Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 BRETLAND Litlar plötur 1(1) XANADU Olivia Newton John & 2 ( 2) USE IT UP AND WEAR IT OUT Odyssey 3 ( 3) JUMP TO THE BEAT Stacy Lattisaw 4 ( 5) CUPID Detroit Spinners 5 ( 9) COULD YOU BE LOVED Bob Marley & The Wailers 6 ( 7) MY WAY OF THINKING UB40 7 (-) BABOOSHKA Kate Bush 8 ( 4) CRYING Don McLean 9 (-) WATERFALLS Paul McCartney 10 (-) MORE THAN I CAN SAY Leo Sayer Stórar plötur 1 ( 2) THE GAME Queen 2 ( 1) EMOTIONAL RESCUE Rolling Stones 3 (-) DEEPEST PURPLE Deep Purple 4 ( 3) FLESH & BLOOD Roxy Music 5 (-) KINGS OF THE ROAD Boxcar Willie 6 ( 6) UPRISING Bob Marley & The Wailers 7 (—) XANADU Olivia Newton John & 8 ( 5) BLACK SABBATH LIVE AT LAST 9 ( 7) ME MYSELF I Joan Armatrading 10 ( 9) MCCARTNEY II Paul McCartney USA Litlar plötur 1 ( 2) IT’S STILL ROCK ’N’ ROLL TO ME Billy Joel 2 ( 1) COMING UP Paul McCartney & Wings 3 ( 4) LITTLE JEANNIE Elton John 4 ( 5) CUPID Spinners 5 (-) SHINING STAR Manhattans 6 ( 6) STEAL AWAY Robbie Dupree 7 ( 8)7MAGIC Olivia Newton John 8 ( 3) THE ROSE Bette Midler 9 ( 9) LET’S GET SERIOUS Jermaine Jackson 10 (10) LETMELOVEYOU TONIGHT Pure Praire League Stórar plötur 1 ( 1) GLASS HOUSES Billy Joel 2 ( 2) JUST ONE NIGHT Eric Clapton 3 ( 3) MCCARTNEY II Paul McCartney 4 ( 4) THE EMPIRE STRIKES AGAIN Soundtrack 5 ( 5) EMPTY GLASS Pete Townshend 6 ( 6) LET'S GET SERIOUS Jermaine Jackson 7 ( 7) HEROES Commodores 8 (-) EMOTIONAL RESCUE Rolling Stones 9 ( 9) URBAN COWBOY Soundtrack 10 (-) HOLD OUT Jackson Browne Jazz-plötur 1 ( 1) THISTIME Al Jarreau 2 ( 2) CATCHING THE SUN Spyro Gyra 3 ( 3) WIZARD ISLAND Jeff Lorber Fusion 4 ( 4) HIDE AWAY David Sanborn 5 ( 5) ROCKS PEBBLES AND SAND Stanley Clarke 6 (-) RHAPSODY & BLUES Crusaders 7 (-) H Bob James 8 ( 8) ONE BAD HABIT Michael Franks 9 ( 9) A BRAZILIAN LOVE AFFAIR George Duke 10 ( 6) MONSTER Herbie Hancock w EMOTIONAL ^HRESCUE Það er dálítið einkennilegt til þess að hugsa að Rollinn Stones hafa nú leikið saman í 18 ár samfleytt og gefið út yfir 30 breíðskífur. Og við sem byrjuðum að hlusta á þá 1964/5 fylgjumst í mörgum tilfellum ennþá með útgáfu þeirra. Ekki nóg með það, Stones hafa safnað nýjum aðdáendum með hverri plötu, og eru margir aðdáenda þeirra mun yngri en ferill þeirra! „Emotional Rescue" veldur engum vonbrigðum, vinnur á við hverja spilun að því er virðist. Tónlist þeirra hefur komið úr ýmsum áttum frá „rhythm & blues“, í gegnum Jazz“, „blues", „rock’n roll“, „country" og „reaggae" að ógleymdu „diskóinu", sem þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að nýta sér. Á „Emotional Rescue“ virðast þeir muna eftir flestum áhrifunum enda platan Fjölbreytt um leið og hún er heilsteypt. Platan byrjar á þrumu rokklagi, „Dance“, sem er eftir þá Jagger og Richard auk Ronnie Wood. Charlie Watts og Bill Wyman sýna kraft sinn á trommum og bassa, Jagger syngur með svertingja-stíl sínum og áá Rolling Stones (Rolling Stones Records) lagið allt er undir afar „svörtum" áhrifum, þungum ákveðnum danstakti. Bobby Keys leikur á saxófón á móti rödd Mick Jaggers. „Summer Romance" fylgir á eftir með sterkum „rhythm & blues“ takti. Jagger og Richard blanda röddum í viðlagi og Richard og Wood slá takta á gítarana. Eins og í „Dance" eru bassi og trommur einkenni. „Send It To Me“ er með „reaggae" takti og fyrst