Morgunblaðið - 20.06.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 20.06.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1980 Eiginmaöur minn SKÚLI ÓLAFSSON, Stekkjarflöt 20, Qaröab«e, lézt í London, miövikudaginn 18. júní. Fyrir hönd aöstandenda. Aöalbjörg Jónsdóttir. + Eiginkona mín og móöir okkar BERGLJÓT GUÐMUNDSOÓTTIR, Hraunbaa 56, lést 19. júní. Eyþór Þóröarson, Guömundur Pétursson, Ingibjörg Eyþórsdóttír, Eydís Eyþórsdóttir, Sigríöur Eyþórsdóttir, Þóröur Eyþórsson. Eiginmaöur minn JÓN MATTHÍASSON, andaöist í Kaupmannahöfn 18. júní s.l. Fyrir hönd aöstandenda. Friöa Hrefna Arnardóttir. Móöurbróöir minn BRYNJÚLFUR MAGNUSSON, Flókagötu 14, lézt 19. júní. Þóra Óskarsdóttir. + UuSc^S'nmanns míns og sonar okkar HELGA H. LAXDAL, Löngubrekku 12, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju. mánudaginn 23 þ.m. kl. 10.30. Sigurlaug Einarsdóttir, Sigríóur Laxdal, Halldór Laxdal. Baldvin K. Svein- björnsson apótek- ari - Minning Fæddur 8. febrúar 1909 Dáinn 9. júní 1980 „Hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí“. Svo kvað Hallgrímur. Þrem dögum fyrir snöggt andlát sitt, glaður og hress að vanda, í samtali við náinn vin, bar einmitt þessa tilvitnun í orð sálmaskáldsins á góma. Baldvin henti að þvi góðlátlegt gaman, að enda þótt færustu læknar hefðu fyrir átta árum, eftir mjög alvarlegt hjartaáfall, áætlað honum þá fimm ár lífstíð- ar til viðbótar, væri hann þó nú búinn að „plata" þá um þrjú ár. Hins vegar bæri hverjum og einum að vera kallinu reiðubúinn, hvenær sem væri, hvar sem væri, og hvernig sem á stæði. Árin urðu þó ekki fleiri. Baldvin var fæddur að Geirseyri við Patreksfjörð. Foreldrar hans voru Vigdís Markúsdóttir, frá sama stað, og Sveinbjörn Sveins- son frá Hvilft í önundarfirði. Fimm urðu börn þeirra hjóna, tvær eldri systur, Guðrún og Sigríður, báðar enn á lífi, búsettar í Reykjavík, og tvær yngri, Vigdís og María, báðar látnar fyrir mörg- um árum. Faðir Baldvins féll frá fyrir aldur fram, meðan öll börnin voru í bernsku. Þá var þung byrði lögð á herðar ungri ekkju, að sjá fjölskyldu sinni farborða. Með dugnaöi, þrautseigju og fórnfýsi, svo og með aðstoð frænda og vina, tókst það með ágætum. I æsku dvaldi Baldvin á sumrum í sveit og lærði þar margt í lífsins skóla, sem hann lofaði æ síðan. Minnisstæðust eru honum sumur- in hjá Hákoni alþingismanni Kristóferssyni í Haga, en hann bjó rausnarbúi á gamla vísu. Þegar hann fékk aldur til, gekk hann í Flensborgarskóla, tók síðan gagnfræðapróf við Menntaskólann á Akureyri, settist í fjórða bekk, en hætti námi þar, þegar honum bauðst að hefja lyfjafræðinám í Iðunnarapóteki. Að loknu fyrri- hlutaprófi í þeirri grein lá leiðin til Kaupmannahafnar, og lauk hann þar síðari hluta með loka- prófi árið 1936. Við heimkomuna hefur hann störf í Iðunnarapóteki að nýju, en nú sem fullgildur lyfjafræðingur, og er þar hægri hönd húsbónda síns, uns hann fær veitingu fyrir nýrri lyfjabúð í Langholtshverfi árið 1948. Nú hefst nýr þáttur í lífi Baldvins. Hann fer utan til þess að kynna sér hið nýjasta í fyrir- komulagi lyfjabúða og annað sem að gagni mætti koma í rekstri þeirra. Hann flytur með sér heim þekkingu og hefir jafnan síðan fylgst gjörla með nýjungum er- lendis og verið í fararbroddi í sinni grein. Með dugnaði, harðfylgi og fram- sýni hefst hann handa og reisir