Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 22

Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Ár trésins á Fáskrúðsfirði Fáskrúðtifirði, 13. marz. Á ÞESvSARI lóð stendur hús, sem Sigurður Einarsson byggði árið 1908 og Marteinn Þorsteinsson, kaupmaður og útgerðarmaður hér, og Rósa Þorsteinsdóttir, kona hans, bjuggu í alla sina tíð hér á Fáskrúðsfirði. Rósa plant- aði trjánum, sem sjást á mynd- inni, árið 1920, og er mest af trjánum danskur reynir. Eru þessi tré með elztu trjám á staðnum, en garðurinn stendur á milli Búðavegar og Skólavegar, þar sem Landsbanki Islands æti- ar að fara að reisa bankahús- næði. Ráð er fyrir því gert að trén fái að standa þó svo að ný og stór bygging komi á lóðina, en ekki er enn ákveðið hvort íbúðarhúsið sjálft, sem er með eldri húsum á staðnum, verður flutt í heilu lagi í burtu eða brotið niður. Sigurður Ráðinn sem frétta- * maður að Utvarpinu HALLGRÍMUR Thorsteinsson hefur verið ráðinn fréttamaður hjá Útvarpinu og hefur hann störf fljótlega. Bæði Útvarpsráð og Fréttastofa útvarps mæltu með ráðningu Hallgríms. Hann hefur starfað á fréttastof- unni í afleysingum, en verið við nám í Bandaríkjunum í vetur. Meðfylgjandi mynd Balt- asars „Það sem keisarans er“ birtist í Mbl. í gær með rabbi við listmálarann. Myndin sneri þá rangt í blaðinu og er því birt hér aftur. Einarsson, sá er byggði húsið árið 1908, var faðir Einars Sigurðsson- ar, fyrsta heiðursborgara Búða- hrepps, en hann er 'nú kominn á níræðisaldur og starfaði sem skipa- og húsasmiður hér á Fá- skrúðsfirði. Leiðrétting Flöskuskeyti á ferð- inni í Reyðarfirði Eskifirði, 13. marz. ÞAÐ BAR til tíðinda hér fyrir nokkrum dögum, að Sören Sören- sen fann flöskuskeyti i Þernunesi við Reyðarfjörð, en Sören var þarna á ferð í steinaleit. Skeytið var í forláta viský-flösku og var merkt númer 21, þannig að ætla má að fleiri skeyti hafi verið send af sendanda skeytisins, sem fannst í Þernunesi. í skeytinu segir m.a., að það sé sent frá kanadíska flutningaskip- inu M.V. Arctic 20. ágúst 1978, þar sem það var statt um 360 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á leið frá Skotlandi til Nahisisvik á Baffin- eyju, þar sem það átti að lesta blý og fleiri málma og flytja til Antwerpen í Belgíu. Bréfritarinn, Raymond Brow frá Kanada, biður finnanda flöskunnar að svara sér og segja frá fundarstað, ástandi skeytisins og fleiru og það hyggst Sören gera fyrr en seinna. —Ævar Kosið um áfengisút- sölu á Seltjamamesi Bæjarstjórn Seltjarnarnes- kaupstaðar samþykkti á fundi sinum s.I. miðvikudag, að fram skyldi fara meðal íbúa bæjarins atkvæðagreiðsla um áfengisút- sölu, en hugmyndin er að gefa Áfengis- & tóbaksverzlun ríkis- ins kost á útsölu í hinni nýju verzlanamiðstöð sem nú er að rísa við Eiðistorg þar í bæ. Samkvæmt lögum ber að láta fram fara atkvæðagreiðslu með- al íbúa bæjarfélaga hvað slíkum málum viðvíkur, og samþykkti bæjarstjórn að kosn- ingin færi fram samhliða for- setakosningunum i vor. Að þessu tilefni sneri Morg- unblaðið sér til Magnúsar Er- lendssonar forseta bæjarstjórn- ar og spurði hann fyrst hvort hann teldi líkur á, að ibúar Seltjarnarnesbæjar mundu samþykkja áfengisútsölu, en slikt hefur verið fellt t.d. i Hafnarfirði. „Að sjálfsögðu er erfitt að segja um hvernig þessar kosn- ingar muni fara,“ sagði Magnús — „en mitt persónulega álit er, að áfengisútsala verði samþykkt, enda tel ég það bera vott mikill- ar hræsni og yfirdrepsskapar þegar fólk neitar að hafa útsölur áfengis í sínum bæjum, en