Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLI 1980
21
niður í jörðina aftur
iónvarpsfréttamaður, var einn þeirra fáu, sem sáu þegar gosið byrjaði i Gjástykki í fyrradag, ekki nóg með það,
t gossins á filmu. Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. Kristján af Omari á flugi yfir gosstöðvunum í fyrradag.
ta sinn, scm slíkt
jrður hér á landi“
tarsson, jarðeðlisfræðingur, m.a. í samtali við Mbl.
hljóp undan Kröflu nú með minna
móti. Aðspurður um aðalmuninn
á þessu gosi og þeim gosum, sem á
undan hafa gengið sagði Páll þar
einn höfuðmun á. Nú hefði öll
kvikan komið upp á yfirborðið í
stað þess að valda miklum óróa
neðanjarðar eins og svo oft áður.
Það væri og skýringin á því að
ekki urðu meiri jarðskjálftar fyrir
umbrotin en raun bar vitni.
„Það virðist eigi að síður vera
tilhneiging í þessum gosum, sem
verið hafa hér á svæðinu, að
stærri og stærri hluti þeirra
kemur upp á yfirborðið, en á því
eru engar viðhlítandi skýringar,"
sagði Páll ennfremur.
Þá var Páll inntur eftir því
hvort þetta gos nú væri eitthvað í
líkingu við gosin í Mývatnseldum
1724, sem frægir eru. — „Það er
mjög erfitt að bera þessi gos
saman, þar sem mjög lítið er vitað
um Mývatnselda í smáatriðum.
Líkur benda þó til þess, að í
Mývatnseldum hafi ástandið ekki
verið ósvipað því, sem nú er.
Einkenni seinnihluta Mývatnseld-
anna var einmitt mikil gosvirkni,
en ekki eins mikil umbrot neðan-
jarðar," sagði Páll.
Gosið nú var á um fimm
kílómetra löngu sprungubelti í
Gjástykki, skipt í margar litlar
sprungur. I fyrstu rann hraunið
nokkuð hratt til norðurs í Gjá-
stykki, en þegar líða tók á,
hægðist um og hraunið steyptist
niður í jörðina á nýjan leik. Þetta
væri í raun fyrsta tilfelli hér á
landi, sem hraunið færi svona í
hring. Fyrirbrigði sem þessi væru
hins vegar þekkt erlendis.
armynd af því hversu mikið hraun
hefði borist upp á yfirborð að
þessu sinni.
Er þetta ekki lengsta gosið á
svæðinu til þessa? — „Jú, þetta er
efalaust lengsta gosið til þessa, en
það var ekki miklu ákafara en
áður meðan það stóð yfir. Ein
skýringin á þessu er sú, að
venjulega hefur hafist kvikuhlaup
neðanjarðar í einhverja aðra átt
en hraun fer, venjulega í suðurátt,
en nú æddi hraunið áfram óhindr-
að og ekkert kvikuhlaup varð
neðanjarðar. Gosin hafa til þessa
hætt þegar kvikuhlaupin hafa
veitt kvikunni eitthvað annað, en
það gerðist sem sagt ekki nú,“
sagði Páll.
Þá sagði Páll, að yfirleitt væri
hægt að áætla hvenær hver hryna
gengi yfir með nokkurra vikna
fyrirvara, en það væri þegar land
væri komið hærra en þegar það
var hæst í hrynunni á undan. í
þeim tilfellum væri alltaf komið á
skjálftavakt, eins og reyndar nú
þegar vaktin tók til starfa um
mánaðamótin maí-júní. Að þessu
sinni var munurinn á lægstu og
hæstu stöðu landsins á milli
50—60 sentimetrar. „Það er því
tiltölulega einfalt hvenær má fara
að búast við næstu hrynu. Það má
í raun telja nokkuð víst, að næsta
hryna á svæðinu verði í haust, eða
byrjun vetrar, ef aðstreymi verð-
ur með sama hætti og áður," sagði
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing-
ur, að síðustu.
