Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 2

Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Sáttafundur ASÍ og VSÍ: Nsesti fundur annan mánudag FYRSTI sáttafundur í deilu Al- þýðusambands íslands og Vinnu- veitcndasambands íslands var haldinn á Hótel Loftleiðum í gær. Á fundinum ræddust við 13 manna nefnd ASÍ og 6 manna nefnd VSÍ og kynntu aðilar þar sáttasemjara rikisins, Guðlaugi Ákvörðun um rannsókn tekin í dag ÁKVÖRÐUN verður tekin um það í dag hvort opinber rannsókn hefst á staðhæfing- um Borgþórs Kjærnesteds um vændisstarfsemi í veitinga- húsinu Hollywood, að því er Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri tjáði Mbl. í gær. Hallvarður sagði, að ríkis- saksóknari hefði haft málið til athugunar í gær og kannað grundvöll til rannsóknar. Þá hafði Mbl. í gær sam- band við Gísla Baldur Garð- arsson hdl. en hann undirbýr málshöfðun á hendur Borgþóri fyrir hönd félaga í Karon- samtökunum og Model 79. Sagði Gísli að unnið væri í þessu máli af fullum krafti. Þorvaldssyni sjónarmið sín. í fundarlok var ákveðið að aðilar hittust á ný mánudaginn 24. marz, klukkan 14 i húsakynnum sáttasemjara í Borgartúni. Til sáttafundarins í gær hafði verið boðuð 43ja manna samn- inganefnd Alþýðusambandsins og hélt hún fyrst fund, en klukkan 15,30 hófst sá viðræðufundur, sem hér hefur verið tilgreindur. Að honum loknum settist stóra nefndin frá ASÍ aftur á rökstóla, en samninganefnd VSÍ yfirgaf Loftleiðahótelið. Fulltrúar Vinnumálasambands samvinnufélaganna voru ekki boð- aðir til sáttafundarins í gær, þar sem þeir hafa ekki vísað kjaradeil- unni til sáttasemjara ríkisins. Frá fundi samninganefndar ASt i Kristalsal Loftleiðahótelsins í gær. — Ljósm: Emilía. Umræður á Alþingi um hækkun útsvars í 12.1%: „Þýðir 4.5 til 5 milljarða kr. viðbótarskatt á landsmenn“ / 1 Kosningarnar í H.Í.: Vaka bætir við sig manni Stúdentaráði KOSNINGAR fóru í gær fram í Háskóla ísiands og kusu stúdentar þar fulltrúa sína i Stúdentaráð og Háskólaráð. Á kjörskrá voru 3.168 stúdentar og kusu alls 1.461 eða 46.1% þeirra. í Stúdentaráðskosningunni urðu úrslit sem hér segir: Vaka hlaut 627 atkvæði eða 45.3% og 6 menn kjörna. Félag vinstri manna hlaut 757 atkvæði eða 54.7% og 7 menn kjörna. Hafa vinstri menn nú 16 menn kjörna í Stúdentaráð og Vaka 14, en vinstri menn höfðu áður 17 og Vaka 13. í kosningunni til Háskólaráðs urðu úrslit þannig: Vaka hlaut 626 atkvæði eða 44.4% þeirra og Félag vinstri manna 783 eða 55.6% at- kvæða og fá báðir aðilar 1 mann kjörinn í Háskólaráð. — sagði Friðrik Sophusson VEITI Alþingi sveitarfélögunum heimild til að hækka útsvar upp í 12.1% úr 11% þýðir það viðbótarskatt á landsmenn að upphæð fjórir og hálfur til fimm milljarðar króna, sagði Friðrik Sophusson alþingismaður á Alþingi i gær, er til umræðu voru í neðri deild breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Sagði hann að að því hlyti að koma að skattgreiðendur í landinu risu ekki lengur undir síaukinni skattbyrði og segðu „hingað og ekki lengra.“ Þá beindu þeir Friðrik og Hall- að standa að niðurskurði ríkis- dór Blöndal þeirri spurningu til Svavars Gestssonar félagsmála- ráðherra, hvernig hann hygðist bæta sveitarfélögunum upp þann tekjumissi er skapaðist af því að lækka yrði útsvar á lægstu tekjur eins og lofað væri í stjórnarsátt- málanum. Ennfremur kröfðust þeir þess að ráðherra svaraði því við hvað væri átt þegar rætt væri um „lægstu tekjur." Þá urðu miklar umræður um þá breyting- artillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, að í stað þess að hækka útsvarið og það með skatta á landsmenn, þá ætti að veita sveitarfélögunum aukaframlag úr ríkissjóði sem nemur 4% af söluskatti þeim sem innheimtur verður í rikissjóð á árinu 1980. Stjórnarliðar gagn- rýndu mjög þessa tillögu Jóhönnu og töldu hana koma of seint fram og bera mikinn keim af auglýs- ingaskrumi. Jóhanna sagði þing- menn stjórnarandstöðunnar hins vegar örugglega vera reiðubúna til útgjalda sem næmi. þessum tekjumissi Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Friðrik Sophusson, Pétur Sigurðsson og Birgir ísleifur Gunnarsson, kváðu tillöguna hins vegar vera þess virði