Morgunblaðið - 14.03.1980, Page 21

Morgunblaðið - 14.03.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 21 leiðslustjóra er að framleiða sem mest og ódýrast af staðlaðri vöru. Sölustjórinn vill hins vegar selja sem mest og sér að til þess verður hann að aðlaga vöruna sem mest séróskum neytenda. Enginn viti borinn stjórnandi lætur fram- leiðslustjórann ráða heldur sam- ræmir sjónarmið þeirra út frá markmiðum heildarinnar. Frumstæðir arðsemis- útreikningar Samlíkingin við Kröflu styrkist við að athuga útreikningana sem borgarverkfræðingsembættiðlagði fram til aðstoðar við ákvarðana- tökuna. Er ekki aðeins að þar skorti á samanburð við aðra möguleika heldur eru þeir fræði- lega alls ófullnægjandi, þar sem þeir taka einungis tillit til fjár- hagslegs kostnaðar annars vegar og aksturssparnaðar hins vegar. í siðuðum samfélögum tíðkast að nota kostnaðar- og nytjagreiningu í sama tilgangi, en hún tekur til mun fleiri þátta í kostnaði og nytjum eða hagsbótum. Auk fjár- festingar- og rekstrarkostnaðar á raunvirði teljast umhverfisspjöll og velferðarrýrnun til kostnaðar- liða, en til nytja eða hagsbóta teljast ýmis óbein velferðaráhrif. Olíkt hafast að embætti borgar- verkfræðings og vegamálastjóra. Hið fyrra leggur fram ómarktæka arðsemisathugun en hið síðara lætur kanna félagsleg áhrif hugs- anlegrar Ölfusárbrúar á nærliggj- andi byggð. Óljóst vandamál Vandinn sem leysa skal með Höfðabakkabrunni er alls óljós. Er hann að eyða þjóðvegafé í þéttbýli? Er hann að leysa brýnan vanda breiðhyltinga og sunnan- manna við að komast austur Elliðaár. Borgarverkfræðings- embættið leggur aðeins stakan valkost fram — einn möguleika. Til geta verið aðrir kostir til vegagerðar í þéttbýli og aðrir kostir til að leysa vanda umferðar yfír Elliðaár. Höfðabakkabrúin og tenging hennar eru leifar af hug- mynd um hraðbraut frá Sóleyj- argötu, upp Fossvogsdal og Breið- holt. Allar þessar hugmyndir hafa verið lagðar til hliðar en borgar- verkfræðingsembættið og 10 borg- arfulltrúar verja nú síðasta spott- ann og brúasporða eins og hug- umstórum riddurum götunnar sæmir. Tveir starfsmenn borgarverk- fræðingsembættisins brutust út úr þrönginni og fluttu vandaða og rökstudda gagnrýni á brúarhug- myndina. Það er ekki auðvelt verk að andmæla yfirmönnum sínum. Hafi þeir þökk fyrir frumkvæði sitt og framtak. Þeir hafa m.a. bent á nýjar lausnir eins og ofanbyggðaveg. Skipulag í endurskoðun Staðreynd er að öll umferðar- mál á höfuðborgarsvæðinu eru í endurskoðun vegna þess að ekki hefur verið ennþá skipulögð ný byggð austan Elliðaár. Út frá heildarhagsmunum Reykvíkinga er því brýnt að stöðva byggingu brúarinnar til að takmarka ekki svigrúm skipulagsyfirvalda við út- tekt á framtíðarþróun borgarinn- ar. Hverjir ráða í Reykjavík? Pukurpólitíkin vekur upp tvær spurningar. Sú fyrri varðar tengsl embættismanna og stjórnmála- manna í borgarkerfinu. Hverjir ráða í Reykjavík? Eru það kannski eftir allt saman embættismenn? Vald embættismanna nærist að sjálfsögðu af sérþekkingu þeirra á málefnum en stjórnmálamenn ýta gjarnan til þeirra valdi, þegar léleg ákvörðun er afsökuð með því að segja: embættismennirnir vildu þetta! Eitt er þó víst: Grjóthaugurinn mikli sem safnað var í vetur við Elliðaárstíflu og nýtist ekki í annað en undirstöðu undir brúna er embættismannaákvörðun tekin löngu áður en stjórnmálamenn samþykktu brúna. Trúnaðarbrestur Siðari spurningin er: Hvernig eru tengsl borgarfuiltrúa við kjós- endur? Hvergi eiga opin stjórnmál og