Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 18

Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Áfengisvarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í fjársvelti: 3—4 mánaða biðlisti eftir hjálp Á veKum Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkurborgar er starf- rækt áfengisvarnardeild. Deild- in hefur starfað í rúm 20 ár en var endurskipulögð árið 1977 með 24 milljón króna fjárveit- inKU. Næsta ár var fjárveitinK- in óbreytt. Árið 1979 fór hún í 29 milljónir ok samkvæmt frumvarpi tii fjárhagsáætiunar fyrir komandi ár er stefnt að rúmum 40 miiljónum króna til áfengi.svarnadeildarinnar. Töl- ur þessar sýna að frá því að deildin var endurskipulögð hef- ur fjárveitins til starfseminnar farið minnkandi með hverju ári. „Það er varla hægt að segja að við sinnum nema einum þætti þess verkefnis sem deildinni er ætlað en það er aðstoð við aðstandendur alkóhólista," sagði Ingibjörg Björnsdóttir deildar- stjóri áfengisvarnadeildarinnar í samtali við Mbl. „Deildinni er ætlað að veita áfengisráðgjöf öllum þeim sem líða vegna eigin drykkju eða annarra nákominna, skipuleggja almenna fræðslu um áfengismál, standa að tilraunastarfsemi með tilliti til áfengisvarna á heilsu- gæslustöðvum og stuðla að sam- vinnu meðal áhugamanna um áfengismál. Það má reyndar segja að samvinna okkar við S.Á.Á. sé annar þáttur sem við sinnum. En þótt verkefnið sé þetta tak- markað þá fer því fjarri að við sinnum því sem skyldi. Gífurleg þörf á fræðslu fyrir aðstandendur alkóhólista — Hversu mörgum starfs- mönnum hefur deildin á að skipa? Við deildina starfa 3 fastir starfsmenn í fullu starfi, en við höfum fjárveitingu til að kaupa að vinnuafl til aðstoðar, sem nemur hálfu starfi til viðbótar á mánuði. Deildin býður upp á viðtalsþjónustu yfir daginn og hana notfæra sér 90—100 manns á mánuði. Þá höldum við viku- lega kynningarfundi um áfeng- ismál með þátttöku u.þ.b. 60 manns á mánuði. Aðalfræðslan fer fram á mánaðarnámskeiðum fyrir tvo 20 manna hópa með einstaklingsviðtölum í tengslum við þau. Með þessu fyrirkomu- lagi getum við tekið á móti 1600 einstaklingum í klukkustund á mánuði. Fljótlega eftir að farið var að bjóða upp á þessa fræðslu fyrir aðstandendur kom í ljós gífurleg þörf fyrir hana. Sú fræðsla, sem deildin veitir, er því miður eiiia skipulagða aðstoðin, sem að- standendur eiga kost á hér á landi og hún stendur aðeins um 40 manns til boða á mánuði. — Rætt við Ingibjörgu Björnsdóttur deildarstjóra Þetta gerir um 400 manns á ári á meðan 1500 manns fara í afvötn- un á Silungapolli einum og í kringum hvern alkóhólista standa 3—5 sem eiga í jafnmikl- um vandræðum og hann ef ekki meiri. En nú eru það fleiri stofnanir en S.Á.Á., sem veita alkóhólist- um meðferð, svo sem eins og Kleppstpítalinn og það er alltaf eitthvað um það að fólk fari utan til meðferðar á Freeport sjúkra- húsið og til Hazelden. Aðstand- endur þeirra leita til okkar meðan meðferð stendur yfir. Þessir 400 einstaklingar, sem við getum liðsinnt eru allir fullorðið fólk, en eins og segir sig sjálft þá eru í hópa aðstandenda börn og unglingar, sem fara alveg á mis við alla aðstoð, því við höfum ekki séð okkur fært að gera neitt fyrir þá, þrátt fyrir brýna þörf, sem við finnum tilfinnanlega fyrir í starfi með þeim fullorðnu. Meiri líkur á bata fái fjölskyldan fræðslu — Hverjir eru það aðallega sem leita til deildarinnar? Þeim, sem leita til okkar má skipta í tvo hópa. Annars vegar aðstandendur þeirra sem eru í meðferð eða hafa farið, en hins vegar þeir, sem koma vegna virkra alkóhólista, þ.e. sem drekka og vilja enga hjálp. Ef við skoðum fyrri hópinn, þá ræðst bati af meðferð alkóhólist- ans verulega af þeim skilningi og stuðningi, sem hann fær frá fjölskyldu sinni eða maka, for- eldrum eða börnum og vinum. Sú meðferð'sem, S.Á.Á. býður alkó- hólistum upp á í dag er fræðsla til sjálfshjálpar og er fyrir- myndin sótt til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa nú um nokkurt skeið gert sér ljóst að enda þótt þessi meðferð hafi mikla möguleika á að veita mönnum bata, þá nær hún mjög skammt ef fjölskyldan er skilin útundan. Kannanir syna að batalíkur af meðferð ásamt virkri þátttöku á starfi AA- Samtakanna eru almennt á bil- inu 55—65% fyrir alkóhólista. Steingrímur Gautur Kristjánsson: Fyrir skömmu ritaði ég grein, sem birtist í Morgunblaðinu 10. janúar sl. í tilefni af viðtali við Finn Torfa Stefánsson stjórnar- ráðsfulltrúa, í útvarpi þá skömmu áður. Segir í greininni að í máli Finns hefði komið fram: þessi ummæli væru fallin til að gefa ranga mynd af verkaskipt- ingu dómstóla og stjórnvaida hér á landi og að þau fælu í sér villandi upplýsingar um hlutverk umboðsmanna þjóðþinga á Norð- urlöndum, auk þess sem kæmi fram í þeim hættulegt viðhorf Það sem mér er ætlað að gera fyrst og fremst er að sinna erindum fólks sem telur á hlut sinn gengið í samskiþtum við einkum dómsmálayfirvöld, þ.e.a.s. dómstóla, löggæzlu og yfirvöld fangelsismála. „Ja, þetta starf er hugsað með hliðsjón af starfi umboðsmanns sem svo er kallað í Danmörku og ýmsum fleiri nágrannalöndum ... ... Það er stefnt að því að þetta starf verði fyrirboði eða fyrir- rennari umboðsmannsstarfs eins og er einmitt í nágrannalöndun- um“. Aðspurður um það hvort ráðn- ing í starfið hefði verið pólitísk svaraði undirritaður orðrétt svo: Stjórnarráðsfulltrúi eða lögsögumaður? 