Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 15 Verkföllin í Póllandi: Alþjóðleg samtök verka- lýðsfélaga bjóða aðstoð Genf, London ok Chicajío. 21. júlí. AP. FRAMKVÆMDASTJÓRI alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga, ILO, til- kynnti í dag, að samtökin hefðu boðið stjórnvöldum í Póllandi hjálp sína við að semja reglugerð sem „tryggði starfsemi frjálsra verkalýðssamtaka“ í Póllandi. Þykir það mjög óvenjulegt af samtökunum að bjóða slika hjálp. Pólland er aðili að samningi ILO, sem var undirritaður 1948. Þar er þess getið, að verkamenn eigi að hafa fullan rétt til að mynda eigin samtök. frá sér svipaða tilkynningu. Þar skoraði hún einnig á ríkisstjórnir í hinum vestræna heimi að styðja verkfallsmennina, en ekki að beita Pólland efnahagslegum þvingunum. Þá hafa samtök ítalskra verka- manna ákvéðið, að senda nefnd til Póllands til að ræða við yfirvöld, verkalýðsleiðtoga og verkfallsmenn. Miklar deilur hafa risið upp í Bretlandi vegna þeirrar ákvörðunar bresku verkalýðssamtakanna að þiggja boð pólskra stjórnvalda og senda sex manna nefnd í opinbera heimsókn til landsins. Þykir sumum, bæði innan og utan samtakanna, það vera stuðningur við stjórnvöld í Póllandi að senda nefndina þangað einmitt nú, þegar verkamenn þar í Htibner vann 9. skákina Abano Terme, 21. ágúst. AP. V-ÞJÓÐVERJINN Robert Hubner sigraði Ungverjann Lajos Portisch í 9. einvígisskák þeirra. Átta fyrstu skákunum lauk með jafntefli, svo Hubner hefur nú tekið forustu í einvíginu. Portisch gaf skákina án þess að tefla biðstöðuna frekar enda með gjörtapað tafl. ... og á góðar vinningslíkur í 10. skákinni Abano Terme, 21. ágúst. AP. 10. EINVÍGISSKÁK Lajos Portisch og Roberts Hubners fór í dag í bið eftir 41. leik. Hubner teflir með svörtu mönnunum og að sögn sér- fræðinga á hann „ágætar vinnings- líkur“. Biðskákin verður tefld á morgun, föstudag. Eins og sjá má hefur svartur peði meira og hættulegt frípeð á d-lín- unni. Menn svarts eru mun virkari en hvíts auk þess sem hvítur er mót- spilslaus. Með réttri taflmennsku ætti svart- ur því að vinna skákina. Hugsanlegur biðleikur er 41. Hal. landi berjast fyrir þeim rétti sem verkamenn í Bretlandi hafa þegar öðlast. Hafnarverkamenn í Chicago, sem höfðu tilkynnt að þeir ætluðu að sýna samstöðu með pólskum verkamönn- um með því að neita að afgreiða pólsk skip, sögðust í dag ætla að fresta þessum mótmælaaðgerðum sínum þar til nk. föstudag. Ástæðuna sögðu þeir vera þá, að þeir ætluðu að reyna að fá fleiri verkalýðssamtök í lið með sér. Forseti samtakanna sagði, að þeir væru að reyna að koma skipulagi á þessar mótmælaaðgerðir og væru þeir m.a. að reyna að fá evrópska hafnarverkamenn í lið með sér. Sagði hann, að aðgerðirnar næðu ekki einungis til pólskra skipa, heldur allra þeirra sem sigldu með pólskar vörur. Bandaríska utanríkisráðuneytið lagði í dag áherslu á, að þeir andófsmenn, sem handteknir hafa verið í verkföllunum í Póllandi, yrðu látnir lausir hið fyrsta. Er þetta hið fyrsta, sem Bandaríkjamenn láta fara frá sér varðandi deilurnar í Póllandi. Sakharovnefndin sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem hún skorar á verkalýðsfélög í hinum frjálsa heimi að styðja verkfallsmenn í Póllandi og pólska andófsnefndin í Svíþjóð sendi Flugslysið í Riyadh: Fjölskyldur