Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980 íslandsmótið í knattspyrnu 8. umferð hefst í dag 5 leikir í 1. deild um helgina í DAG hefst 8. umferðin í íslandsmótinu í knattspyrnu, staðan í 1. deild er nú mjög jöfn og spennandi og enn getur allt gerst. Fram trónar nú í eísta sæti með 12 stig cn Valur er með 10 stig. Leikur Vals og ÍBK í dag er mjög þýðingarmikill fyrir bæði liðin. Ætli ÍBK scr að vera með í baráttunni, verða þeir að sigra í leiknum i dag. Lið Vals mun þó verða erfitt viðureignar, minnugir þcss hversu illa gekk í siðasta leik, er þeir töpuðu 3—2 fyrir Fram í bikarnum. ÍA er í þriðja sæti í deildinni með 8 stig og vcrða að sigra UBK í dag til að vera með í toppbaráttunni. Leikur ÍBV og FII sem fram fer í dag verður eins og hinir lcikirnir tvísýnn. ógerlegt er með öllu að spá um úrslit í leikjum þessum, en Ijóst er að næstu þrjár umferðir koma til með að skýra stöðuna verulega. EFTIRTALDIR knattspyrnuleikir fara fram um helgina. I.AllCAItDAÖllK 5. Jt'll.f kl. 11.00 Valnr - ÍIIK kl. 15.00 (A - IJBK kl. 15.00 lllV - FII Björgúlfur, Jón, Ari, Magnús Jónsson, formaður GR og Gunnar bera hitann og þungann af framkvæmd opna golfmótsins, sem fram fer á Grafarholtsvelli í dag og á morgun. Opna GR-mótið Hrejipir einhver bíl i verðlaun 1. dcild Lauxardalsvóllur 1. Akrancsvollur 1. m f Vcstmannacvjavollur 2. dcild Nordfjarrtarvollur 2. Kaplakrikavollur 2. ísafjarðarvollur 2. LauKardalsvollur 3. A Mclavollur 3. m llclluvollur 3. m II Varmárvollur 3. m (írindavíkurvóllur 3. m Stjórnuvollur 3. m C HúAardalsvollur 3. m llcllissandsvollur 3. m BolunKarvíkurvóllur 3. m 1) Álftaháruvollur 3. m Siglufjaróarvollur 3. m llofsosvollur 3. „ K LauKavollur 3. Sauúárkróksvollur 3. n. ii kl. 15.00 I»róttur - Sclíoss kl. 11.00 llaukar - l»ór kl. 11.00 ÍBÍ - Ármann kl. 17.00 F’ylkir - Vólsunicur kl. lfi.00 I>ttir - Rcynir ki. ifi.no llckla - Katla ki. ifi.on Afturcldin^ - Njaróvík ki. ifi.on (•rindavík - Grótta ki. ifi.no Stjarnan - Víóir kl. lfi.00 Ólafur Pá - Skallaifr. ki. m.on Rcynir - lll»V ki. ífi.on BolunKarvik - VíkinKur kl. Ifi.Ofi IISI» h - Ma«ni ki. ifi.no KS - Lciftur ki. ifi.no llofóastrcnd. - Árntóinn kl. Ifi.OO EfHnjc - IISAII kl. lfi.00 Tindastóll - Rcynir ki. ifi.no llaukar - ÍBÍ kl. 13.00 Týr - Rcynir II kl. 11.00 Týr - l>or V kl. Ifi.OO SkallaKrímur - ÍBÍ Staðaní 1. deild Fram 7 5 2 0 9- 2 12 Valur 7 5 0 2 20- 9 10 ÍA 7 3 2 2 8- 7 8 ÍBV 7 3 13 10-11 7 KR 7 3 1 3 5- 7 7 ÍBK 7 2 3 2 7-10 7 UBK 7 3 0 4 12-10 6 Víkingur 7142 7—8 4 Þróttur 7 1 2 4 5— 8 4 FH 7 115 8-18 3 Markhæstir eftir 7 umferðir eru eftirfarandi leikmenn: Matthias Hallgrímsson Val 9 Ingólfur Ingólfsson UBK 5 Magnús Teitsson FH 3 Sigþór ómarsson ÍA 3 Lárus Guðmundsson Vík. 3 Staðaní 2. deild KA 6 4 11 12-4 9 Þór 6 4 11 12-4 9 ÍBÍ 6 3 2 1 14-11 8 Ilaukar 6 3 2 1 13-12 8 Fylkir 6 3 12 12-4 7 Völsungur 6 3 1 2 9—7 7 Þróttur N. 6 2 1 3 8-12 5 Ármann 6 114 6—13 3 Selfoss 6 114 6-14 3 Austri 6 0 1 5 