Morgunblaðið - 09.03.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.03.1980, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 án fyrirvara með Icelandair og miðinn frá Kaliforníu kostaði 550 dollara. Eg vissi ekkert um Ice- landair áður en ég keypti bókina, en þjónustan hér er mjög góð. Mér sýnast flugfreyjurnar vera fáar, en þær vinna verk sitt mjög vel og allur maturinn var góður. Eg reikna með að vera 2-3 vikur í Evrópu, en ég hef verið þar tvisvar áður. Þá lenti ég í Frank- furt með TWA, en mér líst mun betur á að lenda í Luxemburg." Ætlar að skíra son sinn Egil Larry Palmguist frá Illinois kvaðst vera rithöfundur. „Ég er að heimsækja vini mína í Evrópu og þar ætla ég að líta í kring um mig áður en ég held til Parísar þar sem ég mun bíða eftir innblæstri í meistaraverkin og ef ég þarf að bíða lengi reyni ég að fara á stjá og afla fanga. Með Icelandair áður? Jú, þetta er þriðja ferðin á tveimur árum um ísland þar sem þið hafið ykkar eigin „háskóli", sagði hann á íslenzku og ég hváði. „Ég lærði íslenzku og skandi- navísk mál á sínum tíma, þ.e. forníslenzku. Flugið með Iceland- air er ódýrasta flugið á þessari leið og einhvern tíma ætla ég að stoppa í þrjá daga minnst á Islandi. Mér finnst skemmtilegt að millilenda á íslandi, en langar skrambi mikið að sjá hvernig plánetan lítur út frá jörðu í staðinn fyrir að horfa alltaf á hana úr lofti.“ Ég spurði Larry hvort hann hefði lesið íslenzkar bókmenntir í íslenzkunáminu. „Ég las Egilssögu spjaldanna á milli og er ákveðinn í því þegar ég eignast son að skíra hann Egil.“ „Hvernig líkar þér þjónustan hjá Icelandair?" í fyrri greininni frá háloftaspjallinu milli íslands og Ci- cagó kom fram að ríflegur meirihluti þeirra farþega sem rætt var við töldu Flugleiðir sitt félag og hafði oft flogið með því. Það kom greinilega í ljós í þess- um viðtölum, þar sem viðmælendur voru valdir af handa- hófi, að Flugleiðir eða Icelandair hafa gott orð á sér og jafnvel þótt sumir farþeg- anna hefðu lent í óþægilegum seinkun- um þá ræddu þeir um það af skilningi og vinsemd í garð Flugleiða, töldu slíkt ekki óeðlilegt hjá flugfélagi sem hefði fáar flugvélar og flygi á slóðum þar sem veður og annað gæti gripið inn í áætlun. Hagstætt verð nefndu flestir meðal ástæðna fyrir því að þeir flygju með Flugleið- um, vingjarnlegt starfsfólk og góða þjónustu. Mörgum fannst vanta á að félagið kynnti ísland sjálft á leiðum sínum og ferðamöguleika í þeim efnum, en þeg- ar þess er gætt að Flugleiðir hafa und- anfarin ár flutt nær 300 þús. farþega milli Evrópu og Ameríku þá eru að sjálfsögðu margir möguleikar ef allur rekstur gengur með eðlilegum hætti. Nú er að hef jast áróð- ursherferð hjá félag- inu með kynningum á ferðum og dvöl á íslandi á leiðinni yf- ir Atlantshafið eða frá Evrópu. Á leiðinni til Cicagó voru nokk- uð á annað hundrað farþegar, en á leið- inni til baka voru tæplega 250 eða^nær fullsetin vél. í fyrri greininni var rætt við farþega á vestur- leið, en í þessari verður rætt við far- þega á bakaleiðinni, til Islands og Luxem- borgar. Birgir Karlsson flugþjónn reiðir fram matinn. Iria Melom Síðari grein og myndir: Arni Johnsen Connie Haberzeth Þaö væri synd aó segja aö fólk slappaði ekki vel af. Frank Untermyer „Uppörvandi og hrós“ Á meðan staldrað var við í Cicagó hitti ég að máli Gunnar Sigurðsson stöðvarstjóra Flug- leiða á Cicagóflugvelli sem er fjölfarnasti flugvöllur Bandaríkj- anna. Ég spurði hann fyrst hvern- ig starfið gengi á þessum enda flugleiðanna. „Það gengur ágætlega í gegn um Cicagó. Þetta er einfaldur rekstur hér, aðeins einn fastur starfs- maður á vellinum, önnur störf og þjónusta eru leigð. Við kaupum matinn hjá einu fyrirtæki, Contin- ental Airlines sér um viðgerðar- þjónustu, skoðun, hreinsun og hleðslu og síðast en ekki sízt þá sér írska flugfélagið Aer Lingus um alla farþegaþjónustu. Öll þessi þjónusta var boðin út, þ.e. við kynntum okkur gæði og verð og þetta var valið.