í þessu lagi er rödd Jagger blönduð fram. Djúpur bassa- taktur og krosstaktar í gíturum eru einkenni. Einfalt og sterkt lag. Textinn er nokkuð óvenjulegur, frá Rolling Stones kominn. Hann fjallar um þörf fyrir ást. Yfirleitt hefur komið fram í textunum viss óbeit á kvenfólki og hæðni í þeirra garð, og má þar nefna texta flestra laganna hér: „Let Me Go“ og „Summer Romance“, sem bæði fjalla um konur sem þeir vilja losna við, og „She’s So Cold“ er ekki hlýlegra en „Some Girls“ á síðustu plötu. „Let Me Go“ er næsta lag á eftir „Send It To Me“. „Let Me Go“ er eitt sterkasta lag plötunnar, ekta Stones rokkari í stíl við „Honky Tonk Women“, „Street Fight- ing Man“ og „Brown Sugar“ svo nokkur séu nefnd, og Jagger er í besta formi. „Indian Girl“ er síðasta lagið á hlið eitt. Jagger reynir að ná „spænskum" hreim í röddina og tekst bærilega, en textinn fjallar um meðferð á fórnar- lömbum stríða. Nokkuð sérkennilegt lag sem venst. Hlið tvö hefst á sterkasta rokklagi plötunnar „Where The Boys Go“ sem minnir sterklega á Ian Hunter. Stuðlag af bestu gerð. „Down In The Hole“ er ekta rólegur „blues“ eins og Jagger syngur hann best. Lagið er á bakhlið „Emotional Rescue“, 2ja laga plötunni. Richard á góðan gítarleik í laginu og Sugar Cane „vælir“ á munnhörpu til að undirstrika textann sem er bitur. Titillagið er næst á eftir, og byrjar á diskó-takti, og viti menn, Jagger bregð- ur fyrir sig falsetto-söng í stíl Gibb bræðra! En lagið er sérlega grípandi og ætti að gera það gott í sumar. „She’s So Cold“ er með gamla Stones rokk taktinum, einfalt grundvallarrokk með grimmum texta og sungið af vissri fyrirlitningu. Jagger virðist nokkuð sannfærandi á sinn hátt. Keith Richard syngur svo síðasta lagið, „All About You“ sem er ljúfasta lag plötunnar, og nokkuð óvenjulegt að Keith syngi það. „Country" hefur þó alltaf verið áber- andi í lögum hans. „Wild Horses" kemur strax fram í hugann en „AU About You“ er vel heppnað eins og það. Rolling Stones eru búnir að láta bíða eftir þessari plötu í tæp tvö ár, og valda ekki vonbrigðum. Við skulum þó vona að þeir láti ekki bíða jafn lengi eftir sér næst. Það er alltaf gaman að spá í litlar plötur af stórum plötum. Af „Emotion- al Rescue" er titillagið þegar komið út á litla plötu og gerir það gott, en aðrar litlar plötur gætu verið, „Dance“, „Let Me Go“, „Where The Boys Go“ og jafnvel „She’s So Cold“. HIA Ný súper grúppa • Friðrvk Pálmi Gunnarsson hefur stofn- að nýja hljómsveit í kjölfar útgáfu á sólóplötu sinni „Hvers vegna varst’ ekki kyrr?“ Heitir hljómsveit Priðryk, og er skrifað með ypsilon. Friðryk mun leika á dansleikjum um allt land, t.d. í Húnaveri um Verslunar- mannahelgina. Á efnisskránni verða hefðbundin rokklög og svo lög af sólóplötu Pálma. Auk Pálma, sem leikur á bassa- gítar og syngur, eru í hljómsveit- inni Pétur Hjaltested, hljóm- borðsleikari, Lárus Grímsson, hljómborðsleikari einnig, Tryggvi Hubner, gítarleikari, og Sigurður Karlsson trommuleikari. Þeir Tryggvi og Sigurður eru þar með hættir í Geimsteini, en í þeirra stað koma þar Hrólfur Gunnarsson (trommur) á ný, og Þorsteinn Magnússon (gítar), sem áður fyrr gat sér gott orð með Eik. Hljómplötuútgáfan sér um allar bókanir fyrir Friðryk, eins með annað fólk sem útgáfan gefur út plötur með. HIA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.