Morgunblaðið - 12.07.1980, Page 19

Morgunblaðið - 12.07.1980, Page 19
okkar i byggingarnefnd bent á að huga vel að þessu máli. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að undr- ast það nokkuð, að þetta mál skuli fyrst berast til eyrna borgarfulltrúum nú, úr því að það hefur verið rætt hér i Skúlatúni 2, 23. apríl sl. Mér er auðvitað jafnljóst, að meirihluti borgarstjórnar samþykkti byggingu Höfðabakkabrú- ar og það hefur aldrei gleymst okkur eitt augna- blik. Okkur er alveg ljóst að þar með verður byggð Höfðahakkabrú en málið er, að okkur er ekki alveg sama, hvernig hún er byggð og engum okkar er aldeilis sama um hvað hún kostar.“ ... „Við erum ekki að taka ákvörðun um þetta hér, en ég vil brýna fyrir borgarfulltrúum að hafa vakandi auga með niðurstöðu þessa máls.“ Niðurstaðan lét heldur ekki á sér standa. Hún kom í byggingar- nefnd 26. júní. Stefna Alþýðu- bandalagsins varð undir enn einu sinni. Það var fulltrúi Alþýðu- flokksins í nefndinni, sem tók höndum saman við fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að koma mál- inu úr þeirri sjálfheldu, sem það hefur verið í. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins í nefndinni brugð- ust ókvæða við eins og þeirra var von og vísa og létu bóka eftir sér alls kyns átölur í garð embætt- ismanna borgarinnar. Enn einu sinni voru þeir að hengja bakara fyrir smið og láta reiði sína bitna á borgarstarfsmönnum í stað þess að senda óvandaðar kveðj- urnar til réttra aðila, hinna pólitísku fulltrúa í samstarfs- flokkunum, sem eftir öllum al- mennum venjum í meirihluta- samstarfi ættu að standa að ákvörðunum með þeim. Hinir „mannlegu þættir“ sam- starfsins En þar er komið að kjarna málsins. Þetta meirihlutasam- starf er ekkert venjulegt. Ekki í þeim skilningi, sem fólk almennt leggur í orðið „samstarf". Þó gat reynslan af samstarfi vinstri flokka í ríkisstjórnum sagt öllum fyrirfram hvert stefndi þegar þessir flokkar ætluðu að ná saman um stjórn Reykjavíkur. Ég ætla ekki að lýsa frekar ráðabrugginu, tortryggninni og sundurlyndinu í herbúðum borg- arstjórnarmeirihlutans um þess- ar mundir. Látum frekar einn úr röðum þeirra meirihlutamann- anna sjálfra hafa orðið og segja okkur allt af létta um andrúms- loftið þar. Guðrún Helgadóttir gaf býsna góða lýsingu á sam- starfi vinstri flokkanna í borgar- stjórn 20. marz sl. Þá var hún að MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 19 ræða hið margnefnda Höfða- bakkamál og vildi enn gera til- raun til að kenna embættis- mönnum borgarinnar um það hvernig því máli væri komið í borgarkerfinu. En hún gat ekki haldið grímunni lengi og kom loks að kjarna málsins. Guðrún: „Ég held kannski að við verðum að líta svo- lítið á vandamál okkar hér, meirihlutans i Reykja- vik, til að byrja að skiíja það mál. Eins og við öll vitum, skiptum við jafnt á lýðræðislegan hátt völdum i nefndum og ráðum borg- arinnar, þegar við tókum hér óvænt við. Sem þýðir, að það eru jafnmargir frá Alþýðuflokknum. frá Framsóknarflokknum og frá Alþýðubandalaginu með formennsku í nefnd- um. Það er ósköp sjálfsagt miklu erfiðara að stjórna bæjarfélagi, þegar það eru þrir ólíkir' stjórnmála- flokkar, sem það gera held- ur en á þeim sæiu dögum, þegar einn stjórnmála- flokkur gerði það. Og mik- il skelfing hefur það nú verið þægilegt. En þetta er ekki svona og þá ber auð- vitað að vinna samkvæmt þvi. Nú vill svo til, að í hlut Alþýðubandalagsins komu skipulagsmál, þ.e.a.s. skipulagsnefnd og bygg- ingarnefnd. Ég held að tvennt orsaki það, að þess- um ráðum hefur verið gert afskaplega erfitt um vik ... Eg held að það séu annars vegar pólitísk vandræði. bað er auðvitað viss tortryggni, visst öryggisleysi þeirra, sem færri borgarfulltrúa hafa, gagnvart þeim. sem hafa fleiri. Þannig að ef menn eru nú að hugsa um næstu kosningabaráttu, þá hafa menn kannski ekki sérdeil- is mikinn áhuga á að þær nefndir akkúrat blómstri, sem hinir stjórna. Þetta er svona manneskjulegur þáttur, sem ég held að við eigum kannski öll ein- hvern þátt i eða hugsum kannski að einhverju leyti á þennan hátt.