Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 17

Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 l 17 gjaldsvísitölu, og af því mun hafa stafað tregða stjórnvalda til að leyfa eðlilegar og nauðsynlegar hækkanir þeirra. Þegar hljóðvarp- ið tók til starfa, nú fyrir nærri hálfri öld, var afnotagjaldið miðað við áskriftaverð dagblaðs, en er nú innan við þriðjungur þeirrar upp- hæðar sem dagblað kostar. Þessi hefur þróunin verið, einnig að því er varðar sjónvarpsgjöldin. Þetta fjársvelti hefur haft ómæld áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar og ekki síst þá þætti í dagskrárgerð sem helst hefðu getað horft til menningarauka. Það er ekki held- ur vansalaust að hljóðvarpið skuii í reynd vera heldur verr sett tæknilega til útsendingar á dagskrá sinni en flest heimili eru til móttöku dagskrárinnar. Þar á ég við þá dapurlegu staðreynd, að ekki skuli vera hafin stereo- útsending í hljóðvarpi. Ég tel það vera höfuðástæðu fyrir lítilli hlustun á vandaða tónlist í út- varpi og hygg ég þó að sú hlustun sé meiri en ýmsir töldu nýlega hlustendakönnun benda til. Það kann að þykja furðulegt, að litasjónvarp er komið hér á undan stereo-útvarpi, svo miklu dýrara sem hið fyrrnefnda er. Skýringin er sú, o.ð mínu viti, að með tilkomu listasjónvarps eygðu stjórnvöld tekjuvon í aðflutningsgjöldum af litasjónvarpstækjum. Þær tekjur hafa heldur ekki látið á sér standa og nema háum upphæðum. Því miður er engu slíku til að dreifa varðandi stereo-útvarp, að minnsta kosti ekki svo teljandi sé. Með þessu er ég ekki að segja að listasjónvarp hefði átt að bíða þar til stereo-útvarp var komið, held- ur hitt að stereo-útvarp hefði að öllu skaplegu átt að vera orðið að veruleika áður en litasjónvarp kom til álita. Og ég held því fram að menningarpólitík sem byggir á slíkum forsendum sé ekki heilla- vænleg. Orð eða mynd Erindi Hrafnhildar Schram listfræðings nefnist Mynd og máttur. Hún fjallaði m.a. um menningarneyslu barna: „Það hlýtur að vera augljóst hve mik- ilvægt það er að vanda í hvívetna til myndlistaruppeldis í skólum frá allra fyrsta stigi og framvegis. Það liggur í augum uppi hversu mikill fengur það væri fyrir skóla landsins, ef myndlistarmenn þjóð- arinnar, sjálfmenntaðir og skóla- lærðir fengjust til að miðla því fólki sem vex upp í skólúm lands- ins af þekkingu sinni og reynslu. Varla þarf mikið hugmyndaflug til að sjá hve mikill fengur það væri skólafólki og þeim sjálfum ef gott samband fengist í þeim efn- Ólafur Björnsson um, án þess að annar aðilinn, hvað þá báðir, yrðu þvingaðir með þeim hætti. Stuðningur listamanna við myndmenntun í skólum landsins væri ómetanlegur menntakerfinu og mundi skila sér margfaldlega til baka. Það þarf ekki aðeins að skapa þörf fyrir listina í þjóðfé- laginu, heldur einnig fyrir lista- mennina. Mynd er til þess að vekja í manninum margvísleg öfl, hún getur vakið ótta, andstyggð, gleði, meðaumkun, sorg og allar þær kenndir sem búa í mannshugan- um. Ef mynd býr yfir þeim mætti að geta vakið einhvers konar skynhrif og tilfinningar hlýtur það að vera góð mynd. Þessi máttur má ekki vera vanmetinn af þeim sem ráða uppeldi barna. Áður sótti ég orð í biblíuna, nú geri ég það aftur. Þar stendur. „í upphafi var orðið". Nú má spyrja hvort megi sín meira orð eða mynd?