Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Enn ráðast Sovét- menn á Norðmenn Réttmætur kvíði á Norðurlandaráðsþingi SOVÉSKIR fjölmiðlar halda enn uppi árásum á Norðmenn og saka þá um ograndi aðgerðir gagnvart Sovétríkjunum. Í grein, sem frétta- þjónusta APN, Novosti á íslandi sendi út 13. mars segir Yuri Kuznétsov meðal annars: „Heræfingar NATO í Noregi og á hafinu umhverfis landið. sem hófust seint í febrúar og standa tll marsloka. fara fram við bæjardyr Sovétríkjanna og í þeim taka þátt herir sex landa. þar á meðal Á MORGUN, laugardag, verður opnuð sýning á 45 málverkum eftir Jakob V. Hafstein í Bóka- safnshúsinu á Akranesi. Á sýn- ingunni eru 12 oliumálverk, 16 vatnslitamyndir, 16 pastelmynd- ir og ein touch og tempera. Knattspyrnuráð Akraness stend- ur að sýningunni. Allar myndirnar eru til sölu og renna 20% af söluandvirði mynd- Bandarikjanna, Vestur-Þýskalands og Bretlands. Það kom fram á þingi Norður- landaráðs, sem haldið Var í Reykjavík nýverið, að þessar NATO æfingar hafa vakið réttmætan kvíða í grannríkjum Noregs, þær fara fram í heimshluta þar sem allt hefur verið talið rólegt... Sú spurning vaknar hvað er orðið um hinar margendurteknu yfirlýs- ingar norskra stjórnvalda um að þar skuli ekki vera erlendar her- anna til styrktar starfsemi Knattspyrnuráðs Akraness og knattspyrnumanna. Öllum er frjáls og ókeypis aðgangur að sýningunni, sem er opin daglega frá kl. 19—22, en á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—22. Sýningin verður opnuð n.k. laugardag 15. mars kl. 14 og henni lýkur sunnudaginn 23. mars 1980 kl. 22. stöðvar á friðartímum. Af hverju hafa norsk stjórnvöld snúið baki við henni? Trúa þau þeirri algerlega staðhæfulausu skröksögu að um „aukna hervæðingu Sovétríkjanna við landamæri Noregs" sé að ræða? Eða fá þau ekki staðist hinn öfluga þrýsting Bandaríkjanna? Hvort heldur sem er, er það ekki norska þjóðin sem græðir á þessum aðgerð- um.“ Það sem Yuri Kuznétsov á við í síðasta kaflanum hér að ofan er m.a. sú ákvörðun Norðmanna að heimila, að þungavopn séu í geymslum í Noregi til afnota fyrir aðfluttan liðsafla á hættustundu. í Morgun- blaðinu hafa komið fram sjónarmið Norðmanna í þessu máli og má þar meðal annars benda á orð Guttorms Hansens í blaðinu 11. mars s.l. En þar kemur fram, að Norðmenn hafa í þrjú ár unnið að því að fá þungavopn flutt til lands síns á friðartímum og til geymslu þar. Á Norðurlandaráðsfundinum í Reykjavík voru allir málsmetandi menn, sem um öryggismál fjölluðu, þeirrar skoðunar, að ekkert það væri að gerast í öryggismálum Norðurlanda, sem breytti grundv- allarstefnu þeirra. Aðeins finnskir kommúnistar voru þeirrar skoðun- ar, að aðgerðir Norðmanna væru ögrandi eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Ný tölvustýrð símstöð í notk- un að Varmá LAUGARDAGINN 15. mars n.k. verður tekin í notkun ný tölvustýrð sjálfvirk símstöð í nýbyggðu póst- og símahúsi að Varmá i Mosfells- sveit. Stöð þessi, sem er 1000 númer að stærð, leysir af hendi 600 númera stöð af eldri gerð, er því um 400 nr. aukningu að ræða. Eldri stöðin var fullnýtt og að auki 180 óafgreiddar umsóknir, sem nú verður hægt að afgreiða. Við opnun þessarar nýju stöðvar fellur niður fjarlægðargjald milli Mosfellssveit- ar og Rcykjavíkur. Laugardaginn 23. febrúar s.l. var tekin í notkun ný 1400 nr. sjálfvirk símstöð á Selfossi í nýrri viðbygg- ingu við póst- og símahúsið þar. Þessi stöð kemur í stað 900 nr. símstöðvar af eldri gerð og er fjölgun númera því 500. Eldri stöðin var að fullu nýtt og að auki lágu fyrir 350 óafgreiddar umsóknir. Stöðvabúnaður, sem skipt var út að Varmá og á Selfossi, verður nýttur að fullu yið stækkanir á öðrum stöðvum af sömu gerð. Fréttatilk. Akranes: Sýning á málverkum Jakobs V. Hafsteins Steingrímur Sigurðsson opnar í kvöld málverkasýningu á Laugavegi 12 i Reykjavík. Ljósm. Rax Steingrímur Sigurðs- son sýnir í Steingrímur Sigurðsson listmál- ari opnar I kvöld kl. 20.30 sina 42. einkasýningu i nýju gallerii á Laugavegi 12 í Reykjavik. Sýnir hann þar 60 myndir og hafa 54 þeirra ekki verið sýndar áður og eru þær flestar málaðar eftir að listamaðurinn fluttist til Reykja- vikur á sl. ári. Steingrímur sagði sýninguna vera eins konar Reykjavíkursýningu þar sem margar myndanna væru frá Reykjavík