Morgunblaðið - 05.07.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 05.07.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 27 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi óskast íbúð óskast Eldri kona óskar aö taka á leigu litla íbúö. Uppl. í síma 74079. 2ja—3ja herb. íbúð Námsfólk, par, óskar effir að taka á leigu 2ja—3ja herb. (búð sem fyrst. Uppl. í síma 28699 eða 24751. Óska eftir aö taka á leigu góöa íbúö í Reykjavík. Uppl. í síma 31514 eöa 31212. Mosfellssveit Raöhús, einbýlishús eöa 3—4ra herb. íbúö óskast til leigu í Mosfellssveit fyrir reglusama fjölskyldu fyrir 1. september. Uppl. í síma 29408. Iðnaðarhúsnæði 100—150 fm iönaöarhúsnæði óskast sem fyrst. Veröur að vera á jarðhæð og með stórri hurö. Uppl. í síma 29408 á kvöldin. Stofa óskast Útlendingur búsettur á íslandi (talar íslensku) óskar eftir stofu eöa lítilli íbúö til leigu í nágrenni Landspítalans. Fyrirframgreiösla möguleg. Uppl. í síma 27502 (spyrja eftir Geirharöi). Ánamaðkar til sölu Uppl. í s: 15924. Nýjar og ónotaðar útihurðir Til sölu eru 2 nýjar og ónotaöar sænskar fallegar útidyrahuröir j karmi. Huröirnar eru úr tekkl, með fallegu mynstri og sérpant- aðar frá Svíþjóð. Uppl í s. 39373 og 20160. -y-vtr- ~Yy—v~yy---- húsnæöi í boöi Keflavík — verzlunarhúsnæði Til sölu 160 fm verzlunarhús- næöi, sem nýtt á góöum staö. Upplýsingar ekki í síma. Njarðvík Til sölu eldra einbýlishús, á tveimur hæöum. Mikiö endurnýj- aö. Glæsileg eign á góöum staö. Verö 45 millj. Skipti á íbúö á stór-Reykjavik- ursvæöinu kemur til greina. Hjá okkur er úrvaliö. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57 sími 3868. Breiöfirðingar Hin árlega skemmtiferð Breiö- firöigafélagsins veröur dagana 18. til 20. júlí ef þátttaka fæst. Fariö veröur um Breiöafjarðar- eyjar. Þátttaka tilkynnist fyrir 12. júlí. Upplýslngasímar 52373 og 33088. Ferðanefndin. Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. | 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- | vogi. I Allir hjartanlega velkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 6.7. kl. 13 Grnnadyngja-Sog, iétt ganga. skrautsteinar. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Verð 4000 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu. Þórsmörk og Emstrur um næstu helgi. Hornstrandir f næstu viku, far- arstj. Jón I. Bjarnason. Grænland 17. júlí, fararstj. Jón Ármann Héðinsson. Farseðlar í þessar ferðir á skrifst., Lækjarg. 6a. Útivist, sími 14606. Fíladelfía Almenn guösþjónusta veröur í tjaldinu viö Laugalækjaskóla ki. 20.30. Kunnir predikarar frá Ameríku tala. Velkomin í stærsta tjald á ís- landi. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir 6. júlí: 1. kl 09. Þríhyrningur (6Í7 m). Þríhyrningur gnæfir yfir Fljóts- hlíöina og er afar gott útsýni, þegar gengiö er á fjalliö. 2. kl. 13. Kambabrún — Núpa- hnjúkur. Létt ganga. fagurt út- sýni. Fariö frá Umferöarmiöstööinm aö austanveröu. Fargj. gr. v/bíl. Upplýsingar á skrifstofunni. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Bátar til sölu Til sölur eru 2 trébátar, 7 og 10 tonn. Uppl. gefur Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ás- geirssonar, sími 97-7677, Neskaupstað. Skip til sölu 6 — 7 — 8 — 9—10—11 — 12—15 — 20 — 24 — 29 — 30 — 49 — 53 — 64 — 65 — 70 — 73 — 88. Einnig opnir bátar af ýmsum stærðum. Aöalskipasalan, s. 28888 og 51119. