Morgunblaðið - 09.03.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.03.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 3 Nýkrónurnar um næstu áramót Á nýju myntinni eru myndir af sjávardýrum á framhlið og landvættunum á bakhlið. Fimm aura peninginn skreyta skata og gammur, 10 aurana smokk- fiskur og griðungur, 50 aurana rækja og dreki, krónuna þorsk- ur og bergrisi og á 5 krónu peningnum eru höfrungar á framhlið og landvættirnir sam- an á bakhlið. LOKAUNDIRBÚNINGUR að framkvæmd verðgildisbreyt- ingar og gjaldmiðilsskiptanna, sem hefjast um næstu áramót, er nú hafinn, en frá og með 1. janúar 1981 hundraðfaldast verðgildi krónunnar. Heiti nýja gjaldmiðilsins verð- ur óbreytt og aurar teknir í notkun á ný. Tímabundið á þessu ári og fram á næsta ár getur verið gagnlegt í viðskiptum, sér- staklega í skriflegum samning- um, að taka upp stytt heiti á gamla og nýja gjaldmiðlinum. Gert er ráð fyrir því, að gamli gjaldmiðillinn heiti „gömul króna“ eða gamlar krónur" stytt „gkr“ eða „Gkr“, en „ný króna" og „nýkrónur" stytt „nýkr“ og „Nýkr“. Ekki er ráðlegt að nota styttinguna „nkr“ þar sem sú skammstöfun á einkum við norskar krónur. Núgildandi seðla og mynt verður hægt að nota í öllum viðskiptum fram til 1. júní 1981. Eftir það er hægt að fá þeim skipt í Seðlabankanum til árs- loka 1982. Öll skjöl, sem dagsett eru fyrir 1. janúar 1981, eru skráð í gömlum krónum, og skjöl, sem dagsett eru frá og með 1. janúar 1981, verða í nýkrónum, nema annað sé ótvírætt tekið fram. ÞANNIG líta nýju seðlarnir út. Efst er 500 króna seðillinn með mynd af Jóni Sigurðssyni forseta á framhlið og forsetanum við skriftir á bakhlið. Á framhlið 100 króna seðilsins er mynd af Árna Magnússyni prófessor og á bakhlið er mynd af munki að skrifa handrit. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup er á framhlið 50 króna seðilsins og á bakhlið er mynd af prenturum frá tíma Guðbrands. Á 10 króna seðlinum er svo mynd af Árngrimi Jónssyni lærða og á bakhlið seðilsins er baðstofumynd úr bók Gaimard, Voyage en Islande. Ýmislegt skraut er á seðlunum og m.a. er á framhlið 500 króna seðilsins borði frá fyrstu útgáfu 500 króna seðils. MUNIÐ ÚTSÝNARKVÖLDIÐ í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU AKUREYRI í KVÖLD ^---- er og veröur enn ódýrasta og vinsælasta sumarleyfisparadís sólþyrstra Islendinga sem býður bezta veörið — frábæra gististaöi og fjölbreyttasta skemmtanalífiö. ______ "12 daga páskaferö — 10 sæti laus. 26 daga vorferö — Brottför 13. apríl. 3ja vikno blómaferö _ Brottför 2. apríl Verö frá kr. 263.000. Brottför 8. maí. £ (Aöe.ns 5 vinnudagar tapast.) # X Verö frá kr. 263.000. PANTIÐ TÍMANLEG Missið ékki a Ísertilboðum London Helgarferð 27. marz — uppselt. Vikuferöir alla laugardaga. Verö frá 182.600. 15 og 22. marz. Fáein sæti laus. 29. marz uppselt. 2. apríl Fáein sæti laus Verö frá kr. 253.300. Ferdaskrifstofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.