinni. Við mættum gjarna setja okkur það mark eins og á viðreisn- arárunum, að lífskjör hér bötnuðu í takt við lífskjörin í þeim löndum, sem við viljum helzt bera okkur saman við. Landið er ekki verra en þá né þjóðin. Þetta er aðeins spurning um það, hvort með landsstjórnina fara menn, sem gefa einstaklingunum, fólkinu, tækifæri til þess að njóta sín, — eða allt sé áfram njörvað niður með of háum sköttum, of mikilli verðbólgu, of tilviljunarkenndri gengisskráningu, of mikilli mið- stýringu. Ef þeir stjórnmálamenn, sem fylla síðari flokkinn, eru frjálslyndir eða umbóta- og fram- farasinnaðir, þá þýða þessi orð annað, þegar þau eru höfð um stjórnmálamenn, en fólk, — þá er kannski bezt að hafa engin orð um stjornmálamenn þegar svo er komið. „ .. en nægzt með hinn seinfengna hagnað" Jakob Thorarensen lítur í þeim orðum, sem tilfærð voru, til baka og saknar þeirra tíma, þegar menn létu sér nægja „hinn sein- fengna hagnað", — urðu að gera það, af því að þeir áttu ekki annars úrkosta. En í þessu felst líka meira. „Hinn seinfengni hagnaður" stóð á traustum merg, fyrir honum hafði verið unnið og fetað sig áfram skref fyrir skref. Áður hefur verið vitnað til þess í Reykjavíkurbréfi, þegar gestkom- andi spurði Sigurð bónda á Hóls- seli á Hólsfjöllum í vorharðindum, hvernig honum litist á, hvort ærnar hefðu ekki gengið illa fram og orðið lambadauði, — þá svaraði Sigurður þar sem hann stóð í skafrenningnum, á hlaðinu á Hólsseli og komið fram í júní: Næsta vor verður gott. — Og Jakob Thorarensen talar um, að veturnir hafi ekki vægt neinum: þess heitar var sumrinu og fagnað,“ segir hann. En honum ógnaði þessi „útslátta öld“. Hann átti ekki von á því, að okkur byðist beggja skauta byr til frambúðar, en var viðbúinn því að kæmi í bakseglin, og var þó bjartsýnn eins og Sigurður í Hólsseli: En þess er aö vænta. að viö stöndumst nú stórbylinn þann sem stundaskrá dulin mun landinu trú- lega Keyma. Því bezt er ad muna. að hvað svo sem hrífa yður kann, að á hverfleikans bæ á allt fólkið á jarðríki heima. Og því er bezt að duga sjálfur, — reyna að standa á verðleikum sjálfs sín og bjóða ekki annað fram en maður hefur ráð á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.