Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
ASÍ ræðir við fé-
lagsmálaráðherra
„ÞAÐ varð að samkomulaffi, þar
sem þessi mál okkar snúa að
mestu leyti að félagsmálaráð-
herra, að við ræddum nánar við
hann og af samtali mínu við
ráðherrann síðar í dag treysti ég
því að hann setji skýrt niður
afstöðu ríkisstjórnarinnar til
þessara atriða. þannig að við
getum fljótlega eftir helgina far-
ið að vinna þau til endanlegrar
áttar,“ sagði Ásmundur Stefáns-
son. framkvæmdastjóri ASl, er
Mbl. ræddi við hann eftir fund
fulltrúa verkalýðshreyfingarinn-
ar með ráðherrum í gærmorgun.
Ásmundur sagði, að á fundinum
hefði ráðherrunum verið gerð
grein fyrir mati verkalýðshreyf-
ingarinnar á stöðunni eftir samn-
inga ríkisins og opinberra starfs-
manna og einnig hefði verið farið
yfir mörg atriði í félagsmálakröf-
um verkalýðshreyfingarinnar.
Slæm útvarpsskil-
yrði á Húsavík
llúsavík 21. áKÚst 1980.
IIÉR á Húsavík hefur undanfarna
áratugi verið starfrækt útvarps-
endurvarpsstöð, sem útvarpað hef-
ur á langbylgju. Hefur þessi
bylgja verið mikið notuð af eldra
fólki, og öðrum þeim sem ekki
eiga viðtæki með FM-bylgjum.
Nú hefur það hins vegar gerst,
fyrr í þessari viku, að tekin hafa
verið niður loftnet stöðvarinnar
vegna væntanlegrar viðbyggingar
við Póst- og símahúsið. Þetta gerir
öllum þeim sem ekki hafa FM-
bylgjur á tækjum sínum, ómögu-
legt að hlusta á útvarp Reykjavík,
því endurvarpsstöðin í Skjaldarvík
við Eyjafjörð er svo trufluð af
erlendum útvarpsstöðvum, að illa
eða ekki heyrist mannsins mál.
Talað hefur verið um að endur-
varpsbylgjunni í Skjaldarvík hafi
verið breytt til hins betra, en svo er
ekki, því síðast í gærkvöldi voru
skilyrði þaðan mjög slæm.
— Fréttaritari.
Björgvin Sæmundsson
bæjarstjóri látinn
Björgvin Sæmundsson
BJÖRGVIN Sæmundsson bæjar-
stjóri í Kópavogi lést í fyrradag.
fimmtugur að aldri. Hann varð
bráðkvaddur undir stýri í bifreið
sinni á Holtavörðuheiði. en Björg-
vin mun undanfarið hafa kennt
lasleika.
Björgvin fæddist á Akureyri hinn
4. mars 1930, sonur hjónanna Sæ-
mundar Steinssonar og Magneu
Magnúsdóttur. Hann varð stúdent
frá M.A. 1950, og lauk fyrri hluta
prófi í verkfræði við Háskóla ís-
lands árið 1954. Prófi í bygginga-
verkfræði lauk hann í Kaupmanna-
höfn árið 1957. Hann vann um tíma
sem verkfræðingur og rak eigin
verkfræðistofu. Bæjarstjóri var
hann á Akranesi 1962, og bæjar-
stjóri í Kópavogi frá árinu 1970 til
dauðadags.
Eftirlifandi eiginkona Björgvins
er Ásbjörg Guðgeirsdóttir, og áttu
þau tvö börn.
fVab. '
Á slysstað á Skúlagötu við Klöpp í gær. Báðar bifreiðarnar
hentust yfir götuna og út á uppfyllinguna. Annar ökumaðurinn
var fluttur á slysadeild, og kranabilar þurftu að aka báðum
bifreiðunum á brott.
Mörg umferðaróhöpp í Reykjavík í gær
TÖLUVERT var um umferðaróhöpp í Reykjavik í gær. og urðu
talsverð meiðsl á fólki, þó ekki lífshættuleg.
Um klukkan 13 var ekið á dreng á Laugavegi er hann hljóp fyrir
bíl, en drengurinn hljóp af slysstað, og er því ekki vitað um meiðsli
hans. Hafa þau þó tæplega verið mjög alvarleg.
Rétt eftir klukkan 17 urðu svo þrjú slys í umferðinni í Reykjavík.
Harður árekstur varð á Skúlagötu við Klöpp. Þar ók bifreið niður
Vitastíg, í veg fyrir bíl sem ók eftir Skúlagötu. Svo hart var höggið,
að báðar bifreiðarnar fóru yfir götuna, og lentu þar á nýrri
uppfyllingu. Hefði hún ekki verið hefðu bifreiðarnar sennilega báðar
hafnað í sjónum fyrir neðan. Annar ökumaðurinn var fluttur á
slysadeild, en draga varð báðar bifreiðarnar á brott með krana.
