Morgunblaðið - 16.03.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.03.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 anœstunni Úrvals páskaferdir 1980 Verð frá: 24. mars 3 vikur Florida St. Petersb. Uppselt 27. mars 3 vikur Florida Miami Uppselt 28. mars 8 nætur Austurríki skíðat Örfá sæti laus 30. mars 3 vikur Kanaríeyjaferð Örfá sæti laus 30. mars 7 nætur Mallorca kr. 196.000,- Laussæti 1. apr. 7 nætur London kr. 205.000- Nokkursætilaus 2. apr. 5 nætur Akureyri skíðaferð kr. 47.000- Nokkursætilaus 3.apr. 15nætur Ibiza kr. 275.000- Nokkursætilaus 3. apr. 15 nætur Mallorca kr. 275.000,- Laussæti 3. apr. 5 nætur Kaupmannahöfn kr. 158.100- Nokkursætilaus FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 Til afgreidslu strax JE-LAU gaffallyftari — Type 04 — diesel — knúinn — Sjálfskipting og vökvastýri — 360° veltibúnaöur á gálga. — Fullkomin'vinnuljós. — Fullkomin hreinsibúnaöur á útblæstri. UMBOÐSMENN KRISTJÁN SKAGFJORÐ HF Hólmsgata 4, aími 24120, Reykjavík. 1 • hluti Mér er þó nokkur vandi á höndum aö fjalla um franska tónlist tuttugustu aldar, því aö óhjákvæmilega er sú tónlist tengd tónlist fyrri alda í Frakk- landi, og skilin því óglögg þar á milli. Tónlistarsaga frönsku þjóö- arinnar teygir sig langt aftur í aldir, og viö höfum nokkuð glöggar heimildir um tónlist miö- alda, t.d. kirkjutónlist, tónlist farandtónskáldanna, trouba- dours og trouvéres, svo og alþýðutónlist og aöra tónlist. Um þróun tónlistar höfum viö síðan allgóöa vitneskju, um franska tónlist andlega og veraldlega allt til okkar daga, og öll sú tónlist er sá grunnur, sem frönsk tónlist tuttugustu aldar hvílir á. Og á þessari löngu leiö hefur frönsk tónlist aö meira eða minna leyti oröiö fyrir erlendum áhrifum á sama hátt og frönsk tónlist hefur haft áhrif á tónlist annarra þjóöa. Hlutur Parísarborgar og um- hverfis hennar hefur veriö stór og er enn, því að borgin hefur veriö sem segull í menningarlegu tilliti. Þangað hafa flykkst aö listamenn d’lndy, og hiö sama má segja um Gabriel Fauré, en meöal nem- enda hans var Maurice Ravel. Og óháður tíma og stefnum virtist tónskáldiö Camille Saint-Saéns, en líf hans spannar góöan hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu, f. 1835 og d. 1921, og var hann meðal merkari tón- skálda síns tíma. Þetta er orðinn nokkuö langur formáli þess efnis, sem fjalla átti um, — tónlist, sem er einkenn- andi fyrir tuttugustu öldina, en mér fannst nauðsynlegt að gera aö nokkru grein fyrir þeim jarö- vegi, sem frönsk tónlist tuttug- ustu aldar er sprottin úr. Sterk stefnumörkun í frönsku tónlist- arlífi veröur meö tilkomu tón- skáldsins Claude Debussy, en hann fæddist árið 1862, og finnst mörgum hann vera franskari en öll önnur frönsk tónskáld. Og Debussy hefur fengið þá um- sögn, aö hann hafi orðið sá ákveðni persónuleiki og tón- skáld, sem opnaði dyrnar aö tónlist tuttugustu aldar og ýtti til Guðmundur Jónsson, píanó- leikari, mun skrifa þrjár grein- ar í Morgunblaðiö um franska tónlist á þessari öld og birtist nú fyrsta grein hans, en þær verða þrjár og koma tvo næstu sunnudaga. Þessi fyrsta grein Guðmundar, sem sér um tónlistarþátt í útvarpinu, Ljósaskipti, fjallar um Claude Debussy, einn mesta brautryðj- anda tónlistar þessarar aldar, en næstu tvær greinar um arftaka hans. Frönsk tónlist frá öllum þjóðum til aö sjá og heyra — París hefur veriö sem miðdepill, þar sem menningar- straumar hafa runniö um, og ég held, aö á nítjándu öldinni hafi hvergi á býggöu bóli verið eins margir listamenn saman komnir og þar, — málarar og mynd- höggvarar, skáld og rithöfundar og allt hvaö heitir, og svo auövitaö tónlistarmenn. París var sem höfuðborg lista, ekki ein- göngu Frakklands, heldur alls heimsins. Og tónlist allra þjóöa flæddi þar um, og um miöja nítjándu öldina fannst mörgum frönskum tónskáldum orðið nokkuð þröngt fyrir dyrum. Óp- erutónlist var mjög í hávegum höfö, en frönskum tónlistar- mönnum fannst óperur þeirra