fórnarlambanna fá f járstyrk Riyadh. Saudi-Arahíu 21. ágúst AP. KHÁLED konungur af Saudi- Arabiu tiikynnti i dag að 15.000 Bandarikjadölum (7,5 milljónum íslenskra króna) skyldi varið til styrktar fjölskyldum þeirra sem fórust i flugslysinu mikla á flug- vellinum i Riyadh. Alis fórust 301 maður. Flugmálayfirvöld í Saudi-Arabíu sögðu að gaseldunartæki hefði lík- lega ollið þessu þriðja mesta flug- slysi sögunnar. Talsmaður þeirra sagði að tvö slík tæki hefðu fundist í flakinu. Félagar Billys grunað- ir um eiturlyfiasmygl ERLENT Frá Önnu Bjarnadóttur. (réttaritara Mbl. i WashinKton. 21. áKÚst. BILLY Carter, bróðir banda- rikjaforseta, sat fyrir svörum undirnefndar dómsmálanefndar öldungadeildar bandariska þingsins á fimmtudag og mun gera svo á ný i dag. Nefndin var stofnuð, til að rannsaka samband Carters við stjórnvöld i Líbýu í siðasta mánuði. Spurningar nefndarinnar snerust fyrst og fremst um 220.000 dollara. sem Carter segir, að hann hafi fengið að láni frá Libýu, en engin skjöl eru fyrir hendi til að sanna að um Ián sé að ræða og ekki greiðslu eða gjöf. Tólf ár liðin frá innrásinni í Tékkóslóvakíu: „Okkur barst alþjóðleg hjálp“ segir blað tékkneska kommúnistaflokksins Praij. 21. áitúst AP. BLAÐ tékkneska kommúnista- flokksins „Rude Pravo“ minn- ist þess í dag að tólf ár eru liðin frá innrás Sovétmanna og fleiri austantjaldslanda í Tékkósló- vakiu með því að verja innrás- ina. Kallar blaðið hana „alþjóð- lega hjálp“. „Vegna þessarar hjálpar er Tékkóslóvakía aftur öflugt sósí- alskt ríki,“ segir blaðið. Herir frá Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi, Ungverja- landi, Búlgaríu og Póllandi réð- ust inn í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968. Þá hafði pólitísk frelsis- alda stöðugt farið vaxandi í kommúnistaflokknum sem var undir forystu Alexanders Dub- cek. Franski kommúnistaflokkur- inn minntist innrásarinnar í dag með því að fordæma hana í blaði sínu „L’humanite". Samt sem áður styðja franskir kommúnist- ar aðgerðir Sovétmanna í Afg- anistan. Ronald V. Sprague, efnahags- ráðgjafi George Belluomini, bónda í Kaliforníu og vinar Billy Carters sat fyrir svörum nefndarinnar á miðvikudag. Hann fór til Líbýu fyrir Carter í marz, til að reýna að ganga endanlega frá láninu, en 220.000 dollararnir voru aðeins forskot á 500.000 dollara lán. Eftir að- Carter las yfirlýsingu fyrir nefndina á fimmtudagsmorgun, tók nefndin sér hlé. Þegar hún kom aftur saman var skýrt frá því, að Sprague og Belluomini eru grunaðir um eiturlyfjasmygl (marijuhana og cocain) og er mál þeirra til rannsóknar í dómsmála- ráðuneytinu. Carter fölnaði við þessar fréttir og sagðist ekkert um málið vita. Nefndin tók skýrt fram, að hann væri ekki viðriðinn eiturlyfjamál þeirra félaga, en Robert Dole, öldungadeildarþingmaður frá Kansas, sem á sæti í nefndinni, sagði að þessar upplýsingar gæfu tilefni til frekari spurninga um samband bróður forsetans við þessa menn. PRISMA Loksins hefur okkur tekist aö finna fullkomió, nýtískulegt og vandað litsjónvarpstæki á lægra veröi en aðrir geta boðiö. KDL5TEF model 1980 STÆRÐ VERO STAÐGR.VERÐ STRAUMTAKA 20 t. 670.000,- 636.500,- 85 wött 22 t. 730.000.- 693.500,- 85 wött 26 t. 850.000,- 807.500,- 95 wött

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.