Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 40
Síminn á afgretöslunni er 83033 Jtttrgunblabtb OHaisí NYR MATSEÐILI HUMAR A LA NAUST Opið alla daga frá kl. 11-24 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 Kassabílaþeysa Vinnuskóla Hafnarfjarðar var slitið í gær. I tilefni af þvi var ýmislegt til skemmtunar i miðbænum og var Strandgötunni iokað á kafla. Medal atrida var kassabílaþeysa, hjólreiðakeppni og pokahlaup. Á myndinni sjást þrír landsfrægir bílaíþróttamenn, þeir Hafsteinn Aðalsteinsson, Ilafsteinn Hauksson og ómar Ragnarsson, keppa á kassabilum. Nánar er f jallað um keppnina á bls. 5. Á 4 mánuðum hefur kaupmátt- ur kauptaxta rýrnað um 6,1% KAUPMÁTTUR kauptaxta allra launþega frá því í febrúar á þessu ári fram í maí hefur rýrnað um 6,1%. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér um kaupmátt kauptaxta i maí sl. er kaupmáttarrýrnun kauptaxta verkamanna frá því í september 1978 til maí 1980 15,9%. Kaupmátturinn í maí er minni en hann var fyrir sólstöðusamningana og minni en hann var á fyrstu mánuðum ársins 1978. Við samanburð á kaup- mætti kauptaxta verka- kvenna frá því í september 1978 til maí 1980 kemur í ljós að rýrnunin er 16,0%, en ef borið er saman tíma- bilið frá júní ’78 til maí ’80 er kaupmáttarrýrnunin 17,3%. Kaupmáttur kauptaxta opinberra starfsmanna er meiri nú í maí en hann var fyrir sólstöðusamningana, en allmiklu minni en hann var á fyrstu mánuðum árs- ins 1978. Ef borið er saman tímabilið frá september 1978 til maí 1980 sést að kaupmáttarrýrnunin er 16,5%. Ef skoðuð er þróun kaup- máttar lífeyristrygginga- bóta frá því á fjórða árs- fjórðungi 1978 til fjórða ársfjórðungs 1979 kemur í ljós að kaupmáttarrýrnun elli- og örorkulífeyris er 6,9%. Ekki tókst að afla upplýsinga um þróun kaup- máttar lífeyristrygginga- bóta á þessu ári. Vöruskipta- jöfnuður óhagstæður um 32.4 milljarða kr. Vöruskiptajöfnuður lands- manna var óhagstæður fyrstu sex mánuði ársins um rúmlega 32,4 milljarða króna, en verðmæti út- flutnings á þessu tímabili var rúmlega 186,4 millj- arðar króna. Verðmæti innflutnings var hins veg- ar tæplega 219 milljarðar króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í júnímánuði einum saman var óhagstæður um tæp- lega 25,4 milljarða króna, en þá voru fluttar út vörur fyrir tæplega 36,9 milljarða króna. Vörur voru hins vegar fluttar inn fyrir um 62,3 milljarða króna. Á s.l. ári var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður fyrstu sex mánuði ársins um rúmlega 4,6 milljarða króna, en í júnímánuði um rúmlega 2,1 milljarð króna. Af útflutningi lands- manna fyrstu sex mánuði þessa árs vó ál og álmelmi þyngst, eða að verðmæti rúmlega 23,3 milljarða króna. í innflutningnum vó þyngst innflutningur fyrir íslenzka járnblendifélagið fyrir liðlega 16,6 milljarða króna og flugvélar fyrir tæplega 11,5 milljarða króna. Við samanburð á utan- ríkisverzlunartölum frá 1979 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-júní 1980 er talið vera 32,2% hærra en það var sömu mánuði í fyrra. Söluskattur af millilandasamtölum hækkar: Gefur ríkissjóði um 400 milljónir SAMKVÆMT nÚKÍIdandi lrtjfum og reKluxerðum (treirta notendur 4% söluskatt a( samtrtlum við útlrtnd, en þegar hægt verður að hrintfja beint til útlanda með tilkomu ifervihnattar. mun skrefatalninKÍn fara fram eins og um venjulega innanlandstalninKU söluskatturinn i 23,5%. Þessi srtluskattshækkun mun gefa ríkissjóði tæplega 400 milljónir króna, en á síðasta ári fékk ríkis- sjóður inn í srtluskatt fyrir innan- landssamtöl ríflega 1600 milljónir króna. Morgunblaöið innti Pál V. Daní- elsson hjá Pósti og síma eftir því hvernig stæði á því, að aðeins 4% srtluskattur væri reiknaður á samtöl til útlanda. — „Þetta kemur til væri að ræða, og því hækkar vegna þess, að söluskattur er aðeins reiknaður af íslenzka hlutanum, og af honum er venjulegur söluskattur greiddur, eða 23,5%. Við höfum hins vegar bent ráðu- neytinu á, að þegar hægt verður að hringja beint, þá getum við ekki greint á milli skrefa innanlands og milli landa. Hver niðurstaða málsins verður, get ég ekkert sagt um,“ sagði Páll ennfremur. Krefja Flugleiðir um lendingargjöld HJÁ rikisféhirði hefur að und- anförnu hlaðist upp skuld Keflavíkurflugvallar að upp- hæð um 250 milljónir króna. Hún er tilkomin vegna þess að Keflavikurflugvöllur hefur ekki greitt inn a andvirði launaávisana starfsmanna flug- málastjórnarinnar á Keflavík- urflugvelli. „Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa hcimild til þess að afgreiða lán út úr rikissjóði með þessum hætti og skrifaði þvi utanrikisráðuneyt- inu bréf, þar sem skýrt var frá þvi, að yrði þessi skuld ekki greidd, þá væri ekki hægt að komast hjá þvi að stöðva launa- greiðslurnar,“ sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri i fjár- Verða launa- greiðslur til starfs- manna Keflavíkur- flugvallar stöðvaðar? málaráðuneytinu i samtali við Mbl. „Ég hef hreinlega enga pen- inga til að borga þessi laun og það er fráleitt annað, en það sé stjórnmálaleg ákvörðun, að lána 250 milljónir úr ríkissjóði. Flugmálastjórinn á Keflavík- urflugvelli segir hins vegar í svari sínu, að þessi skuld sé tilkomin vegna þess, að þeir fái ekki greidd lendingargjöld frá Flugleiðum. Það gerir málið enn flóknara og það er mjög skrítið ef ríkissjóður er þannig orðinn lánveitandi til Flugleiða," sagði Höskuldur Jónsson. Skuld Flugleiða við Keflavík- urflugvöll í ógreiddum lend- ingargjöldum mun vera álíka upphæð og skuld Keflavikur- flugvallar við ríkissjóð. Sam- kvæmt upplýsingum Mbl. myndi það valda Flugleiðum verulegum vandræðum, ef þeir þyrftu nú á einu bretti að greiða þessa skuld að fullu. Það er líka talið fullvíst, að Luxemborgarar myndu end- urskoða fyrri afstöðu sína um niðurfellingu lendingargjalda Flugleiða, ef til þess kæmi, að fyrirtækið yrði látið greiða skuld sína hér að fullu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.