6—17 1 í DAG og á morgun fer fram i þriðja sinn opna GR-mótið í golfi. Það voru þeir Ari Guðmundsson og enskur golfkennari, Nolan að nafni, sem hér starfar, sem voru upphafsmenn mótsins. Að þessu sinni eru verðlaun veglegri og fleiri en áður hefur þekkst hér á landi i golfmótum. Þá eiga menn möguleika á að fá bil i verðlaun fyrir að fara holu í höggi á 17. braut. Reiknað er með þvi að keppendur verði um 150 í mótinu að þessu sinni. Keppnisfyrir- komulag er það sama og áður, að tveir og tveir leika saman og telur betri bolti á hverri holu. Hefur þetta reynst vera mjög vinsælt. Gefin er 7/8 i forgjöf. Verndari mótsins verður Anna Kristjánsdóttir, eiginkona fyrsta formanns Golfklúbbs Reykjavík- ur, Gunnlaugs Einarssonar. Verðlaunin i mótinu verða öll verðmætari en þátttökugjaldið sem er kr. 25.000.-. 3. íl. C Vostmannaoyjavollur 5. fI. C Vostmannaoyjavollur 5. » liorKarnosvollur SIINNUDACIIR fi. Jíll.l 1. dcild LauKardalsvollur kl. 20.00 l»róttur - VíkinKur 2. - Akurcyrarvollur kl. Ifi.Ofl KA - Austri 5. íl. C l»orlákshafnarvollur kl. Ifi.OO Þór l> - llll mAniidaöur 7. JÚI.I 1. dcild LauKardals\ollur kl. 20.00 Fram - KR Það má enginn eiga fast sæti í landsliði UM FÁTT er jafnan meira rætt meðal áhugamanna um knattspyrnu en landsliðsmál og mál varðandi landsleiki. Styrkleiki þjóða i knattspyrnu er þvi oftast metinn eftir frammistöðu i landsleikjum. Undirrituðum langar að leggja nokkur orð i belg, en að nokkru leyti frá öðru sjónarhorni en ýmsir aðrir hafa skrifað. Þvi miður hafði ég ekki tækifæri til að sjá landsleikinn við Finna, og það sem verra er, ekki heldur möguleika að sjá eða heyra á öldum ljósvaka né i sjónvarpi, frekar en aðrir „dreifbýlismenn“. Ég fékk skyndilega annan og meiri skilning á hversu stór þáttur þessir fjölmiðlar eru, varðandi þá sem ekki eiga þess kost að skreppa á völlinn til að sjá og heyra. Ég verð alveg undrandi, að ekki skuli vera hægt að leysa svo einfalt atriði, þannig að landslýður geti notið þess. Mig undrar þá ekki að stundum sé erfitt að leysa það sem flóknara er. Mig rak í rogastanz morguninn eftir Finnaleikinn, að ég heyrði nær engan mann minnast á leik- inn. Eg gerði það að gamni mínu að spyrja nokkra hvernig leikur- inn hefði farið, fæstir mundu eftir að leikurinn hafði farið fram, en um fátt er þó meira rætt manna á meðal a.m.k. á „cafeteríunni" en knattspyrna og aðrar íþróttir. Helst heyrðist mér á fólki að mönnum utan Reykjavíkur og nágrennis væri ekki ætlað að fylgjast með þessum málum. Ég held að nokkuð sé til í þessum athugasemdum, og er ég þó all- mikið „borgarbarn". Eftir að hafa lesið umsagnir allra íþrótta- fréttaritara dagblaðanna fannst mér upphaf og endir þessa leiks vera svipaður og flest undanfarin ár. Þjálfun landsliös Margur landinn varð glaður á liðnu vori þegar fréttist að Islend- ingur hefði verið ráðinn landsliðs- þjálfari í fyrsta sinn í mörg ár. Undirritaður fagnar því mjög að „kollega" Guðna Kjartanssyni var gefinn