Morgunblaðið - 09.03.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980
Nlyndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Silfur norðan heiða
Sá, er hér ritar, hefur alla-
jafna verið mjög heppinn með
veður, er hann hefur sótt Akur-
eyri heim, en það hefur hann
gert nokkrum sinnum, og ef
veður hefur ekki verið gott,
hefur fagurt útsýni bætt það
upp. Ég var kallaður til Akur-
eyrar um síðustu helgi og sem
svo oft áður til þess að skoða
sýningar og ræða um sitthvað,
er að sjónmenntum líður. Seinni
dagurinn, sem ég var þar, nánar
tiltekið sl. sunnudagur, líður
mér seint úr minni vegna fag-
urs útsýnis til fjalla og heiða,
sem voru sem hjúpuð silfri, er
sólin sindraði á snjóbreiðunum.
Einmitt þessi sýn fæddi af sér
fyrirsögn þessa greinarkorns.
Annað, sem minnir mig á
eðalmálm, er sá uppgangur, er
hefur átt sér stað í myndlistum
í þessum höfuðstað Norður-
lands hin síðustu ár og virðist
vaxa með ári hverju. Myndlist-
arskólinn er í stöðugum upp-
gangi og aðalsýningarsalur
þeirra Norðanmanna, Gallery
Háhóll, reynir eftir fremsta
megni að vanda til sýningar-
halds og kalla til liðs við sig
unga sem eldri listamenn frá
Reykjavíkursvæðinu. Vel má
það koma hér fram, að með
tilkomu þessa sýningarsalar
hefur áhugi okkar Sunnlend-
inga stóraukist á því sem er að
gerast norðan heiða, en hann
var svo sem kunnugt er næsta
lítill hér á árum áður. Okkur er
líka ljóst, að það er ekki tekið út
með sitjandi sældinni að starf-
rækja sýningarsal í jafn fá-
mennu samfélagi, og það mun
líka hafa komið fram, að þegar
nýjabrumið er farið af framtak-
inu, minnkar aðsóknin almennt,
— rís og hnígur eftir því, hvað
sýnt er hverju sinni. Þannig var
það líka með Kjarvalsstaði,
áhugi var mikill í fyrstu og
menn fjölmenntu á flestar sýn-
ingar, en nú er svo komið að
aðsókn er mjög misjöfn og
gildir hér áðurnefnt lögmál,
sem í raun og veru einangrast
ekki við neinn einn stað, heldur
er algilt. Eftir nýjabrumið get-
ur komið ládeyða í aðsókn
hinna bestu sýningarsala, hvar
sem er í heiminum og sérstak-
lega ef viðkomandi hafa ekki úr
þeim mun meira fjármagni að
spila. Það þarf mikla vinnu,
fórnfýsi og frjótt hugarflug
ásamt alllöngum aðlögunartíma
til að festa sýningarsali í sessi,
þannig að þeir beri sig og að
aðsókn fari aldrei undir visst
lágmark. Erlendis eru það oft-
ast forríkir menn, er setja upp
sýningarsali og gera ráð fyrir
stórfelldu tapi fyrstu árin, með-
an verið er að byggja upp og
skipuleggja starfsemina, en svo
þegar salirnir hafa einu sinni
náð fótfestu og hylli vandlátra
listunnenda, er starfseminni
borgið um langa framtíð. Eitt-
hvað frétti ég af erfiðleikum, er
sýningarsalurinn Háhóll ætti
við að etja, áður en ég kom til
Akureyrar, jafnvel í þá veru að
svo gæti farið, að hann yrði
lagður niður. Færi svo, yrði um
mikið áfall og álitshnekk að
ræða fyrir akureyrskt listalíf,
og ég leyfi mér hér að skora á
Akureyringa að halda áfram að
fjölmenna á staðinn og styrkja
með því starfsemina. Jafnframt
vil ég benda á, að hér er ekki um
samkeppnisgrundvöll að ræða
um hylli listunnenda, heldur
verða aðstandendur bókstaflega
að skapa grundvöll fyrir list-
unnendur — vekja þá upp með
öflugri og lifandi starfsemi. Og
fái hlutirnir að þróast, er ekki
að efa, að það takist, en allt þarf
sinn tíma. — Róm var ekki
byggð á einum degi, og það tók
hundruð ára að fullgera Pét-
urskirkjuna...