glæsilega lyfjabúð samkvæmt ströngustu kröfum, þar sem tekið er fyllsta tillit til vinnuþæginda, hagræðis og geymslurýmis. Heitir þar nú Holts Apótek, en það nafn valdi hann sjálfur. Þessa þætti, sem sneru að hin- um ytra heimi, þekkja margir, en fáir hina. I einkalífi sínu var Baldvin hamingjumaður. Hann var trú- maður. Náttúruunnandi mikill og naut útivistar ríkulega á skíðum eða fjallgöngum framan af ævi, að ógleymdum ótal ánægju- og gleði- stundum á rölti um árbakkana með veiðistöngina. Síðustu árin sleppti hann þó stönginni, en greip til golfkylfunnar í staðinn. Agi er ekki hin sterka hlið íslendinga, en þar var Baldvin hrein undantekning. Sjálfsögun hans var til fyrirmyndar. Nákvæmni, orðheldni og gjaf- mildi voru snarir þættir í skap- höfn hans. Öllum vildi hann gott gera, en ekki illt, enda átti hann óvini enga. Af söguhetjum íslend- ingasagnanna þótti honum einna mest til Kolskeggs koma, og má segja, að hann hafi gert að einkunnarorðum sínum þessi orð söguhetjunnar: „Hvorki mun ég á + Útför móöur okkar. tengdamóöur, ömmu og systur HELGU METUSALEMSDOTTUR, Kirkjulask, fer fram laugardaginn 21. júní frá Breiöabólstaö í Fljótshlíö kl. 14.00. Athöfnin hefst meö bæn frá heimili hinnar látnu kl. 13.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sigrún F. Páladóttir, Elías Eyberg, Ragnhildur G. Pálsdóttir, Haraldur Guónason, Ásta K. Pálsdóttir, Rogína S. Pálsdóttir, Eggert S. Pálsson, Jóna Guömundsdóttir, Viöar M. Pálsson, Sigurbjörg Sveinsdóttir, barnabörn og Regína Metúsalemsdóttir. + Móöir okkar INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR, Hringbraut 47, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, í dag kl. 13.30. Sigríöur Guómundsdóttir McLean, Pétur Guðmundsson, Jónas Guómundsson, Atli Guömundsson, Gústav Guömundsson, Steindór Guömundsson. + Viö þökkum af alhug öllum nær og fjær auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa BJÖRNS JÓHANNSSONAR, Geitlandi 43, Reykjavík, Ingigeröur Anna Kristjánsdóttir, Kristjana Björnsdóttir, Skúli Guönason, Kristján Björnsson, Júliana Siguröardóttir, Agnes Björnsdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, og barnabörn. + Innilegustu þakkir færum viö þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför VALDIMARS KETILSSONAR, verkstjóra, Stigahlíö 43, Guömunda Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Viö þökkum öllum þeim sem meö hlýju og góövild létu í Ijósi samúö sína viö andlát og jaröarför fööur okkar, sonar, bróöur og unnusta SIGURÐAR ANTONS FRIÐÞJÓFSSONAR, Friöþjófur Antonsson, Friöþjófur Gunnlaugsson, Vignir Frióþjófsson, Steinunn Erla Friöþjófsdóttir, Hafþóra Bergsteinsdóttir. Aöalsteinn Antonsson, Steinunn Konráösdóttir, Vilhjálmur Frióþjófsson, Hallveig Frióþjófsdóttir, + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns ÓLAFS F. ÓLAFSSONAR, Víóimel 32. Sólveig Stefánsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna andláts og jaröarfarar bróöur okkar og móöurbróöur JÓNS JÓNSSONAR, Stykkishólmi, sem lést 8. júní sl. Stykkishólmi 18/6 1980. Systkini, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. þessu níðast, né neinu öðru, sem mér er til trúað." Þá voru honum og sérstaklega hugleikin orð meistarans frá Nazaret: „Hvað stoðar það manninn, þótt hann eignaðist allan heiminn, ef hann biði tjón á sálu sinni." í