kostur á að spreyta sig, og óskar að allar góðar vættir veiti honum og hans nefndarmönnum brautargengi. Það er aðaliega tvennt sem knýr mig til að fjalla um þessi mál. Landsliðsnefnd og hvernig lands- liðið er valið Sá háttur hefur um nokkurt skeið verið valinn aftur, að lands- liðsnefnd velji landslið, þ.e. þjálf- ari og tveir stjórnskipaðir menn. Mér hefur aldrei fundist koma skýrt fram sl'. ár hvort þjálfari veiji liðið eða hvort aðrir nefnd- armenn séu þar með puttana í. Hitt hef ég oft fundið, að ef illa gengur er þjálfarinn gagnrýnd- ur, en ef vel árar eru allir tilnefndir. Formaður landsliðs- nefndar fær jafnan þann heiður að tilkynna landslýð hverjir hafi verið valdir, og þá má bæði nota útvarp og sjónvarp. Sé sá háttur á hafður sem að framan greinir, tel ég að um úreltar aðferðir sé að ræða. Ég tel alfarið, að ef þjálfara er ætlað að undirbúa liðið fyrir landsleik, skipuleggja undirbún- ing („taktik"), jafnt sem aðra hluti eigi hann að vera einráður, taka við lofsyrðum eða gagnrýni eftir því hvernig til tekst. Hugmyndir um að tveir ungir þjálfarar sæju um þjálfun landsliðsins hafa skot- ið upp kollinum og tel ég að um athyglisverða hugmynd sé að ræða, og engu fórnað þó reynt hefði verið, og kastað fyrir róða þeim gömlu vinnubrögðum sem lengi hafa tíðkast. Ef einhver nefnd þyrfti að vera þarna nálægt vegna K.S.Í., mætti gefa henni nýtt nafn t.d. áhaldanefnd lands- liðsins til að bera töskur, búninga, bolta og annað, sem til þarf. Þjálfun og undirbúningur Annað sem alltaf er verið að ræða um og mikið gagnrýnt er sjálf þjálfunin og síðasti undir- búningur fyrir landsleik. Oftast er bent á að of skammur tími fáist fyrir hvern landsleik. Ég tel að tómt mál sé um að tala að auka þanna tíma, nema með fækkun landsleikja og deildarleikja. Menn mega heldur ekki gleyma að stundum hefur gefist lengri tími, t.d. á haustin eftir að mótum lýkur, en útkoman verið svipuð. Spurningin er því, hvort hægt sé að breyta um vinnubrögð. Allir sem til knattspyrnuþjálfunar þekkja, vita, að enginn þjálfari gerir stórar rósir á 2—4 dögum, ef lítið annað er unnið, það er ekki nóg að horfa á nokkra kappleiki snemma vors og velja síðan lands- lið. Ég tel því að breytt vinnu- brögð landsliðsþjálfara væri vel til athugunar. Ymsir möguleikar koma til greina. Hér gefst þó ekki rúm til að kryfja það til mergjar, en benda má á nokkur atriði. í staðinn fyrir að horfa aðeins á leikmenn í vorleikjum, þá bara að fara á æfingar viðkomandi leik- manna, jafnvel að fá að taka þátt í hluta af æfingum með leikmönn- um, ræða þar við viðkomandi leikmenn og ýmislegt fleira í þeim dúr. Miklu meiri upplýsingar og kynningarstarfsemi varðandi and- stæðingana hverju sinni. Nánari upplýsingar meðal manna viðkom- andi landa, jafnt hjá leikum sem lærðum, filmur og myndir alls konar, reyna að komast í sem nánasta snertingu meðal inn- fæddra, reyna að skyggnast sem lengst inní þjóðarsál knattspyrn- unnar meðal andstæðinganna, og