Þá varð gangandi vegfarandi fyrir bíl við Sigtún, og var hann
fluttur á slysadeild. Örskömmu síðar varð svo árekstur milli
reiðhjóls og bifreiðar í Vonarstræti, og var sá er ók reiðhjólinu
fluttur á slysadeild.
Gnúpverjaafréttur:
Kindur
drepast
úr fluor-
eitrun
FULLVlST er talið að fluoreitrun
hafi gert vart við sig á kindum á
Gnúpverjaafrétti og er vitað að
tvær kindur hafa þegar drepist í
þessari eitrun og óvíst er um hvort
rekja megi dauða eins lambs, sem
fannst á afréttinum til fluoreitrun-
ar. Þá hefur tekist að bjarga
tveimur kindum, sem fengu doða,
en sá sjúkdómur fylgir einmitt i
kjölfar fluoreitrunar.
Sveinn Eiríksson í Steinsholti og
fjallkóngur Gnúpverja sagði, að á
þriðjudag hefði fundist ein dauð
kind inn á afréttinum og benti allt
til þess að hún hefði drepist úr
afleiðingum fluoreitrunar. Dautt
lamb hefði einnig fundist á afréttin-
um en ekki væri ljóst úr hverju það
hefði drepist. Þá hefði ein kind
drepist í rekstrinum, þegar safnið af
Gnúpverjaafrétti var rekið fram á
miðvikudag og þá greinilega úr
afleiðingum fluoreitrunar.
„Við teljum fullvíst að þessar
kindur hafi farið úr doða, sem fylgir
í kjölfar fluoreitrunarinnar, því
okkur tókst að bjarga tveimur
kindum, sem voru með slík sjúk-
dómseinkenni með því að gefa þeim
viðeigandi lyf,“ sagði Sveinn.
Utanríkisráðherrar Dana og
A-Þjóðverja í heimsókn hér
Utanríkisráðherrar Dan-
merkur og Austur-Þýska-
lands eru væntanlegir
hingað til lands í næstu
viku, í opinbera heimsókn.
Ekki eru þeir starfsbræð-
ur þó saman í för, því
Daninn kemur á fimmtu-
dag, en þá verður Þjóð-
verjinn farinn.
Oskar Fischer utanríkisráð-
herra Austur-Þýskalands kemur
hingað til lands að morgni mánu-
dagsins 25. ágúst, og hann heldur
utan á ný síðdegis daginn eftir.
Hann mun hitta að máli Ólaf
Jóhannesson utanríkisráðherra,
Vigdísi Finnbogadóttur forseta,
og borgarstjórnarmenn í Reykja-
vík. Einnig mun hann hitta að
máli dr. Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra, og skoða frystihús
ísbjarnarins og Árnastofnun.
Kjeld Olesen utanríkisráðherra
Danmerkur kemur fimmtudaginn
28. ágúst, og heldur utan degi
„Ráðherra tekur mark á okkur
þegar það hentar honum sjálfum“
— FYRST sjávarútvcgsráðherra veit svona miklu meira en við
fiskifræðingarnir, þá væri okkur á Hafrannsóknastofnun mikill
akkur í að fá að vita hvaða rannsóknaraðferðum hann beitir, sagði
Jakob Jakobsson er hann var spurður álits á ummælum sjávarútvegs-
ráðherra. sem birt eru á hlaðsíðu 18 í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir
ráðherrann m.a. lítið úr þeim aðferðum. sem fiskifræðingar beita við
rannsóknir sínar.
— Spá okkar um þorskstofninn
rættist nær alveg fram til ársins
1978, sagði Jakob. — Hins vegar
komu á sínum tíma í ljós mistök,
sem orðið höfðu við mat á árgang-
inum frá 1972 og þau er fyrir
lifandis löngu búið að leiðrétta.
Forsendur svörtu skýrslunnar
voru þær á sínum tíma, að
sóknarþunginn og aðrar aðstæður
yrðu óbreyttar. Það vita hins
vegar allir hversu gífurlegar
breytingar hafa orðið síðan árið
1975 að þessi skýrsla var gefin út.
—Fyrst er að nefna, að erlend-
ir togarar eru horfnir úr land-
helginni og þar með linnti gegnd-
arlausu smáfiskadrápi þeirra.
Stærri möskvar var ein af aðal-
tillögunum í svörtu skýrslunni og
það breyttist árið 1976, en stærri
möskvar gera það að verkum að
árgangarnir nýtast miklu betur.
Fiskurinn fær að vaxa og þyngj-
ast áður en hann er veiddur og
það er lágmark að aflinn úr
hverjum meðalárgangi hafi aukizt
um 55 þúsund tonn við þessa
breytingu. Ekki má gleyma
svæðalokunum og fleiri atriðum,
sem hafa haft mikil áhrif. Það er
út í hött að gagnrýna svörtu
skýrsluna án þess að geta um þær
forsendur, sem hafa breytzt síðan
hún var unnin.