Páll sagði aðspurður, að menn
hefðu ekki gert sér neina heild-
„Gosið nánast eftir-
líking af Gullfossi“
STEINÞÓR Eiríksson fréttaritari Mbl. á Egilsstöðum flaug yfir
gosstöðvarnar í fyrrinótt og sagði hann það hafa verið stórkostlega
sjón að horfa á sólaruppkomuna gegnum gosmökkinn og hraunstrók-
ana, mikil litadýrð hefði verið er sólin gægðist gegnum uppgufunina.
Þá sagði hann fossinn. er steyptist ofan i gjána. vera nánast
eftirlíkingu af Gullfossi, enda væri þarna sannkallaður gullfoss. Þá
sagði Steinþór að sést hefði til mannaferða á jörðu niðri og taldi hann
suma jafnvel fara sér of geist og hætta sér of nálægt eldvirkninni.
Sagði hann hraðann á hraunrennslinu mjög mikinn, meiri en á
nokkru stórfljóti er hann hefði séð.
Staða útgeröarinnar:
„Lýsi ábyrgð á hend-
ur stjórnvöldum “
— scj?ir Ólafur Gunnarsson Neskaupstað m.a.
STAÐA undirst<)ðuatvinnuvegar þjóðarinnar er hág um þessar mundir
og stöðvun fyrirsjáanleg á mörgum stciðum. eins og fram hefur komið í
fréttum. Mbl. ræddi í ga*r við útgerðarmenn og forsvarsaðila þeirra á
þremur stöðum á landinu til að afla upplýsinga um stöðuna.
„Stöðvun — veit ekkert um fram-
haldið”
„Staðan er þannig, að við erum að
stöðva allt núna. Fólkið fer í
sumarfrí í lok næstu viku og við
stöðvum togarana núna,“ sagði
Benedikt Jónsson forstjóri Hrað-
frystihúss Keflavíkur.
Hann sagði að starfsfólk frysti-
hússins færi í sumarfrí í lok næstu
viku og ákveðið væri að stöðva
togarana, en þeir eru tveir. „Annar
fer í slipp og við dyttum eitthvað að
honum, hinn kemur til með að liggja
við bryggju. Það þýðir ekkert að
sp.vrja mig um framhaldið," sagði
Benedikt er við spurðum hann um
horfur. „Það er vonlaust að halda
úti með því að veiða karfa.
— Eru vanskil orðin mikil?
„Já, vanskilaskuldir eru miklar,
hversu miklar get ég ekki sagt.
Þetta hefur gengið út á að skrapa
saman í vinnulaun, annað kemst
aldrei á blað.“
„Mikið óöryggi í mönnum"
„Staðan er bág og allt samverk-
andi í mót, þ.e. olíuverðhækkanirn-
ar, okurvextir á lánum og lokun
frystihúsanna þýðir að hætt verður
að kaupa fisk 21. júlí n.k. — það er
hér mikið óör.vggi í mönnum,“ sagði
Kristinn Pálsson, formaður útvegs-
bænda í Vestmannaeyjum.
Bátar og skip stíla upp á sölur
erlendis og ég veit t.d. að búið er að
festa alla daga með landanir í
helstu höfnum í Englandi og Þýska-
landi fram í miðjan ágúst. Hvað
markaðurinn þolir þar á þessum
tíma er hins vegar ekki gott að
segja."
Það er alltaf að koma betur og
betur fram, að við höfum lifað um
efni fram allt of lengi og við getum
ekki endalaust selt út verðbólguna,“
sagði hann í lokin.