helst að komast þar inná gafl, jafnvel að „neðanjarðarhreyfing- unni“. Margt fleira mætti telja upp, og hér verða menn að taka með í reikninginn að um fullt starf landsliðsþjálfara er að ræða, eins og nú er háttað. Á þennan hátt gætu t.d. tveir samhentir menn unnið gott starf. Sá stutti tími sem ætlaður er til landsliðs- þjálfunar hentar þjálfurum afar misjafnt. Vinur minn, Youri II- itchev, spurði mig, hér áður fyrr á árunum, hvernig mér litist á að hann þjálfaði íslenzka landsliðið. Ég svaraði að bragði, að sá tími sem til þess væri ætlaður hentaði honum alls ekki. Hann áleit þá, að með því að þjálfa annað lið með, mundi hann leysa málið. Mér fannst hugmyndin ágæt ef um unglingaþjálfun væri að ræða, en karl vildi aðeins 1. deildarlið og þar skildu leiðir. Lokaundirbúningur Sá háttur undanfarinna ára að kalla sem flesta atvinnumenn heim til landsleikja, hefur mælst misjafnlega fyrir. Ef þeir eru að mati þeirra, er landslið velja, betri en þeir sem heima eru, er sjálfsagt að velja þá, en þá skal það jafnan tryggt að viðkomandi leikmaður sé a.m.k. í leikhæfu ástandi og gera verður síst minni kröfur tii þeirra en annarra. Yfirlýsingar eins og hafðar voru eftir Pétri Péturssyni eftir Finnaleikinn, að hann væri ekki í leikhæfu ástandi, mega ekki heyrast fram- ar. Þá átti furðulegt val á Atla Eðvaldssyni, í leiknum gegn Wal- es, engan rétt á sér, maður sem ekkert hafði keppt á árinu og lítið æft. Það má enginn eiga fast sæti í landsliði fyrir það eitt að hafa verið góður árið áður, eða gert góðan atvinnusamning. Síðustu dagana fyrir landsleiki fer liðið jafnan til Þingvalla til hvíldar og hressingar, en þeir sem frá út- landinu koma, komast oft ekki fyrr en 10—20 klst. fyrir landsleik, oft eftir strangt ferðalag (15—40 klst.). Frá Þingvöllum er síðan skropp- ið (oft aðeins hluti af liðinu) einu sinni til tvisvar á dag til léttra æfinga í Reykjavík. Ég sé lítinn tilgang í hvíld á Þingvöllum og hossast síðan á misjöfnum vegi í rútubíl til léttra æfinga í höfuð- borginni. Ég tel þvi að endur- hönnun á skipulagi og vinnu þeirra, sem i dag velja landslið, sé verkefni líðandi stundar. Þeir þurfa að setjast niður, hugsa málið niður í kjölinn, mega ekki vera í mörgu öðru stússi, mynda sér ákveðinn ramma að vinna eftir og gleyma ekki vissum aga og princip-málum. Á eftir boltanum Kveikjan að þessum hugleiðing- um var sú, að Morgunblaðið hefur endurvakið þáttinn Á eftir boltan- um og fagna ég því og vona að þar verði góðir þættir á næstunni. í fyrsta þætti á þessu sumri kom greinarhöfundur allmikið inná landsliðsmál. Ég er honum þar ósammála að nokkru leyti og álit að um vanþekkingu á innri mál- um knattspyrnuforystunnar sé að ræða. Stjórn K.S.Í. hefur síður en svo skorið við nögl fjármuni og aðra fyrirgreiðslu og þjónustu, er lýtur að landsliðsmálum, ef svo er, þá er það nú alveg á síðustu dögum. Akureyri, 28. júní 1980. Árni Njálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.