Morgunblaðið - 09.03.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræn 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakiö.
Iliðinni viku heimsótti
blaðamaður Morgun-
blaðsins Suðureyri við Súg-
andafjörð, en þar varð mik-
ið tjón í ofsaveðrinu, sem
yfir gekk á dögunum. I
þeirri ferð kom hann að
máli við aldrað fólk, annað
á tíræðisaldri, hitt á átt-
ræðisaldri. í frásögn
blaðamannsins segir svo:
„Talið barst úr einu í ann-
að, sólbrot læddist inn um
eldhúsgluggann og þau
veltu því fyrir sér, hvort
það væri að hlýna úti,
hvort þau gætu komizt af
með minni kyndingu. Þau
fara með 1000 lítra af olíu á
6 vikum, 140 þús. kr. takk.“
Þessi frásögn undirstrik-
ar það ranglæti, sem ríkir í
húshitunarmálum. Nú er
talið, að um fjórðungur
þjóðarinnar verði að hita
híbýli sín með olíu. Kostn-
aður við það er óheyrilegur
og felur í sér gífurlega
kjaraskerðingu fyrir þá,
sem við það verða að búa.
Endurgreiðsla á olíu-
kostnaði vegna húshitunar
er svo takmörkuð, að það
dugar ekki til að leiðrétta
þetta ranglæti.
Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, alþingismaður,
hefur flutt á Alþingi frum-
að frá árinu 1973 hefur
verð á gasolíu til húsahit-
unar hækkað um 2829,2%
en á sama tíma hefur sá
olíustyrkur, sem nú er
greiddur, hækkað um
900%. í greinargerð frum-
varpsins kemur einnig
fram, að verkamaður í fisk-
vinnslu á ísafirði þarf að
greiða nær 15 vikna laun í
dagvinnu í kyndingar-
kostnað og hefur þá olíu-
styrkur verið dreginn frá.
Miðað við verðlag hjá Hita-
veitu Reykjavíkur hefði
þessi sami maður þurft að
greiða 2 vikna laun í upp-
hitunarkostnað yfir árið.
Jafnvel þótt miðað sé við,
að gjöld Hitaveitu Reykja-
víkur hækki verulega á
frumvarpi til fjárlaga fyrir
yfirstandandi ár, sem lagt
var fram á síðasta ári, er
gert ráð fyrir 2,3 milljörð-
um í þessu skyni.
I greinargerð frumvarps-
ins segir m.a.: „Frumvarp
þetta fjallar ekki um heild-
arskipan á verðjöfnun á
þeim orkugjöfum, sem
þjóðin notar. Það mál er í
biðstöðu nú og tekur tíma
að leysa. En hvaða skoðun,
sem menn kunna að hafa á
verðjöfnun, hljóta allir
sanngjarnir menn að sjá,
að við svo búið má ekki
standa sem nú er hjá þeim
hluta þjóðarinnar, sem not-
ar olíu til upphitunar húsa.
Þær búsifjar, sem verð-
hækkun olíu veldur þessu
flutningsmönnum þessa
frumvarps, að við svo búið
má ekki standa. Kynd-
ingarkostnaður húsa með
olíu er svo óheyrilega mik-
ill og þýðir svo mikla kjara-
skerðingu fyrir það fólk,
sem ekki býr á hitaveitu-
svæðum, að öll sanngirni
krefst þess, að þjóðfélagið í
heild hlaupi undir bagga.
Það á ekki að gera með því
að leggja sérstakan hita-
veituskatt á Reykvíkinga,
eins og sumir framsókn-
armenn lögðu til fyrir
kosningarnar í desember
heldur á að greiða þetta fé
úr sameiginlegum sjóði
landsmanna allra.
Alþingi verður að taka
ákvörðun um aðgerðir í
þessu máli nú á næstu
vikum í tengslum við af-
greiðslu fjárlagafrum-
varps. Auk frumvarps
Þorvalds Garðars og félaga
hans liggur fyrir þinginu
þingsályktunartillaga um
sama efni frá Agli Jónssyni
og Halldóri Blöndal og loks
liggur fyrir Alþingi tillaga
til þingsályktunar um
framkvæmdaáætlun í orku-
málum vegna húsahitunar
frá Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni og fleiri
þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins en sú tillaga
stefnir að því að hraða
framkvæmdum í orkumál-
um, sem stuðla að því að
hægt verði að draga úr
olíunotkun til húsahitunar.
Kyndingarkostnaður
með olíu er óheyrilegur
varp um niðurgreiðslu á
olíu til upphitunar húsa
ásamt þremur þingmönn-
um úr öðrum flokkum.
