Morgunblaðið - 14.03.1980, Page 38

Morgunblaðið - 14.03.1980, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 Oddsteinn Gíslason — Minningarorð Fæddur 21. maí 1906. Dáinn 9. mars 1980. Hinn 9. mars sl. lést í Borg- arspítalanum Oddsteinn Gíslason Efstasundi 13, Rvík. Hann fæddist hinn 21. maí árið 1906, að Litla- Armóti í Hraungerðishreppi, 4. í röðinni af 11 systkinum. Foreldrar hans voru hjónin Gísii Þórðarson og Oddný Sigurlín Oddsdóttir. Árið 1923 lést faðir Oddsteins, það var erfitt ár í Litla-Ármóti, ekkj- an Oddný ein með stóran barra- hóp, en með guðs hjálp og góðra nágranna tókst að framfleyta heimilinu. Eftir lát föður síns fer Oddsteinn að heiman til vinnu. Leiðin lá suður til Reykjavíkur. Til að byrja með vann hann verkamannavinnu í landi. Árið 1924 bregður móðir hans búi og flyst með barnahópinn til Reykja- víkur. Oddsteinn ræður sig á togara árið eftir og stundaði togarasjómennsku næstu 5 árin. Árið 1930 verða þáttaskil í lífi Oddsteins, 2. ágúst kvænist hann Ölmu Jenný Sigurðardóttur, dótt- ur Sigurðar Halldórssonar skó- smiðs á Akranesi og Guðbjargar Guðmundsdóttur konu hans. Það sama ár hættir Oddsteinn á sjón- um um sinn, kaupir vörubíl og fer að stunda akstur. Þau ungu hjónin stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu á ýmsum stöðum þar til þau fluttust í sitt eigið hús að Efstasundi 13 árið 1946, og þar átti Oddsteinn sitt heimili upp frá því. Þau hjónin Oddsteinn og Alma Jenný áttu 11 börn, 8 stúlkur og 3 drengi, auk þess ól Oddsteinn upp eina stjúpdóttur. Einn son sinn, Gunnar, missti Oddsteinn síðast- liðið sumar og var honum það þungt áfall. Þyngsta áfallið í lífi Oddsteins var þegar hann missti konu sína 24. september 1955 frá 4 börnum innan við fermingu, en Oddsteini var ekki gjarnt að gefast upp þótt á móti blési. Hinn stóri systkinahópur föðurlaus í Litla-Ármóti, fyrirsjá konu og barna í kreppu og atvinnuleysi fyrir stríð, barátta við að byggja húsið í Efstasundinu með 12 börn og ótrygga atvinnu, allt þetta hafði hert vilja hans til að sigra. Einkunnarorð hans voru, allt sem þú s.egir verður þú að standa við og það sem hægt er að gera í dag það geymir þú ekki til morguns. Hin erfiðu ár á fyrstu búskapar- árum Oddsteins er hann var kominn með konu, og börnin fæddust hvert af öðru, atvinna var lítil og það geisaði kreppa í efnahagsmálum þjóða þá mótaðist mjög hugur hans gagnvart verka- lýðhreyfingunni. Hann var mjög einarður verkalýðssinni. Eg man eftir að eitt sinn vorum við að ræða um hversu margir frídag- arnir væru orðnir. Þá sagði hann að það væri nú eiginlega ekki nema einn dagur á árinu sem hann ekki ynni, ef hann mögulega kæmist hjá því og það væri 1. maí, frídagur verkamanna. Alla tíð fór Oddsteinn á sjóinn þegar lítið var að gera í akstri, það átti ekki við hann að hanga inni á stöð og bíða eftir að fá kannski einn túr og kannski ekki. Ef mannsævin væri mæld í vinnu- stundum þá væri vogarskál hans orðin ansi þung. Ég veit að Oddsteinn verður velkominn gestur handan moð- unnar miklu. Það er alls staðar þörf fyrir menn eins og hann. S.H. Oddsteinn Gíslason lést að Borgarspítalanum í Reykjavík 9. marz sl. eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Mér er ljúft að minnast þessa mæta manns með nokkrum orðum. Það var árið 1959 að ég tengist fjölskyldu hans, og allt frá þeim tíma hófust náin samskipti við hinn elskulega tengdaföður minn. Við bundumst strax miklum vináttuböndum, þar sem hann var veitandinn af sinni + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir. AXELSKÚLASON, klæöskerameistari, Úthliö 3, andaöist á Grensásdeild Borgarspítalans, 12. marz. Þorsteinsína Gísladóttir, Áslaug Axelsdóttir, Ólafía