Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Nýtt og fullkomið alifugla- sláturhús Skarphéöinn össurarson (th.) stjórnarformaöur Hreiöurs hf. og Þorgrím- ur Stefánsson framkvœmdastjóri meö afurö sláturhússins á lokastigi fyrir hraöfrystingu. Ljósm. Mbi. rax Fyrsta vinnsluskrefiö í ali- fuglasláturhúsinu. Fuglinn er hér hengdur upp á færibandiö sem flytur hann í gegnum vinnslusamstæöuna. í baksýn sést hvítur kassi, en í honum fær fuglinn raflost og missir meövitund. Á einum staö í vinnslusamstæö- unni er fuglinn sviöinn. NÝLEGA hóf starfsemi sína nýtt og fullkomið alifuglaslát- urhús í Mosfellssveit, Hreiður hf„ sem er vinnslu- og dreif- ingarmiðstöð fyrir kjúklinga- bændur, eggjaframleiðendur og aðra á Suður- og Vesturlandi, en hluthafar í fyrirtækinu eru rúmlega 40, mest bændur sem hafa atvinnu af alifuglarækt. Undirbúningur að byggingu stöðvarinnar hófst árið 1977 er kjúklingabændur sáu fram á að óhagkvæmt yrði að endurnýja véla- og húsakost á þeim stöðum þar sem fuglaslátrun fór fram ef uppfylla ætti heilbrigðiskröfur. Hið nýja sláturhús er'eina stöðin sem stenzt kröfur Heilbrigðiseft- irlits ríkisins um heilbrigði og hollustuhætti, aðrar eru á und- anþágum. í húsinu er slátrað um 6000 fuglum á viku, en afköstin gætu þó orðið allt upp í 12.000 fuglar. Afköstin á klukkustund eru frá 500 og upp í 650 fuglar. Gert er ráð fyrir að framleiðsla verði u.þ.b. 400 tonn af kjúklingum og hænum, og verður vörunni dreift frá stöðinni til viðskipta- vina, auk þess sem einstaklingar geta komið í stöðina og sótt sér í matinn. Hjá fyrirtækinu starfa 17 manns. Áætlaður stofnkostnaður fyr- irtækisins er um 300 milljónir króna þegar frágangi er að fullu lokið. Vélar og útbúnaður í húsinu er danskur. í stjórn fyrir tækisins sem framleiðir undir vörumerkinu ísfugl, eru: Teitur Guðmundsson, Móum, formaður, Skarphéðinn Össurarson, Blika- stöðum, varaformaður, Ingvar Guðmundsson, Miðfelli, með- stjórnandi, og Helga Hólm, Sel- holti, Jón M. Guðmundsson, Reykjum og Jónas Halldórsson, Sveinbjarnargerði, varamenn. Framkvæmdastjóri Hreiðurs er Þorgrímur Stefánsson, sölu- stjóri Halldór Hestnes og verk- stjóri Karl Einarsson. \ H 'IlTT l mm iii Hér er fuglinn á lokastigi hreinsunar. Þriöja vinnslustigiö er aö fuglinn fer í gegnum ker meö 60 gráöa heitu vatni svo aö fjaörirnar losna af honum (lengst til hægrl á myndinni). Þá taka tvær reytlngavélar viö og er fuglinn kemur út úr þeim er ekkl ein fjööur eftir á honum. Þá tekur viö alls konar hreinsun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.