Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 Byggðasafnið í Vatnsnesi í Keflavík Fyrsti vísir aö byggöasafni á Suöurnesjum í Vatnsnesi í Keflavík hefur nú verið komið upp vísi að fyrsta byggðasafni á Suðurnesjum. Var húsið opnað til sýnis fyrir almenning 17. nóvember sl. Gefur þar m.a. á að líta myndir sem sýna þróun Keflavíkurbæjar og Njarðvíkur og ýmsa smærri muni. Stærri munur safnsins eru ennþá í geymslu þar sem húsrými í Vatnsnesi er ekki mikið. Ungmennafélag Keflavíkur varð fyrst til þess að safna munum fyrir hugsanlegt byggðasafn og upp úr árinu 1940 var kosin nefnd innan félagsins til framkvæmda. Síðar afhenti nefndin bænum safn sitt til varðveislu og áframhaldandi uppbyggingar. Að ósk þjóðminjavarðar var fyrir nokkrum árum leitað samstöðu allra sveitarfélaga á Suðurnesjum um sameiginiegt safn. Þegar það tókst ekki tóku Keflavíkurbær og Njarðvíkurbær sig saman og ákváðu að ríða á vaðið og koma á fót byggðasafni fyrir bæjarfélögin tvö. Gert er ráð fyrir að önnur sveitarfélög á Suðurnesjum komi síðar inn í myndina. t-*wm ijSB t E Pi •^u Ve«na þreng.sla er meKÍnhluti safnsins byKKður upp á myndum af þróun Keflavikurbæjar og Njarðvíkur ok ýmsum smærri munum. Vatnsnes. húsnæði ByKKðasafns Suðurnesja. Myndir Emiliit. ólafur ok Skafti við stálþráðartækið. Áki GrSnz ok ólafur Þorsteinsson (þeir sem standa) er i stjórn Vatnsnessafnsins ásamt Guðleifi SÍKurjónssyni. Skafti Friðfinns- son er starfsmaður safnsins. beir eru hér i herberKÍ því i safninu sem tileinkað er Kefanda hússins, Bjarnfriði SÍKurðardóttur. ok fjölskyldu hennar. Úr myndaherberKÍnu. Á borðunum lenKst til vinstri eru albúm með myndum af þeim húsum sem voru i Keflavik árið 1920, ibúm þeirra þá ok afkomendum þeirra fram á þennan daK. Myndirnar sem hanKa í rekkanum eru af ýmsu þvi sem tenKÍst Keflavik ok söku byggðar þar. Húsið Vatnsnes, sem byggða- safnið er í og dregur nafn sitt af, er gjöf til Keflavíkurbæjar. Bjarnfríður Sigurðardóttir ánafnaði bænum húseigninni undir byggðasafn er hún lést 20. apríl 1974. Húsið er gefið í minningu manns hennar, Jó- hanns Guðnasonar og foreldra þeirra beggja. Njarðvíkurbær hafði einnig fengið gjöf, húsið Njarðvík í Innri-Njarðvík, með tilheyrandi úr búi þeirra hjóna Helga Ás- björnssonar og Jórunnar Jóns- dóttur er þar bjuggu síðast. Gefendur voru ekkja og börn Eggerts Jónssonar frá Nautabúi. Njarðvíkurbær hyggst varðveita húsið með innbúi sem safngrip og hafa þar til sýnis myndir tilheyrandi Njarðvíkingum. Telst það hluti af Vatnsnessafn- inu og er undir sömu stjórn. Næsta verkefni mun verða að opna það til sýnis fyrir almenn- ing. I stjórn Vatnsnessafnsins eru Ólafur Þorsteinsson, Áki Grán og Guðleifur Sigurjónsson, Starfsmaður þess er Skafti Frið- finnsson. Ivar Gissurarson fom=_ leifanemi sá um hluti af upp- setningu safnsins en að öðru leyti var sú framkvæmd í hönd- um stjórnarinnar. Bygging nýs safn- húss á döfinni Eins og áðan var var drepið á er ekki hægt að hafa nema takmarkaðan hluta safnmuna til sýnis í Vatnsneshúsinu sem er eins og venjulegt íbúðarhús að stærð. Allir stærri munir, svo sem stærri innbúsmunir og munir tengdir útgerð, verða að bíða þess að stærra húsnæði fáist. Vatnsnesi fylgdi afgirt land umhverfis húsið og