1. að hlutverk hins nýskipaða fulltrúa í dómsmálaráðuneyt- inu væri m.a. að taka við kvörtunum manna sem teldu sig eiga um sárt að binda í skiptum við dómstóla og stjórn- völd á sviði dómgæslu, athuga kærurnar og gera viðkomandi embættismönnum tiltal, ef efni þættu til, í sendibréfsformi. 2. að hlutverk fulltrúans væri samsvarandi starfi umboðs- manns þjóðþinga á Norðurlönd- um og víðar. 3. að hlutverk fulltrúans væri þess eðlis að eðlilegt væri að flokkspólitísk sjónarmið réðu vali í starfið. Þá lýsti ég þeirri skoðun að varðandi möguleika hins pólitíska valds til íhlutunar í dómsmál. Leitaðist ég síðan við að færa rök fyrir þessum sjónarmiðum. Misskilningur og rangtúlkun? í Morgunblaðinu 19. janúar sl. sendir Finnur Torfi mér síðan breiðsíðu, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að allar forsend- ur gagnrýni minnar séu rangar, ég hafi haft rangt eftir sér og misskilið ummæli sín. Loks leggur hann mér nokkrar lífsreglur, og er sú fyrst að hlaupa ekki að niður- stöðum að óathuguðu máli, hin önnur að fyrirgera ekki trausti almennings með vanhugsuðum blaðaskrifum, en hin þriðja að misnota ekki það traust, sem staða mín skapi til að hafa áhrif á almenningsálitið. Þegar ég hafði lesið þetta, varð mér fyrst fyrir að hugsa að mér hefði verið sæmst að halda mig á mottunni og að best væri fyrir mig að láta mér þetta að kenningu verða og láta fara sem minnst fyrir mér fyrst um sinn, mér hlyti að hafa misheyrst mjög hrapal- lega, líklega ekki verið almenni- lega vaknaður þegar ég hlustaði á viðtalið, sofnað aftur og dreymt þessa vitleysu. En þá fór ég að lesa þau ummæli, sem Finnur birtir orð- rétt úr viðtalinu og sá ekki betur en nálega allt sem ég hafði haldið fram stæðist fullum stöfum. Þarna komu nefnilega fyrir m.a. eftirfarandi ummæli: „Ég held að ég geti svarað því játandi a.m.k. að hluta til því ég veit að dómsmálaráðherra leit svo til að það gæti verið mikill kostur að í þetta starf færi maður sem hefði trú á málefninu almennt. Þetta er hugmynd jafnaðarmanna á Norðurlöndum, þetta umboðs- mannsstarf." Þrátt fyrir það að mér virtust þessi ummæli bjarga mér frá mestu skömminni, fannst mér eins og enn vantaði eitthvað. Ég varð mér því úti um segulsnældu með viðtalinu. Á henni reyndust að finna eftirfarandi ummæli: „.. ætlunin er þó sú varðandi dómsmál að ef það koma upp umkvörtunarefni þar sem eftir athugun kemur í ljós (ja) að einhver hefur verið beittur rang- indum. þá er ætlunin að ég sendi bréf með aðfinnslum og jafnvel einhverjum áminningum, eftir því sem efni standa til, og reyni jafnvel að fá þvi breytt sem ranggert hefur verið.“ Ég læt lesendum blaðsins eftir að dæma um hvort rangt var eftir haft í grein minni. Vanþekking á dönskum lögum? Varðandi þær skoðanir sem ég setti fram í grein minni kemur fram að Finnur Torfi er mér sammála í öllum meginatriðum. Þannig viðurkennir hann að um- boðsfulltrúinn geti ekki haft áhrif á dómstóla í dómsathöfnum eða breytt efnisniðurstöðu dóma og að hann geti einungis haft áhrif á störf stjórnvalda, sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Það er þannig raunverulega enginn efnis- ágreiningur milli okkar um túlkun á íslenskum lögum. Hins vegar dregur Finnur í efa þekkingu mína á dönskum lögum. Hann segir réttilega að danski umboðs- maðurinn hafi ekki vald til að afturkalla, ógilda eða breyta stjórnsýslugerningum, þótt í reynd sé yfirleitt farið eftir ábendingum hans. Af ummælum í grein minni dregur hann þá álykt- un, að ég standi í þeirri meiningu að umboðsmaðurinn hafi beint vald í þessu efni, og verð ég að játa að vel má túlka þessi ummæli þannig, en þau eru þessi: „Þessi embættismaður getur, í umboði þingsins, komið fram breytingum og leiðréttingum á stjórnarat- höfnum, sem hann telur ólögmæt- ar.“ Danski umboðsmaðurinn getur: 1. Lagt fyrir handhafa ákæru- valds að hefja rannsókn eða gefa út ákæru. 2. Lagt svo fyrir að höfðað skuli mál af hálfu hins opinbera samkvæmt starfsmannalögum. 3. Birt viðkomandi stjórnvaldi álit sitt og mælst til þess að eftir því verði farið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.