“ Guðrún Helgadóttir hefur með þessu lýst tilfinningum, sem full- trúar meirihlutans bera hver til annars á miðju kjörtímabilinu. Manni er spurn: Hvernig verður þá sambúðin á kærleiksheimil- inu, þegar síga fer á seinni hlutann og kosningar nálgast? Þá æsist fyrst leikurinn, þegar full- trúar Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks fara að stíga í væng- inn við kjósendurna. Þessir tveir flokkar munu fyrst og fremst bítast um vinstra fylgið í borg- inni, því að Framsóknarflokkur- inn er ekki lengur til í borgar- stjórn Reykjavíkur nema rétt nafnið. „Segið svo bara, að ég sé ekki á förum!“ Afgönskum frelsis- herjum vex ásmegin VVashington. 11. júlí. AP. BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í dag, að þrátt fyrir að Sovétmenn beittu æ fleiri herþyrlum og öðrum nýjustu vopnum gegn frelsisherjum Afgana, hefði þeim ekki tekist betur en að halda i horfinu, sex mánuðum eftir að þeir réðust inn i Afganistan. Embættismennirnir töldu, að um 80.000 rússneskir hermenn væru í Afganistan og önnur 40.000 við landamærin. Herdeildirnar, sem hafa verið fluttar til landsins að undanförnu, eru úr flughern- um, sérstaklega þjálfaðar í skæru- hernaði. í fréttum frá Kabúl segir, að afganskir skæruliðar berjist nú * Israelar óþreyjufullir Tel Aviv, 11. júlí. AP. YITZHAK Shamir, utanríkisráð- herra ísraels, sagði i hlaðaviðtali í dag. að ísraelar væru „síður en svo ánægðir“ með samskiptin við Eg- ypta. Ummæli ráðherrans þykja sýna vaxandi óánægju ísracla með það hve lítið miðar i samstarfi þjóðanna í menningar-, ferða- og viðskiptamálum. í blaðaviðtalinu segir Shamir, að þrátt fyrir að þjóðirnar hafi ákveðið að setjast aftur að samningaborði um sjálfsstjórnarmál Palestínu- manna, standi ótrú og vantraust Egypta á ísraelsmönnum samkomu- lagi fyrir þrifum. með betri árangri en nokkru sinni fyrr gegn sovéska innrásarliðinu. Sagt er þó, að þá skorti mjög eldflaugar til að beita gegn skriðdrekum og flugvélum. Skæruliðar segjast hafa skotið niður margar sovéskar þyrlur og eina Antonov-flutningavél og fellt fjöldann allan af rússneskum her- mönnum. Velgengni frelsissveita Afgana er einkum þökkuð því hve margir stjórnarhermenn hafa hlaupist undan merkjum en þeir hafa svo aftur tekið að sér þjálfun skæruliðanna. Heimildir í Kabúl herma, að skæruliðar hafi sl. sunnudag ráð- ist á sovéskar herbúðir skammt fyrir norðan Kabúl og hafi Rússar beðið mikið afhroð. í hefndarskyni vörpuðu Rússar sprengjum í vín- ræktarhéruðin fyrir norðan Kabúl í þrjá daga samfleytt. I viðtali við franska blaðið L’Humanite segir Babrak Karfnal, forseti Afganistans, að stjórn sín hafi komið meiru í verk á síðustu sex mánuðum en tókst á sex árum þar á undan. „Við höfum komið á laggirnar lýðræðislegri stjórn, sem á sér ekkert fordæmi í sögu landsins," sagði hann. Páfaíör lauk með frumskóg- armessu Vlanans. Brasilíu. 11. júlí. AP. JÓHANNES Páll páíi II hélt í dag heimleiðis frá Brasilíu. Síðustu 12 daga hefur páfinn heimsótt 13 borgir og bæi í landinu. Hann cndaði heimsókn sina í frumskógar- hænum Manaus þar sem hann hélt guðsþjónustu og ræddi við frum- hyggja Brasilíu. indíánana. Tekið var til þess að engin þreytumerki sáust á páfanum. sem er sextugur að aldri, eftir þessa lengstu ferð hans frá því hann tók við páíadómi. I ferð sinni bauð páfinn íbúum Brasilíu að standa stöðugir í barátt- unni gegn fátækt og niðurlægingu en forbauð þjónum kirkjunnar að nota pólitískar aðferðir í þeirri baráttu, aðeins andleg vopn. „Þið eruð boðberar fagnaðarerind- isins. Ykkur er forboðið að gera nokkuð sem minnir á pólitíska stjórnmálaflokka," sagði páfinn á fundi með biskupnum í Brasilíu. Stuttu áður höfðu brasilískir klerkar hafið þing með því að lýsa yfir gagnrýni á stjórnvöld í landinu. Erlendir fréttaskýrendur draga í efa að heimsókn páfa til Brasilíu eigi eftir að leiða til endurbóta, stjórn- málalegra, efnahagslegra eða þjóð- félagslegra. Ferð hans skilur eftir sig mörg falieg og uppörvandi orð en ekki miklar vonir um skjótar aðgerð- ir. Suzuki valinn Tokyo, 11. júll. AP. FORYSTUÖFL í Frjálslynda- flokknum i Japan hafa komið sér saman um að velja Zeno Suzuki sem flokksleiðtoga og því mun hann líklegast verða næsti forsæt- isráðherra