Er ég var á Akureyri á
dögunum, var með viðhöfn opn-
uð sýning á verkum virts og
velmetins læknis, Úlfs Ragn-
arssonar, sem hefur um árabil
mundað pentskúfinn í tóm-
stundum sínum. Úlfur er list-
rænn maður og mörg verka
hans benda á ágæta hæfileika,
en hann mun hafa byrjað seint
að mála að ráði og fram kemur í
myndum hans, að skólun er af
skornum skammti og um mikla
sjálfskólun getur naumast verið
að ræða í jafn erilssömu starfi
og læknastarfið er. Hins vegar
kemur það greinilega fram í
myndum hans, hve mikla af-
þreyingu og nautn hann hefur
af þessari iðju sinni og þannig
séð hefur hún mikinn tilgang
sem lífsfylling. Akureyringar
tóku sýningu læknis síns frá-
bærlega vel, aðsókn var mikil
yfir helgina og fjöldi mynda
seldist strax fyrsta daginn,
þannig að þekktustu málarar
þjóðarinnar hefðu verið full-
sæmdir, af Ég er því mjög
meðmæltur, að öll viðleitni af
þessu tagi njóti fyllstu virð-
ingar og fyrirgreiðslu, og ég hef
jafnan ánægju af að skoða
slíkar sýningar.
Myndlistar-
skólinn
Ég hafði verið drifinn beint
af flugvellinum á sýningu Úlfs,
en næst lá fyrir að ræða við
skólastjóra Myndlistarskóla
Akureyrar, Helga Vilberg, en
skólinn er til húsa á sömu hæð
og sýningarsalurinn.
Eitt af því, sem óskipta at-
hygli og aðdáun okkar sunnan-
manna hefur vakið, er stofnun
og viðgangur Myndlistarskól-
ans, og þykir okkur með ólíkind-
um, hvernig þau mál hafa
þróast á undanförnum árum.
Hér hefur verið staðið þannig
að öllum málum, að augljóst, er
að hugsjónaeldur liggur til
grundvallar, óbilandi bjartsýni
og vissa um gildi og tilgang
myndlistarfræðslu. Enginn vafi
leikur á hlut skólans í sambandi
við stóraukinn áhuga og skiln-
ing á myndlist fyrir norðan og
takmarkast áhuginn hér ekki
aðeins við Akureyrarbæ heldur
dafnar vítt um Norðurland.
íslendingar hafa löngum haft
og hafa enn takmarkaðan skiln-
ing á eðli og tilgangi myndlist-
arskóla, og vil ég hér enn einu
sinni vísa til þess og minna á, að
hvarvetna, þar sem menning er
í hávegum höfð, þykir starf-
ræksla slíkra skóla lífsnauðsyn.
Aðsókn í þessa skóla er gífurleg,
þannig að einungis lítill hluti
þeirra, er sækja um skólavist,
kemst að og þá oftast eftir
erfitt inntökupróf. Einhverjum
tilgangi hljóta því þessir skólar
að þjóna og hér má koma fram,
að í öllum menningarríkjum
njóta þeir sömu virðingar og
fyrirgreiðslu og æðstu mennta-
stofnanir. Myndlista- og tón-
listaháskólar þykja þannig jafn
nauðsynlegir og raungreina- og
hugvísindastofnanir og kemur
það t.d. greinilega fram í hand-
bók yfir menntastofnanir í
Þýskalandi, er ég á í fórum
mínum. Efist einhver um þetta,
mundi ég vilja biðja hinn sama
um að benda mér á þá þjóð, þar
sem hönnun og listiðnaður er í
háum gæðaflokki, án þess að vel
sé staðið að menntun þeirra, er
helgað hafa þessum háttum líf
sitt.