að hún yrði athuguð í nefnd, og mætti vel gera hlé á umræðum í neðri deild á meðan nefndin kannaði tillöguna. Pétur Sigurðsson benti sérstak- lega á, að þegar ætlunin væri að efla tekjumöguleika sveitarfélag- anna, þá ætti að gera það á kostnað ríkissjóðs en ekki skatt- greiðenda, sem þegar greiddu meira en nóga skatta. Sagði Pétur hins vegar, að hann myndi flytja breytingartillögu við tillögu Jó- hönnu, þar sem þau 4% sem hún gerði ráð fyrir lækkuðu niður í 2% í umræðunum á Alþingi í gær gagnrýndi stjórnarandstaðan það einnig harðlega, að nú ættu sér stað umræður um skattlagningu á landsmenn með ýmsum hætti, til dæmis í formi aukins útsvars og nýs orkuskatts, en þó lægi enn ekki fyrir hve tekjuskattsstiginn yrði hár. Með öðrum orðum þá væri enn alls kostar óljóst hve háa skatta landsmenn þyrftu að greiða á þessu ári. í þessu sambandi gagnrýndi Guðmundur J. Guð- mundsson það sérstaklega að enn væri ekki búið að koma hér á staðgreiðslukerfi skatta, þrátt fyrir fögur fyrirheit þess efnis í mörg ár. Aflahrota, en samt upp- sagnir í Þorlákshöfn Þorlákshöfn, 12. mars. ÓHEMJU mikill afli hefur borizt hér á land í síðustu viku. Bátarn- ir hafa aflað ágætlega og togar- arnir einnig. Þorlákur kom inn i gær með 130 tonn og Jón Vídalín er væntanlegur inn í dag með 200 tonn. Afli togaranna er að vísu að uppistöðu til blálanga, sem er verðminni fiskur. Það er mikil vinna í fiskverkun- arstöðvunum hér í Þorlákshöfn svo og í frystihúsi Meitilsins. En engu að síður hafa ráðamenn fyrirtækisins tekið upp þá ný- breytni að segja upp störfum fólki, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í Kaupmáttur nú tveimur stigum lægri en á 1. ársf jórðungi 78 KAUPMÁTTUR taxtakaups verkamanna var í janúarmán- uði 100,1 stig miðað við 100 sem ársmeðaltal 1972. Samkvæmt spá fyrir febrúarmánuð er kaupmátturinn 97.3. fyrir marz 100,7, apríl 97,8 og maí 95,0. Samkvæmt þessuer kaupmátt- urinn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt spá 99,4 stig eða tveimur stigum lægri en kaupmátturinn var á fyrsta ársfjórðungi ársins 1978. Á árinu 1978 blés verkalýðs- hreyfingin til orrustu við stjórn- völd og hinn 1. maí það ár var sett á útflutningsbann og olíu- innflutningsbann. Far.ð var í mótmælaverkföll 1. og 2. marz og síðan hófust í maí starfs- greinaverkföll. Verkalýðshreyf- ingin lýsti því jafnframt yfir að kjörseðillinn í alþingiskosning- unum yrði vopn í kjarabarátt- unni. Ársmeðaltal kaupmáttar á ár- inu 1978 var samt hærra en ársmeðaltal kaupmáttar á árinu 1979 og munaði þar 1,9. Á árinu 1979 voru samningarnir frá 22. júní 1977 framlengdir til ára- móta 1979-1980 með 3% grunn- kaupshækkun. Nú, þegar kaupmátturinn er tveimur stigum lægri, kom fram á Alþingi frumvarp fjögurra þingmanna, þ.ám. Guðmundar J. Guðmundssonar, þar sem lagt er til að lögum um tekjustofna sveitarfélaga sé breytt og sveit- arstjórnum heimilt að hækka útsvar um 10% að fengnu sam- þykki ráðherra. Það þýddi að útsvar yrði ekki 11% af tekjum, heldur 12,1%. um 20 ár. Að þessu sinni eru það ekki skipstjórar, sem uppsagnar- bréfið fá, heldur starfslið mötu- neytisins að kokknum meðtöldum og ræstingarkonum hússins. Ekki mun þó vera hugmyndin að loka mötuneytinu né heldur að hætta að ræsta húsið heldur breyta rekstrarfyrirkomulagi að sögn forráðamanna. I mötuneyti þessu borðar allt aðkomufólk, sem vinn- ur hjá fyrirtækinu, og nánast allir, sem þurfa á lausafæði að halda hér á staðnum. Er því æði erfitt að segja til um fjölda matargesta hverju sinni. Fólk hér er uggandi vegna þessa öryggisleysis í atvinnumálum, sem gætir þarna í ört vaxandi mæli hin síðustu árin. Togarinn Bjarni Herjólfsson kom inn á sunnudaginn og landaði 170 tonnum. Eigendur hans eru Stokkseyri og Eyrarbakki og á þeim stöðum er aflinn unninn. — Ragnheiður Vinnuslys VINNUSLYS varð um borð í Víkurbergi GK 1 skömmu fyrir hádegi í gær, þar sem báturinn lá í Hafnarfjarðar- höfn. Maður, sem vann að vélaviðgerðum, notaði talíu við störf sín. Handfang talí- unnar slóst til baka og í andlit manninum og brotnuðu all- margar tennur. Maðurinn var fluttur á slysadeildina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.