forgangs- réttur til leigu eða kaupa á frekari lóð næst húsinu. Kefla- víkurbær hefur notfært sér þann rétt og keypt 5.093 fermetra lands undir væntanlega safn- byggingu. Leyfi hefur fengist til teikninga og er ráðgert að hafist verði handa um framkvæmdir á fyrsta áfanga hússins á næsta ári. Áætlað er að það rísi í vinkil kringum Vatnsneshúsið. Myndir af gömlum húsum, fyrstu íbúunum og afkomendum þeirra Margt merkra muna er í Vatnsnessafninu. Má þar t.d. nefna einn elsta mun safnsins sem er fundagerðabók Skotfé- lags Keflvíkinga sem var stofnað 1869. í bókinni eru fundargerðir skrifaðar bæði á dönsku og íslensku. Þá er í safninu mynd af kirkju sem byggð var í Keflavík fyrir aldamótin en fauk áður en hún var fullgerð. Fram að þessu vissu menn ekki nákvæmlega hvar sú kirkja stóð en fyrir nokkru rákust forráðamenn safnsins á mynd af kirkjunni á Þjóðminjasafninu. Er mynd af þessari mynd í Vatnsnesssafn- inu. Eitt af fáum stálþráðartækj- um sem nothæf eru á landinu er í byggðasafninu í Vatnsnesi. Helgi S. Jónsson keypti tækið fyrir hönd Ungmennafélagsins handa safninu ti) að taka upp á það hátíðarhöld 17. júní í Kefla- vík. Á safninu eru því til upptök- ur af 17. júníhátíðarhöldum í Keflavík allt frá árinu 1946. Á efri hæð hússins dveljast gestir lengst. í einu herbergj- anna er elsti uppdráttur af Keflavík, frá því árið 1920. Hann hefur verið stækkaður upp og öll hús í bænum númeruð. Síðan hefur verið komið fyrir albúm- um þar sem í eru myndir af húsunum eins og þau voru og þá einnig eins og þau eru í dag. Þá eru þar einnig myndir af fólki því sem í húsunum bjó og afkomendum þeirra fram á þennan dag. Eitt herbergið í safninu er tileinkað gefandanum og hennar fjölskyldu. Eru þar munir úr þeirra eigu og myndir þeim tilheyrandi. „Dýrmætustu minj- ar Keflvíkinga hafa verið eyðilagðar“ „Áhugi Suðurnesjabúa á safn- inu er mikill og það hefur verið vel sótt síðan það opnaði," sögðu þeir Ólafur Þorsteinsson for- maður stjórnar safnsins og Skafti Friðfinnsson starfsmaður þess er blaðamenn litu inn í safnið fyrir nokkrum dögum. „Hingað sækja fyrst og fremst eldri Keflvíkingar, þeir sem muna eftir gamla tímanum. Þeir njóta sin hér best, ekki síst við það að skoða hér myndir sem sýna þróun og vöxt Keflavíkur- bæjar. Þá hafa skólar sótt safnið nokkuð, sérstaklega nemendur á ferðalögum." — Hvers vegna hefur þessu safni ekki verið komið upp fyrr? „Það verður að segjast eins og er að vilji ráðamanna hefur ekki verið mikill. Eiginlega hefur það verið eyðilagt sem hefði verið dýrmætast fyrir Keflvíkinga að varðveita. Þetta er Stokkavörin, Duushús, Gamlabúðin svonefnda »8 bryggjuhúsið, en allt þetta var í eigu Duus kaupmanns. Gamlabúðin er nú að hruni komin, Duus-húsið var rifið í þögn og bryggjuhúsið er nú notað undir saltfiskverkun. í raun hefði átt að byggja safnið upp í kringum þessar byggingar. Við opnuðum þennan vísi að safninu til þess hreinlega að reyna að vekja áhuga hjá fólki, ekki síst ráðamönnum bæjanna. Okkur finnst sú ætlun okkar hafa tekist vel og við ætlum okkur að halda ótrauðir áfram uPPbyggingu þessa fyrsta byggðasafns á Suðurnesjum," sögðu þeir Ólafur Þorsteinsson og Skafti Friðfinnsson að lokum. rmn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.