Greinilegt er, að mjög hef-
ur verið vandað til undir-
búnings þessa frumvarps
en kjarni þess '»• sá, að
olíukostnaður til húsahit-
unar verði greiddur niður
úr ríkissjóði.
í greinargerð frumvarps-
ins eru athyglisverðar upp-
lýsingar. Þar kemur fram,
næstunni má ljóst vera hve
munurinn er gífurlega mik-
ill. Þessar tölur eru byggð-
ar á athugunum, sem
Fjórðungssamband Vest-
firðinga hefur gert.
Frumvarp Þorvalds
Garðars og félaga hans
gerir ráð fyrir, að niður-
greiðsla á olíu til húshitun-
ar verði 59% en hún nemur
nú 29,5%. Kostnaður við
þetta mundi verða 7—8
milljarðar á þessu ári en í
fólki, eru svo miklar að
jafna má við áföll vegna
náttúruhamfara eða aðra
óáran, sem sjálfsagt þykir,
að hið opinbera bæti úr
þegar í stað. Aðgerðarleysi
í þessum efnum er í hróp-
legri mótsögn við anda
þeirrar samhjálpar og
skilnings, sem þjóðin er
vön að sýna þeim sem í
nauðum eru staddir."
Morgunblaðið tekur und-
ir það með Þorvaldi Garð-
ari Kristjánssyni og öðrum
. .vid of-
gnótt og
munað...“
Sá, sem þetta skrifar, gerði sér
það til skemmtunar fyrir skömmu
að rifja upp ljóð Jakobs Thorar-
ensens. Ekki dylst, að hann er
„maður af annarri öld“ borið
saman við marga þá, sem nú yrkja
órímuð ljóð, og höfðaði ekki síður
til sinnar kynslóðar. Ástæðulaust
er að metast um, hvort betra sé.
En karlmennskan og þrótturinn
hjá Jakob er vandfundinn í ljóðum
hinna yngri skálda, — og „verð-
mætamatið" er annað. Hjá Jakob
er það mótað af hinni hversdags-
Iegu baráttu fyrir brauðinu eins
og hún var upplifuð af manni, sem
rnuhdi tímana tvenna:
Við miiniim þær tíðir, er vcturnir hðfðu
hér völd,
sem vægðu ekkí neinum. — þess heitar
var sumrinu ok faKnað.
Um hitt var ei dreymt, að menn lifðu hér
útslátta öld.
við ofgnótt og munað. — en nægzt með
hinn seinfengna hagnað.
Hinu lífsreynda skáldi ofbauð
öll sú sóun, sem hefur reynzt
neyzluþjóðfélaginu jafndyggur
förunautur og skugginn mannin-
um, — útsláttasemin, ofgnóttin og
munaðurinn. Við þvílíkar aðstæð-
ur vilja hin raunverulegu lífsgæði
gleymast. Sá vitri maður Þórarinn
heitinn Björnsson skólameistari
varaði nemendur sína einatt við
því að krefjast alls í einu, — hin
sígandi lukka væri bezt. Sá, sem
allt fengi upp í hendurnar, hefði
ekki til neins að hlakka. Og Jakob
Thorarensen talar um „hinn sein-
fengna hagnað", sem sé afrakstur
fyrirhyggju og vinnu.
Er kvíðinn
að ástæðu-
lausu?
Ef rætt er við menn á götunni er
það oftar en hitt, að þeir séu
kvíðnir yfir ástandinu og óviss-
unni framundan. Eins og fram
hefur komið í blaðaviðtali við Jón
Sigurðsson forstöðumann Þjóð-
hagsstofnunar er verðbólgan
nærri 50% miðað við heilt ár,
„þegar tekið er tillit til þess sem
vitað er um hluti í deiglunni og
annarra mælikvarða en vísitölu
framfærslukostnaðar". Við
þvílíkar áðstæður svo árum skipt-
ir hlýtur þjóðfélagið að breyta um
eðli. Menn verða varir við, að
margur auðgast snögglega eftir að
hafa lært á „patent“ verðbólgunn-
ar, meðan aðrir eiga í erfiðleikum
við að halda í horfinu, þótt allrar
„fyrirhyggju" hafi verið gætt, —
eins og orðið „fyrirhyggja" hefur
verið skilið framundir þetta.
Eftir að reynsla var komin á
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
festu menn vonir við, að henni
yrði verulega ágengt í baráttunni
við verðbólguna. Þær vonir urðu
að engu við gerð sólstöðusamn-
inganna og einkum eftir að ljóst
varð, að verkalýðshreyfingunni
yrði beitt pólitískt til þess að
eyðileggja allar viðnámsaðgerðir,
sem reyndar yrðu. Síðan hafa
báðir A-flokkarnir setið í ríkis-
stjórn og gefizt upp við að hrinda
„samningunum í giidi“, enda hafa
lífskjör farið versnandi og halda
áfram að versna á þessu ári.