síðan fer mikill hluti þessa sama fólks langar leiðir til höfuðborgarinn- ar til áfengisinnkaupa — slíkt væri einhvers staðar kallað tvö- falt siðgæði." Nú er opnunartími verzlana Magnús Erlendsson frjálsari á Seltjarnarnesi en í Reykjavík — má búast við því sama hvað áfengisútsölu varðar? „Það er rétt að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja veita íbúum bæjarins sem bezta þjón- ustu, og því mega kaupmenn hafa verzlanir sínar opnar svo lengi sem þeir vilja og hafa áhuga á, enda er stríður straum- ur Reykvíkinga í matvöruverzl- anir á Seltjarnarnesi allar helg- ar, en hvað viðvíkur opnunar- tíma áfengisútsölu, yrði það að sjálfsögðu alfarið í höndum ráðamanna ÁTVR.“ Búist þið við aukinni áfengis- drykkju í bænum, ef opnuð yrði útsala frá ÁTVR? „Það tel ég af og frá. Rann- sóknir sína glöggt, að í þeim bæjarfélögum hér á landi þar sem opnar eru áfengisútsölur, er fjarri því að meira sé drukkið en í þeim bæjum sem engar útsölur hafa. Kemur þetta skýrt fram í rannsóknum þeim sem læknarn- ir Tómas Helgason og Jóhannes Bergsveinsson ásamt Gylfa Ásmundssyni sálfræðingi hafa framkvæmt um áfengisvenjur íslendinga." Óttist þið ekki að opnun áfengisútsölu muni skapa ónæði hjá íbúum bæjarins? „I Reykjavík eru áfengisútsöl- ur inni í miðjum íbúðarhverfum, þó hefi ég ekki orðið var við í fjölmiðlum miklar kvartanir af þeim sökum. Hins vegar vil ég taka það skýrt fram, að fyrir- hugaðri útsölu á Seltjarnarnesi er ætluð aðstaða fjarri íbúðar- hverfum, eða eins og áður sagði í hinni nýju stóru verzlanamið- stöð, og þó ég sé sjálfur lítill boðberi þessara veiga, þá tel ég eðlilegt og sjálfsagt, að þeir, sem þeirra vilja njóta og hafa um hönd, geti nálgast þær í sínum heimabæ. Ég er alfarið á móti boðum og bönnum og tel að í þessu máli sem flestum öðrum sé einstaklingnum gefinn hæfileiki til að velja eða hafna. Bönn hafa sjaldan leyst nokkurn vanda í þessum málaflokki," sagði Magnús Erlendsson að lokum. Verkefni sveitarfélaganna verði færð nær fólkinu — sagði félagsmálaráðherra á fulltrúa- ráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga NÚ STENDUR yfir í Reykjavík fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga, en fundurinn hófst í gær og lýkur i dag. Auk reglulegra fundarstarfa kynnti Ilallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu aðra áfangaskýrslu verkaskiptanefndar ríkis og sveitarfélaga, en hún fjallar um stjórnsýslu og umdæmaskipan á sviði sveitarstjórnamálefna í landinu. Þá flutti ólafur Davíðsson hagfræð- ingur í Þjóðhagsstofnun erindi um Við fundarsetninguna í gær flutti Svavar Gestsson félags- málaráðherra ávarp og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Jón G. Tómasson formaður sambandsins setti fund- inn. Síðdegis í gær hófust síðan nefndarstörf og mun þeim verða fram haldið í dag og síðan lögð fram nefndarálit og fara þá fram umræður um þau. Fundinum lýk- ur síðan síðdegis í dag. í ávarpi sínu gat Svavar Gests- son félagsmálaráðherra þess að nefnd sú er starfað hefur að endurskoðun verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga skuli starfa áfram og mun hún nú hefjast handa um síðasta áfanga verkefn- fjármál sveitarfélaga. is síns sem varðar skiptingu tekju- stofna ríkis og sveitarfélaga og hefur ráðherra óskað eftir því að hún ljúki störfum um næstu áramót. Síðan minntist ráðherra á ýmis atriði er unnið hefur verið að í ráðuneytinu og snerta sveitar- stjórnir. I lok ávarps síns ræddi hann um mikilvægi sveitarfélag- anna sem