Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 21 Rýmt fyrir nýju húsi — Bakcr hótclið i miðburtf Dallas í Tcxasfylki var á dögunum jafnað við jörðu mcð því að dýnamíti var komið fyrir i kjallara byKKÍntcarinnar. cn við sprcnKÍnguna myndaðist nógu öfluKur skjálfti til þcss að það féll saman líkt ok tunna sem fellur í stafi. McðfylKjandi myndir voru tcknar cr húsið hrundi. Indland: Harðnandi aðgerðir í norðausturhlutanum Nýju Dehlí, 4. júlí. AP. NÁMSMENN, sem krafist hafa þess. að milljónir innflytjenda í Assamhéraði verði Kcrðir brottrækir. lokuðu i daK fyrir alla vöru- ok farþcKaflutninKa á lofti ok láði i norðausturhluta Indlands._________________________ Talsmenn námsmannanna, sem hófu baráttu sína fyrir 10 mánuð- um, sögðu, að gripið yrði til enn róttaekari aðgerða og þeim ekki linnt fyrr en allir „útlendingar" væru á brott frá Assam. Til átaka kom milli rósturs- manna og lögreglu á ýmsum Þetta gerðist 5. júlí 1977 — Herbylting gegn Ali Bhutto forsætisráðherra í Pakist- an. 1975 — Grænhöfðaeyjar (Kap Verde) fá sjálfstæði eftir 500 ára stjórn Portúgala. 1973 — Herbylting í Rwanda. 1970 — 109 fórust með kanad- ískri flugvél í lendingu í Toronto. 1969 — Tom Mboya, annar valdamesti maður Kenya, ráðinn af dögum. 1960 — Herinn í Kongó gerir uppreisn. 1955 — Fyrsti fundur Vestur- Evrópubandalagsins (WEU) í Strassborg. 1948 — Brezka heilbrigðislög- gjöfin tekur gildi. 1933 — Kaþólski flokkurinn í Þýzkalandi leystur upp. 1932 — Salazar kosinn forsætis- ráðherra Portúgals og kemur á fasistastjórn. 1865 — William Booth stofnar Hjálpræðisherinn í London. 1841 — Ferðaskrifstofa Cook’s stofnuð. 1830 — Frakkar gera innrás í Alsír og taka Algeirsborg. 1812 — Bretar semja frið við Rússa og Svía. 1811 — Venezúela lýsir yfir sjálfstæði fyrst landa í Suður- Ameríku. 17% — Bretar taka Elbu. 1764 — Ivan VI Rússakeisari myrtur. 1596 — Brezkur leiðangursher gerir strandhögg í Cadiz. 1556 — Hinrik II af Frakklandi hefur nýtt stríð gegn Habsborg- urum á Italíu. Afmæli. David Farragut, banda- rískur sjóliðsforingi (1801—1870) — Phineas Barnum, bandarískur brautryðjandi fjölleikahúsa (1810-1891) - Cecil Rhodes, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1853—1902) — Jean Cocteau, franskur rithöfundur (1899— 1963) — Andrei Gromyko, sov- ézkur ráðherra (1909—). Andlát. 1180 d. ísleifur biskup Gizurarson — 1826 d. Stanford Raffles, embættismaður — 1920 d. Jón Aðils. Innlent. 1851 Þjóðfundur settur í Reykjavík — 1919 Flugvél tekur farþega í fyrsta sinn á íslandi — 1933 Flugfloti ítala kemur til Reykjavíkur — 1942 Alþingis- kosningar. Orð dagsins. A friðartímum grafa synir feður sína — á stríðstímum feður syni sína — Herodotus, grískur sagnfræðing- ur (5. öld f. kr.). stöðum. Fjöldi fólks slasaðist og hundruð voru handteknir. Mikil flóð eru nú í fylkinu Gujarat í vesturhluta Indlands í • kjölfar mikilla rigninga og í dag fóru yfirvöld þess á leit við 15.000 íbúa þorps á svæðinu, að þeir yfirgæfu þorp sín. Fjölda fólks hefur þegar verið bjargað um borð í báta eða þyrlur, en fregnir fara af því, að látist hafi a.m.k. 16 manns af völdum flóðanna. Um 5.000 manns í Keralafylki í vestur- hluta Indlands hafa verið fluttir í bráðabirgðabúðir eftir að flóð eyðilögðu hús þeirra. ERLENT Norska olíuvinnslan: Verður verkfall mánaðarlangt? Ósló, í. júlí. AP. VERKFÖLL starfsmanna á norsku olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó. er hófust á fimmtu- dag. kunna að dragast á langinn. þar sem ríkisstjórn Noregs ákvað í dag, að freistað skvldi að ná samningum i stað þess að senda deilumálið til gerðardóms. Búist er jafnvel við a.m.k. mánaðar- verkfalli. Verði af svo löngu verkfalli, verður tekjutap norska ríkisins um 600 milljónir dollara og vinnslufyrirtækin tapa þá af um milljarði dollara í tekjur. Olíuvinnslumennirnir kröfðust í upphafi 33% launahækkunar og ýmissa annarra samningsbreyt- inga er í raun samsvöruðu enn meiri launahækkun. Engar skýrsl- ur eru til um launakjör verka- mannanna, en norsk blöð herma að árstekjur þeirra séu jafnvirði 30.000 dollara, eða 15 milljóna króna. Veður Akureyri 12 alskýjaö Amsterdam 19 skýjað Aþena 31 heiðskírt Berlín 21 skýjaö Brilssel 18 skýjað Chicago 23 skýjað Feneyjar 22 léttskýjaö Frankfurt 19 rigning