Boieldieu, Auber og Halévy á fyrri hluta nítjándu aldar ekki þjóna franskri tónlistarhefð sem skyldi, og óperur tónskálda ann- arra þjóöa uröu sem yfirþyrm- andi, einkum óperur Wagners. Og hiö hefðbundna sinfóníuform þýzkumælandi þjóöa virtist ekki henta frönskum tónskáldum nema í fáeinum tilvikum, og þaö var þá helst á síöara hluta nítjándu aldar, aö sinfónísk verk Hectors Berlioz fóru aö hljóta veröskuldaöa athygli, en þau voru meö ákveðnum frönskum, frumlegum eiginleikum. En á nítjándu öldinni kemur samt fram tónlist meö sérstæöum frönskum hreim — t.d. tónlist þeirra Féli- cien David, Ambroise Thomas, Offenbach (reyndar fæddur í Þýzkalandi), Lalo, Delibes, Bizet, Chabrier, Massenet, Alkan, Wid- or og svo frv. Nokkra sérstööu á nítjándu öldinni hefur César Franck, sem fæddur var í Belgíu, en starfaöi nær alla ævi sína í París, og haföi hann mikil áhrif á franska músik, einkum kirkju- músik, en sem kennari var hann leiöarljós margra franskra tón- skálda, sem síðar birtust á sjón- arsviöinu, svo sem Vincent hliöar mörgum takmörkunum þeirrar tónlistarheföar, er fyrir var. Einkunnarorðin, sem Claude Debussy hlaut voru: tres except- ionel — tres curieux — tres solitaire —, sem mætti leggja út: mjög sérstæöur — mjög kynleg- ur — mjög einrænn — persónu- leiki í tónlist sinni. Þetta var maöurinn, sem gaf sjálfum sér heitiö — musicien francais — franskur tónlistarmaöur — og sá maöur, sem Gabriel d’Annunzio kallaöi „Claude de France”. Claude Debussy var fæddur 22. ágúst áriö 1862 í Saint — Germaine en Laye, rétt við París- arborg. Nokkur ákveöin atvik mörkuðu að sumu leyti stefnu hans á lífsbrautinni, og mætti fyrst nefna, er hann, þá átta ára gamall, hitti frú Mauté de Fleur- ville, tengdamóöur skáldsins Verlaine, og hún hafði veriö áöur fyrr nemandi Chopins. Drengur- inn nam píanóleik hjá henni næstu þrjú árin, og þaö geröi honum kleift að fá inngöngu í Tónlistarháskólann í París, áriö 1873, þá ellefu ára gamall. Geta má sér þess til, aö þessi óbeinu tengsl hins unga sveins viö þessa tvo listamenn, Chopin og Ver- laine, hafi orðið honum drjúgt veganesti. Þótt Ijós, skuggar, tengsl hljóma og tóntegunda séu með ólíkum blæ hjá þessum tveimur tónskáldum, Chopin og Debussy, eiga þau samt margt sameiginlegt — þá mýkt í skini Ijóss, skugga og áferöar, og báðir voru frumlegir hvor á sinn hátt. Og því má einnig ekki gleyma, aö Chopin var aö faðerni franskur, þótt hann teldi sig Pólverja um fram allt. Báöir höföu frumleika til aö bera, og vil ég gjarnan hafa eftir fáein orö um þaö efni, sögö af hinum fræga, spænska tónlistarmanni, Pablo Casals: „Hvert okkar hefur til aö bera frumleika á sama hátt og hvert eina sköpunarverka náttúrunnar. Hversu mörg eru Tönllst GUÐMUNDUR JÓNSSON píanó- leikari skrifar um franska tónlist á 20. öld ekki laufin á þessu tré í garðin- um, og samt eru engin tvö þeirra eins." Og annars staðar segir Casals: „Nú á dögum getur listamaöur ekki samiö eins og Bach, málaö eins og Velasques eöa skrifaö eins og Shake- speare. Jafnvel þótt hann reyndi myndi honum ekki takast þaö. Öll listvinna ber meö sér per- sónulega skynjun listamannsins, og sú skynjun er aldrei eins hjá hverjum og einum listamanni.” Þetta voru orö Pablo Casals, og ég efast ekki um, a hann hafi rétt fyrir sér, en einhvern veginn finnst mér, aö sumir séu frum- legri en aörir, og í þeim hópi sé örugglega Claude Debussy. Og þaö kom fram í veru hans viö Tónlistarháskólann í París, en meðal kennara skólans var hann vægast sagt mjög umdeildur, og hann deildi einnig hart viö kenn- arana um ýmis hljómfræðileg afbrigöi og úrlausn þeirra, eöa oft á tíöum úrlausnarleysi, því aö stundum skildi hann hljómana eftir hangandi í lausu lofti, sem þótti ekki góð latína í þann tíö. En þótt Debussy ætti ekki upp á pallboröið hjá mörgum kennur- um skólans, naut hann mikils álits hjá öörum úr þeirra hópi, og þrátt fyrir slitrótt nám hlaut hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.