“ „Það hefur heyrst að Aer Lingus sé að hætta flugi hingað." „Ég býst ekki við að svo verði. Á langtímaáætlun hafa þeir í huga möguleika á að leggja flug niður hingað veturinn 1980-1981, en ég hygg að svo verði ekki og þótt svo verði munu þeir að öllum líkindum halda uppi þjónustu sinni hér á vellinum, því þeir sjá um af- greiðslu fyrir mörg flugfélög, m.a. einar 10-15 ferðir á viku fyrir Air Jamaica, E1 A1 og fleiri. Nú í bakhöndinni höfum við t.d. þjón- ustu og samvinnu í þeim efnum við United Airlines, en sú þjón- usta er mjög dýr.“ „Hvernig aflið þið farþega héð- an?“ „Það er margþætt starf. 85-90% af öllum farþegunum koma í gegn um ferðaskrifstofur og þar eiga auglýsingar í blöðum stóran hhit að máli. Sumar ferðaskrifstofur reka harðan áróður fyrir okkur og selja mikið. Farþegar okkar eru hins vegar mikið fólk í viðskiptum og stór hluti er fólk sem á ættingja í Evrópu. Það ræður miklu að þetta fólk á ættingja í Evrópu og hefur því efni á að dvelja þar hjá þeim í 2-3 vikur eða 2-3 mánuði eftir atvikum, en slíkt myndu fæstir ráða við af okkar farþegum ef þeir ættu að greiða allan hótelkostnað . Það sem mér finnst mjög skemmtilegt við þetta er það hve mikið er um að sama fólkið fljúgi með okkur aftur og aftur. I kvöld hitti ég t.d. konu sem fer með sínu fólki til Evrópu þrisvar sinnum á ári og alltaf með okkur. Þetta er uppörvandi og hrós fyrir félagið. Ég býst við því að yfir 50% af farþegunum sé fólk sem flýgur aftur ög aftur með Flugleiðum. Svo skipta viðskiptin við stúdentana einnig miklu máli, en þau eru árstíðabundin. Mest af sölunni og tilkynning- um til okkar á sér stað með skeytum og símhringingum, en einnig erum við með umboðsmenn hér og þar og svo selur skrifstofan okkar í Cicagó einnig miða. í dag kostar farmiðinn héðan til Evrópu 245 dollara aðra leið, en 419 báðar leiðir. Farþegar okkar hér koma mest frá norðursvæðunum, Cicagó og nærliggjandi svæðum. Hér eru margir stórir háskólabæir innan við þriggja tíma keyrslu og á þessu svæði búa margar milljónir manna. Einnig fáum við drjúga hópa úr ýmsum áttum. í Colorado eru fastir viðskiptavinir sem koma með stóra hópa, en við fáum fólk hingað allt frá Kaliforníu og Mexicó." „Hvenær er minnst umferð hjá ykkur?" „Nóvember og febrúar eru ávallt lélegir og einnig tímabilið frá 20. desember til 10. janúar. Með sumaráætluninni verður sú breyting að hingað verður ekkert flug með millilendingu á íslandi. Það er víst meiningin að reyna að fljúga með fullar vélar beint á milli Cicagó og Luxemburgar með: an verið er að rétta úr kútnum. í apríl, maí og fram eftir sumri er þegar búið að bóka mjög mikið.“ „Hvort eru fleiri miðar á þessari leið seldir hér eða í Evrópu?" „Hér halda þeir því fram að þeir selji 60-65% miöanna, en í Evrópu halda þeir því sama fram. Meiri- hlutinn er þó héðan , enda eru fargjöldin hagstæðari héðan og því auðveldara að selja miðana. Félagið nýtur þess einnig hér að það er mjög vel þekkt á markaðn- um. Flugið um Cicagó hófst í maí 1973 og þá þegar voru fullbókaðar vélar strax. Það hjálpaði að sjálf- sögðu þá að Loftleiðir var vel þekkt í gegn um New York.“ „Hefur nafnbreytingin haft eitt- hvað að segja?" „Breytingin á Icelandic í Ice- landair hefur ekki haft nein nei- kvæð áhrif, enda er breytingin ákaflega lítil.“ Las um Flug- leiðir í upp- sláttarbók Sá fyrsti sem ég ræddi við á bakaleiðinni þ.e. frá Cicagó til Islands, Arnold Perlin sem kom frá Kaliforníu og var á leið til Evrópu til þess að heimsækja dóttur sína sem er við háskólanám í Strassburg. „Ég ákvað að fara fyrir þremur vikum, hringdi og pantaði og hér er ég. Ég fékk upplýsingar hjá aðilum í Los Angeles um Iceland- air og keypti síðan uppsláttarbók með nafni félagsins. Þar sá ég að þetta var auðveldasta leiðin fyrir mig, en ekki endilega sú ódýrasta. Eg gat farið með TWA frá Los Angeles fyrir 499 dollara en þá varð ég að panta með þriggja vikna fyrirvara, en ég gat pantað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.