landsins. Suzuki tók við leiðtogastöðu í flokknum eftir lát Ohiras en var í upphafi ekki talinn líklegur eftir- maður hans. Yasuhiro Nakasone og Tshoio Komote voru þeir sem helst komu til greina. Þegar hvorugum þeirra tókst að afla sér nægs stuðnings innan flokksins komu þeir sér saman um að styðja Suzuki. Þingmenn flokksins koma saman n.k. þriðjudag til að velja flokksleið- toga og er ekki búist við öðru en Suzuki verði valinn. Tveimur dögum seinna velur þingið forsætisráð- herra og verður hann örugglega úr röðum Frjálslyndaflokksins, sem hefur mikinn meirihluta á þinginu. Landsþing Republikana: Val varaforsetans vekur mesta spennu Frá önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. i Washington. 11. júli. LANDSÞING repúblikana hefst í Detroit á mánudag. Hápunktur þingsins verður útnefning forsetaframbjóðanda flokksins og val hans á varaforsetaefni. Ronald Reagan á útnefninguna visa, en óvissa rikir um, hvern hann kýs til að heyja kosningabaráttuna með sér. Stefnuskrá flokksins verður samþykkt á þinginu, og ekki er búizt við, að til átaka komi um hana. Stefnuskrárnefnd hefur starf- að í Detroit undanfarna viku. Mesta athygli vakti ákvörðun hennar um að fella niður stuðn- ing flokksins við tillögu um stjórnarskrárbreytingu, sem á að tryggja jafnrétti kynjanna (Equal Rights Amendment eða ERA). Flokkurinn hefur stutt tillöguna síðan 1940. Stefnu- breytingin nú þykir sýna tökin, sem hægri vængur flokksins hefur náð, og olli mörgum von- brigðum. Nefndin samþykkti einnig að banna ætti fóstureyð- ingar í landinu með tillögu um stjórnarskrárbreytingu. Þessi tvö mál eru mikil hita- mál í Bandaríkjunum. Stefnu- skrárnefnd repúblikana tók sömu afstöðu og Ronald Reagan, en annar formaður flokksins, Mary Crisp, sagði í ræðu á miðvikudag, eftir að nefndin hafði afgreitt málin „að þessar tvær ákvarðanir gætu komið í veg fyrir, að forsetaefni flokks- ins næði kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna". Varaforsetaefni Reagans get- ur einnig haft mikil áhrif á fylgi hans í kosningunum. Atta menn þykja helzt koma til greina, þótt fleiri hafi verið nefndir. Hinir átta eru: George Bush, sem keppti lengst við Reagan í for- kosningabaráttunni og hefur mestan stuðning repúblikana á bak við sig í embættið. Hann þykir líklegur til að hjálpa Reagan í iðnríkjunum, sérstak- lega þó í Pennsylvaniu og Michi- gan, þar sem honum gekk vel í forkosningunum, en Reagan sjálfur er sagður lítið hrifinn af honum. — Howard Baker, öld- ungadeildarþingmaður frá Tennessee og leiðtogi minnihlut- ans í öldungadeildinni. Hann er frjálslyndari en Reagan og seg- ist sjálfur geta orðið honum til trafala vegna þess. — Richard G. Lugar, öldungadeildarþingmað- ur frá Indiana. Hann er íhalds- samur,. en hefur gott samband við frjálslynda í flokknum. Sagt er, að hann sé gáfaður, en leiðinlegur. — Jack F. Kemp, fulltrúadeildarþingmaður frá New York. Reagan kann sjálfur vel við hann og styður tillögu hans í þinginu um skattalækkun. Kemp er fyrrverandi fótbolta- hetja (í amerískum fótbolta) og þykir ungæðislegur. — William E. Simon, fv. fjármálaráðherra. Hann fer í taugarnar á mörgum repúblikunum, en þó ekki Rea- gan. — Donald H. Rumsfeld hefur mikla reynslu að baki sér; fv. varnarmálaráðherra, sendi- herra hjá NATO, starfsmanna- stjóri hjá Gerald Ford og þing- maður. Hann hefur góð sambönd við frjálslynda. — Guy Vander Jagt, fulltrúadeildarþingmaður frá Michigan. Hann er góður „ ræðumaður,. en Reagan þekkir hann ekki vel. — Paul D. Laxalt, öldungadeildarþingmaður frá Nevada. Hann er góður vinur Reagans, en kemur frá Vestur- ríkjunum eins og hann og kæmi því að litlu gagni í kosningabar- áttunni. Bush, Lugar og Laxalt þykja líklegustu kandidatarnir nú, en þeir hafa allir eitthvað á móti sér, eins og flestir aðrir. Það gæti orðið bezt fyrir Reagan að vera einn í framboði eða með Gerald Ford. Ford hefur þó margsinnis sagt, að hann hafi ekki áhuga á embætti varafor- seta, en skoðanakannanir sýna, að hann myndi hjálpa Reagan mest. Reagan mun því væntan- lega velja einn af hinum átta og vona það bezta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.