opin umræða betur við en í sveitarstjórnarmálum. Við búum við kerfi þar sem 15 fulltrúar eru kosnir pólitískri kosningu. Þessa fulltrúa geta kjósendur heimsótt, suma í viðtalstíma og fengið pólitíska fyrirgreiðslusprautu. Þetta kerfi hefur nú gengið sér til húðar. Milli kjósenda í Árbæjarhverfi og borgarfulltrúa þriggja flokka er kominn trúnaðarbrestur. Við undirbúning á ákvörðun um Höfðabakkabrú var aldrei leitað til kjósenda. Þegar félagasamtök í Árbæjarhverfi, kvenfélagið, bræðrafélagið og íþróttafélagið Fylkir sendu inn hógværa beiðni um frestun og fund var því í engu sinnt. Nú kæra menn sig kollótta um fundi og blíðmæli, því að málið er komið á annað stig. Eigin framboð Þá ályktun má draga af trúnað- arbrestinum að önnur mál en stjórnmálaskoðanir skipta mönnum í hópa þegar í hlut eiga borgarmálefni. Sérstaklega eru hagsmunir nýrri byggða eins og Breiðholts og Árbæjar frábrugðn- ir hagsmunum annarra hluta borgarinnar. Með eigin framboði meðal sjálfstæðismanna, fram- sóknarmanna og alþýðuflokks- manna gætu þessi hverfi eignast sanna fulltrúa, sem hlusta á umbjóðendur sína, og kæmust jafnvel í oddaaðstöðu. Að því ber að vinna ef brúin verður reist. Viðtöl við menn síðustu daga hafa fært mér heim sanninn um þetta. Frekari stigmögnun deilunnar Félagslíf í Árbæjarhverfi stend- ur með miklum blóma. Menn hafa skýrt það á ýmsan hátt. Hverfið er fámennt og aflokað af Elliðaám og Suðurlandsvegi. Friðsældin og fortíðin sem streymir frá Elliða- ánum og Árbæ hefur sín áhrif á mannlífið. Fólk finnur til sam- stöðu á sínum afmarkaða bletti. Aðrir borgarhlutar heita í holt og hæðir en okkar hverfi dregur nafn af sýnilegum minjum Árbæjar, sem er eins konar tákn þorpbrags- ins, sem þar er að finna. Allir sem þekkja viðbrögð sam- stilltra hópa geta nú leikið sér að því að prjóna framlengingu á þessa deilu og ímynda sér hver verða næstu skref í stigmögnun hennar frá báðum aðilum. Eitt af því sem ráðið getur úrslitum er stuðningur annarra einstaklinga og hópa í þjóðfélaginu, því að mikið þarf til að breyta ákvörðun sem þegar hefur verið tekin. Undirskriftasöfnun er þegar haf- in. Verum minnug þess að Seðla- bankahúsið á Arnarhvoli var aldrei reist og að borgarstjórn samþykkti með 15 samhljóða at- kvæðum fyrir mörgum árum að reisa ráðhús í Tjörninni. Árbæingar eru risnir úr rekkju. Árvakur á Áttæringsvogi í Papey. Ásgrímur S. Björnsson: Afglöp á af glöp ofan Því hefur verið fleygt, eða ólyginn sagði mér, eins og stund- um er sagt, að embættismanna- og sérfræðingakerfið hafi fundið út af sinni alkunnu speki og ómissandi tölvuaðstoð, að það sé helst til bjargar málefnum Landhelgisgæslunnar, Vita- og hafnarmálastofnunarinnar og þar með ríkissjóðs að selja vitaskipið v/s Árvakur fyrir 50 milljónir króna, svo óstjórn þessara og annarra slíkra mála geti haldið áfram óáreitt. Á þeirri stundu, þegar Heró- des og Pílatus urðu vinir, þurfti að finna sökudólginn og hann fannst, fyrirhafnarlítið. Eina sérhannaða skipinu til vitaþjónustu, útlagningar og við- halds dufla, lagningar sækapla og margra annarra starfa, sem eyþjóð hlýtur öðrum fremur að hafa þörf fyrir, skal fórnað á altari vitleysunnar. Enn einu sinni stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að dýrkun íslensku þjóðarinnar á sérfræðingum og óskeikulum embættismönnum hefur leitt þjóðarskútuna á almyrkvaða siglingaleið sérviskusérfræðinga og embættismannakerfis svo að vandratað verður í fatsæla höfn. En við treystum því að öll él birti upp um síðir og gæfa