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÚ ALGLÝSIR UM AI.LT LAND ÞEGAR ÞL ALG- LÝSIR I MORGLNBLAOIM Fiskiskip Höfum til sölu m.a. eftirtalda eikarbáta: 23 rúml., smíðaður 1971. Vél 240 hp; Caterpillar. Vel útbúinn tækjum. Til afhend- ingar strax. 25 rúml., smíðaður 1968. Vél 230 hp. Caterpillar. Vélin nýupptekin. Mikið af netum fylgir. 30 rúml., smíðaður 1973. Vél 270 hp Cummings. Verið að setja vélina niður. SKIPASALA-SKIPALEIGA, JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SIMI 29500 Guðríður dóttir — í dag 5. júlí 1980 er Guðríður Guðjónsdóttir frá Sandgerði til moldar borin að Hvalsnesi í Mið- neshreppi. Guðríður andaðist á Landspítalanum þann 26. júní eftir erfiða sjúkralegu. Guðríður fæddist að ökrum á Miðnesi 7. nóvember 1904, önnur tveggja dætra hjónanna Guðjóns Jónssonar og Maríu Helgadóttur. Hin var Karólína María, er lést 9. ágúst 1940. Faðir Guðríðar Guð- jón var fæddur í Kirkjuvogi í Höfnum 10. marz 1882, þar sem foreldrar hans voru vinnuhjú hjá ekkjufrú Þórunni Brynjólfsdóttur systur séra Sigurðar B. Sivertsen merkisprestsins á Útskálum. Móð- ir Guðríðar var María, fædd 10. ágúst 1876, Helgadóttur frá Mos- húsum á Miðnesi Eyjólfssonar og Guðrúnar Gísladóttur konu hans. Guðríður ólst upp í foreldrahús- um til 16 ára aldurs, en um það leyti þ.e. 27. júní 1921 lést móðir hennar aðeins 45 ára gömul af hjartabilun. Faðir Guðríðar brá þá búi með dætrum sínum og fluttist fyrst til Sandgerðis en bráðlega til Reykjavíkur, þaðan sem hann stundaði sjómennsku fram undir æfilok. Guðríður varð hinsvegar eftir í Sandgerði hjá hjónunum Gíslínu Gísladóttur og Eyjólfi Jóhannssyni og hjá þeim merkishjónum var hún þar til hún giftist Guðna Jónssyni þann 14. maí 1927 frá Flankastöðum í Miðneshreppi, en við þann stað var Guðni jafnan kenndur. Guðni var fæddur að Bæjaskerjum í Miðneshreppi 29. apríl 1905. For- eldrar Guðna voru Jón Páisson útvegsbóndi og kona hans Guð- Guðjóns- Minning finna Sigurðardóttir. Guðni Jóns- son var í áratugi skipstjóri á eigin bátum og annara, en þó lengst af hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. og h/f Miðnes. Guðni var rómaður sjósóknari, farsæll og fiskinn og persónuleiki, sem ávallt verður ferskur í hugum þeirra, sem hon- um kynntust. Guðni lést þann 24. desember 1966. Elst barna Guðríðar var María Gréta Sigurðardóttir ekkja eftir Roy Abbey frá New York, með manni sínum Guðna eignaðist hún 9 börn; Jón, sem lést af slysförum á fjórða ári, Guðjón, flugþjónn kvæntur Steinunni Gunnlaugs- dóttur, búsettur í Reykjavík, Guð- rún, gift Birgi Axelssyni framkvstj. í Keflavík, Hulda, gift Jóhanni Walderhaug trésmíða- meistara í Reykjavík, Sigurður, sjómaður búsettur í Keflavík, Hafsteinn, skipstjóri kvæntur Ey- dísi Eyjólfsdóttur búsettur í Keflavík, Karólína, gift Friðrik Óskarssyni stýrimanni búsett í Keflavík, Guðfinna, gift Birki Baldvinssyni flugvirkja í Luxem- borg og Aðalsteinn, stýrimaður kvæntur Sigrúnu Valtýsdóttur búsett í Keflavík. Þau hjón Guðni og Guðríður bjuggu á Flanka- stöðum til ársins 1942 og allt til þess tíma ráku þau þar kúabú- skap, sem að öllu leyti hvíldi á húsfreyju og börnum hennar. Árið 1942 fluttu þau í Breiðablik í Sandgerði og þar bjó Guðríður þar til hún fluttist til Reykjavíkur að Barðavogi 21,1968. Sá, sem þessar línur ritar, kynntist þeim hjónum báðum. Þau voru um margt ólík, en eins og tíðum vill verða um fólk, sem sprottið er úr sama jarðvegi og deilir