“ Björn G. Björnsson leikmynda- teiknari talaði um sjónvarp í erindi sínu List eða sjónhverfing. Lokaorð hans voru: „Sjónvarp er miðill sem krefst þess, að sá sem hyggst beita honum, kunni á honum nokkúr skil. Sá listamaður, sem vill nálgast áhorfanda sinn í gegnum sjónvarp, verður að gera sér grein fyrir því að hér er nýr miðill á ferðinni, miðill sem býr yfir áhrifamiklum tjáningar- möguleikum, sé rétt að honum farið. Sjónvarp er hvorki fram- lenging á leikhúsi né blaðaútgáfu og hér á landi er sjónvarp ekki framhald kvikmyndagerðar. En allra síst er sjónvarp framlenging ritlistar eða bókmennta. Sjónvarp er sjónvarp alveg eins og bók er bók, og hvort um sig lýtur eigin lögmálum. Hvernig geta íslenzkir lista- menn tileinkað sér þennan flókna og tæknilega miðil og aukið þar með hlutdeild sína í mótun hans? Svarið hlýtur að vera fræðsla og samstarf. Sjónvarpið hefur með nýafstöðnu og árangursríku nám- skeiði fyrir leikritahöfunda stigið smátt en mikilsvert skref í þá átt að laða listamenn til samstarfs. Vonandi verður hér framhald á, því betur má ef duga skal. En sjónvarpið sem stofnun býr við rýran og óöruggan fjárhag og sú fræðsla — og kynningarstarfsemi sem nauðsynlegt er að komi á milli sjónvarps og listamanna, eigi hlutdeild íslenskrar listar í dagskrá þess að aukast, krefst fjármagns, mannafla og tíma. Hér verður ekkert það gert sem fær neinu áorkað nema til komi sam- eiginlegt átak listamanna sjálfra, sjónvarpsins og þeirra yfirvalda sem láta sér íslenzka menningu einhverju varða.“ Sitja uppi með söfn listaverka Hans Kristján Árnason hag- fræðingur sagði í sínu erindi frá opinberri listastefnu í Hollandi. í lok erindisins, þar sem fjallað var um sjónlistamenn, sagði hann: „Samtals nutu 2100 sjónlistamenn í Hollandi fjárhagsaðstoðar árið 1977 og námu heildarútgjöld ríkis- sjóðs um 15,3 milljörðum króna það árið. Þetta myndi þýða um 300 milljónir króna til 40 sjónlista- manna, ef íbúafjöldi íslands er lagður til grundvallar — eða um 7,5 milljónir króna að meðaltali á mann á ári. Það er óvefengjanleg staðreynd að listamenn afla sjaldnast nægilega hárra tekna á starfsæfi sinni til elliáranna. í ljósi þessa og sem viðurkenningu fyrir veitta þjónustu í þágu þjóð- félagsins, hefur sérstökum lífeyr- issjóði verið komið á fót þar í landi. Listamenn, sem falla innan ramma kerfisins, fá því greiddan hóflegan lífeyri. Þeir listamenn, sem vegna sérstakra ástæðan verða tekjulausir, svo sem vegna veikinda, og eru jafnframt með- limir einhvers aðildarfélags „Framfærslusjóðs listamanna" eiga rétt á greiðslum úr sjóðum allt að 13 vikur í einu. Fyrir þessi réttindi greiða þeir ákveðið ið- gjald, en ríkið og sveitar- eða bæjarfélag listamannsins sexfalda þá upphæð til greiðslu í sjóðinn. Stefna stjórnvalda í listum er þó engan veginn óumdeild. Þær tölur sem ég nefndi áður, varðandi sjónlistina, urðu meðal annars þess valdandi að núverandi menn- ingarmálaráðherra Hollands lýsti því yfir síðastliðið vor, að ætlun stjórnarinnar væri að leggja með öllu niður það kerfi sem skuld- bundið hefur stjórnvöld um árabil til að kaupa málverk og högg- myndir af sjónlistamönnum. Styrkjakerfi þetta hefur sætt gagnrýni, meðal annars vegna þess að bæja- og sveitafélög sitja nú uppi með geysistór söfn lista- verka af umdeildu gildi. Listaverk þessi hafa meðal annars verið notuð til að skreyta opinberar byggingar. Þessari yfirlýsingu var svarað af hálfu eins listamannafé- lagsins með töku Ríkissafnsins í Amsterdam í júní sl. og var því þannig haldið lokuðu af 60 mynd- listamönnum unz stjórnvöld drógu yfirlýsingu sína til baka og hófu samningsumleitanir við samtök listamanna." Fjármögnun lista Ólafur Björnsson hagfræðing- ur talaði um fjármögnun listar og sagði