sköpunarsögunni segir, að það sé ekki hollt, að maðurinn sé einn, og það var Baldvin svo sannarlega ekki. Hinn 12. júní 1943 gekk hann að eiga lífsförunaut sinn önnu Vigdísi Ólafsdóttur, hina ágæt- ustu konu, en foreldrar hennar voru þau dr. Ólafur Dan Daníels- son, hinn víðkunni stærðfræðing- ur, og kona hans, ólöf Sveinsdótt- ir. Anna Vigdís er sú manngerð, sem vex og þroskast með hverri raun. Þegar um ástvini er að ræða, þekkir hún ekki orðið „takmörk". Til hennar sótti Baldvin styrk og naut með henni hverrar þeirrar hvíldarstundar, er hann mátti. Slíkt var hjónaband þeirra, kær- leiksríkt og samofið, að þegar vinir og frændur minntust á annað, þá varð alltaf ósjálfrátt hitt nefnt með. Þau hjón eignuð- ust eina dóttur, ólöfu Vigdísi, lyfjafræðing, sem hlotið hefur í vöggugjöf beztu kosti foreldranna beggja. Gift er hún Kristni Reyni Gunnarssyni, lyfsala á Siglufirði, miklum mannkostamanni, og má því segja, að jafnræði sé með þeim hjónum. Börn þeirra eru þrjú, sólargeislar afa og ömmu. Ljúfar minningar lækna sár. Og á sorgarstundu smyrsl, sem græða. Þetta gildir einnig um þá ríku samúð, sem nú er send hvaðanæva að til eiginkonu, dótt- ur, tengdasonar og systra. Með þakklæti fyrir samveruna, og í auðmýkt, biðja ástvinir hans og hollvinir allir, honum blessun- ar og velfarnaðar á þeim leiðum sem hann nú hefir hafið göngu Sveinbjörn Finnsson Kveðja írá Pharmaco HF. Skammt er högga á milli. Fyrr á þessu ári féll frá einn af stofnendum og stjórnarmönnum Pharmaco um árabil, Johan Elle- rup, apótekari í Keflavík. Nú er röðin komin að gömlum vini og samstarfsmanni um ára- tugaskeið, Baldvin K. Svein- bjömssyni. Baldvin var einn af 16 apótekurum sem stofnuðu lyfja- innflutnings- og framleiðslufyr- irtækið Pharmaco HF. árið 1956. Hann átti sæti í varastjórn félags- ins frá stofnun til ársins 1966, en hann var kjörinn í aðalstjórn og það sæti skipaði hann til dánar- dægurs. Baldvin var einn af þeim, sem snemma gerðu sér ljósa grein fyrir því að hinar mörgu, smáu og óhagkvæmu framleiðslueiningar apótekanna ættu sér ekki mikla framtíð. Hann var því með þeim fyrstu til að leggja niður slíka framleiðslu á eigin vegum í Holts Apóteki, sem þó bjó við óvenju góð skilyrði til þeirra hluta, hvað tækjakost og húsnæði snerti. Pharmaco átti því hauk í horni á viðskiptasviðinu þar sem Holts Apótek átti í hlut. Þátttaka hans í stjórn fyrirtæk- isins, hollráð hans og margs konar stuðningur á erfiðleikatímum eru okkur samstarfsmönnum hans þó meira virði. Mér er vel kunnugt um að Baldvin batt miklar vonir við Pharmaco og dótturfyrirtæki þess, Kemikalíu HF. sem grund- vallarþjónustustofnanir við apótekin í landinu, og þar með möguleika þeirra til að rækja sem best skyldurnar við almenning. Þegar við hittumst nýlega með deildarstjórum fyrirtækisins, þar sem til umfjöllunar voru skipu- lags- og framkvæmdaáætlanir var Baldvin hress og kátur að vanda. Síst óraði okkur fyrir því þá, að þetta yrði síðasti fundur, sem hann ætti með okkur, þó öllum væri kunnugt um að undanfarin átta ár hefði raunar hver dagur getað orðið hans síðasti. Áhugamál Baldvins voru mörg. Að frátöldu því stærsta, hinu eiginlega lífsstarfi hans, uppbygg- ing Holts Apóteks frá grunni, sem til fyrirmyndar er, hygg ég hafa verið áhuga hans á Pharmaco. Veg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.