Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980
21
Leikarar í Veiðiferð — aftari röð frá vinstri:
Hallur Helgason, Þórhallur Sigurðsson, Sigurð-
ur Skúlason, Sigurður Karlsson, Sigurður Jó-
hannesson, Pétur Einarsson og Arni Ibsen. í
fremri röð frá vinstri: Klemenz Jónsson,
Guðmundur Kristinn Klemenzson, Kristín
Björgvinsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Yrsa
Björt Löve og Pétur Sveinsson.
Þeir Halli og Laddi fara með hlutverk
Eyjapeyja í Veiðiferð.
„Ég hafði ákaflega gaman af að
leika í Veiðiferð. Þegar maður
leikur í kvikmynd þá er um að
gera að vera sem eðlilegastur í því
umhverfi sem maður er. Ég var
því nokkuð frjáls og veiddi í
vatninu. Það var algjör tilviljun
að ég tók að mér hiutverk veiði-
mannsins. Upphaflega átti Róbert
Klemenz Jónsson ásamt syni sinum, Guðmundi Kristni, en hann fer
með eitt stærsta hlutverkið i Veiðiferð, og eiginkonu, Guðrúnu
Guðmundsdóttur.
Veiðimaður
með hatt
„Jú, ég lék árið 1947 í kvikmynd
á námsárum mínum í Bretlandi en
sú mynd kom aldrei hingað upp,
fór með lítið hlutverk. Svo lék ég i
gamla daga í Niðursetningi Lofts
Guðmundssonar, en sú myndataka
fór fram upp itKjós. Fyrir utan
smáhlutverk í Sjötíu og níu af
stöðinni. Svo hef ég komið fram í
sjónvarpi."
Hefur mikið breyst frá því þú
stóðst fyrir framan myndavél
Lofts heitins?
Klemenz Jónsson
leikur
veiðimann
í Veiðiferð
„Mitt hlutverk í Veiðiferð er
ekki stórt — ég leik kall með hatt,
— veiðimann með hatt,“ sagði
Klemenz Jónsson leikari í spjalli
við blaðamann Mbl. Klemenz er
ekki hinn eini úr fjölskyldunni,
sem leikur í Veiðiferð því sonur
hans, Guðmundur Kristinn, leikur
eitt stærsta hlutverkið í mynd-
inni. „Krakkarnir eru í aðalhlut-
verkum í myndinni og eftir að
hafa séð forsýningu myndarinnar
þá finnst mér þau standa sig mjög
vel.“
Hvernig er að standa fyrir
framan suðandi kvikmyndavél-
arnar?
Arnfinnsson að leika veiðimann-
inn en hann gat ekki komið því
við. Ég hljóp því í skarðið í
sumarfríi mínu og ég bjó ásamt
fjölskyldu minni i tjaldi austur á
Þingvöllum á meðan upptökur
stóðu yfir.“
Nú hefur þú leikið áður í
kvikmyndum, er ekki svo?
„Já, mikil ósköp, eins og gefur
að skilja. Tæknin er nú miklu
meiri. Aðstæður voru allar mjög
frumstæðar þegar Loftur var að
vinna sitt brautryðjendastarf.“
Á leið til stjarn-
anna í Hollywood
Spjallað við Þórhall
Sigurðsson -Ladda
„Við bræðurnir erum í hlut-
verki Eyjapeyja, sem koma upp
á meginlandið til að hitta stelp-
ur, sem ég hef skrifast á við. Eg
á víst að vera æðislegur töffari
en hins vegar er Halli ávallt
ákaflega þreyttur og lítt til
stórræða. Við lendum í margs
konar uppátækjum," sagði Þór-
hallur Sigurðsson — sem allir
Islendingar þekkja undir nafn-
inu Laddi.
„Ég hef aldrei áður leikið í
kvikmynd en hins vegar oft
komið fram í sjónvarpi og þetta
er í sjálfu sér líkt. Maður er því
orðinn vanur að standa fyrir
framan myndavélarnar."
Og þú hyggur auðvita á frek-
ari frama í heimi kvikmynd-
anna.
„Já, þetta er það sem mig
hefur alltaf dreymt um og þessi
mynd opnar leiðin til stjarnanna
í Hollywood," sagði Laddi og hló
— eins og hann einn kann og
allir íslendingar þekkja.