Axelsdóttir, Auöur Ólafsdóttir. Í Hjartkaer eiginkona mín og móðir okkar GUÐNY SIGRIÐUR FRIÐSTEINSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 12. marz s.l. Jaröarförin auglýst síðar. Þór Símon Ragnarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir. + Móöir okkar og tengdamóðir GUÐRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Ijósmóðir fró Hrappsstööum, Kársnesbraut 115, andaöist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 12. mars. Margrét Sigtryggsdóttir, Eggert Hjartarson, Sígurbjörn Sigtryggsson, Ragnheiöur Viggósdóttir, Jón Sigtryggsson, Halldóra Jónsdóttir. miklu góðvild en ég þiggjandinn. Hann var frábær mannkostamað- ur í smáu sem stóru og það kom fram í öllu hans líferni. Oddsteinn var greindur maður að eðlisfari og góðgjarn, mátti aldrei nokkuð aumt sjá, enda birtist það í lífsskoðun og viðhorf- um hans til flestra mála. Hann unni þjóðlegum fræðum og sögu og hafði yndi af ferðalögum um sveitir og héruð landsins og var manna fróðastur um land og lífshætti. Hann var snyrtimenni í allri umgengni og reglusamur í líferni og afkastamaður að hverju sem hann gekk. Hann stundaði jöfnum höndum sjómennsku og vörubif- reiðaakstur eftir því sem bezt hentaði hverju sinni til að fram- fleyta hinni mannmörgu fjöl- skyldu sinni. 2. ágúst 1930 gekk Oddsteinn að eiga Ölmu Jennýju Sigurðardótt- ur, hina ágætustu konu, sem dó um aldur fram 25. september 1955. Þau áttu þá nokkur börn í ómegð og kom þá í hans hlut að gegna bæði móður- og föðurhlutverki, sem hann að allra dómi leysti af hendi með mikilli prýði. Þau áttu ellefu börn en auk þess ólst upp hjá þeim dóttir Ölmu, Guðbjörg Amelía Þorkelsdóttir, sem hann unni alla tíð jafnt sem sínum börnum. Margt og mikið mætti skrifa um þennan mæta mann en þar sem allt hól og mikið umtal um hann persónulega var honum mikið á móti skapi, læt ég hér staðar numið um það efni. Að leiðarlokum þakka ég Odd- steini tengdaföður mínum fyrir allt það sem hann var mér, dóttur sinni og börnum okkar og kveðjum við hann í fullvissu um það, að móti honum verði tekið af ástvin- um hans og þegar okkar tími kemur munum við hitta hann í þeirra hópi. Hinrik Finnsson. Við fráfall Oddsteins Gíslason- ar er genginn góður maður. Maður sem sífellt reyndi að miðla hjálp- semi og góðvild til samferða- manna sinna. Hann var víkingur til vinnu og kunni ekki að hlífa sér. Öll störf sem hann innti af hendi vann hann með sérstakri kostgæfni og af brennandi áhuga. Þessi mikli áhugi og starfsvilji entist honum þar til yfir lauk. Jafnvel eftir að starfskraftarnir voru þrotnir var áfram til staðar þessi hugarorka sem knýr mann- inn stöðugt áfram. Oddsteinn kom oft á okkar heimili. Komu hans fylgdi einhver hressandi gustur, aldrei mátti hann vera að því að stoppa lengi, alltaf beið eitthvért áleitið verk- efni. Ég man eitt sinn að sumar- lagi, þá var hann á ferð með barnabörn sín austur um sveitir, hér tók hann dótturson sinn, herti á honum að búa sig því ekki yrði dagurinn of langur, margt þyrfti að skoða. Þannig var hann, hans dagar voru allir of stuttir. Hugur hans var ótrauður og hetjulund hans brást ekki. Oddsteinn var hverjum manni hjálpsamari og tryggari. Líf hans hafði verið barátta sorga, barátta sem hann sigraði. Hann ól upp með konu sinni 12 börn. Hann kom upp húsi yfir þessa stóru fjölskyldu, missti konu sína, sem hann elskaði og dáði frá ungum börnum, en æðraðist aldrei, lagði Minning: Hann fæddist 1956 á Akureyri, sonur hjónanna Unnar Áskels- dóttur og Harðar Adólfssonar. Hann var jarðsettur frá Akureyr- arkirkju laugardaginn 23. febrúar. Að honum eru eyfirskir stofnar og vestfirskir. Sigurður var hógvær og hefði ekki kosið að vita sín