Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 Jón L. Sigurðsson yfirlæknir röntgendeíldar Landspítalans: Ómissandi tæki í nútíma lækninga- þjónustu Island eina landið í hinum vestræna heimi sem skortir fullkomnustu röntgentæki Grein þessi er skrifuð vegna nýlegra ummæla, sem höfð voru eftir sænskum sérfræðing í geislagreiningu um léleg tæki til röntgenskoðun- ar á brjóstum kvenna. — Vegna 50 ára afmælis Landspítala. — Vegna nýlegrar heimsóknar heil- brigðismálaráð- herra á stærstu sjúkrahúsin í Reykjavík. — Að afstöðnu þingi norrænna sér- fræðinga í tauga- sjúkdómum. Ummælin um léleg tæki til brjóstaskoðana með röntgen- geislum á Rönt- gendeild Land- spítalans eru ekki á rökum reist. Aðeins þarf smá lagfæringar við og endurnýjunar vegna eðlilegs slits á tækja- búnaði. — en hvað með öll önn- ur tæki til skoð- ana og rann- sókna yfirleitt? Fyrir tæpum 50 árum var Landspítali fullgerður og opnaður formlega fyrir sjúklinga. Það var stórátak á þeim tíma og voru bundnar við hann miklar vonir, enda var spítalinn búinn full- komnustu tækjum til rannsókna og aðgerða, er þekktust á þeim tíma. Röntgendeildin var ein hin fullkomnasta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Landspítalinn átti að vera rannsóknarsjúkrahús með frægustu sérfræðingum, þar sem erfiðustu sjúkdómar yrðu greindir og nýjustu lækningaaðferðum beitt. Jafnframt átti Landspítali að gegna kennsluhlutverki fyrir lækna og hjúkrunarlið. Gjörbylting í sjúkdómsgreiningu með röntgengeislum Við rannsóknarsjúkrahús gegna rannsóknardeildir mikilvægu hlutverki og grundvallast öll starfsemi þeirra á því, að fyrir hendi séu beztu tæki til rannsókna á hverjum tíma og rannsóknarað- staða sé góð. Því fyrr sem rétt sjúkdómsgreining tekst því fyrr er hægt að hefja lækningu og bata- vonir sjúklings standa í réttu hlutfalli við það. Einkum er þetta mikilvægt í sambandi við illkynja sjúkdóma. Síðan Landspítali tók til starfa hefur mikið vatn runnið til sjávar og framfarir í læknavísindum verið stórstígar. Hægt er að lækna mun fleiri alvarlega sjúkdóma, sumum verið útrýmt og mikið áunnist við meðferð annarra sjúk- óma. Á síðustu tveimur áratugum hefur einkum orðið gífurleg þróun á sviði tækjabúnaðar til rann- sókna og greiningar sjúkdóma, ekki hvað síst á sviði sjúkdóms- greiningar með röntgengeislum. Segja má, að engin stærri aðgerð eða ákvörðun um lækningu með lyfjum og/eða geislum sé gerð, án undangenginna fjölmargra og oft flókinna röntgenskoðana, þar sem leitast er við að greina og stað- setja meinsemd sem nákvæmast. Á síðustu 5—6 árum hefur hins vegar orðið gjörbylting í sjúk- dómsgreiningu með röntgengeisl- um með tilkomu tölvustýrðs tækjabúnaðar, svokallaðs CT- skanns (Computerized tomo- graphy). Nýlega hlutu verkfræðingarnir Hounsfield frá Bretlandi og McLeod Cormack frá U.S.A. Nób- elsverðlaun í læknisfræði fyrir hönnun þessa nýja tækjabúnaðar, eins og kunnugt er af fréttum. Þessi nýja tækni notar röntgen- geisla, sem orkulind, en tölva metur og reiknar út þéttleika vefjategunda eftir að röntgeng- eislanum hefur verið beint í gegn- um ákveðna sneið viðkomandi líffæris eða hluta líkamans. Með þessu móti fást allt að 100 fallt nákvæmari myndir af viðkomandi svæði líkamans en við venjulega röntgenskoðun. Þessi tækjabúnað- ur hefur farið sigurför um heim allan, sökum nákvæmni í sjúk- dómsgreiningu, og er nú talinn ómissandi á öllum stærri rann- sóknarsjúkrahúsum, ekki hvað síst í sambandi við greiningu