Morgunblaðið - 05.07.1980, Page 20

Morgunblaðið - 05.07.1980, Page 20
20 Þrír sölumenn — eða hrein ímyndun? Á FUNDI sjávarútvegsráðherra með fréttamönnum á fimmtudaK var m.a. rætt um stöðuna á Bandaríkjamarkaði og markaðs- öflun í Evrópu. Sagði Steinjfrím- ur Hermannsson. að sölusamtök- in hefðu unnið mikið og gott starf á Bandaríkjamarkaði sið- ustu ár, en kannski farið óvar- le^a með því að leggja svo mikla áherzlu á þennan markað, en að sama skapi minni á Evrópumark- aðinn. Að vísu hefði náðst veruleg aukning í sölu frystra sjávaraf- urða í Bretlandi á tveimur síðustu árum, en sá markaður væri háður framboði á ferskum fiski og verð væri því óstöðugt, en einnig væri þar um minni markað að ræða heldur en í Bandaríkjunum. Fær- eyingar hefðu hins vegar tryggt stöðu sína á þessum markaði með því að selja talsvert magn í gegnum stór fyrirtæki eins og Marks og Spencer og undir merkj- um þeirra fyrirtækja. Með þessu hefði þeim tekizt að fá stöðugt og gott verð fyrir frystan fisk. Steingrímur sagði að viðskipta- ráðuneytið kannaði þessa dagana möguleika á frekari markaðsöflun í Evrópu og hefði Bogi Þórðarson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, fylgst með þeim störfum. Bogi sagði á blaðamannafundin- um, að verið væri að athuga þessi mál, en einnig væru þrír menn frá sölusamtökunum nú í Evrópu til að athuga möguleika á frekari markaðsöflun. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna kvaðst í gær ekki kann- ast við neina menn, sem væru á vegum sölusamtaka að kanna nýja markaði í Evrópu. Hann kvaðst ætla að hér væri úm hreina ímyndun að ræða. BÓKIN UM VEGINN I 2. ÚTGÁFU Bókaútgáfan Stafafell hefur sent á markaðinn 2. útgáfu bókar- innar „Um veginn" eftir Lao-Tse. Stafafell gaf út bókina fyrst árið 1971, en hún hefur verið ófáanleg um tíma. Formála að bókinni í nýju útgáfunni ritar Halldór Laxness, en þýðinguna gerði Jak- ob J. Smári og Yngvi Jóhannesson, sem einnig rita eftirmálann. Bjarni Jónsson, listmálari, teiknaði á band og titilblað. Bókin er bundin inn hjá Nýja bókband- inu. „Bókin um veginn" er 110 blað- síður að stærð, í litlu broti, og plastkápa er til hlífðar. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 STJÓRN Sambands islenzkra sparisjóða: Frá vinstri, Ingi Tryggvason, Sparisjóði Reykdæla, Þór Gunnarsson og Guðmundur Guðmundsson, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Baldvin Tryggvason, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, formaður, Páll Jónsson, Sparisjóðnum í Keflavík og Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði Vélstjóra. Samband íslenzkra sparisjóda: 36,4 milljarða innstæða í f jörutíu og tveim sparisjóðum SAMBAND íslenskra sparisjóða hélt aðalfund sinn að Laugar- vatni dagana 20.—21. júní sl. Fundinn sóttu sparisjóðsstjór- ar, stjórnarmenn og nokkrir starfsmenn sparisjóðanna víðs- vegar að af landinu. Var þetta fjölsóttasti aðalfundur sam- bandsins til þessa og voru um 80 fulltrúar 35 sparisjóða mættir á fundinum. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Friðjón Sveinbjörnsson frá Sparisjóði Mýrasýslu, og Ingólf- ur Guðnason frá Sparisjóði Vestur-Húnavatnssýslu, og rit- arar Garðar Jóhannsson frá Sparisjóðnum Pundinu, og Hilmar Jónsson frá Eyrarspari- sjóði á Patreksfirði. í skýrslu sinni rakti formaður sambandsins, Baldvin Tryggva- son sparisjóðsstjóri, þau málefni sem efst voru á baugi hjá sparisjóðunum á liðnu starfsári og horfðu til aukins samstarfs þeirra og samstöðu. Skýrði hann frá, að á næst- unni myndi sparisjóðasamband- ið opna sérstaka skrifstofu að Skólavörðustíg 11, og hefði sam- bandsstjórnin ráðið Sigurð Haf- stein hrl. sem framkvæmda- stjóra sambandsins. Á árinu 1979 jukust innstæður sparisjóðanna samtals um kr. 13,6 milljarða eða 59,7%, og voru í árslok samtals kr. 36,4 millj- arðar. Á landinu öllu eru starf- andi 42 sparisjóðir með 44 af- greiðslustaði. sjóðanna gefið mjög góða raun og bætt til stórra muna þjónustu sparisjóðanna við viðskiptavini sína um land allt. Á fundinum voru rædd ítar- lega ýmis atriði, sem varða aðstöðu sparisjóðanna í stöðugt harðnandi samkeppni þeirra við viðskiptabankana, einkum þá sem eru í ríkiseign. Voru menn einhuga um þörf sparisjóðanna fyrir nánara sam- starfi, til þess að geta betur staðið að baki minni sparisjóða úti um land í erfiðri stöðu þeirra gegn ásókn viðskiptabanka. Mikla nauðsyn bæri til að efla skilning stjórnvalda og almenn- ings á því meginatriði íslenskrar sparisjóðastarfsemi að sérhverj- um