Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1980 25 A förnum vegi á Austurlandi Texti: GUÐBJÖRG GUDMUNDSDÓTTIR Ljósm.: KRISTINN ÓLAFSSON Á myndinni sjáum við æfingu hjá unjju upprennandi fótboltaliði á Breiðdalsvík. Breiðdalsvík: Ekkert minna hægt að gera hér en í Reykjavík Á BREIÐDALSVÍK sáum við mann vera að vinna í nýbygg- inKU. Hann kvaðst heita Árni Guðmundsson og vera að bygKja útgerðaraðstoðu þ.e.a.s. veiðarfærageymslu og aðstöðu til beitunar. Það eru frekar mörg ný hús á Breiðdalsvík. og við spurðum hverjir væru að byggja þessi hús. — Unga fólkinu langar ekki eins mikið i bæinn og áður. IJósm.: Kristinn Árni Guðmundsson er að byggja sér hús fyrir útgerðar- aðstöðu. Aöstaðan var önnur í gamla daga. þá var eins og ævintýri að fara til Reykjavikur. en með bættum samgöngum hefur þetta breyst. Fólkið, sem byggir þessi hús, er því að miklu leyti héðan. en einnig nýtt fólk. Næst lentum við á æfingu hjá ungu upprennandi fótboltaliði. Þjálfarinn þeirra heitir Ársæll og er úr Reykjavík. Hann er nemandi í læknisfræði. Við spurðum hann af hverju hann væri að vinna á Breiðdalsvík. — Það eru góð laun, og mér líkar vel hérna. Þetta er fín tilbreyting. Með Ársæli voru þeir Þráinn og Erlingur sem eru fæddir og uppaldir á Breiðdalsvík. Á vet- urna er Þráinn í skóla í Reykja- vík, en vinnur svo þarna á sumrin. Saknið þið ekkert borg- arinnar) — Nei, enginn þeirra kvaðst gera það. Það væri ekkert minna hægt að gera þarna en í Reykja- vík. Þarna væri hægt að fara í fjallgöngur, á böll og íþróttalífið væri einstaklega gróskumikið. Aðalsteinn Árnason og Kjart- an Eyjólfsson voru önnum kafn- ir þegar okkur bar að garði. Þeir voru að vinna í bátnum sínum, enda að koma af fiskeríi. Þeir eru ekki Breiðdalsvíkingar í húð og hár, en hafa búið þar þó nokkuð lengi. Meðalaflinn hjá þeim hefur verið núna 400—500 kíló fyrir 6 róðra og telst það nú frekar slæmt. Þeir sögðu, að fiskurinn væri ekki mikill núna, en nógur fyrir þá sem þarna búa. Bogga Erlingur, Þráinn og Ársæll sögðu að það va'ri alls ekkert minna hægt að gera þarna en i Reykjavík. Það virðist vera mikið um byggingaframkvæmdir á Breiðdalsvík. Hérna sjáum við menn sem eru að vinna i einu af nýju húsunum. t 3 m ■FJwwBi * 1 Fyrir sex róðra höfum við fengið svona 400—500 kíló, sem telst nú frekar lélegt. Örn Eiðsson: Kæra ríkisstjórn! Megum við keppa ... Það er nú e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að leggja frekar orð í belg um Ólympíu- leikana og þátttöku íslendinga í þeim. Stóra spurningin í þessum umræðum er og hefur verið, hvort blanda eigi saman íþrótt- um og pólitík. Því hefur enginn neitað, að ýmis ríki gera það, en meginstefna íþróttasamtaka í flestum löndum heims er að reyna að komast hjá slíku. Hætt er við að íþróttasamskiptum þjóða og einstaklinga væri stefnt í voða, ef stjórnvöld þyrftu alfarið að samþykkja eða hafna því, hvort um þátttöku yrði að ræða í hinum ýmsu mótum og leikjum. Þá yrðu íþróttaráð og íþróttasambönd að skrifa ríkisstjórnum bréf, sem hæfust eitthvað á þessa leið: Kæra ríkisstjórn! Megum við keppa... íþróttirnar hafa mörgu góðu komið til leiðar, einmitt vegna þess, að alþjóðlega íþróttahreyf- ingin hefur nokkurn veginn óhindrað geta komið saman og þreytt kapp í drengilegum leik. Við Islendingar eigum að styðja þá stefnu með oddi og egg. Þær miklu deilur, sem orðið hafa um