stjórnsýslueininga: „Sveitarstjórnirnar eru þau stjórnvöld sem næst eru íbúum á hverjum stað og hverju svæði. Ég tel að það sé nauðsynlegt fyrir sveitarstjórnirnar allar að gera sér grein fyrir þessari staðreynd, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki með því að reyna að laða fram frumkvæði og áhuga íbú- anna í sveitarfélögunum á þeim margvíslegu verkefnum, sem þau þurfa að takast á við og sveitar- stjórnirnar. I þessu sambandi tel ég ekki síst mikils um vert að stjórnskipan hinna stærri og fjöl- mennari sveitarfélaga verði tekin til sérstakrar athugunar þannig að verkefnin verði færð nær fólk- inu með því að laða fram aukinn áhuga á ákvörðunum um ýmis mál sem snerta hið daglega líf íbú- anna. í þessum efnum dugir það ekki að forráðamenn sveitarfélag- anna bíði eftir því að þeir verði spurðir og kvaddir á vettvang af íhúunum. Forráðamenn sveitarfé- laganna þurfa að hafa frumkvæði í þessum efnum og því virkari sem þátttaka íbúanna er þeim mun betri verður stjórnin á sveitarfé- laginu". Lúðrasveitin æfir fyrir Noregsferð Stykkishólmi 12. marz. LÚÐRASVEIT Stykkishólms æfir Islenzkir eðlisfræðingar harma stofuf angelsun Sakharovs EÐLISFRÆÐIFÉLAG íslands hefur ritað eðlisfræðideild Sov- ézku vísindaakademíunnar bréf, þar sem stjórn félagsins kveðst harma þá skerðingu á persónu- frelsi, sem sovézk yrirvö'd hafi beitt eðlisfræðinginn Andrei Sakharov, m.a. með því að gera honum ókleift að starfa á fræða- sviði sínu með eðlilegum hætti. í bréfinu, sem undirritað er af formanni félagsins, Þorsteini Vil- hjálmssyni, segir m.a.: „Sovézk vísindi hafa notið vax- andi virðingar í hinum alþjóðlega heimi vísindanna á undanförnum áratugum. Með aðgerðunum gegn Sakharov er þessari virðingu stefnt í voða og kemur þar margt til. Hætta er á því að tengsl annarra við þau vísindi, sem unnið er að við slík skilyrði, gangi úr skorðum við atburði sem þessa. Sú einangrun, sem af því leiddi mundi sem slík vafalaust ekki verða sovézkum vísindum til framdráttar. Auk þess munu að- gerðir af þessu tagi smám saman móta sovézkum vísindum innri starfsskilyrði, sem hefta allt eðli- legt og frjótt vísindastarf." M.a. er bent á að vísindi geti stuðlað að friðsamlegri sambúð milli þjóða, en síðan segir: „Við getum því miður ekki dregið dul á þann ótta að atburðir á borð við stofufangelsun Sakh- arovs geti orðið til þess að snúa við þessari þróun, torvelda eðlileg alþjóðleg samskipti í vísindaheim- inum og gera að engu þau áhrif, sem slík samskipti geta haft til friðar. Þetta bréf er samið til að lýsa þessum ótta í þeirri von að valdamönnum snúist hugur áður en hann verði að veruleika." Hefur sovézka sendiráðinu á íslandi verið sent afrit af bréfinu með beiðni um að efni þess verði kynnt sovézkum stjórnvöldum. nú af kappi dagskrá fyrir sumar- ferð sveitarinnar sem fyrirhuguð er til Noregs ef ekkert sérstakt kemur fyrir sem aftrar ferðalag- inu. I sveitinni eru nú yfir 20 hljóð- færaleikarar og hefir lúðrasveitin starfað samfellt í 36 ár. Félagar komu á sínum tíma upp Hljómskál- anum í Stykkishólmi þar sem nú er Tónlistarskólinn. Var þetta verk mest unnið í sjálfboðavinnu. Víkingur Jóhannsson hefur nær óslitið stjórnað sveitinni, en lengst hefur Árni Helgason verið formað- ur eða í 27 ár.Núverandi formaður er Bjarni Lárentsínusson sem leik- ið hefir í Lúðrasveitinni næstum frá upphafi. Aðeins 1 af stofnend- um er enn hljóðfæraleikari í sveit- inni en það e Benedikt Lárusson. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.