m.a.: „Slík fjármögnun verð: ur einkum með þrennu móti. í fyrsta lagi með sölu á markaði, í öðru lagi með styrkjum og öðrum framlögum af hálfu opinberra aðila og í þriðja lagi með góðgerð- arstarfsemi, sem rekin getur verið bæði af einstaklingum og félaga- samtökum. í blönduðum hagkerfum, svo sem hagkerfi okkar og grannlanda okkar, á fjármögnun listar sér jafnan stað eftir öllum þessum leiðum. I sósíölskum efnahags- kerfum má hins vegar gera ráð fyrir því að fjármögnun listar af hálfu annarra en'ópinberra aðila hafi litla þýðingu og sé jafnvel óhýru auga litin af hálfu stjórn- valda. í blönduðu hagkerfunum eru það tvær fyrstu leiðirnar, markaðurinn og opinber framlög, sem máli skipta. Sögulega séð hefur góðgerðarstarfsemin haft þýðingu, en hér er átt við frjáls framlög einstaklinga eða félaga- samtaka í þágu listar. Nóbelsverð- launin í bókmenntum eru hér dæmi. En þar sem slíkri fjár- mögnun verða alltaf tiltölulega þröng takmörk sett skal hún ekki rædd her frekar. Fjármögnun listar með fram- lögum frá hinu opinbera hefir augljósa ágalla. Sérstaklega' 'á þetta við í alræðisríkjum, þar sem allt vald bæði í efnahagsmálum og stjórnmálum er á einni hendi. Þar verður list ekki fjármögnuð öðru vísi en með opinberum framlögum en skilyrði þeirra verður auðvitað það, að listin túlki ekki neitt það sem stjórnvöld telja sér andstætt. í rauninni verður það þá spurning, hvort þar geti verið um list að ræða í þeirri merkingu sem Jón Óttar leggur í orðið list í grein sinni. HLutverk listarinnar verður nú ekki lengur tjáning eigin til- finninga, heldur lofsöngur um stjórnvöld. Það myndi þó vera ofsagt, að engin listsköpun geti átt sér stað í alræðisríkjum svo sem Sovétríkjum og öðrum sósíalísk- um Austur-Evrópu ríkjum. Ef listamennirnir eru sannfærðir um ágæti stjórnarherra sinna þá get- ur túlkun tilfinninga listamanns- ins og stefna stjórnvalda átt samleið. Halldór Laxness talar að mig minnir í Skáldatíma um sálmaskáldskap sinn, og þeirra sem þá voru skoðanabræður hans, Stalín til lofs og dýrðar. Þótt Nóbelsskáldið sé hér að gera gys að sjálfum sér og öðrum sem listsköpun af þessu tagi iðkuðu, þá verður að telja sálmaskáld til listamanna eða er ekki svo? Sem hliðstætt dæmi mætti nefna lof kvæði hinna færu hirðskálda um þjóðhöfðingja þá, sem þeir þjpn- uðu. A.m.k. hluti þess skaldskapar hefir verið viðurkenndur sem list. Þetta breytir þó engu um það, að sé listin eingöngu fjármögnuð með opinberum framlögum, þá þrengir það mjög skilyrðin fyrir sköpun listrænna verðmæta. Sú hætta, sem listsköpuninni er þannig búin, er auðvitað augljósust í alræð- isríkjunum en hún er einnig fyrir hendi í lýðræðisríkjum, ef hlut- deild hins opinbera í fjármögnun verður of mikil. En þar sem efnahagslegu valdi er dreift, eins og í hinum kapitalisku ríkjum, er ríkið auðvitað ekki eini aðilinn srri fjármagnað getur listina. Þar er líka til að dreifa markaðinum." E. Pá. Sjödagaskotið í dag eru 4. dagar eftir af sjödagaskotinu, Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri til aö eignast hjónarúm á auöveldan hátt. Til þriðjudagskvöld bjóöum viö í Sýn- ingahöllinni aldeilis makalaus kjor Við bjóðum ínnh.'.o ..t yður að velja þÚS. Ut úr 54 mismun- \ °9 80 þus. andi tegundum \ á mánuði .. ./ / \ i hvaöa af hjonarumum. \ rúmaSe„ \ sem er Komdu í Sýningahöllina Þaö veröur opiö til kl. 10 í kvöld og til kl. 12 á morgun laugardag. * Bíldshöföa 20 — S. 81410 — 81199 Sýningarhöllin — Ártúnshöföa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.