Allir skilja mikilvægi sjónar-
innar, en það vill vefjast fyrir
mörgum, að hægt er að þjálfa
og þroska næmi augans ekki
síður en eyrans eða annarra
skynfæra mannsins. Eitt er að
horfa af vana á hlutina, en
annað að sjá þá og skynja með
vakandi tilfinningum, — greina
ekta hluti frá óekta í stað þess
að horfa á þá sljóum augum,
sjá, uppgötva og reyna í sífellu
eitthvað nýtt í umhverfi sínu, er
gleði og lífsnautn vekur, í stað
þess að halda, að það hljóti allt
að vera fegurra bak við næsta
hól eða kennileiti.
Að rækta tilfinningar fyrir
fegurðinni í hverjum velsmíðuð-
um hlut, hvort sem hann er
mótaður af náttúrunni eða
mannanna höndum, hlýtur að
hafa jafnmikinn tilgang og hið
svokallaða þjóðhagslega hag-
nýta nám og hvaða þjóðfélag
hefur lifað af, sem með öllu
hefur vanrækt þessi atriði? —
Lífsflótti og lífsleiði ásamt til-
litsleysi gagnvart náunganum
er áberandi í velferðarríkjum
nútímans, og skyldi einhver
vilja halda því fram, að það
stafi af of ríkri tilfinningu fyrir
fegurðinni fremur en skorti á
henni?
Svari hér hver fyrir sig...
Hér er komið nóg um heim-
spekilegar hugleiðingar um til-
gang myndlistarskóla, en eng-
inn skyldi álíta, að ég telji, að
þeir séu allra meina bót, heldur
tel ég þá mikilvægan og ómiss-
andi hlekk menntakerfisins. Á
meðan menntaskólar rísa um
land allt, og þeir eiga e.t.v. eftir
að hafa svipaða þróun í för með
sér og víða annars staðar, þ.e.
offjölgun menntamanna t.d. í
þá veru, að læknar aki jafnvel
strætisvögnum, svo sem fréttir
herma frá Evrópu, — þá er
hlutur hand- og verkmenntunar
fyrir borð borinn og hinum
sjónrænu atriðum menningar
gleymt.
Sé litið til Akureyrar, þá
hefur þar verið lyft grettistaki í
uppbyggingu listaskóla og þar
með einnig á vettvangi al-
mennrar listfræðslu á undan-
förnum árum og ber hér að
styrkja myndarlega þessa heil-
brigðu og óeigingjörnu viðleitni,
sem allt bæjarfélagið og ná-
grannabyggðir munu njóta góðs
af.
Ég hyggst ekki fara hér í
neinn talnasamanburð, enda
hefur slíkt litla þýðingu, en ég
vil geta þess, að stuðningur
bæjarins hefur haldið starfsem-
inni nokkurn veginn gangandi,
— í upphafi var líkast sem
bæjarstjórnarmenn hefðu aðal-
lega samúð með viðleitninni, en
nú hefur skilningur aukist á
þýðingu skólans og stuðningur
aukist í samræmi við vaxandi
skilning. Ríkisvaldið hefur aft-
ur á móti haldið að sér höndun-
um og bæjarfulltrúar hafa
réttilega bent á, að stuðningur
ríkis hafi verið of lítill, enda
sækir skólann fólk utan bæjar-
félagsins og sumt langt að.
Skólinn hefur á fáum árum
haslað sér völl sem virt og
viðurkennd stofnun, og Mynd-
lista- og handíðaskóli íslands
hefur viðurkennt hann og styð-
ur jafnframt þá fyrirætlun, að á
Akureyri rísi upp kjarni að
markvissu undirbúningsnámi í
myndlist, og þannig séð getur
hann þegar boðið upp á hluta
reglulegs listnáms. Þess má
geta, að allir sem hafa fengið
undirbúning á Akureyri hafa