Upplausn í þjóðfélaginu hefur
aukizt í víðtækum skilningi þess
orðs. Ábyrgir menn eru uggandi
yfir stöðu útflutningsatvinnuveg-
anna og innflutningsverzlunin
hefur í vaxandi mæli færst í
hendur útlendinga. Við þvílíkar
aðstæður var skiljanlegt á síðustu
skammdegisdögum, að margur
fagnaði því, að ríkisstjórn yrði
mynduð í landinu. Sumir henda
jafnvel á loft það vonarspjót. að
kjaradeilur leysist allar af sjálfu
sér, af því að Álþýðubandalagið sé
aðili að ríkisstjórninni og virðist
m.a., að fjármálaráðherrann sé í
þeirra hópi með hliðsjón af um-
mælum hans við kröfum BSRB.
Og því er haldið að fólki, að „með
einu pennastriki" sé hægt að
halda verðlagi innan einhvers
ákveðins ramma, sem enginn hef-
ur gert tilraun til þess að útskýra
hvernig sé fundinn, þótt engar
ráðstafanir séu samtímis gerðar
til að draga úr tilkostnaðinum og
minnka rekstrargjöldin að sama
skapi. — Þvílíkur rammi hlýtur
vissulega að vera haglega gerður,
ef hann á eftir að nýtast sem
slíkur og ekki lítið framlag til
hagfræðinnar! í einu vetfangi
myndu viðhorf manna gjörbreyt-
ast hvarvetna á heimsbyggðinni,
þegar búið yrði að sýna fram á það
hérna uppi á íslandi að með
reglugerð frá Tómasi Árnasyni
hefðu áhrif framleiðslukostnaðar-
ins á vöruverðið verið upphafin í
eitt skipti fyrir öll. Kannski þessi
„uppgötvun" eigi eftir að verða
Þörungavinnslunni á Reykhólum
til bjargar, — nema „patentið"
dugi ekki nema innanlands af því
það er hvort eð 'er ekkert nema
sjónhverfingar? Það skyldi þó
ekki vera?
Nei, — hætt er við, að margur sé
kvíðinn, sem veltir þjóðmálunum
fyrir sér þessa marzdaga. Á fyrstu
dögum nýrrar ríkisstjórnar býst
enginn við kraftaverki, enda hefur
það ekki gerzt. Sömu vandamálin
og áður bíða úrlausnar og sum
þeirra verða því örðugri viðfangs,
sem lengur dregst að taka á þeim.
Menn gátu að vísu fagnað því, að
ríkisstjórn hafði verið mynduð,
þeir sem festu sig við það eitt.
Hinir, sem vildu fá að vita meira
og töldu, að ýmislegt væri óljóst
um ætlunarverk ríkisstjórnarinn-
ar, hafa engin svör fengið við
spurningum sínum. Loforðaskráin
hefur verið gefin út sérprentuð, —
en aðra hverja síðu vantar í þá
bók, — nefnilega, hvernig á að
standa að hlutunum.
Ad ætlast til
af öðrum
Margt bendir til, að þetta ár
verði okkur íslendingum ekki
síður erfitt en hið síðasta. Eins og
nú horfir og miðað við það, sem
þegar er vitað um stefnu ríkis-
stjórnarinnar, fer ekki hjá því, að
þjóðartekjur á mann halda áfram
að minnka. Við þvílíkar aðstæður
er horft til þeirra, sem við stjórn-
völinn sitja, og ætlazt til þess, að
þeir sýni sömu aðhaldssemina
sjálfir og þeir ætlast til af öðrum.
En því miður sjást þess engin
merki. Vinstri sköttunum frá í
fyrra og frá því í haust verður
öllum haldið og auk þess bætt við
öðrum nýjum eða gamlir hækkað-
ir, eins og tekjuskatturinn.
Ekki fer hjá því, að menn verði
varir við, að fólk verður æ tregara
til þess að láta að sér kveða í
atvinnulífinu. Til þess liggja
margvíslegar ástæður, sem flestar
má rekja til verðbólgunnar. En
hitt er ekki síður rétt, að með
ranglátri skattheimtu, sem í sum-
um tilvikum hefur jafngilt eigna-
upptöku, hefur smám saman verið
gengið svo nærri einstaklingnum,
að hann hefur skort þá uppörvun,
sem nauðsynleg er til þess að
menn séu fúsir til að leggja
sparifé sitt í áhættusaman at-
vinnurekstur. Eða hvers vegna
skyldu menn gera það, meðan
skattfríðindi eru öll þeim til
handa, sem ávaxta fé sitt í verð-
tryggðum skuldabréfum ríkis-
sjóðs, — meðan hinir eru hundelt-