Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 ■ Hvað segja húsbyggjendur sem ekki fá hitaveitu? Eins og kunnugt er af fréttum koma húsbyggjendur í nokkrum hverfum í Reykjavík og einu hverfi í Hafnarfirði ekki til með að fá hitaveitu í hús sín, vegna þess að Hitaveitan fær ekki umbeðna hækkun á gjaldskrá. Því verða húsbyggjendur í þeim hverfum sem ekki fá hitaveitu, að hita upp hús sín á annan hátt. Á dögunum ræddi Morgunblaðið við nokkra aðila sem ekki fá hitaveitu og fara viðtölin hér á eftir. Verið að stíga 20—30 ár aftur i tímann segir Garðar Steindórsson „ÞETTA hefur verið ljóst í nokkra mánuði, en enginn hefur viljað viðurkenna þenn- an vanda, allra síst bæjar- stjórnin hér í Hafnarfirði," sagði Garðar Steindórsson í samtali við Morgunblaðið, en Garðar er einn þeirra sem er að byggja í Hvömmunum í Hafnarfirði, en fær ekki hita- veitu í húsið. „Bæjarstjórnin hér á auð- vitað að ganga að Hitaveit- unni og krefja hana um efndir á samningunum," sagði Garð- ar. „Annars er vísitölukerfið vandamálið. Það er vandamál númer eitt, tvö og þrjú. Sam- kvæmt því kerfi býr vísitölu- fjölskyldan í Reykjavík og um leið og Hitaveitan fær hækkun á sinni gjaldskrá, þá fá allir launþegar kauphækkun. Ég held að allir séu sammála um að þetta kerfi sé heimskulegt," sagði Garðar. „Ég held að hin „ágæta“ ríkisstjórn þori ekki að leysa þetta mál og ég veit ekki hvort nokkur ríkisstjórn þyrði það. Hér í hverfinu er komin olíukynding á nokkrum stöðum. Ætli kostnaðurinn við kyndinguna sé ekki um 250 þúsund á mánuði, en stofn- kostnaðurinn er hinsvegar lít- ill, því auðvelt er að útvega sér notuð kynditæki. Hér í hverf- inu er hvergi gert ráð fyrir olíukyndingu. Fólk setur þetta í bílskúrinn og leiðir reykrör út um glugga. Hvort þetta er löglegt veit ég ekki, en þetta er eina lausnin. Ég held að kostn- aðurinn við olíukyndingu sé um 3 milljónir á ári og það breytir miklu fyrir fólk sem gert hefur ráð fyrir því að fá hitaveitu,“ sagði Garðar. Við íbúarnir eigum engan mótleik við þessu. Auk þess kunna íslendingar ekki að standa saman í málum sem þessum. Jafnvel þó að við stæðum saman þá held ég að málin séu komin í slíkan hnút að hann verði varla leystur. Hins vegar held ég að fróð- legt væri að fá að vita hvað orðið hefur um þann 1600 milljóna króna hagnað sem var hjá Hitaveitunni á síðasta ári. Þá væri einnig fróðlegt að fá að vita af hve'rju ekki er hægt að leggja í um 140 milljón króna kostnað til að við fáum hitaveitu. Auk þess fengjust 89 milljónir af þessu endur- greiddar í formi heimæða- gjalda. Kostnaðurinn fyrir Hitaveituna yrði ekki meiri heldur en samsvarar andvirði fokhelds raðhúss í Reykjavík. Með því að láta okkur ekki fá hitaveitu er verið að stíga 20—30 ár aftur í tímann og kemur það ekki heim og sam- an við stefnu ríkisstjórnarinn- ar í orkumálum, að því best verður séð,“ sagði Garðar Steindórsson. Ljósm. Mbl. Emilía Vísitölukerfið er helsta vandamálið — segir Sigurður Eggertsson „ÞETTA skiptir mig ekki máli í dag, því ég ætla ekki að flytja inn fyrr en eftir eitt og hálft ár,“ sagði Sigurður Eggertsson í spjalli við Mbl., en hann er einn þeirra sem er að byggja í Hvömmunum í Hafnarfirði og fær ekki hitaveitu. „Ég vona að þetta mál leysist áður en ég flyt inn. Annars finnst mér þetta undarlegt, því ég hélt að menn reyndu að nota innlenda orkugjafa sem mest nú í orku- kreppunni. Mönnum hér skilst að vísitölu- kerfið sé helsta vandamálið, en það segir forsætisráðherrann. Auðvitað á að miða húshitunar- þáttinn í vísitölunni við hitunar- kostnaðinn á landinu í heild, en ekki bara í Reykjavík. Ég hef ekki kynnt mér hvað olíukynding muni kosta en það er sagt að kostnaðurinn sé tíu eða tólffaldur sé miðað við hitaveitu. Svo er líka mikil fyrirhöfn sam- fara því að koma kynditækjunum fyrir því ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim þegar húsin voru teikn- uð. Menn eru að leiða reykrör út um glugga því ekki eru skorstein- ar á húsunum. Ég get ekki ímynd- að mér að það sé í samræmi við brunamálasamþykktir," sagði Sig- urður. „Ég held að fólk almennt fari ekki að hugsa um þessa hluti fyrr en kemur að því að það fari að flytja, allavega ætla ég ekki að velta þessu fyrir mér fyrr en þá. Ég held að þetta verði lagað fljótlega og spái því að búið verði að leysa þetta vandamál um þetta leyti á næsta ári,“ sagði Sigurður Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.