— Svarta skýrslan þótti ekki
verri en svo á sínum tíma, að
Alþjóða hafrannsóknaráðið sam-
þykkti meginatriði hennar varð-
andi þorskstofninn. Það sama
gerðu brezkir fiskifræðingar einn-
ig-
— Þó svo að ráðherranum finn-
ist okkar vísindi ekki góð, þá er
greinilegt, að hann ætlast til þess,
að aðrir sjávarútvegsráðherrar
taki mark á þeim, samanber
bréfið til Eyvind Bolle á dögun-
um. Þá kemur það greinilega fram
í þessum orðum ráðherrans, að
hann tekur mark á okkur þegar
það hentar honum sjálfum. Fyrst
segir hann, að okkar aðferðir séu
ekki nógu góðar, en örskömmu
síðar vitnar hann í okkar spá-
dóma um árgangana frá 1973,
1974 og 1976. Hann hefur greini-
lega lesið sér til og notar það úr
okkar fræðum, sem hentar hon-
um, en kallar hitt ómark.
— Hafrannsóknastofnunin
hefur gert áætlanir um uppbygg-
ingu þorskstofnsins. Þar er í
fyrsta lagi gert ráð fyrir, að við
séum betur tryggð fyrir óáran í
sjónum og gegn hættu á ofveiði. í
öðru lagi væri hægt að auka afla
úr stofninum án þess að auka
skýrslunnar um þróun hrygn-
ingarstofnsins írú 1970—1979,
en heila linan er þróunin eins og
hún varð i raun. Eins og sjá má
er ekki mikið frávik fram til
ársins 1979, en mistúlkun rann-
sóknargagna vegna þess árs hef-
ur fyrir löngu verið leiðrétt.
sókn og tilkostnað. Það er að
sjálfsögðu mikið efnahagslegt at-
riði að geta byggt veiðar á stórum
stofni, í stað þess að vera að berja
á litlum stofni með miklum til-
kostnaði.
— Það er nærtækt dæmi, sem
nú er að gerast með síldina. Við
gætum fengið sama afrakstur
fyrir þjóðarbúið með því að leyfa
miklu færri bátum síldveiðar í
haust heldur en nú hefur verið
ákveðið. Um 200 skip hafa fengið
leyfi og hvert þeirra fær að veiða
tiltölulega lítið af síldinni, en
tilkostnaðurinn í heildina er mik-
ill. Um leið og færri skip fengju
leyfi til þessara veiða væri hægt
að byggja upp stofninn og af-
rakstur hvers og eins yrði meiri,
sagði Jakob Jakobsson.
I síðasta tölublaði Ægis á
síðasta ári birtist grein eftir
Jakob þar sem hann fjallar um
ástand þorskstofnsins og forsend-
ur svörtu skýrslunnar. I lokaorð-
um sínum þar segir hann m.a:
„Eftir að þorskastríðinu lauk og
ekki voru lengur not fyrir svörtu
skýrsluna til að berja á Bretum,
vaknaði mikill áhugi a.m.k. fjög-
urra stofnana á að athuga hvort
útreikningar fiskifræðinga hefðu
við rök að styðjast.
Sjá kafla úr ræðu sjávarút-
vegsráðherra á blaðsiðu 18.
síðar, á föstudag. Honum verður
boðið til Bessastaða, og hann
mun hitta forsætisráðherra og
eiga viðræður við utanríkisráð-
herra, en að honum loknum
verður efnt til blaðamannafund-
ar.
Viðræður utanríkisráðherr-
anna tveggja við íslendinga
munu ekki snúast um neina
sérstaka, afmarkaða málaflokka,
heldur er hér um almennar kurt-
eisisheimsóknir að ræða. Heim-
sókn Fischers er til dæmis í og
með til að endurgjalda heimsókn
Benedikts Gröndals fyrrum utan-
ríkisráðherra til A-Berlínar.
Jón L. tapaði
í tímahraki
JÓN L. Árnason tapaði í gær skák
sinni fyrir sovéska stórmeistaran-
um Kasparov, á heimsmeistaramóti
unglinga sem nú fer fram í Dort-
mund i Vestur-Þýskalandi.
Að sögn Helga Ólafssonar, aðstoð-
armanns Jóns, hafði Jón betri stöðu
í skákinni, er hún fór í bið í
gærkvöld. Síðar í gærkvöld, eftir
stutt hlé, var skákin síðan tefld >
áfram, og lék Jón henni þá niður í
tímahraki og tapaði, en átti áður
góðar vinningslíkur
Kasparov er nú efstur á mótinu
með 4.5 vinninga, en Tempore frá
Argentínu er annar með 4 vinninga.
Röð næstu manna er mjög óljós að
sögn Helga, vegna margra ótefldra
biðskáka, en Jón L. Árnason hefur
nú 3.5 vinninga. Sjötta umferð verð-
ur tefld í dag, en í gær var ekki
ákveðið hverjum Jón mætir, að sögn
Helga.
Gullbergið
seldi í Hull
GULLBERGIÐ frá Vestmanna-
eyjum landaði í gær 114.4 tonnum
af ísfiski í Hull og fengust 68
milljónir króna fyrir aflann. Með-
alverð á kíló 595 krónur.