krabbameins, bæði í heila og öðrum hlutum líkamans. Enginn sjúklingur, grunaður um krabba- mein í heila, er talinn fullrann- sakaður nema hann hafi farið í slíka skoðun. Nýr heimur opnaðist með þessum tækjabúnaði, að því er snertir sjúkdómsgreiningu á erfiðum heilasjúkdómum. Með þessum tækjum er hægt að greina sundur hina ýmsu hluta heila og heilastofns og finna meinsemd allt niður í 'h — 1 mm að stærð. Auðveldlega má greina hvers kon- ar blæðingu, bólgu eða heilarýrn- un. Erfitt fyrir lækni að velja eða hafna fólki vegna ófull- nægjandi tækja Frá því 1976 hefur þessi tækja- búnaður verið fullþróaður og er ísland nú eina landið í hinum vestræna heimi, sem ekki hefur slíkan tækjabúnað. í völdum til- fellum hafa sjúklingar verið sendir utan til Norðurlanda, til að fá slíka skoðun gerða. Það er hins vegar ekki auðvelt að koma sjúkl- ingum að, þar sem mikið álag er á slíkum tækjum hjá nágrannaþjóð- um okkar. Hins vegar hefur, vegna persónulegra kynna og sambanda við röntgendeildir í Oslo og Kaup- mannahöfn, verið hægt að koma erfiðum tilfellum í slíkar skoðan- ir. Þar sem hins vegar ekki nema brot af þeim tilfellum, sem þyrftu að fara í slíka skoðun eða rann- sókn, komast að, er það orðið mjög erfitt fyrir viðkomandi lækni að velja og hafna, þ.e.a.s. hverja á að senda og hverja ekki. Þess má geta, að í sambandi við meðferð á Þannig lítur hið fullkomna tölvustýrða sneiðmyndatökutæki út, en það getur tekið nákvæmar sneiðmyndir af öllum líkamanum og unnt er að fá margfalt fullkomnari niðurstöðu á nokkrum minútum, sem ella tæki marga klukkutima. Nýjustu tæki af þessari gerð kosta um 600 millj. kr. með aðflutningsgjöldum. Tölvustýrða sneiðmyndatakan. Sjúklingurinn liggur á bekk sem unnt er að stilla og færa eftir þörfum, en mvndin kemur fram á sjónvarpsskermi i öðru herbergi og þaðan er myndatökunni stjórnað. krabbameini er þessi nýi tækja- búnaður að verða ómissandi. Hægt er að sjá meinsemd og mæla nákvæmlega þannig, að meðferð með geislum verður hnitmiðuð, auk þess sem með fljótlegri skoð- un er hægt að fylgjast með árangri meðferðar, hvort heldur er með geilsum eða lyfjum. Þýð- ingarmest er þó, að með þessum tækjum má finna útbreiðslu meinsemdar til eitla og/eða ann- arra líffæra og þannig ná betri árangri í meðferðinni. „Frekja og ósvífni“ að óska nýjustu tækja Af ofanskráðu mætti álykta, að einmitt rannsóknardeildir væru vel útbúnar og hvergi til sparað að svo mætti verða. Því miður eru staðreyndir allt aðrar. Segja má, að öll stærri rannsóknarsjúkrahús hér á landi séu í svelti hvað fjármögnun til rannsóknardeilda snertir. Nánast er talið, að beiðni um fjármagn til kaupa á nýrri tækjum og viðhaldi á þeim tækja- búnaði, sem fyrir hendi er, sé talin hrein frekja og ósvífni af hálfu rannsóknalækna og jafnvel per- sónulegur metnaður. Um þetta hafa m.a. fjölmargir, bæði leikir og lærðir, skrifað í fjölmiðla og jafnvel talið að læknum gangi fjárhagslegar ábatavonir til. Þetta viðhorf er þeim mun óskiljan- legra, þar sem öllum ætti að vera auðskilið, að því fyrr og því nákvæmar, sem tekst að greina sjúkdóm, því fyrr má beita réttri meðferð og batahorfur aukast. Læknir hefur engan fjárhagslegan ábata í þessu sambandi, þvert á móti skapar góð rannsóknarað- staða og góður tækjabúnaður skjótari sjúkdómsgreiningu og ieiðir til styttri legutíma sjúklinga á dýrum rannsóknarsjúkrahúsum, þegnum öllum og þjóðfélagi til góðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.