minnst á prenti. í gærkveldi hitti ég vin okkar sem saknaði að hafa ekki séð Sigga minnst, því hann var sá sem hann var: Einstakur og góður drengur. Sigurður var glæsilega vaxinn. Líkamlegt og andlegt atgervi fór saman. Gáfur hans nutu sín vel við hvaða verk sem var. Hlutirnir léku í höndun- um á honum. Hann reisti hús, gerði við vélar og stýrði tækjum þyrfti þess með og þess utan gat hann mælt fyrir verkinu. Stú- bara harðara að sér og allt blessaðist hjá Oddsteini, því mest- ar kröfur gerði hann ávallt til sjálfs sín. Síðustu 2 árin dvaldist hann á Hrafnistu, og kunni því ekki vel að geta ekki unnið til síðasta dags. Oddsteinn vann mikið í lífinu, hann hafði sigrað mikla örðug- leika, misst marga ástvini sem voru honum nátengdir og sem hann syrgði sárt. En hugur hans var heiður, trú hans á lífið og tilveruna örugg og traust. Ég heimsótti hann á sjúkrahúsið, þá var hann glaður og reifur, ræddi um landsins gagn og stöðu þjóðar og lét skoðanir sínar tæpitungu- laust í ljós, ræddi um uppvaxtarár sín austur í Flóa og minntist æsku sinnar. Ég fór glaðari af fundi hans. Ég hafði kynnst og kvatt stórbrotinn mann sem var hetja en frægð hans ekki á torg borin. Hann hafði goldið hverjum sitt og stóð á þröskuldi nýs lífs. Megi það líf færa mínum kæra vini starf- sama ævi, því það eitt mun hann þrá öðru fremur. Ég og fjölskylda mín þökkum góðar minningar og vottum ástv- inum öllum samúð okkar. Einhver tryggasti vinur vinum, í verki sýndi tryggð og dáð, hreinn og einlægur ollum hinum, aldrei gaf neinum Lokaráð. Sálarsterkasti, hjartahreinn, hræddist drottin, en mann ei neinn. (Bjarni Thorarensen) Hermann Guðmundsson Blesastöðum. dentspróf hans var með hærri ágætiseinkunnum. Þar fyrir utan var hann bæði hægur, hógvær og nærgætinn, en við verk var hann snaggaralegur og það mátti treysta honum. Hann mætti á réttum tíma á morgni þó svefn væri stuttur og það fór ekki lengra það sem honum var sagt. Heim- sækti maður hann var hann kátur og léttur og gat sagt kímilega frá án þess að halla á hlut nokkurs. Með öðrum orðum: Hann var mjög þægilegur og bjart yfir honum. Ég minnist hans vel klædds með spaugsyrði á vör. Þess vegna er Sigga saknað af öllum sem kynnt- ust honum. Fjölskylda hans sér á eftir góðum dreng, því það var hann fyrst og fremst þó honum væri líka margt gefið. Það sem ég segi hér er lýsing á honum eins og hann var. Og stýri hann öðru fleyri núna er víst að þar er knappt siglt en þó fallega. Ég neita því ekki að ég sakna hans: Hann var lífið sjálft og tilheyrði þeim föstu punktum sem maður á alltaf að. Hann féll inn í fegurð landslagsins. Hann var birtunnar barn. Þess vegna er þungt að sjá á eftir honum yfir móðuna miklu. Siggi gerði ekki á hlut nokkurs manns hér í lífi. Það hefur borið yfir él sem seint birtir upp. Ég votta foreldrum hans samúð mína, systkinum og aðstandend- um. Blessuð sé minning hans. Jón ísleifsson + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GÍSLÍNU GÍSLADÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Völlum, Sigríöur Kjartansdóttir, Björn Jónasson. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför sonar míns og bróöur okkar INGIMARS HALLDÓRSSONAR, Bæjarútgerö Reykjavfkur færum viö sérstakar þakkir. Halldór Oddsson og systkini. + Hugheilar þakkir fyrir vinarhug og auösýnda samúö viö andlát og jarðarför EDILONS KRISTÓFERSSONAR, frá Ólafsvík. Guð blessi ykkur öll. Lilja Ágústsdóttir, Aóalheiöur Edilonsdóttir, Sveinn Kristjánsson, Magnea Edilonsdóttir, Hellert Jóhannesson, Kristófer Edilonsson, Ásthildur Geírmundsdóttir, Gústaf Edílonsson, Bergljót V. Óladóttir. Sigurður Harðarson Frá Skálpagerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.