Morgunblaðið - 09.03.1980, Side 32

Morgunblaðið - 09.03.1980, Side 32
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 PIERPODT QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiðum. Féll útbyrðis og drukknaði HÁSETI á báti frá Vestmanna- eyjum féll útbyrðis og drukknaði þar sem báturinn var að veiðum út af Ingólfshofða á föstudag. Maðurinn sem drukknaði var rúmlega þrítujrur. ókvæntur og barnlaus, með lögheimili i Reykjavík. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Verið var að leggja netin þegar slysið varð. Hásetinn ætlaði að stytta sér leið upp á efra þilfar, notaði ekki stigann innan þilja en fór út um netarúllugat á síðu skipsins og ætlaði að vega sig upp á efra þilfar utan á borðstokknum. Talið er að hann hafi misst tökin, því skipverjar sáu hann falla í sjóinn. Var bátnum snúið við og stakk háseti sér í sjóinn eftir manninum og skipstjórinn einnig, en sá sem féll fyrir borð var ósyndur. Kom hásetinn fyrst að manninum og síðan skipstjórinn og var búið að ná manninum um borð aftur eftir um það bil 7—10 mínútna volk í sjónum. Var maðurinn þá látinn og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Tæplega 60 íslenzkir íþróttamenn við æfing- ar og keppni erlendis MhÐ HVERJU ánnu sem líður fjölgar þeim íþróttamönnum íslenzkum, sem leggja stund á íþrótt sína í öðrum löndum. Við lauslega samantekt í gær taldist Mbl. til, að nú væru hátt í 60 íþróttamenn við æfingar og keppni erlendis í þremur íþróttagreinum, 23 í knattspyrnu, 25 í frjálsum íþróttum og 9 í handknattleik. 17 þeirra 23 knattspyrnumanna, sem nú eru samningsbundnir við erlend félög, hafa leikið í íslenzka landsliðinu í íþróttinni. Flestir eru þ< ir í Svíþjóð eða 14 talsins og hafa þá ekki fulla atvinnu af íþróttinni heldur er hún hluta- starf hjá þeim flestum. í Belgíu eru 5 knattspyrnumenn, 1 í Holl- andi, 1 í V-Þýzkalandi, 1 í Skotl- andi og 1 er á samningi við bandarískt félag. Að auki eru nokkrir knattspyrnumenn erlend- is við æfingar, en koma á ný heim er líður á vetur. I Bandaríkjunum eru 19 frjáls- íþróttamenn við æfingar og fleiri eru á förum þangað. Þarna eru m.a. nokkrir af beztu frjáls- íþróttamönnum Islendinga, sem búa sig nú af kappi undir Ólympíuleikana á sumri komanda. Auk þess eru 3 frjálsíþróttamenn í Svíþjóð og 3 í V-Þýzkalandi. Flest af þessu fólki einbeitir sér að æfingum, en nokkrir eru við nám eða starf jafnframt. í V-Þýzkalandi eru 5 hand- knattleiksmenn samningsbundnir þarlendum félögum, 1 er á Spáni og þrír í Svíþjóð. Auk þessa má nefna, að fyrr í vetur voru hópar skíðamanna við æfingar erlendis, og þá einkum í Svíþjóð og Mið- Evrópu, en einnig í Bandaríkjun- um. Mikil bleyta og slabb var á götum og gangvegum á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og fram eftir degi, eins og þessar myndir bera með sér. Ekki er kunnugt um nein óhöpp af þessum sökum, en víða varð fólk fyrir óþægindum og starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í önnum við að opna niðurföll og veita burt „stórfljótum" á götum borgarinnar. Snjóflóð féU í Olafsxíkuri'nni SNJÓFLÓÐ féll í gær- morgun í Ólafsvíkurenni, um hálfan kílómetra frá ólafsvík. Fór það yfir veg- inn og niður í fjöru um 30 metra. Þar sem snjóflóðið féll yfir veginn var það 8 metra djúpt og 12—14 metrar á breidd. Var unn- ið við að ryðja snjónum í gær. Var víða þungfært um fjallvegi á Snæfellsnesi í gær og ekki tókst að fara um kerlingarskarð í gærmorgun vegna veðurs. I fyrrinótt snjóaði um vestanvert landið og setti niður töluverðan snjó. Er snjóvaðall víða á vegum, en þó eru vegir færir. í gær- morgun var Hellisheiði ófær og var hún rudd þá þegar en umferð gekk mjög stirðlega í gær. Var snjó- koma af og til. Greiðara var um Þrengsli en mikil hálka. Geir Hallgrímsson í viðtali við Vísi: „Hef ekki áhuga