núverandi rikisstjórnar og fjár- veitingarvalds verði svo mikið að þeir verði ekki dregnir lengur á asnaeyrunum í þessu máli af misvitrum augnþjónum sínum. Áður en þetta glappaskot glappaskotanna verður að veru- leika ættu þeir að leita ráða og leiðsagnar út fyrir kerfið og sérfræðingana. Þó að brjóstvit og reynsla séu stærstu skamm- aryrði íslenskrar tungu í dag, er ekki víst að svo verði talið, þegar fram líða stundir. Ásgrímur S. Björnsson stýrimaður. Mikið um dýrðir á árlegri sæluviku Skagfirðinga SauAárkróki 12. marz HIN árlcga Sæluvika Skagfirð- inga hefst hér á Sauðárkróki um næstu helgi og að venju verður margt til skemmtunar og íróð- leiks. Dagskráin hefst laugardag- inn 15. marz klukkan 14 með skemmtidagskrá Karlakórsins Heimis. Þar verður margt til skemmtunar, kórsöngur, töfra- brögð Baldurs Brjánssonar og fleira, en þessi skemmtun verður endurtekin um kvöldið. Sqma dag hefjast kvikmynda- sýningar Sauðárkróksbíós og verða bær alla daga Sæluvikunnar. Dansleikur verður á laugardags- kvöldið í Bifröst, þar leikur hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar eins og á öðrum dansleikjum vikunnar, að undanskildu fimmtu- dagskvöldinu, en þá leikur sextett skipaður gömlum kempum í „bransanum". Leika þeir eingöngu gömlu dansana og má ætla að margir yngist upp við að fá sér snúning undir dillandi hljómfall- inu. Stjórnandi gömlu dansanna verður Óskar Magnússon frá Brekku. Á sunnudag klukkan 14 verðu guðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju þar sem sóknarpresturinn, séra Sigfús J. Árnason, prédikar. Tón- Kjartan á ný ritstjóri Þjóðviljans KJARTAN ólafsson verður á ný ritstjóri við Þjóðviljann frá og með næstu mánaðamótum. Kjartan var ritstjóri blaðsins á árunum 1972 til 1978 er hann var kjörinn á þing. Hann hefur að undanförnu verið stjórnarfor- maður Útgáfufélags Þjóðviljans. listarfélagið á Sauðárkróki efnir til tónleika í Safnahúsinu klukkan 16. Þar koma fram Sigríður Ella Magnúsdóttir og Jónas Ingimund- arson píanóleikari. Að tónleikun- um loknum verður opnuð mál- verkasýning í Safnahúsinu. Þar sýnir Gísli Guðmann frá Akureyri. Um kvöldið frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks Týndu teskeiðina eft- ir Kjartan Ragnarsson, leikstjóri Ásdís Skúladóttir. Leikurinn verð- ur sýndur alla daga vikunnar. Á mánudag og þriðjudag verða kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju. Þar flytur Gísli Magnússon í Eyvindarholti ræðu. Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngur við und- irleik Ólafs Vignis Albertssonar, kirkjukór Sauðárkróks syngur undir stjórn Jóns Björnssonar tónskálds, einsöngvarar Ragnhild- ur Óskarsdóttir og Þorbergur Jós- epsson, undirleikari með kórnum er Maía Ásbjörnsdóttir. Fjölmargt fleira verður á dag- skrá Sæluvikunnar, t.d. verður Gagnfræðaskóli Sauðárkróks með söng- og leikþætti, Leikfélag Skag- firðinga í Varmahlíð sýnir gaman- leikinn „Borðdans og bíómyndir" á skemmtunum, sem Verkakvenna- félagið Aldan gengst fyrir. Þar syngur einnig blandaður kór og Ómar Ragnarsson lætur að sér kveða. Á lokadegi Sæluvikunnar, laugardaginn 22. marz, syngur Samkór Sauðárkróks, stjórnandi Lárus Sighvatsson, undirleikari Rögnvaldur Valbergsson. Gefin hefur verið út prentuð, vönduð dagskrá fyrir Sæluvikuna þar sem kynntir eru helztu dagskrárliðir. Félagsheimilið Bifröst annast framkvæmd vikunnar eins og und- anfarin ár og framkvæmdastjóri þess er Helgi Gunnarsson. — Kári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.