geði saman í glímunni við íslenskar höfuðskepnur skapast ávallt sú eining og samhugur, sem fleytir fólki yfir brim og fram hjá boðum mannlífsins og í þá gæfu- höfn, sem aðeins þeir fá notið, er skilað hafa giftudrjúgu dagsverki. Guðríður er mér hugstæð sem dagfarsprúð, hæglát og elskuleg manneskja. Hún var afburðavel verki farin svo sem snyrtilegt heimili hennar bar með sér. Ávallt veitul gestum, sem að garði bar. Heimilið var mannmargt og þar hvíldu störfin á herðum húsmóð'- urinnar, heimilið bar svip af henni. Þangað var gott að koma. Þrátt fyrir ærin störf Guðríðar naut hún sín vel í starfi við hannyrðir og félagsskap við bæk- ur. Hún var vel lesin og minnug, Guðríður starfaði í Kvenfélaginu Hvöt og Slysavarnadeildinni Sig- urvon í Sandgerði. Á þeim vett- vangi leysti hún sín störf af hendi með pryði. Á kveðjustund hvarflar hugur- inn til baka. Fram í hugann koma margir og ólíkir atburðir, sem er þekking okkar og reynsla. Öl! erum við í sama bátnum. Dag ir- inn í gær er Iiðinn, en við eigum von í morgundeginum, en ekki vissu. Það sem við eigum er aðeins líðandi stund. Því er það mikil- vægt, að þekking okkar og reynsla verði okkur hvatning jafnt og baráttuvopn á nýjum áföngum. Megi líf og störf formæðra okkar verða hvatning hverri ísl nskri sprund, til þess að ræki ðsta hlutverk konunnar mó lut- verkið. Guðríður hefur loi inu, megi það verða öðrum <Yir- breytni. Ég færi börnum henr ?tt- ingjum og venslamönnun leg- ustu samúðarkveðjur frá og fjölskyldu minni. Páll Ax n Daninn starfar við Dýraspítala ti DANSKI dýralæknirinn. sem ný- lega var ráðinn að Dýraspítalan- um í Víðidal og fékk synjun um starfsleyfi hér á landi sem dýra- læknir. hefur engu að síður, að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur, eins forsvarsmanna spitalans, hafið störf við spitalann. „Hann er þarna upp frá og sinnir vanda- sömum læknisaðgerðum, sem við teljum að i mörgum tilvikum hefði ekki verið hægt að gera annars staðar,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði, að fulltrúar Sam- bands dýraverndunarfélaga á ís- landi, Hundavinafélagsins, Hundaræktarfélagsins, Dýra- verndunarfélags Akureyrar og Dýraverndunarfélags Reykjavík- ur, hefðu á fundi með landbúnað- arráðherra mótmælt því, að Dan- anum hefði verið synjað um starfs- leyfi sem dýralækni hér á landi. Hefðu fulltrúarnir óskað eftir því við ráðherrann að hann endur- skoðaði afgreiðslu sína á umsókn- inni. Að sögn Sigríðar auglýsti spítal- inn fyrir nokkru eftir íslenskum dýralækni til starfa við spítalann, en engin umsókn barst. Hins vegar barst bréf frá héraðsdýralæknin- um í Reykjavík, Brynjólfi Sand- holt, þar sem hann býður fram samvinnu og aðstoð við starf- rækslu spítalans. „Við fögnum þessu bréfi en þetta sýnir okkur aðeins, að dýralæknaskortur er hér á l«adi. Dýraverndunarsam- tökin nWa ákveðið að beita sér fyrir aðgerðum varðandi það ófaglærða fólk, sem starfar að dýralækningum víða um ,nd. Þetta er ekkert annaö en ciu I ‘ inn dýralæknaskortur. Einnig olja dýraverndunarsamtökin mjög al- varlegt að bændur geti víða uti á landi fengið afgreidd í apótekum lyf, eins og fúkkalyf, án lyfseðils, en hér á Reykjavíkursvæðinu þarf fólk réttilega að framvísa lyfseðli til að fá þessi lyf. Þessi lyf geta verið hættuleg, ef þau eru notuð á rangan hátt og til dæmis mengað afurðir," sagði Sigriður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.