gömlum hverfum í kringum mið- bæinn, en þar væri að finna margs konar verkefni ekki sízt nú í snjón- um. Steingrímur kvaðst hafa ein- beitt sér nokkuð að vatnslitamynd- um, en þær krefðust mikillar æf- ingar og sérstakrar skynjunar. Sem fyrr segir er þetta 42. einkasýning Steingríms hér á landi og erlendis, en síðast sýndi hann í Þrastarlundi. Sýningin er tileinkuð einkadóttur Steingríms, vegna fermingar henn- ar í vor. Stykkishólmur: 40 ára vígsluaf mæli sóknarprests kaþólskra Stykkishólmi 12. marz. 1980. SUNNUDAGINN 9. þ.m. var þess minnst í kirkju kaþólskra hér í Stykkishólmi að sóknarprestur þeirra, Jan Habets, átti 40 ára vígsluafmæli. Við það tækifæri var mættur biskupinn, sr. Frehen, frá Landakoti sem flutti prédikun í tilefni dagsins. sSéra Habets hefir verið hér um nokkurt skeið og kom hingað frá Portúgal þar sem hann þjónaði um tíma. Það kom fram hjá biskupi að við vígslu sr. Habets hefði hann óskað sér prestþjónustu á Íslandi, hafði litið til þess sem ævintýra- lands, en þá var þar ekkert sæti laust. En nú hefir þessi ákvörðun orðið að veruleika. Séra Habets hefir undanfarið beitt sér mjög fyrir samstarfi kaþólskra og lúterskra hér á landi og í jan. sl. var eins og kunnugt er komið á samstarfi um messur þar sem kaþólskir og lút- erskir fluttu messur hverjir í annars kirkjum. Eftir messu var viðstödd- um boðið til kaffidrykkju hjá systr- unum í tilefni dagsins. -fréttaritari. jgr,., „Það boð verður að koma með eðlilegum hætti“ Út af orðum Ólafs Einarssonar í Morgunblaðinu í gær, 13.3., vil ég taka fram eftirfarandi: Þegar ný- kjörinn formaður þingflokks sjálf- stæðismanna bað mig að greiða atkvæði með þingflokki sjálfstæð- ismanna í desember við nefndar- kosn'ingar varð ég við þeirri ósk enda var þá út frá því gengið að ég yrði boðinn velkominn í þingflokk- inn ekki seinna en í janúarmán- uði. Janúar virðist ekki enn vera kominn hjá meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna, a.m.k. hefur mér ekki ennþá borist boð um inngöngu í þingflokkinn. í þessu nefndarkjöri í desember hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 4 menn af 9 í fjárveitinganefnd og gerðist það m.a. fyrir mitt tilstilli plús það að „eitt krataatkvæðí datt af himn- um ofan til viðbótar“. í þessu sambandi er og rétt að geta þess að tvær morgunstundir sitt hvoru megin við mánaðamótin jan/feb. var rætt við mig tvívegis, í annað skiptið af fornianni þingflokksins, Ólafi Einarssyni, um að ég kæmi inn í þingflokkinn í snarhasti en sú „dýrð“ stóð ekki nærri daglangt í hvort skiptið. Mér hefur verið gefin sú skýring að tveir þing- menn hafi heitið að ganga úr þingflokknum ef ég gengi í hann. Þó virtist það ekki vera til fyrir- stöðu þær tvær stuttu morgun- stundir sem ég gat um fyrr, þegar búist var við að þingflokkurinn þyrfti nauðsynlega á mér að halda. Því hefur að auki verið borið við sem afsökun að þetta mál þyrfti að leysast heima í héraði af kjördæmaráði, en það hefur ekki enn boðað til fundar og ekkert frá því heyrst, en um var talað að það héldi fund strax eftir áramót. Eh nú ér það orðið alveg ljóst að sjálfstæðismenn á Suður- landi að undanteknum örfáum mönnum telja að það hefði verið bæði sjálfsagt og eðlilegt að ég færi inn í þingflokkinn þegar í upphafi þings og mun sú skoðun ríkjandi meðal sjálfstæðismanna um land allt. í tilefni af því sem sagt er í nefndu viðtali við Ólaf Einarsson um kosningu í fjárveitinganefnd, skal það skýrt tekið fram að ekki getur komið til greina að gera inngöngu mína í þingflokkinn að verzlunarvöru. Verði mér boðin innganga í þingflokkinn eftir þann langa umhugsunarfrest sem þing- flokkurinn hefur tekið sér, verður það boð að koma með eðlilegum hætti. Ólafur Einarsson hefur ekkert rætt við mig um þessi mál lengi, og ég hef engum falið umboð til að annast þau fyrir mig. Ég kom hins vegar munnlegri ósk minni um inngöngu í þingflokkinn á fram- færi þegar í upphafi þings við þáverandi formann þingflokks og var því þá þegar vel tekið af fámennum minnihluta. Að lokum ef rétturinn til ráð- stöfunar sætis Pálma Jónssonar í Eggert Haukdal fjárveitinganefnd hefur róað hugi manna í þingflokki sjálfstæðis- manna og túlkast sem framrétt sáttahönd af minni hálfu, þá er vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.