Ólympíuleikana í Moskvu eftir innrás Sovét- manna í Afganistan, geta orðið til þess að hin mikla friðar- og æskuhátíð verði aflögð. Það væri óbætanlegur skaði. Islend- ingar og aðrar friðelskandi þjóðir hafa fordæmt innrás og ofbeldi Sovétmanna. Við mót- mælum öllu ofbeldi, hver sem í hlut á. Stjórnmálamenn hafa áður látið í sér heyra vegna alþjóðlegra móta og leikja. Það eru t.d. ekki nema 10 ár síðan Evrópumeistaramót í frjálsum iþróttum fór fram í Aþenu, en þá var þar við völd illræmd herforingjastjórn. Töluverðar deilur urðu um þátttöku í því móti. Enginn minnist þess, að Mbl. hafi gagnrýnt þátttöku íslendinga í því móti. Nú tala menn um, að Ólympíuleikarnir fái fast aðsetur í Grikklandi. En ef þar kæmi nú aftur herfor- ingjastjórn? Nýlega var haldið heimsmeistaramót í knatt- spyrnu í Argentínu og um þá keppni urðu harðar deilur vegna einræðisstjórnar þar. Þannig mætti lengi halda áfram. Eins og kunnugt er hættu nokkrar af mestu íþróttaþjóðum heims við þátttöku í keppni Moskvuleikanna, m.a. Vestur- Þjóðverjar. En þessi ágæta þjóð leggur fram sinn skerf í þágu leikanna, þ.e.a.s. á viðskipta- sviðinu. Talið er að engin þjóð hafi gert eins góð viðskipti við Sovétmenn vegna framkvæmd- anna og Vestur-þjóðverjar. Ekki hefur heyrst að þeir hafi hætt við þátttöku á þeim vettvangi. Ólympíuleikar viðskiptanna héldu áfram. I forystugrein Mbl. í sl. viku er veist allharkalega að íslensku ólympíunefndinni vegna þeirrar ákvörðunar hennar að taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu og m.a. er því blákalt haldið fram, að í þeirri ákvörðun hennar að láta íslenska ólympíuliðið ganga undir eigin þjóðfána við setn- ingarathöfnina felist yfirlýsing um þjónkun við sovéskt vald. Einnig er undrast yfir því, hversvegna íslenskir íþrótta- frömuðir finni sig knúna til að sýna einvörðungu auðsveipni gagnvart Sovétmönnum. Það fer nú að verða vandasamt að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamót- um, ef notkun þjóðfánans við setningarathafnir skoðast sem þjónkun við stjórnarform og athafnir þess ríkis, sem sér um framkvæmd tiltekins íþróttaviðburðar. Harla ósmekklegar eru árásir leiðarahöfundar Mbl. á oddvita íslenskrar íþróttahreyfingar um áratuga skeið og núverandi for- mann íslensku ólympíunefnd- arinnar, Gísla Halldórsson. Enginn Islendingur hefur unnið betur og af meiri fórnfýsi fyrir íslenska íþróttahreyfingu en Gísli. Hjá honum hefur fram- gangur íþróttanna ávallt setið í fyrirrúmi. Þannig er það og í þessu umdeilda máli. I viðtali við Gísla Halldórsson í Aiþbl., svarar hann spurningu blaðamanns um álit hans á árásum á hann á þennan veg: „Já, það er ansi hart að orði kveðið í þessum leiðara Mbl., enda um rangtúlkanir blaðsins að ræða“, sagði Gísli. „Þetta eru orð blaðamannsins, sem höfund- ur leiðarans leggur út af. Það var blaðamaðurinn, sem spurði hvort innrás væri ekki nægjan- leg til þess að afleggja leikana, en ég svaraði því til og benti á, að allt frá síðasta heimsstríði hefur alltaf verið innrás hér og hvar um heiminn og m.a. benti ég sérstaklega á, að þrátt fyrir að stríðið í Víetnam geisaði í tuttugu ár, og a.m.k. tvö stór- veldi gerðu þar innrás, þá héldu leikarnir áfram. Þetta voru mín svör, en þau eru dregin undan í Mbl.“ Örn Eiðsson RITST JÓRN 0 SKRIFST0FUF 10100 pl'O !ú0xmili lafo i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.