á að vera formaður, ef ég nýt ekki trausts ílokksmanna til þess“ GEIR HallKrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við danblaðið Vísi í gær, að hann hafi ekki áhuga á að vera formaður Sjálfstæðisflokksins njóti hann ekki trausts flokksmanna til þess. í viðtali þessu er Geir Hallftrimsson spurður, hvort hann hafi hugleitt að segja af sér formennsku „í kjölfar ófara flokksins undir þinni stjórn“. Hann segir: „Nei, reyndar ekki, og við skulum ekki tala um ófarir, heldur áföll. Hins vegar hef ég ekki áhuga á að vera formaður, ef ég nýt ekki trausts flokksmanna til þess. Ég tel skyldu mina að skila flokknum af mér með þeim hætti, að ekki verði sagt, að ég hafi gefizt upp eða brugðizt þeim trúnaði, sem mér var sýndur á síðasta landsfundi.“ Þá var Geir Hallgrímsson spurður í þessu viðtali, hvort hann geti hugsað sér að vera í þingflokknum eftir að annar maður væri orðinn formaður flokks og hann svarar: „Já, það gæti ég vel hugsað mér. En varðandi hvort tveggja, þing- mennsku og formennsku í flokkn- um, þá hef ég aldrei hugsað mér að vera í því mjög lengi. Eg hef alltaf verið ákveðinn í að hætta, meðan ég hefði enn fulla starfs- krafta og eiga nokkur starfsár, þar sem ég gæti verið herra yfir mínum eigin tíma, en það hef ég ekki verið síðan ég varð borgar- stjóri." í Vísisviðtalinu er Geir Hall- grímsson spurður um það, hvern- ig hann hafi sinnt því að ala upp samstarfsmenn og hvort hann sé búinn að sjá sér út eftirmann og hann svarar: „Það get ég ekki sagt. Það er auðvitað skylda stjórnmálaforingja að sjá til þess að til séu menh í flokknum til að leysa hann af.“ Þá er formaður Sjálfstæðis- flokksins spurður, hvernig til- finning það hafi verið að gegna þessu starfi, er hann fékk á sig mótframboð á landsfundi, Reykjavíkurborg hafi tapast, mesta fylgistap í sögu flokksins án þess að það hafi unnizt til baka og loks hallarbylting í febrúar. Geir Hallgrímsson svarar á þessa leið: „Það liggur í augum uppi, að þetta er andstreymi, sem menn í svona stöðu verða að taka án þess að láta hugfallast. Hins vegar er ljóst, að þó Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði miklu 1978 hefði hann getað náð því fylgi aftur, ef menn hefðu borið gæfu til að standa saman. Það hafa ekkí komið fram alvarleg málefnaleg ágreiningsatriði inn- an þingflokksins frá þeim, sem nú hafa klofið sig frá þingflokkn- um. Vorið 1978 gengu dýrir eiðar og yfirlýsingar um, að menn stæðu heilir að baki formanns, en efndir hafa ekki orðið eins og efni stóðu til. í því liggur meðal annars skýringin á, að flokkurinn náði ekki betri árangri en raun bar vitni í síðustu kosningum og einnig í stjórnarmyndunarvið- ræðum." Formaður Sjálfstæðis- flokksins er spurður, hvert hafi verið mesta mótlæti í stjórn- málaferli hans og hann svarar: „Missir meirihlutans í Reykjavík." Fært er um Heydal og Dali, allt vestur í Reyk- hólasveit, og fært er á milli Þingeyrar og Flateyrar, en Botnsheiði og Breiðadals- heiði eru ófærar. Fært var í morgun um Holtavörðu- heiði, en skafrenningur. Greiðfært er um Norður- land og Norðausturland með ströndum fram allt austur til Vopnafjarðar. Af Austurlandi er síðan greið- fært til Reykjavíkur. Spáð éljagangi um helgina BÚIST er við að rikjandi verði suðvestanátt með éljagangi um allt sunnan- og vestanvert landið í dag, að því er Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær. Má því búast við að kólni og birti dálítið til, og slabbið og bleytan frá í gær hverfi. Norðanlands og austan sagði Guðmundur að líklega birti til í dag. Úrkoma var allmikil aðfarar- nótt laugardags sunnanlands, en þó ekki óvenjulega mikil, að sögn Guðmundar. Á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum mældist úrkoman 34 millimetrar, en 9 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.