Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 VlK> KAFF/NO V r®~ *SacJl Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft er óvandvirkni um kennt fari eitthvað úrskeiðis við spila- borðið. Venjulega er slík ásökun réttlætanleg, þegar reyndir spilar- ar eiga hlut að máli. En í mun fleiri tilfellum er skammsýni orsök slíkra ávirðinga. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. ÁG3 H. K5 T. ÁKD3 L. Á642 Austur S. 542 H. ÁG97 T. 105 L. K983 Suður S. KD1098 H. 862 T. 842 L. 75 Norður hóf sagnir með 2 grönd- um, suður sagði 3 spaða og sögnum lauk með 4 spöðum norð- urs. Útspil var laufdrottning. Á augabragði sá sagnhafi, að hætta var í fjórum gjafaslögum, þrem á hjarta og einum í laufi. En hugsanlega mátti láta einn þeirra í tígulinn og eins gat vestur átt hjartaásinn. En sagnhafi sá einnig að spila þyrfti að hjartakóngnum meðan enn væri tromp í blindum. Þannig þyrfti að reyna hjartamöguleik- ann fyrst og samkvæmt þessu tók hann útspilið með ás, spilaði lágu trompi á kónginn og síðan hjarta. Austur tók kónginn með ás og spilaði trompi. Aftur spilaði suður hjarta, því hugsanlega mátti trompa þriðja hjartað í blindum. En það tókst ekki. Austur fékk slaginn, spilaði þriðja trompinu og þegar í ljós kom, að tíglarnir skiptust ekki 3—3, var ekki í nein hús að venda. Níu slagir urðu hámarkið. Einn niður. Vissulega var óheppilegt, að austur skyldi eiga hjartaásinn. En sagnhafi athugaði spilið ekki nægilega vel og, að vörnin átti svona auðvelt með að koma í veg fyrir hjarta- trompunina. Og hann sá ekki hina einföldu vinningsleið, sem var fyrir hendi. Eftir fyrsta slaginn nægði að spila hjarta frá blindum. Þá yrði ein trompun í blindum örugg og vinningurinn um leið. Vestur S. 76 H. D1043 T. G976 L. DG10 dst er. . .handakelerí og augnagotur. TM Reo. U.S. Pat. Off,—all riflhts reserved ° 1980 Los Angeles Times Syndicate Umhveríisbreytingin má ekki verða of snögg fyrir fiskinn! Gregorískur söngur í dag • Gregorískur söngur í dag Ég hef séð greinar í Velvak- anda sem vara við því að aftur sé tekin upp gregoríönsk sönghefð í íslensku kirkjunni. Þessar greinar hafa því miður verið svo ómál- efnalegar að eg kýs að minnast ofurlítið á efnið, án þess að vitna til þeirra. Messusöngur á íslandi hefur frá því eg man eftir mér verið hið svonefnda Sigfúsartón, sem í rauninni er danskt, en flutt hingað til lands með Guðjóhnsen organista við dómkirkjuna í Reykjavík. Mér fyrir mitt leyti hefur alltaf fallið þetta tónlag vel, nema hvað það gerir of miklar kröfur til sönghæfni prestsins. En jafnvel þótt prestar og söngfólk hafi fulla hæfni til þjónustunnar, er Sigfúsartónið í strangri merkingu orðsins ekki kirkjulegt tón, heldur söngur. Sigfúsartónið hefur ekki verið algerlega einrátt. Séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur not- aði t.d. tónlag sem enginn annar hefur tekið upp svo að ég viti. Það var einfalt, fallegt og féll vel að textum. Séra Sveinn Víkingur, þá á Dvergasteini, notaði tónlag séra Bjarna Þorsteinssonar við venju- legar messur á sunnudögum, en COSPER 6401 Þarna ekur orkumálaráðherrann Islendingur á herskóla í Noregi í blaðinu Forsvarets Forum, sem er að hluta málgagn starfs- fólks Norska hersins, birtist ný- verið viðtal við íslending, sem stundað hefir nám í herskólum í Þrándheimi og Osló. íslendingur þessi, að nafni Arn- ór Sigurjónsson, er 26 ára og hefir verið við nám og þjálfun í hernaði, í Noregi, síðustu 5 árin. Arnór er fyrsti íslendingurinn, sem stundað hefir nám á herskóla hér í landi, en venjulega þarf að vera norskur ríkisborgari í slíkum tilvikum. hefir hann skroppið til íslands, en sumarfrí sín hefir hann notað til ferðalaga um Suður-Noreg." Landvarnir nauðsyn Arnór er þeirrar skoðunar að landvarnir séu nauðsyn, og því öflugri sem þær eru, þeim mun minni líkindi á utanaðkomandi árás. Sá sem er nógu sterkur, fær að vera í friði, en varnarlítil smáríki verða oft fyrir árásum, og geta glatað frelsi sínu. Arnór telur það miður æskilegt, fyrir frjálsa þjóð, eins og íslend- inga, að hafa ekki einu sinni svo mikið sem nokkra innlenda sér- fræðinga í hermálum, sem gætu verið stjórnvöldum til ráðlegginga á sviði varnamála. Ætla má að öryggi landsins yrði betur tryggt, ef Islendingar réðu sem mestu um varnarmálin sjálfir. Nú þegar Arnór lýkur 5 ára námi á herskólum, tekur við 4 ára starf hjá Norska hernum. Þess væri óskandi að fleiri íslendingar fetuðu í fótspor Arn: órs og kynntu sér hermál. í hörðum heimi, þar sem ófriðar- hættan verður meiri með hverju árinu, er smáríkjunum nauðsyn að hafa sem sterkastar varnir. Vax- andi áhugi ungs fólks á varnar- málum er því lofsverður, og Arn- óri er hér með óskað til hamingju með það starf sem hann hefur valið sér. E. G. Kennarar, og aðrir sem hafa haft samskipti við Arnór, hrósa honum. Er greinilegt að hann er í miklu uppáhaldi hjá Norðmönn- um, eins og gildir um íslendinga sem hér búa. Einn kennara hans komst svo að orði. “Við höfum kynnst glaðværum íslending, sem eftir 5 ára dvöl hér á landi, talar norsku eins og Norðmaður. Hann telur sig afkomanda hinna fornu víkinga, sem fluttu frá Noregi til íslands, og þar með á hann frændur hér austan hafs. Dvöl hans á skólanum hefur orðið honum reynslurík, og hér kann hann vel við sig. Aðeins um jól Arnór Sigurjónsson til vinstri. ásamt skólastjóra herskóJans i Linderud í Ósló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.