sparisjóði er stjórnað af heimamönnum í þágu byggðar- lags síns. Sérhvert byggðarlag sem yrði að sjá á bak sparisjóði sínum og fengi í staðinn bankaútibú hefði um leið glatað yfirráðum yfir því fjármagni sem í sparisjóðnum var, og það nú komið í hendur bankans og yfirstjórnar hans í Reykjavík. Launþegar verði ekki þvingaðir til að skipta við ákveðnar innlánastofnanir Margir fundarmenn létu i Ijós þá skoðun, að athyglisvert væri að launþegasamtökin í landinu virtust iáta það átölulaust, að ýmis sveitarfélög, opinberar stofnanir og vinnuveitendur nánast þvinguðu starfsfólk sitt til að skipta við ákveðnar inn- lánsstofnanir með því að neita að leggja laun þess inn á reikn- inga hjá öðrum innlánsstofnun- um en þeim sem sveitarfélagið, stofnunin eða vinnuveitandi ákvæði. Það hlyti að teljast til almennra mannréttinda, að hver starfsmaður gæti valið við hvaða sparisjóð eða banka hann vilji eiga viðskipti. Þetta væri fyrir löngu viðurkennt t.d. af ríkisfé- hirði og sama gildi um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, sem veitti mönnum frjálst val um, í hvaða sparisjóð eða banka laun eða bætur væru lagðar. Var stjórn sambandsins falið að ræða við samtök launþega um þessi mál. Miklar umræður urðu um verðtryggingu á sérstaka spari- fjárreikninga. Voru menn sam- mála um að slíkt nýmæli væri rétt skref í áttina til að örva sparnað í þjóðfélaginu. Þá kom það sterklega fram, að núverandi framtalsskylda spari- fjár gæti verkað sem hemill á peningalegan sparnað. Björn Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka Islands, flutti á fundinum erindi um gjaldmiðilsskiptin um næstu áramót og svaraði fyrirspurnum. Þá flutti Sveinn Jónsson lögg. endurskoðandi erindi um gildi peningalegs sparnaðar fyrir þjóðarbúið. Dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri mætti á aðalfundin- um og ræddi um stöðuna í peningamálum og hina nýju full- verðtryggðu sparifjárreikninga, svo og málefni sem snerta sam- skipti sparisjóðanna og Seðla- bankans. Baldvin Tryggvason endurkjörinn formaður í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða eru: Baldvin Tryggvason, Sparisjóði Reykjavíkur og nágr., formaður, Guðmundur Guðmundsson, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Páll Jónsson, Sparisjóðnum í Kefla- vík, Ingi Tryggvason, Sparisjóði Reykdæla og Sólberg Jónsson, Sparisjóði Bolungarvíkur. í varastjórn eru: Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði Vélstjóra og Ingólfur Guðnason, Sparisjóði V-Húnvetninga. (Fréttatilkynning frá Sam- bandi íslrnskra sparisjáða.) Innstæður í sparisjóðum og viðskiptabönkum í lok 1978 og 1979 og hlutdeild í inn- og útlánsmarkaði. Landsþjónusta 1978 1979 Innstaaóuaukning sparisjóðanna Á liðnu starfsári var tekið upp það nýmæli í samstarfi spari- sjóðanna að koma á fót Lands- þjónustu sparisjóðanna. Hún felur í sér að viðskiptavinur sparisjóðs getur lagt inn eða tekið út úr sparisjóðsbók sinni í hvaða sparisjóði sem er á land- inu. Hann getur einnig lagt inn á ávísana- eða hlaupareikning sinn í hvaða sparisjóð sem er, og ávísunum á sparisjóði er hægt að fá skipt í öllum sparisjóðum sem eru á landinu. Með sama hætti geta menn greitt víxla eða aðrar greiðslur til sparisjóða í öllum sparisjóðsafgreiðslum, ef það er gert eigi síðar en á íialddacra. Innstaodur millj kr. markaós- hluti millj. kr. markaós- hluti 1978 1979 Spantjóóur Viöskiptabankar 22,824 120,017 15,98% 84,02% 36,442 187,778 16,25% 83,75% 49,32% 47,98% 59,66% 56,46% Samtalt 142,841 100.00% 224,220 100,0% 48,19% 56,97% Útlán Spariajóáa Vióakiptabanka 15.218 122,216 11,07% 88,93% 24,069 191,707 11,15% 88,85% 51,48% 39,02% 58,16% 56,86% Samtals 137,434 100,00% 215,776 100,00% 40,30% 57,00% * Gjaldayrisraikningar viöskiptabankanna akki maötaldir Fjöldi sparisjóóa Innlénaaukning % Innstaaóur i érslok Raykjanas Raykjavík Vasturland Vastfiröir Noröurland v. Noröurland a. Austfiróir Suóurland 3 3 3 12 S 14 1 1 1978 2.392.9 1.692.0 765.2 624.9 674.9 917.7 225.7 245.8 1979 4.695.2 2.875.1 1.152.4 1J214.3 1J01.1 1.687.2 385.6 495.7 1978 49.3 51.5 46.8 46.3 46.5 49.0 56.8 51.9 1979 64.8 57.7 47.8 61,5 56.9 59.8 61.9 66.9 1977 4.854.0 3.296.0 1.643.9 1.350.7 1.364.3 1.913.6 397.3 473.2 1978 7.246.9 4.960.0 2.409.1 1.975.6 2.039.2 2X31.3 623.0 719.0 1979 11.942.1 7.855.1 3.561.5 3.189.9 3.240.3 4X29.5 1.006.6 1ÚM4.7 Hefur Landsþjónusta spari- 42 7.539.1 13.706.6 49.3 60,0 15.285.0 22.824.1 36X41.7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.