„Reginhneyksli að þannig skuli
vera komið"
„Við höfum ekki stöðvað neitt enn
þá — en við erum með skipin í
viðgerðum svona í rólegheitum,"
sagði Olafur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á
Neskaupstað. „Ég veit ekki hversu
lengi við höldum út, en við reynum,
því stöðvun myndi þýða hrun á stað,
sem byggir allt á sjávarútvegi. Það
er ekki auðvelt, því síðustu olíu-
hækkanir setja stórt strik í reikn-
inginn, og einnig er ekki mikið upp
úr veiðum á ufsa, karfa og grálúðu
að hafa. — Auðvitað ætti að binda
skipin. — Það er reginhneyksli, að
afkastamesti atvinnuvegur lands-
manna skuli vera þannig kominn.
Ég get ekki annað en lýst ábyrgð á
hendur stjórnvöldum."
— Hvernig er staða fyrirtækis-
ins?
„Síldarvinnslan hefur ekki verið
rekin með tapi síðustu fjögur árin,
en ég veit hreint ekki hvernig
heildarstaðan er núna, en lausafjár-
staðan hefur aldrei verið verri. Þá
má benda á, að hækkun afurðalána
til fiskvinnslufyrirtækja úr 75% í
80% þýddi um 3.1 milljarða til
viðskiptabankanna, en þetta gerði
lítið annað en jafna stöðu viðskipta-
bankanna við Seðlabankann, því
vanskilaskuldir fyrirtækjanna voru
það miklar. Flest þessara fyrirtækja
skulda mörg hundruð millj. kr. í dag
og mest til olíufélaganna."
Þá sagði Ólafur, að sér fyndist
útbreiddur misskilningur að lausnin
fælist í því að loka fyrirtækjunum,
þvi slíkt hefði koðjuverkandi áhrif á
allt athafnalif. „Þáð er hægt að loka
prjónastofu og bíða með hálfprjón-
aða ermi í einn mánuð, en lokun
þessa undirstöðuatvinnuvegar þýðir
lömun alls atvinnulífs."
Eimskip tekur nýj-
an rúmgóðan af-
greiðslusal í notkun
EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur tekið í notkun nýjan afgreiðslusal á
jarðhæð skrifstofuhúsnæðis síns í Reykjavik. Með opnun hans hefur
síðasti hluti nýrrar viðbyggingar verið tekinn í notkun og um leið
opnast fleiri möguieikar á hagræðingu.
Nýi afgreiðslusalurinn tengist
bæði Hafnarstræti og'Tryggvagötu
og er gengið inn beggja megin. Um
leið hefur gamla inngangnum við
Pósthússtræti verið lokað og af-
greiðslusalurinn á 2. hæð verið
tekinn undir aðra starfsemi.
Viðskiptaþjónustudeild hefur að-
setur í nýja afgreiðslusalnum. Hún
sér um alla almenna afgreiðslu og
fyrirgreiðslu við viðskiptavini, veitir
ráðleggingar um hagkvæmustu
flutningaleiðir, flutningsgjöld og
fleira þess háttar.
Samfara breytingu á afgreiðslusal
hefur verið unnið að tölvuvæðingu
aimennrar afgreiðslu hjá fvrirtæk-
inu. Reiknisútskrift er nú fram-
kvæmd beint úr tölvu fyrirtækisins
og hinar svokölluðu tilkynningar má
einnig kalla fra’u í tölvunni meðan
beðið er. Með þessari tölvuvæðingu
er stefnt að hraðari afgreiðslu.
Gamla skrifstofuhúsnæðið var
reist árið 1921 en bygging viðbótar-
húsnæðis hófst árið 1975. Fyrsti
hluti nýbyggingarinnar var tekinn í
notkun árið 1978 og með tilkomu
nýja afgreiðslusalarins er að s<ign
forráðamanna fyrirtækisins komið
húsnæði, sem vonast er til að reynist
fillnægjandi næstu árin.
I.jósmvnd Mhl. R \\
hrá hinum nýja afgreiðslusal Eimskips. en hann er lokapunkturinn
yfir i-ið í viðbyggingu fyrirtækisins.