Færeyjar 13 alskýjað Genf 15 skýjaö Helsinki 21 skýjaö Jerúsalem 27 heiðskírt Jóhannesarborg 13 heiöskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Las Palmas 25 mistur Lissabon 24 heiðskírt London 20 skýjað Los Angeles 28 heiðskírt Madríd 37 heiöskírt Malaga 25 léttskýjaö Mallorca 25 léttskýjað Miami 30 skýjað Moskva 22 heiöskírt New York 24 heiöskirt Ósló 23 heiöskírt París 22 skýjað Reykjavík 11 skýjað Rio de Janeiro 26 skýjað Rómaborg 24 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskfrt Tel Aviv 28 heiöskírt Tókýó 30 heiðskírt Vancouver 15 skýjaö Vínarborg 14 rigning Bardot fær skaðabætur París 4. júlí. AP. BORGARDÓMUR í París hef- ur dæmt leikkonunni Brigitte Bardot 20.000 franka (2.400.000 íslenskar krónur) í skaðabætur vegna birtingar á falsaðri mynd af henni. Mynd sú sem um ræðir birtist á forsíðu skoprits í nóvember sl. og sýnir leikkonuna með að- eins eina tönn. Karpov tapaði Amsterdam. 4. júli. AP. ANATOLY Karpov heimsmeistari í ^skák tapaði skák sinni við ung- verska stórmeistarann Ribli á IBM-skákmótinu. en heldur engu að síður forystu á mótinu. Karpov hafði svörtu mennina og beitti Katalóníuvörn. Mikil manna- kaup áttu sér stað snemma í skák- inni og fékk Ribli sterkari stöðu eftir um 17 leiki. Þegar skákin fór í bið hafði Karpov einu peði færra. Þegar tekið var til við skákina að nýju, kom í ljós að Karpov hafði ekki fundið neina leið út úr ógöngum sínum og var lokataflið létt fyrir Ribli. Karpov er efstur ásamt Hollend- ingnum Timman með 3,5 vinninga eftir sex umferðir. Timman mátti þakka fyrir að ná jafntefli við landa sinn, Van der Wiel, í sjöttu umferð- inni. Danski skákmeistarinn Bent Larsen er í sjöunda sæti á IBM- mótinu með 2,5 vinninga. E1 Salvador: Skæruliðar ræna bændur San Salvador. 4. júlí. AP. VINSTRI sinnaðir skæruliðar, sem hafa það að markmiði að steypa yfirvöldum í EI Salvador af stóli, hafa að undanförnu farið ránshendi um fjallaslóðir i ná- grenni höfuðborgarinnar, að sögn bænda sem hafa sloppið úr búðum hryðjuverka- mannanna. „Þeir rændu allri kornvörunni, beindu að mér byssu og sögðust drepa mig ef ég gcngi ekki ti) liðs við þá." sagði Jose Domingo Guardado, einn úr hópi flótta- mannanna. Guardado og fjölskylda hans, alls 10 manns, eru meðal 1500 flótta- manna. sem leitað hafa hælis i Las Vueltas, sem er um 80 kílómetrum fyrir norð-austan San Salvador. Þeir hafa leitað skjóls þar undir verndarvæng hersins. Kona nokkur meðal flóttamannanna sagði að skæruliðarnir feldu sig oft í hæðunum kringum bæina á daginn en um leið og dimmdi kæmu þeir út úr fylgsnum sínum, læddust niður í byggðina og hræddu fólkið. „Þeir ógnuðu okkur með byssum og stálu frá okkur og sögðust þarfnast þess að við gengjum í lið með þeim,“ sagði hún. Konan, sem vildi ekki láta nafns síns getið, játaði að nokkrir af nágrönnum hennar hefðu gengið í lið með skæruliðunum eða styrkt þá á einhvern hátt. Annars staðar í landinu segja vinstri menn, að herinn og hægri sinnaðir hryðju- verkamenn drepi og ræni bændurna. Jafnvel stjórnvöldin tala um „öfgar“ hersins. En yfirmaður hersins á svæðinu kringum Las Vueltas er sá eini í landinu sem talinn er vera nútímalega sinnaður. Bændur þar treysta hernum og sýnir það að honum hefur tekist að draga úr hryðjuverkum hersins sem eru svo algeng annarsstaðar í landinu. Liðþjálfi varð- sveitarinnar, segir að engar árásir hafi verið gerðar á herinn á þessu svæði en hann hafi samt verið vel á verði vegna þess hve skæruliðar hafa haft sig mikið í frammi á nærliggjandi svæðum. „I hverju húsi í Las Vueltas og nágrenni er flóttamaður," sagði einn foringjanna. „Þeir hafa sagt okkur frá því hvernig skæruliðarnir fóru með þá og við viljum ekki að það sama komi fyrir hér.“ Töluverður matarskortur er á svæðinu, en stjórnin hefur sent þangað hrísgrjón, baunir, korn og olíu. Flóttamennirnir hafa þegar misst af síðasta uppskerutíma og sjá því fram á að þurfa að treysta á matarsendingar frá stjórnvöldum um langa hríð. Nýjustu fréttir frá E1 Salvador herma að yfirvöld þar hafi framlengt fjögurra mánaða gamalt umsátursástand í landinu um 30 daga vegna áframhaldandi póli- tískra ofbeldisverka, er krafist hafa 3.000 mannslífa frá því í ársbyrjun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.